Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 08.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Föstudagur 8. desember 1989 Hjá okkur er lágt vöruverð og gott að versla Tilboð á frosnu lambakjöti Mörg önnur tilboð í gangi til dæmis: Pepsí, 2 lítrar 110 kr., franskbrauð 93 kr., mjólk 2 lítrar 135 kr. og fl. og fl. Nýtt greiðslukortatímabil hefst 11. desember. Versluniri _ ÞOEPIB Móasíðu 1 • Sími 27755. Opið alla daga vikunnar frá kl. 8-23.30. Heimsendingarþjónusta. 10% Ljósmyndasýningar á vegum Minjasafhsins á Akureyri Minjasafnið á Akureyri stend- ur fyrir sýningum á gömlum ljósmyndum á tveimur stöðum í bænum, á Dvalarheimilinu Hlíð og í Amtsbókasafninu. Tilgangurinn er að fá fólk til að bera kennsl á einstaklinga á gömlum ljósmyndum í eigu safnsins. Hörður Geirsson, starfsmaður Minjasafnins, hefur frá vorinu 1988 unnið að skráningu ljós- myndasafns Hallgríms Einars- sonar og sona. Þetta er viðamikið verk og tekur það mörg ár. Svo dæmi sé tekið voru sýndar þrjú þúsund myndir frá vori 1987 til vors 1988, og af þeim hefur verið borin kennsl á um sextán hundr- uð Ijósmyndir. „Til að þetta skili árangri þarf samvinnu fjölda fólks, en þær upplýsingar sem fást eru grunn- skráning á myndum. Seinna meir er ætlunin að tölvuskrá allar upp- lýsingar, og mætti nota þær t.d. til ættfræðirannsókna, útgáfu- starfsemi o.s.frv.," segir Hörður. Með sýningu mynda í Hlíð hafa eldri borgarar greiðan aðgang að þeim, en þetta fram- tak Minjasafnins hefur fallið í góðan jarðveg á dvalarheimilinu sem annars staðar þar sem eftir hefur verið leitað. Mjög margt fólk hefur gefið Minjasafninu gamlar ljósmyndir, og er ástæða til að hvetja alla sem þurfa að losna við gamlar myndir, filmur eða glerplötur að hafa samband við safnið. „Slíkar sögulegar minjar eru vel varð- veittar í safninu, það er hinn rétti staður til framtíðarvarðveislu,“ segir Hörður Geirsson. EHB jólaafsláttur til jóla Tvískiptir útigallar á börn. Stærðir 100-130. Verð kr. 5.550,- Fóðraðar gallabuxur á börn. Stærðir 4-14. Verð kr. 2.240,- Skíðahanskar og lúffur. Barnajogginggallar. Stærðir 104-128. Verð frá kr. 1.350,- Drengja-, dömu- og herrapeysur. Ath! Nýtt greiðslukortatimabil hefst 8. des. w • m EYFJORÐ Hjalteyrargötu 4 • Sími 22275 Jólavörur á jólaverði! Bökunarvörur, niðursoðið grænmeti frá K. Jónsson, niðursoðnir ávextir, jólakonfekt í úrvali, jólahangikjöt og jólasteikur frá Kjötiðnaðarstöð KEA. + Frábært verð * Opið á laugardaginn frá kl. 10-18 Lítið inn það kostar ekkert Kjörbúð KEA Brekkugötu 1 Tvu dæmi um óþekktar Ijósmyndir. Þeir sem þekkja inennina á þcssum myndum vinsamlegast hafi samband við Minjasafnið í síma 24162. Græðum ísland Á síðasta ári kom út vandað afmælisrit um landgræðslumál á íslandi í tilefni af því að 80 ár voru liðin frá stofnun Sand- græðslu ríkisins. í því riti voru um 30 vel myndskreyttar greinar. Nú virðist Landgræðsla ríkisins hafa ákveðið að halda þessari útgáfu áfram, því út er komin árbók númer 2, Árbók Land- græðslunnr 1988, og nefnist hún eins og afmælisritið Græðum ís- land. Þessi árbók er í sama formi og sú fyrri, 190 síðna, prýdd fjölda mynda bæði litprentaðra og svarthvítra á úrvalspappír og er kápan einig í lit með stífum spjöldum. Meðal annars vegna útlits og frágangs á þetta rit frem- ur skilið að nefnast árbók en ársrit. Einnig gerir efnið kröfu til bókarnafnsins vegna þess að í henni er ekki einungis fjallað um Sundáhugamenn! Númer Sundfélagsins Óðins í getraunum er 597 Sundfélagið Óðinn. starfsemi Landgræðslunnar á ár- inu 1988 heldur eru þarna einnig birtar margar greinar bæði al- menns og vísindalegs eðlis, en allt auðlesið og auðskilið leik- mönnum. Til dæmis um áhuga- verðar greinar sem sérhver hugs- andi og fróðleiksfús gróður- verndarmaður hefði ánægju af að lesa má nefna: Hugleiðingar um fornleifar í uppsveitum Árnes- sýslu, Afréttarnotkun í Biskups- tungum, Kirkjan í sandinum (Strandakirkja), Stutt saga úr Svartártorfum (við Hvítárvatn) og Sambúð lands og þjóðar. f>á eru faglegar greinar um land- græðslustarfið, um jarðvegseyð- ingu, landgræðsluskóga, birki- skóga og belgjurtir til land- græðslu. Bókin ætti að gagnast mönnum bæði til fræðslu og ánægju. Eftir lestur margra greinanna verða mönnum bæði ljósari saga gróðurs á íslandi og störf og markmið þeirra stofnana og manna sem vinna að gróður- vernd og landgræðslu. Mér finnst þó vanta í bókina meiri upplýs- ingar urn starfsemi Landgræðslu ríkisins svo sem upplýsingar um það hve mikið fjármagn fer til hvers þáttar starfseminnar árlega og hve margir starfsmenn vinna þar. Þessi árbók fjallar nokkuð um gróður og landgræðslustarf í Árnessýslu auk almennra við- fangsefna. Mun vera hugmyndin að taka þannig fyrir önnur héruð í næstu árbókum. Ritstjórar árbókarinnar 1988 eru Andrés Arnalds og Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Hafa þau unnið gott verk við að safna efni og koma bókinni í aðlaðandi búning. Þetta glæsilega ritverk, sem kostar 1.500 kr. gæti vel sómt sér sent gjöf til góðra vina sem unna íslenskri náttúru. Græðum ísland er seld í af- greiðslu Búnaðarsambands Eyja- fjarðar og hjá Landgræðslunni í síma 98-75088. Bjarni E. Guöleifsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.