Dagur - 08.12.1989, Page 7
Föstudagur 8. desember 1989 - DAGUR - 7
hvað er að gerast
Soroptimistaklúbbur Akureyrar heldur kökubasar í Lóni:
Fáir vita eitthvað um starf-
semi SoroptiimstaJdúbba
Soroptimistaklúbbur Akureyrar
heldur basar í Lóni laugardaginn
9. des. kl. 14.00. Þar verða seldar
kökur, fagurlega skreytt kökuhús
og servíettur.
Margir vita lítið um starfsemi
Soroptimistaklúbba á íslandi en
fyrsti klúbburinn var stofanður í
Reykjavík fyrir 30 árum. Soropt-
imistaklúbbur Akureyrar var
stofnaður 1982 og fyrsti formaður
var Ása Helgadóttir. Soroptim-
istaklúbbar eru starfsgreina-
klúbbar sem vinna að eftirfarandi
markmiðum:
1. Að gera miklar kröfur til sið-
gæðis í athafnalífi.
2. Að vinna að mannréttindum
og einkum að því að auka rétt-
indi konunnar.
3. Að efla vináttu og einingu
meðal Soroptimista allra landa.
4. Að auka hjálpsemi og skilning
meðal manna.
5. Að stuðla að auknum skiln-
ingi og vináttu á alþjóðavett-
vangi.
Frá árinu 1984 hefur það verið
aðalverkefni klúbbsystra að færa
öldruðum íbúum Akureyrarbæj-
ar vikulega bækur og snældur frá
Amtsbókasafninu. Þessi starf-
semi hefur aukist mjög og er svo
komið að tvær systur fara viku-
lega með þessar sendingar og get-
ur hver ferð tekið nokkrar
klukkustundir. Fólk virðist mjög
þakklátt fyrir þessa þjónustu.
Fyrir jólin fylgir kökusending
bókunum sem jólaglaðningur frá
systrunum. í febrúar síðastliðn-
um var ákveðið að gefa þjónustu-
Klúhhsystur skreyta kökuhús fyrir basarinn á morgun.
teknir í notkun.
hópi aldraða nokkra öryggis-
hnappa og hafa þeir þegar verið
Bæjarbúar! Komið og kaupið
kökuhús handa börnunum um
leið og þið styrkið gott málefni.
Möðruvallakjallari:
Landsbyggðarfundur Stólpa
í dag mun Stólpi, félag lands-
byggðarsinnaðra menntskælinga í
MA standa fyrir opnum fundi í
Möðruvallakjallara á Akureyri.
Verða þar flutt nokkur framsögu-
erindi en að þeim loknum frjálsar
umræður.
Félagið var stofnað árið 1985 í
Skákfélag Akureyrar:
Hraðskákmót
og Bikarmót
Hausthraðskákmót Skákfélags
Akureyrar verður haldið í félags-
heimilinu föstudagskvöldið 8.
desember og hefst það kl. 20.
Þetta er nokkurs konar framhald
af Haustmótinu.
Á sunnudaginn hefst Bikarmót
Skákfélagsins. Það er með
útsláttarfyrirkomulagi þannig að
keppandi er úr leik eftir að hafa
tapað þremur vinningum. Þetta
eru hálftíma skákir og tekur
keppnin þrjá daga, nk. sunnu-
dag, föstudaginn 15. og sunnu-
daginn 17. desember.
þeim tilgangi að efla umræðu um
landsbyggðarmál. Félagar eru nú
um 50 talsins en stofnandi félags-
ins, Þorgrímur Daníelsson, mun
koma í heimsókn á fundinn og
halda fyrirlestur um landsbyggð-
armál almennt. Þorgrímur er
félagi í FUS og mun að líkindum
ræða breytta stefnu Sjálfstæðis-
flokksins í landsbyggðarmálum.
Auk hans munu félagar úr Sam-
tökum um jafnrétti milli lands-
hluta og félagar úr Verði halda
fyrirlestra og taka þátt í umræð-
um. Allir bæjarbúar eru hvattir
til að mæta á fundinn og láta
skoðanir sínar í ljós.
Nemendasýning
hjá Abce
Kveikt á jólatrénu
á Ráðhústorgi
Á morgun laugardag, verður
kveikt á jóltrénu sem Akureyr-
ingar hafa fengið að gjöf frá vina-
bænum Randers í Danmörku.
Tréð er 10 metra hátt og verður
staðsett á Ráðhústorgi.
Athöfnin hefst kl. 15.45 með
því að Blásarasveit Tónlistarskól-
ans leikur jólalög, flutt verða
ávörp og loks verður kveikt á
trénu. Þá hefur það spurst út að
fyrstu jólasveinarnir stefni að því
að vera komnir til byggða á þess-
um tíma og ætla þeir að syngja og
dansa í kringum jólatréð með
gestum og gangandi.
Á morgun, laugardaginn 9. des-
ember, verður hin árlega des-
embersýning hjá nemendum í
Dansstúdíói Alice.
Allir dansnemendur skólans
munu koma fram á þessari fjöl-
breyttu danssýningu, en yngstu
þátttakendur í henni eru aðeins 4
ára gamlir.
Forráðamenn Dansstúdíós
Alice hvetja alla til að koma og
fylgjast með börnunum og ungl-
ingunum leika listir sínar.
Sýningin verður sem fyrr segir
á morgunn í íþróttaskemmunni á
Akureyri og hefst kl. 18.00
FRAMSÓKNARMENN
AKUREYRI
OPIÐ HÚS
í Hafnarstræti 90 laugardaginn 9. desember frá ki.
16.00.
Veitingar.
Framsóknarfélag Akureyrar.
MISYNING
í Sjallanum föstudaginn
8. desember kl. 22.00
Sálin hans Jóns míns
leikur fyrir dansi
Ess • Fan Unique • Fínar línur
JMJ • Perfect • Sportbúðin • Tara
Sfatöút*
Opnunartími
" desember
_____venju
Laugardagur 9. desember kl. 10-18.
Laugardagur 16. desember kl. 10-22.
Fimmtudagur 21. desember kl. 09-22.
Þorláksmessa 23. desember kl. 10-23.
Kaupmannafélag Akureyrar.
Kaupmannafélag
Akureyrar