Dagur - 08.12.1989, Síða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1989
bœkur
Ævars saga
Kvarans
Hjá Erni og Örlygi er komin út
Ævars saga Kvarans skráð af
Baldri Hermannssyni. Ævar R.
Kvaran var um hálfrar aldar
skeið einn dáðasti leikari
Iandsins, söngvari, rithöfundur
og skeleggur baráttumaður fyrir
fagurri framsögn íslenskrar
tungu. Hann er fjölhæfur maður,
hefur víða komið við á langri ævi,
kynnst mörgu fólki og gefið gaum
að lífi þess og örlögum. Minning-
ar hans leiftra af málsnilld og
sjaldgæfri frásagnargleði.
Ævar segir frá bernsku sinni í
Bergstaðastræti, knattspyrnu-
ferli, ástum og æskudögum,
frama fullorðinsáranna, kjarn-
miklu fólki, fyrsta miðilifundin-
um, kynnum af Hafsteir>' miðli,
lækningum að handan og hvernig
það vildi til að hann ákvað í
broddi lífsins að helga líf sitt
öðrum.
í sögu hans stíga ljóslifandi
fram á sviðið frægir leikarar og
listamenn, þjóðkunnir stórbokk-
ar og stjórnmálamenn, gleði-
menn og góðar konur, undir-
heimafólk og smælingjar þjóðfé-
lagsins.
Sagan
gleymir engum
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firöi, hefur sent frá sér bókina
Sagan gleymir engum eftir Ásgeir
Jakobsson.
I Sagan gleymir engum, segir
Ásgeir sögur af sjómönnum og
fiskiskipstjórum, sem voru miklir
aflamenn og sjósóknarar á árun-
um 1924-50, bátaformönnum,
skútuskipstjórum og togaraskip-
stjórum, að ógleymdri sögunni af
skipherra landhelgisgæslunnar,
sem Englendingar létu íslenskan
forsætisráðherra reka, vegna þess
að Englendingar þoldu hann
ekki; það var enginn friður í
landhelginni fyrir þessum skip-
herra.
Þeir menn, sem hér segir frá,
eru allir gengnir til feðra sinna,
en þóttu afreksmenn á sinni tíð,
þegar aflaskipstjórar og formenn
voru metnir mest allra manna af
almenningi, sem vissi þá að
björ^in kom úr sjónum.
Fyrirheitna
landið
Út er komin hjá Máli og menn-
ingu skáldsagan Fyrírheitna land-
j'ð eftir Einar Kárason.
Þessi saga er sjálfstætt fram-
hald bókanna Þar sem djöflaeyj-
an rís og Gulleyjan. Hún gerist
nokkru síðar en þær, sögusviðið
er ekki lengur Thulekampurinn
heldur segir hér frá för til fyrir-
heitna landsins, Ameríku. Sögu-
maður er Mundi, sonur Dollíar,
og með honum í för er bróðir
hans, billjardséníið Bóbó og
skáldið og sérvitringurinn Manni,
sonur Fíu og Tóta. Þeir halda á
slóðir frumherja rokksins, endur-
lifa gömlu sögurnar, goðsagnirn-
ar, fjörið og lætin. Þeir hitta um
síðir gömlu hetjuna, Badda, sem
býr í hjólhýsi með móður sinni
Gógó. Þetta er saga um hetju-
myndir, sársauka, draumóra og
uppgjör.
Þess má geta að nú er verið að
gefa fyrri bækurnar tvær út í þýð-
ingum á Norðurlöndum og hafa
þær hlotið góðar viðtökur.
Fyrírheitna landið er 234 bls.
Guðjón Ketilsson hannaði kápu.
Dulræn
reynsla
Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur sent frá sér bókina
Dulræn reynsla Frásagnir af dul-
skynjunum sjö íslenskra kvenna
eftir Guönýju Þ. Magnúsdóttur.
Áhugi á dulrænum fræðum
hefur alltaf verið mikill. Hér
segja sjö íslenskar konur frá
reynslu sinni í þessum efnum,
greina frá því sem fyrir þær hefur
borið í lífinu á þessu sviði og
‘svara um leið ýmsum áleitnum
spurningum. Hvað ber að gera,
ef við finnum fyrir auknum dul-
rænum skynjunum? Hvers vegna
verða sumir miðlar en aðrir ekki?
Hvernig líður þeim, sem sjá fyrir
óhugnanlega atburði, eins og
slys, áður en atburðirnir gerast?
Höfum við lifað áður og þá ef til
vill oft? Um framangreind atriði
og ýmislegt fleira er fjallað í þess-
ari bók.
Dulræn reynsla er 192 bls. með
myndum.
(SLENSKIR ATHAFNAMENN III
ÞEIR SETTUSVIPÁ
ÖLDINA
Þeir settu svip
á öldina
- íslenskir athafna-
menn III
Komið er út hjá Iðunni þriðja og
síðasta bindi bókaflokksins Þeir
settu svip á öldina - íslenskir
athafnamenn III. Gils Guð-
mundsson ritstýrði. Bókaflokkur
þessi hefur hlotið mjög góðar
viðtökur hjá lesendum, enda eru
hér á ferðinni vandaðar,
skemmtilegar og fjölskrúðugar
frásagnir af mönnum og málefn-
um fyrr á öldinni.
Athafnamennirnir sem hér
segir frá eru: Alexander Jóhann-
esson, August Flygenring, Baldur
Eyþórsson, Björn Kristjánsson,
Geir G. Zoéga, Gunnar Ólafs-
son, Haraldur Böðvarsson, Há-
kon Bjarnason, Jón Gunnarsson,
Loftur Bjamason, Magnús Th. S.
Blöndal, Marsellíus Bernharðs-
son, Ragnar Ólafsson, Vilhjálm-
ur Þór, Þorsteinn Jónsson, Þor-
steinn Guðmundsson og Þor-
varður Þorvarðarson.
Flestir voru þessir menn þjóð-
kunnir á sinni tíð, og nöfn sumra
eru enn alþekkt, en önnur láta
ekki eins kunnuglega í eyrum.
En allir eiga þeir sameiginlegt að
hafa látið til sín taka á ýmsum
sviðum þjóðlífsins, og lagt sitt af
mörkum til mótunar íslensks nú-
tímaþjóðfélags.
Orrustuskipiö
Bismarck
- Frásögn skipverja
sem komst lífs af
úr viðureigninni
Hjá Almenna bókafélaginu erl
komin út bókin Orrustuskipið
Bismarck en fyrr á árinu fannst
flak þessa mikla skips.
Sigling ormstuskipsins Bis-
marcks frá Póllandi norður fyrir
ísland og síðan suður vestan við
landið til síns endanlega loka-
staðar er einn af áhrifamestu við-
burðum síðari heimsstyrjaldar og
raunar sjóhernaðarins fyrr og
síðar. Vestur af Reykjavík skaut
Bismarck í kaf orrustuskipið
Hood, stærsta og best búna skip
breska flotahs og heyrðust drun-
urnar frá þeirri viðureign til
Reykjavíkur. Síðan sendu Bretar
32 herskip á vettvang ásamt flug-
vélum til þess að ráða niðurlög-
um þessa stærsta herskips verald-
ar. Það tókst að lokum og mun-
aði þá hársbreidd að Bismarck
slyppi til hafnar í Brest á Bret-
agneskaga, sem Þjóðverjar réðu.
Af 2200 manna áhöfn komust
115 menn lífs af úr viðureignini.
Um 40 ámm seinna tók einn
þeirra, von Múllenheim - Rech-
berg barón, foringi á skipinu, sér
fyrir hendur að rita sögu þessarar
stórbrotnu siglingar.
Þýðandi bókarinnar er Halldór
Vilhjálmsson.
---------------j
Þytur í laufi
Bókaútgáfan Örn og Örlygur
hefur gefið út eitt af þekktustu
listaverkum sígildra barnabók-
mennta, þ.e.a.s. bókina Þytur í
laufi eftir Kenneth Grahame.
Mörg íslensk börn munu kann-
ast við sögupersónur eins og
Molda moldvörpu, Rabba rottu,
Fúsa frosk og fleiri dýr í Villi-
skógi úr hinum vinsælu sjón-
varpsþáttum sem báru sama nafn
og bókin.
Á hverri blaðsíðu bókarinnar
eru stórar litmyndir. Þær teiknaði
Rene Cloke. Þorbjörg Jónsdóttir
íslenskaði.
Hvíslandi
lundurinn
Hvíslandi lundurinn nefnist
nýjasta skáldsaga Söru Hylton.
Fyrsta bók Söru Hylton, sem
þýdd var á íslensku, Dumbrauði
fálkinn, kom út fyrir síðustu jól
og naut þegar mikilla vinsælda.
Óhætt er að fullyrða að í þessari
nýju bók höfundar er viðburða-
rík atburðarás ekki síður spenn-
andi en í hinni fyrri.
Ég heiti ísbjörg
Ég er ljón
Komin er út hjá Iðunni ný skáld-
saga eftir Vigdísi Grímsdóttur.
Ég heiti ísbjörg Ég erljón nefnist
hún.
Vigdís Grímsdóttir er meðal
okkar fremstu samtímahöfunda.
Hún vakti fyrst á sér athygli með
smásagnasöfnum sínum Tíu
myndir úr lífi þínu og Eldur og
regn, og síðan með skáldsögunni
Kaldaljós sem út kom fyrir
tveimur árum.
í þessari nýju bók Vigdísar er
sögð óvenjuleg saga þar sem
áhrifaríkur frásagnarstíll höfund-
ar nýtur sxn til fulls. Ung stúlka
sem ratað hefur í ógæfu bíður
dóms. Á tólf stundum rekur hún
sögu sína fyrir lögfræðingi og um
leið fær lesandinn að kynnast því
stig af stigi hvaða áhrifavaldar í
lífi hennar ráða ferðinni, hver
viðbrögð hennar við heiminum
eru, hvað veldur því að hún verð-
ur viðskila við samfélag manna,
hver glæpur hennar er.
Iifsþræðir
Út er komin verðlaunaskáldsag-
an Lífsþræðir, eftir Sigríði Gunn-
laugsdóttur. Þetta er fyrsta bók
höfundar en áður hefur birst eftir
hana smásaga í safninu Haukur í
horni.
Sigríður hlaut 1. verðlaun í
smásagnasamkeppni IOGT fyrir
þessa athyglisverðu sögu. I
umsögn dómnefndar var lögð
áhersla á frumlegan stíl og já-
kvætt lífsviðhorf höfundar.
í kynningu útgefanda segir
m.a.: ,,„Átturnar“ voru þær kall-
aðar, átta skólasystur á Laugar-
vatni. Samheldinn hópur en leið-
ir skildu eftir stúdentspróf. Hver
hélt í sína átt. Síðan eru liðin 20
ár. Ein úr hópnum býður hinum
heim. Minningar vakna. Ýmis-
legt hefur á daga drifið; margt
farið öðruvísi en ætlað var; ann-
að eins og að var stefnt. Það er
tilhlökkunarefni að hittast. Samt
reynist sumum það sárt. Lífs-
þræðir eru stundum einkennilega
ofnir . . .“
Bókin er 190 bláðsíður að
stærð. Útgefandi er Æskan.
Og enn
mælti hann
- 20 ræður og greinar
eftir Finnboga
Guðmundsson
'Bókaútgáfan Skuggsjá, Hafnar-
firði, hefur sent frá sér bókina Og
enn mælti hann - 20 ræður og
greinar eftir Finnboga Guð-
mundsson landsbókavörð.
Eftir Finnboga Guðnxundsson
landsbókavörð hafa áður komið
út tvö söfn með ræðum og grein-
um eftir hann, Að vestan og
heiman 1967 og Orð og dæmi
1983. í þessari nýju bók hans eru
svo tuttugu ræðui og greinar,
sem flestar eru frá seinustu árum.
I bókinni er fjallað um hin
margvíslegustu efni, allt frá
nýársdagshugleiðingu í Hafnar-
fjarðarkirkju til handknattleiks á
fimmta tugnum og frásagnar af
ferð til Albaníu. Þá er brúð-
hjónaminni, minni kvenna,
erindi um Þingvelli, Þjóðarbók-
hlöðu, Jón Eiríksson, Passíu-
sálmahandrit Hallgríms Péturs-
sonar og sitthvað fleira.
Og enn mælti hann - 20 ræður
og greinar er 144 bls. að stærð.