Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 11

Dagur - 25.11.1989, Blaðsíða 11
Laugardagur 25. nóvember 1989 - DAGUR - 11 Upphaflega aetlaði Girish til Bandaríkjanna og átti ísland bara að vera viðkomustaður. Raunin varð önnur. notkun þessara efna var ekki heldur algeng meðal fullorðinna á þessum tíma þó þetta hafi breyst núna. Ég veit ekki hver skýringin á þessu hefur verið, þetta var bara svona.“ Við spurðum Girish næst um trúarbrögð Indverja og sagði hann að jafnvel í smæstu bæjum væru stunduð mörg mismunandi trú- arbrögð. „í skólanum mínum voru nemend- ur sem voru hindúar, kristnir og jafnvel gyð- ingar en þetta var ekkert mál. Börnin léku sér öll saman og voru boðin hvert heim til annars á trúarhátíðum.“ Vildi ekki aðstoð við makaval Á Indlandi tíðkaðist það fyrr löngu að strax á unga aldri barna var þeim fundinn maki. Girish segir þetta afar sjaldgæft nú til dags þó það sé enn til í fjallabæjum og þá er það frekar bundið við ákveðna staði en trúar- brögð. Hitt er nokkuð algengt að foreldrar nefni ákveðinn aðila sem þeir gætu hugsað sér sem maka fyrir barn sitt, aðallega vegna þess að þar eru fjölmörg trúarbrögð og for- eldrarnir vilja helst velja maka úr sömu trú eða stétt o.s.frv. „Ég er einn af fáum hindúum sem er í raun á móti þessu. For- eldrar mínir spurðu mig hvort ég vildi að- stoð og ég neitaði því. Kannski var það vegna þess að ég var búinn að vera á íslandi en áður en ég fór frá Indlandi til íslands í fyrsta skipti höfðu þau orð á að það væri nú betra ef ég væri búinn að gifta mig áður en ég færi.“ Leið Girishar lá í háskóla á Indlandi þar sem hann lagði stund á læknisfræðinám. Aðspurður um gæði skólans sagði hann kennsluna í raun hafa verið mjög góða en tækjabúnað e.t.v. ekki eins fullkominn og á Vesturlöndum. „Lað sem við fengum fram yfir læknastúdenta á Vesturlöndum var það, að á Indlandi er mikill aragrúi alls konar sjúkdóma sem ekki koma upp á Vesturlönd- um og það gaf okkur ómetanlega reynslu að fá að kljást við þá. Auk þess þurftum við oft að vinna við erfiðar aðstæður vegna tækja- skorts svo ég tel að við höfum fengið mjög góða reynslu.“ Á Indlandi eru bæði ríkis- og einkarekin sjúkrahús. Einkastofnanirnar eru í meiri- hluta og algengast er að vinnuveitandi tryggi starfsmenn sína með því að greiða fyrir þá og fjölskyldu þeirra hluta sjúkrakostnaðar. Auk þessa getur fólk keypt sér sjúkratrygg- ingar. Fátækir og atvinnulausir standa verr að vígi og þurfa að leita til ríkissjúkrahúsa þar sem aðbúnaður er ekki eins og best verður á kosið. Hafði bara séð snjó á myndum Pegar læknisfræðináminu lauk lá leið Girishar til íslands. Hvernig í ósköpunum honum datt í hug að fara til Islands var vita- skuld næsta spurning sem lögð var fyrir hann. „Pað er eiginlega hálf furðulegt," sagði hann og hló. „Frændi minn var ræðis- maður fyrir ísland og hafði aðsetur í Bombay. Hjá honum hafði ég séð myndir og bæklinga um ísland og ég heillaðist strax af myndunum. Hann hafði sjálfur komið til íslands og gat þvf sagt mér frá landinu svo þetta var eitthvað sem mér fannst bæði nýtt og spennandi. Ég hafði meira að segja séð bækur og myndir frá Akureyri og vissi t.d. áður en ég kom að þar væru tvö kvikmynda- hús, Nýjabíó og Borgarbíó. f»að varð úr að ég skrifaði bréf til íslands og sótti um vinnu. Ég fékk jákvætt svar sem var á þá leið að það vantaði svæfingalækni á Akureyri. Par hafði ekki starfað svæfingalæknir í tvö ár svo þegar ég kom 24 ára gamall til Akureyr- ar árið 1976 fékk ég nóg að gera.“ Girish var beðinn að rifja upp fyrstu við-. brögð sín þegar hann kom lil landsins í des- embermánuði og hafði aldrei séð snjó fyrr nema á myndum. „Það var kalt en mér fannst þetta ævintýralegt og spennandi. Upphaflega ætlaði ég að fara til Bandaríkj- anna því mig langaði mest þangað. ísland átti bara að vera viðkomustaður þótt sú hafi ekki orðið raunin. Þegar daginn fór að lengja og vorið að nálgast fannst mér þetta allt svo frábært og áður en ég vissi af hafði ég festst hérna. Það var svo mikið að gera, gaman að vinna, allt svo spennandi og nýtt og ólíkt því sem ég hafði kynnst áður.“ Þorramaturinn vægast sagt agalegur - En hvernig er ungum manni frá fjarlægu landi, sem kemur einn til Akureyrar, tekið? „í fyrstu skildi ég auðvitað ekki orð í íslensku þegar fólk var að reyna að tala við mig og ég skil í raun ekki hvernig þetta gekk allt saman. Ég held að það hafi liðið u.þ.b. þrír mánuðir þangað til ég gat farið að tjá mig, en ég gat t.d. ekki æft mig að tala við sjúklingana því þeir voru auðvitað allir sof- andi. Aftur á móti horfði ég mikið á sjón- varp og lærði heilmikið á því að horfa á efni með ensku tali og lesa textann. En ég held að ég hafi ekki verið mjög lengi að komast í samband við fólk. Strax og ég kom fór ég að leika badminton og kynntist þar fullt af fólki utan sjúkrahússins. Svo á ég mjög góðar minningar innan spítalans því starfsfólkið þar var eins og ein stór fjölskylda. Mér þótti allt ósköp smátt í sniðum, því á Indlandi hafði ég unnið á sjúkrahúsi þar sem störf- uðu 2000 manns. Talið barst næst að mataræði sem er ákaf- lega ólíkt í þessum tveimur löndum eins og flestir vita. „Mér þótti sumt mjög gott en annað alveg hræðilegt, t.d. voru svið og slát- ur ekki á vinsældalistanum. í fyrstu, á með- an ég var einn, borðaði ég í mötuneyti sjúkrahússins. Þangað fór ég líka á sunnu- dögum og eins og venja er var oftast besti maturinn þá. Eitt sinn varð ég þó fyrir mikl- um vonbrigðum, cn þá var þorri að byrja. Á boðstólum var ekta þorramatur og það var vægast sagt agalegt. Eg borðaði bara kartöfl- urnar og rófustöppuna en núna hef ég smakkað þetta allt saman, meira að segja hákarl og súrsaða selshreifa sem eru alveg ágætir á bragðið." Aldrei hægt að slíta tengslin við „móðurlandiðu Girish kynntist eiginkonu sinni á Akureyri. Hún heitir Anna Gunnarsdóttir og börn þeirra eru Sigyn, 14 ára dóttir Önnu, Geir 8 ára og Anita 3ja ára. Anna hefur tileinkað sér indverska matargerð og að sögn Girishar tekist það mjög vel. „Hún eldar jafn vel og mamma,“ sagði hann og ætti það að segja nokkuð mikið um gæði matarins. Indversk- ur matur er á boðstólum að jafnaði einu sinni í viku á heimili Önnu og Girishar og Íiegar foreldrar hans komu í heimsókn til slands í fyrra hrifust þeir mjög af indverska matnum hennar Önnu. Fjölskyldan gætir þess að halda góðu sambandi við skyldfólkið á Indlandi og sagði Girish að hann kynni vel að meta hvað íslendingar virðast leggja mikið upp úr því að halda góð fjölskyldutengsl. „Mér finnst þetta mjög heimilislegt því þetta minnir mig á Indland.“ Hann segir að í upphafi hafi fólkinu hans fundist það mjög skrítið að hann ætlaði til íslands og að í raun hafi for- eldrar hans ekki almennilega sætt sig við þetta fyrr en hann var búinn að stofna fjöl- skyldu sjálfur og þeir voru búnir að koma í heimsókn. Við spurðum Girish að lokum hvort hann gæti hugsað sér að flytja aftur til Indlands. „Það getur vel verið, það er aldrei að vita. Ég held að tengslin við „móðurlandið" sé aldrei hægt að slíta hvert sem maður fer. Nú hafa bættar samgöngur gert það að verkum að það tekur innan við einn sólarhring að komast héðan til Indlands þótt það kosti auðvitað rnikið, en það gerir allt vissulega auðveldara. Auðvitað koma dagar þegar ég finn íyrir heimþrá svo þetta verður bara allt að koma í ljós . . .!“ VG Texti: Vilborg Gunnarsdóttir Myndir: Kristján Logason

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.