Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 7
1
kórstarf
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 7
J,
Endalaus leit að
Fjöldi kóra á íslandi hlýtur að vera heimsmet, að minnsta kosti ef miðað er
við þá gatslitnu höfðatölureglu. Þjóðin er bókstaflega öll syngjandi. Við
höfum kóra af öllum stærðum og gerðum, karlakóra, blandaða kóra,
kvennakóra, sönghópa, kvartetta, tríó og ég veit ekki hvað. Það er enginn
maður með mönnum nema hann syngi, ef ekki í kór þá í sturtu í takt við
fossnið vatnsins úr Damixa-blöndunartækjunum. Á Norðurlandi er söng-
hreina tóninum!
starf kröftugt og svo hefur verið um aldir alda. Það má ekki á milli sjá
hverjir eru öflugustu söngmennirnir, Húnvetningar, Skagfirðingar, Eyfirð-
ingar eða Þingeyingar. Á þessum vettvangi verður ekki lagt mat á það. Til
að fræðast eilítið um hvað felst í kórstarfi og hvað er svona heillandi við
kórstarf hafði Dagur tal af fjórum norðlenskum söngfuglum og einum
síungum kórstjóra. óþh
Björg Baldvinsdóttir, félagi
í Kór Akureyrarkirkju:
Maður byggir upp
sinn innri mann
„Maður er manns gaman. Elsti félaginn hjá okkur hefur sungið í um 60 ár og sem betur
fer fáum við marga unga stráka til liðs við okkur,“ segir Þorvaldur Óskarsson, á Sleitu-
stöðum í Hólahreppi og formaður Karlakórsins Heimis í Skagafirði.
„Það er eins og kórstarf eigi víða erfitt uppdráttar en þá sögu höfum við í Heimi sem
betur fer ekki að segja. Áhugi manna í Heimi er síður en svo dvínandi. Þvert á móti er
áhuginn meiri en kannski nokkru sinni fyrr. Eitthvað hefur það að segja að áhugi fyrir
söng er og hefur alltaf verið mikill í Skagafirði."
Þorvaldur segir mikinn tíma fara í kórstarfið en hann sjái ekki eftir honum. Hann nefn-
ir að það vilji oft gleymast að kórfélagar geti ekki sinnt þessu áhugamáli nema því aðeins
að maki og aðrir í fjölskyldunni geri þeim það kleift.
Þorvaldur hefur sungið í kór í um 30 ár en síðustu 20 ár hefur Heimir átt hug hans
allan. Að jafnaði er æft tvisvar í viku frá veturnóttum til sumarmála. Þá er yfirleitt gert
hlé á æfingum og þráðurinn tekinn upp á ný að afloknum sauðburði og haldnir árlegir
tónleikar.
„Ég hef gaman af öllum lögum sem við tökumst á við í kórnum. Kannski eru þau lög
skemmtilegust sem eru erfiðust í flutningi. Svo er auðvitað gaman að syngja létt og
skemmtileg lög. Það má heita að ég sé alæta á tónlist. Þó finnst mér lítið til diskótónlistar
koma. Hún er það versta sem ég heyri. Sinfóníur finnst mér lítt áheyrilegar í útvarpi en
aftur á móti gaman að hlusta á þær á tónleikum.“
Þorvaldur Óskarsson,
form. Karlakórsins Heimis:
Erfiðustu lögin
eru skemmtilegust
„Það gefur manni mikla lífsánægju og -fyllingu að syngja í kór. Ég held að enginn maður
fari í kór bara fyrir félagsskapinn. Söngurinn er númer eitt. Flutningi á söng fylgir mikill
spenningur og þegar honum er lokið fer um mann ólýsanleg tilfinning. Ef vel gengur fyll-
ist maður þakklæti og gleði lengi á eftir. Ég er orðin allt of gömul til að syngja með í kór
en ég syng sjálfri mér til sálubótar. Maður byggir bókstaflega upp sinn innri mann með
því að syngja við messu og taka þátt í henni. Það hleður sálartötrið lífshamingu og orku,“
segir Björg Baldvinsdóttir, félagi í Kór Akureyrarkirkju, sem hefur starfað í kór nánast
sleitulaust frá árinu 1945.
Þrátt fyrir að árin færist yfir starfar Björg af krafti í Kór Akureyrarkirkju og hefur allt-
af jafn gaman af söngnum. Hún segir að kórstarfið sé hennar líf og yndi og hún skrölti
á meðan hún haldi röddinni. Auk Kórs Akureyrarkirkju hefur Björg sungið í Kantötu-
kórnum og hún var ein stofnenda Gígjanna á Akureyri.
„Lykillinn að góðum kór eru góðar raddir og að söngstjóranum takist að samæfa þær
þannig að hann fái heildarsöng. Það má engin rödd skera sig úr og til þess að fyrirbyggja
það reynir á söngstjórann. í því verður að beita mikilli hörku. Við höfum yndisíegan
söngstjóra í Kór Akureyrarkirkju. Honum virðist takast að fá allt út úr fólkinu sem hann
vill með brosinu einu,“ sagði Björg og hélt áfram: „Kórstjórar eru mjög mismunandi.
Músíkantar eru yfirleitt miklir skapmenn og stundum ráða þeir ekki við skapið. En við
vitum að það er ekkert að marka. Þetta eru tilfinningar sem verða að fá að gjósa út annað
slagið og síðan er allt í besta lagi.“
Margrét Jónsdóttir,
félagi í Kvennakórnum Lizzie:
Söngurinn er
númer eitt
„Ég segi að söngurinn komi númer eitt og félagsskapurinn lendi í öðru sæti,“ segir Margrét
Jónsdóttir, frá Fitjum í Kinn í Suður-Þingeyjarsýslu og félagi í Kvennakórnum Lizzie.
„Við byrjuðum að æfa í sláturtíðinni og við munum koma saman til æfinga fyrir jólin.
Við stefnum á að syngja í endaðan mars á 60 ára afmæli Kvenfélagasambands íslands í
Reykjavík. Þá höfum við hug á að fara út fyrir landsteinana síðar. Það verður ekki í ár
en vonandi á næsta ári. Stefnan er tekin á Þýskaland, sem kemur til af því að stjórnand-
inn okkar, Margrét Bóasdóttir, þekkir þar vel til og hefur oft sungið þar.“
Margrét segir að margt þurfi að hjálpast að við ná góðum hljóm í kór. „Mér finnst að
Margrét hafi gott lag á okkur. Hún er mjög hæfur stjórnandi, heldur uppi góðum aga og
nýtir tímann vel. Hvað hvern og einn kórfélaga varðar er aðalatriðið að beita röddinni
rétt og koma hljóðunum rétt til skila.“
Margrét hefur samanburð af starfi í kvennakór og blönduðum kór. Fyrir nokkrum
árum söng hún í Polyfónkór Ingólfs Guðbrandssonar. Hún segir að starf í þessum kórum
sé að nokkru leyti ólíkt og þó ekki. „í báðum þessum kórum er lagt kapp á að mæta á
æfingar og syngja af gleði og fara óþreyttur heim.“
Friðrik Jónsson, fimmfaldur
organisti í S-Þing:
Einraddaöur söngur
er ómerkilegur
Friðrik Jónsson söngstjóri er ekki af baki dottinn þrátt fyrir árin sjötíu og fjögur. Hann
er ennþá organisti og stjórnandi kóra við fimm kirkjur í Suður-Þingeyjarsýslu, Þverár-
kirkju í Laxárdal, Neskirkju í Aðaldal, Einarsstaðakirkju í Reykjadal, Lundarbrekku-
kirkju í Bárðardal og Ljósavatnskirkju í Ljósavatnsskarði.
Friðrik lætur sér fátt um finnast þegar hann er inntur eftir því hvort ekki sé mikið starf
að spila og stjórna söng í fimm kirkjum. Hann segist „vera búinn að skaka í þessu um 40
ár“ og því viti hann nokkuð um hvað málið snýst. En hver er skýringin á því að menn
endast í starfi sem þessu fram á efri ár? „Ég veit það ekki. Því verður þó ekki neitað að
ég hef gaman af þessu og hef alla tíð haft mikla ánægju af söng og músík. Auk söng-
stjórnunar og orgelspils spilaði ég á harmonikuna á böllum hér um allar sveitir í um 40
ár,“ segir Friðrik. Hann segist vera heldur fastheldinn á tónlistina og gefa lítið fyrir nú-
tímatónlistina. „Ég kalla músíkina í dag ekki músík. Þegar maður getur ekki lært þau lög
sem ungu tónskáldin semja, þá kalla ég það ekki músík. Það vantar í þetta ákveðna
melodíu eins og gömlu karlarnir Páll ísólfsson, Karl O. Runólfsson, Sigvaldi Kaldalóns
og fleiri góðir menn komu svo vel til skila.“
Friðrik segir það vandamál til sveita að menn fáist ekki lengur til að spila við messur.
Hann segir að á uppvaxtarárum hafi þetta ekki verið vandamál en nú sé öldin önnur og
til vandræða muni horfa til sveita þegar „þeir gömlu“ hætti spilamennskunni.
Friðrik segist ekki hafa neinar ákveðnar áherslur í stjórnun kóra nema ef vera skyldi
að leggja áherslu á raddaðan söng kóranna. „Ég legg rnikið upp úr fjórrödduðum kórum.
Ef presturinn óskar eftir sálmi sem kórinn kann ekki læt ég hai.n stundum flytja hann ein-
raddaðan en æfi hann síðar í fjórum röddum. Yfirleitt býð ég ekki upp á annað en fjór-
raddaðan söng, hitt finnst mér svo ómerkilegt.“
Jóhann Már Jóhannsson,
einsöngvari í Skagafirði:
Óútskýranlegt hvað
dregur fólk í kór
„Það liggur við að sé óútskýranlegt hvað dregur fólk í kórstarf," sagði Jóhann Már
Jóhannsson, bóndi Keflavík í Rípurhreppi í Skagafirði, þegar hann var inntur eftir því
hvernig bæri að skýra þá ástríðu manna að syngja í kór. Jóhann Már hefur margra ára
reynslu í karlakór að baki.
Hann byrjaði söngferilinn í Karlakórnum Geysi á Akureyri og tók því næst þátt í starfi
Karlakórs Bólstaðarhlíðar í Húnavatnssýslu og Karlakórsins Heimis í Skagafirði. Á síð-
ari árum hefur hann einbeitt sér að einsöngnum og komið fram bæði á einsöngstónleikum
og með kórum. Fyrir sex árum gaf hann út plötuna „Bóndinn" og á næstu dögum kemur
á markaðinn ný plata Jóhanns Más sem ber heitið „Ef væri ég söngvari." Þeirri plötu
verða síðar gerð nánari skil í Degi.
„Hér í sveit láta menn sig hafa það að keyra allt upp í 60-80 km á æfingar tvisvar í viku
ár eftir ár. Mönnum finnst þetta ekki tiltökumál. Lengsta ferð sem ég hef farið á æfingu
var þegar ég bjó á fremsta bænum í Svínadal. Þá fór ég að heiman kl. 6 um kvöld og
keyrði í Húnaver. Ég rétt náði á æfingu sem hófst kl. 9. Æfingin stóð til 12 og kl. 4 um
nóttina renndi ég í bæjarhlaðið.
Kórstarf hér er miklu meira en söngurinn. Félagsskapurinn hefur sitt að segja. Mikið
er um hverskonar skemmtikvöld og kórstarfið er krydd í tilveruna. Það er mikil tilbreyt-
ing frá daglegn streði að fara á kóræfingu. Menn þvo sér vel, fara í betri fötin og láta
þreytuna líða úr sér í allt öðru umhverfi. Fara síðan glaðir og endurnærðir heim. Þetta
jafnast á við þegar kaupstaðarmenn fara á hestbak og losna þannig við stressið.“
Jóhann Már segir að þrátt fyrir að hann hafi aldrei sungið í blönduðum kór hafi hann
mjög gaman af söng blandaðra kóra. Þó verði hann að viðurkenna að karlakórssöngurinn
heilli meira. „Ég er nú svo gamaldags að mér finnst alltaf skemmtilegast að hlýða á kar-
lakórslög. En strangt tekið er blandaði kórinn meira hljóðfæri."
Jóhann Már svaraði þeirri spurningu játandi hvort söngstjórar væru ekki mismunandi.
Hann sagði aðspurður að óskasöngstjórinn væri Árni Ingimundarson þegar hann var best
upplagður. „Hann átti það til að vera mjög vandvirkur en alltaf kátur og fjörugur og gíf-
urlega laginn við að kenna mönnum raddir.“
“H-i 4- L-VA h s V V-
A V X . T % T X X I I - V O-kj
/X& Ý TE T t T É r r r r 2 7
\ j s • S 9 S S S w m m
- ý, 1 • Æ i W JTT. r J
-4>J «f. .M -m m - m nr w w w—
./ r J U ') J [J 1J 'J 'J ff ~w— “— y S' - ~S~i~
2 L T T1 1 II ! 1 M 1—nr-
la la la la la la la la la la la la rrt la la i 7 7 P a la la.