Dagur


Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 2

Dagur - 08.12.1989, Qupperneq 2
2 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1989 fréttir Bifreiðaskoðun íslands: Bílafloti landsmanna minnkar Bílum landsmanna hcfur fækk- að um 2800 frá síðustu áramót- um. Um 9800 bílar hafa vcrið afskráðir á árinu en á sama tíma verið nýskráðir um 7000 bílar. Fækkunin er því 2800 bílar. Forsvarsmenn Bifreiðaskoðun- ar íslands telja að bílum geti fækkað nokkuð enn þar sem enn leynist víða ónýtir bílar sem eig- endur hafi ekki enn afskráð. Um síðustu mánaðamót höfðu 74.600 bílar komið til aðal- skoðunar. Aukaskoðanir voru 1300 og fjöldi endurskoðana 9500. í 2100 tilfellum fór endur- skoðun fram á verkstæðum sem viðurkenningu hafa hlotið til að skoða bíla. JÓH Osta- og smjörsalan: MarkaðshlutfaU fyrirtækisins nú 82,2% flestir nota Smjörva á brauðið Hagvangur kannaði notkun feitmetis ofan á brauð sl. haust fyrir Osta- og smjörsöluna og kom í Ijós að markaðshlutfall fyrirtækisins hefur enn aukist og er nú orðið 82,2%. Þetta kemur fram í nýjasta tölublaði Mjólkurfrétta sem gefíð er út af Osta- og smjörsölunni og Samtökum afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þetta er í þriðja skipti sem könnun af þessu tagi er gerð meðal íslenskra neytenda og reyndist hækkunin milli ára nú nema 4,4%. Hvað einstakar tegundir varð- ar virðist sala á Smjöri hafa minnkað, en sala á Smjörva og Léttu og laggóðu hefur aukist. Smjörvinn hefur þó vinninginn en hann segjast 36,5% alltaf nota á brauð. í könnuninni var spurt hvort neytendur hefðu prófað innflutt smjörlíki og reyndust um 22% hafa gert það. Aðspurðir um hvers vegna það hefði ekki verið gert áfram sögðu 58% að það væri vont á bragðið, 6% töldu gæðin ekki nægjanleg, 13% sögð- ust ekki fá það þar sem þeir gerðu innkaup sín og 8% kváðust vilja styðja íslenskan iðnað. Á verðlagsárinu 1988/89 jókst sala á ostum og viðbiti um liðlega 5%. Sala á ostum jókst um 5,22% oj> sala á viðbiti um 5,41%. I framleiðslu þessarar vöru fór alls um 45% af allri inn- veginni mjólk verðlagsársins. VG Á stofnfund Landssamtnka psoriasis og exemsjúklinga mættu 14 manns en stofnfélagar voru skráðir rúmlega 20. Húsavík: Spoex-defld stofnuð Deild í Spoex, fyrir Húsavík og nágrenni, var stofnuð á fundi í Snælandi í síðustu viku. Spoex er landssamtök psoriasis og exemsjúklinga. A stofnfund- inn mættu 14 manns, en 22 stofnfélagar voru skráðir. í stjórn deildarinnar voru kjörin: Anna Ragnarsdóttir, Jón Ásberg Salomonsson og Sauðárkrókskirkja bráðtmt 100 ára - Hugmyndir um stækkun hennar kynntar Safnaðarnefnd Sauðárkróks- kirkju, ásamt sóknarpresti, kynnti á blaðamannafundi sl. miövikudag hugmyndir um stækkun Sauðárkrókskirkju. Um er að ræða lengingu henn- ar til vcsturs. Það kom fram í máli sr. Hjálmars Jónssonar sóknarprests að við um 30 athafnir á þessu ári hefði komið í Ijós að kirkjan væri of lítil. Einnig drægi úr áhuga fólks á að sækja kirkjuna þegar það vissi um þrengslin í henni. Jón Karlsson formaður sóknar- nefndar kynnti svo breytingarnar sem í aðalatriðum verða þær að kirkjuskipið sjálft verður lengt um sem nemur 3.6 metrum. Við þessa lengingu eykst sætafjöldinn um rúmlega 100, úr 200 í rúmlega 300. samkvæmt niðurstöðum hans er heppilegast að lengja kirkjuna til vesturs eins og áður hefur komið fram. Sóknarnefndin hefur samþykkt þessar teikningar fyrir sitt leyti, en næst á dagskrá er að leggja málið fyrir safnaðarfund sem hef- ur endanlegan ákvörðunarrétt. Hann verður trúlega haldinn um miðjan mánuðinn. Sauðárkrókskirkja var vígð 18. desember 1892 og er því komið fast að eitthundrað ára afmæli hcnnar. Yfirsmiður kirkjunnar var Þorsteinn Sigurðsson scm getið haföi sér gott orð vegna kirkjubygginga sinna, en hann byggði fjöldan allan af kirkjum í Húnavatnssýslu og Skagafirði. Þær lagfæringar sem nú standa yfir á kirkjunni að utan koma til með að taka lengri tíma en áætl- að var í upphafi vegna þess að komið hafa í ljós fleiri skemmdir en í upphafi var talið. Fullvíst þykir að þeim viðgerðum verði ekki lokið fyrir áramót. Leifur Blumenstein byggingafræðingur hefur verið ráðgefandi við þessar lagfæringar, en hann er sér- fræðingur í viðhaldi gamalla húsa. kj Guðrún Björnsdóttir. Anna sagði í samtali við Dag að mikill áhugi virtist vera hjá fólki að fara að vinna að hags- munamálum félaga, en þá skorti tilfinnanlega ýmsa aðstöðu. Helstu markmið deildarinnar eru; að stuðla að því að komið verði upp göngudeild fyrir psori- asis og exemsjúklinga á Húsavík; að eiga og reka UVB ljósalampa til útleigu: standa fyrir a.m.k. einum fræðslufundi á ári um við- komandi sjúkdóma; stuðla að því að fá húðsjúkdómafræðing a.m.k. einu sinni á ári að Heilsu- gæslustöðinni á Húsavík og sinna, eftir því sem við verður komið, þörfum psoriasis og exemsjúklinga á félagssvæðinu. Líflegar umræður voru á fund- inum og bar margt á góma. Rætt var um að athuga vatn í borholu sem boruð var á Húsavíkurhöfða fyrir nokkrum árun, reyndist vatnið í henni það steinefnaríkt að það var ónothæft, en slíkt vatn gæti hugsanlega hentað vel til baða við húðsjúkdómum. Rætt var um að reyna að fá aðstöðu í Heilsugæslustöðinni, m.a. fyrir ljósabekkinn sem deildin hefur hug á að deildin, eða Heilsu- gæslustöðin, eignist. Fram kom að víða um land, þar sem stofn- aðar hafa verið Spoex deildir, hafa ýmis félög, t.d. Lions og Kiwanis, styrkt Spoex deildirnar og gefið þeim Ijósalampa. Þau lyf sem psoriasissjúklingar þurfa að nota eru mjög dýr og það mun því skipta miklu, kosnaðarlega séð, að sjúklingarnir hafi aðstöðu til að nota ljósaböð frekar en áburð. Á fundinum kom fram, að þrem af fjórtán fundarmönnum, hafði verið neitað um uppáskrift- ir húðsjúkdómafræðings um viðurkenningu á að þeir ættu rétt á lyfjum frá tryggingakerfinu, og töldu fundarmenn misbrest á að sjúklingar fengu rétt sinn viður- kenndan. Ekki er vitað um tölu psoriasis- sjúklinga á félagssvæðinu en talið er að um 2% fólks fái psoriasis, einhvertíma á ævinni, þannig að 40-50 manns á félagsvæðinu eru líklega með þennan sjúkdóm. Nýir félagar eru velkomnir í deildina og geta þeir látið skrá sig hjá Önnu í síma 41724 eða Jóni Ásberg í síma 41771. Golfklúbburinn og íþróttafélagið Þór: Erindi ekki borist bæjarstjóm - segir Sigurður J. Sigurðsson, forseti bæjarstjórnar Eins og Dagur greindi frá í fyrri viku hefur Golfklúbbur Ákureyrar átt við fjárhags- erfíðleika að stríða undanfarin misseri. Skuldastaðan er erfið vegna fyrst og fremst kostnað- arsamra viðgerða á skála klúbbsins að Jaðri. Að sögn forseta bæjarstjórnar Akur- eyrar hefur ekki borist erindi til bæjarstjórnar vegna þessa vanda. Atvinnumálanefnd Akureyrar: Viðrædur við flögur fyrirtæki um úrvumslu á sjávarafurðum - aðild erlends aðila að úrvinnsluverksmiðju? Jón sagði að núverandi við- gerðir á kirkjunni hefðu veriö það umfangsmiklar að ákveðið heföi verið í kjölfar þeirra að leita eftir hugmyndum um stækk- un hennar. Leitað var til Þor- steins Gunnarssonar arkitekts og DAGUR AkurejTi S96-2IB22 Norðlenskt dagblað Stefnt er að fundi atvinnu- málanefndar Akureyrar ineð fulltrúum fyrirtækja sem tengj- ast sjávarútvegi á Akureyri, Samherja hf., Útgerðarfélagi Akureyringa, KEA og Niður- suðuverksmiðju K. Jónssonar í dag, föstudag. Fundarcfnið er úrvinnsla sjávarafurða á Akur- eyri. „Við höfum verið í nokkrar vikur að undirbúa þetta mál en nú liggja fyrir allar tiltækar upp- lýsingar sem við munum leggja fyrir fund með þessum aðilurn," sagði Hólmsteinn Hólmsteins- son, formaður atvinnumála- nefndar í samtali við Dag. „Ég tel að þetta sé mjög athyglisverður möguleiki sem kanna verði gaumgæfilega. Okk- ar hugmynd er að leita samstarfs við erlendan aðila um málið. Við gerum okkur þó grein fyrir að ýmis ljón eru í veginum, s.s. tolla- múrar o.fl. Hugsanlega myndi þessi erlendi aðili kaupa fram- leiðslu úrvinnsluverksmiðj’u og ætti aðild að henni. Ég tek fram að þetta er hugmynd sem á eftir að ræða en fyrsta skrefið er fund- ur með þessum fjórum aðilum fyrir næstu helgi,“ sagði Hólm- steinn. óþh Sigurður J. Sigurðsson segir að hins vegar hafi bæjarfulltrúar fulla vitneskju um fjárhagsvanda Golfklúbbsins. Þá segir hann menn vita af því að íþróttafélagið Þór hafi sem stendur ekki fjár- hagslegt bolmagn til að halda áfram byggingu félagsheimilisins Hamars. „Þessir aðilar horfa til bæjarins með úrlausn sinna mála en formlegt erindi frá þeim hefur mér vitanlega ekki borist," segir Sigurður. óþh

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.