Dagur - 08.12.1989, Page 11

Dagur - 08.12.1989, Page 11
Föstudagur 8. desember 1989 - DAGUR - 11 Erlingur Davíðsson. ingu þáttarins og hafði í hótun- um. Svona fór um sjóferð þá. „Líkar því ver sem ég les þáttinn oftar!“ „í annað sinn leitaði ég fanga í Kasthvammi í Laxárdal og tók upp á segulband viðtal við Gunn- laug Tr. Gunnarsson bónda þar. Ég ritaði svo þáttinn í rólegheit- um og sendi honum til umsagnar. Nokkru síðar hringdi ég austur og spurði Gunnlaug, hvernig honum hefði líkað. Hann svar- aði: „Illa og því verr sem ég les þáttinn oftar.“ Við Gunnlaugur fórum síðar yfir þáttinn í félagi og ég hrein- skrifaði hann og bjó til prentun- ar. Hann birtist í áttundu bók bókaflokksins, og mér þótti hann góður. Gunnlaugur var á annarri skoðun þangað til áttunda bókin var komin út og honum fóru að berast þakkir í sendibréfum og símleiðis. Gunnlaugur í Kast- hvammi var skemmtilega hrein- skilinn maður.“ - Hver voru viðbrögð almennra lesenda og ritdómara? „Viðbrögðin hafa m.a. verið þau, að almenningur hefur tekið hverri bók opnum örmum og vitna söluskýrslurnar um það. Sjálfur segir Björn Eiríksson bókaútgefandi, að „Aldnir hafa orðið“ og aðrar bækur, sem ég hef sett saman, hafi löngum verið kjarninn í bókaútgáfu sinni. Rit- dómarar hafa helst fundið bóka- flokknum það til foráttu, að ég sneiði um of hjá einkalífi viðmæl- enda minna. Þeir virðast ekki all- ir hafa áttað sig á því, að flest venjulegt fólk, m.a. viðmælendur mínir, eiga sér leyndardóma í hjarta, þar sem jafnan er komið að lokuðum dyrum. Hér skilur á milli frásagna lifandi fólks og skáldsagnahöfundanna, sem velta sér upp úr viðkvæmasta einkalífi sögupersóna sinna.“ - Þú ert búinn að skrifa marg- ar bækur? „Þær eru rúmlega þrjátíu tals- ins og Skjaldborg hefur gefið þær flestar út. Auk „Aldnir hafa orðið“ skrifaði ég sex bækur, sem saman áttu í flokki og bera nafn- ið „Með reistan makka“. Þá má nefna ævisögurnar, Konuna frá | Vínarborg, Jóa norska, Nóa Ibátasmið og Gaman að lifa, ævi- sögu Jóhanns Ögmundssonar. Árið 1979 tók ég saman bókina Miðilshendur Einars á Einars- stöðum. Hún varð metsölubók það árið og hefur verið endur- prentuð tvisvar sinnum. Þá eru ótaldar bækurnar Furður og fyrirbæri, Undir fjögur augu og Hildur og ævintýri hennar.“ „Miðilshendur Einars“ auðveldust - Hvaða bók þótti þér skemmti- legast að skrifa? „Bókin, sem ég er að skrifa er alltaf skemmtilegust og hefur mér ætíð fundist það. Kannski var fyrsta bókin, sem ég skrifaði, skemmtilegust af þeim öllum en það var „Konan frá Vínarborg", ævisaga listakonunnar Maríu Bayer Juttner, sem var hámennt- uð tónlistarkona frá Vín, en dvaldi hér urn skeið á Akureyri og kenndi við Tónlistarskólann. Ævi þessarar konu var einkar viðburðarík og það var skemmti- legt að rita ævisöguna. Mér finnst ánægjulegt að hafa ritað þessa bók. En auðveldasta bókin var „Miðilshendur Einars á Einars- stöðum" og vandaði ég þó til hennar eftir því sem mér var framast unnt. En það var eins og allt kæmi upp í hendurnar á mér á meðan ég vann við þá bók. Auk þess ritaði séra Sigurður Haukur Guðjónsson ágætan formála." - Ertu þá loksins sestur í helg- an stein, eða hefurðu ný verkefni í huga? „Það er rosknum mönnum varla ráðlegt að hafa miklar fyrir- ætlanir á prjónunum. Auk þess fylgir sú hætta háum aldri, að menn finna ekki eins vel andlega hrörnun og önnur algeng mein ellinnar. Ég þarf sjálfsagt að gæta mín á því fyrirbæri, ekki síður en aðrir. Síðan ég lauk við átjándu bókina í „Aldnir hafa orðið" nú í sumar, hefi ég hvílt mig frá rit- störfum og líkar vel. Mér þykir líklegt, að framhaldið verði í samræmi við það.“ Betra en ekki að bókaflokkurinn varð til - Ertu ánægður með bókaflokk- inn, Aldnir hafa orðið? „í hvert sinn er ég skilaði handritum að nýrri bók, gladdist ég yfir bókarlokum og fannst þungu fargi af mér létt. En með hvern bókarkafla og hverja bók er ég misjafnlega ánægður og aldrei fyllilega. Eg veit, að oftast eða jafnvel alltaf hefði ég getað gert betur, með meiri þolinmæði og vandaðri vinnu. Mér þykir þó betra en ekki, að bókaflokkur- inn varð til, auk þess sem vinnan við hann gaf mér gleðistundir, kunningja og vini. Nokkra þætti í bókaflokknum rituðu sögumenn sjálfir. Hinir eru tveggja manna verk og allir eru þeir færðir til bókar í þeirri von, að þeir verði einhverjum að gagni þegar fram líðít stundir." Með þeim orðum kveðjum við heiðursmanninn Erling Davíðs- son að sinni. Þótt bækurnar í bókaflokknum „Aldnir hafa orðið“ verði ekki fleiri, hefur Erlingur ekki sagt sitt síðasta orð á ritvellinum, ef að líkum lætur. BB „Fyrir hvert eitt selt jólatré, komuin við um 50 plöntmn í jörð,“ segir Hall- grímur Indriðason hjá Gróðrastöðinni í Kjarnaskógi. um 1500-2000 tré fyrir þessi jól. „Við reynum að eiga tré alveg fram undir jólin, en í fyrra seld- ust trén t.d. upp hjá okkur fyrri- part dags á Þorláksmessu. Okkur þótti það mjög leiðinlegt en nú erum við undir þetta búnir og erum með fleiri tré.“ Auk jóla- trésölunnar verða seld um 3-4 tonn af grenigreinum. Allur ágóði af sölu trjáa og greina rennur til Skógræktarfélags Eyfirðinga til áframhaldandi skógræktar. „Fyrir hvert eitt selt jólatré, komum við um 50 plönt- um í jörð,“ sagði Hallgrímur. Um leið og jólatré er keypt er það styrkur við gott málefni. VG Dansleikur í Lóni laugardaginn 9. desember kl. 22-03 ★ Allir velkomnir. Harmonikuunnendur. ÚTBOÐ Stjórn verkamannabústaða á Akureyri óskar eftir tilboðum í byggingu einbýlishúss (73,2 fm brúttó) við Ægisgötu 30 á Akureyri. Útboðsgögn verða afhent á Verkfræðistofu Norður- lands hf. Hofsbót 4, Akureyri, föstudaginn 8. des- ember frá kl. 15.00 gegn 10 þúsund kr. skilatrygg- ingu. Tilboð verða opnuð á sama stað, mánudaginn 18. desember kl. 14.00. Ný verslun! Opnum nýja raftækja- verslun á morgun laugar- daginn 9. desember, við Hvannavelli. /VVTT MORÐURLJÓS v/Hvannavelli sími 96-22411 Laugardagur kl.14:25 49. LEIKVIKA- 9. des. 1989 1 X 2 Lelkur 1 B.Dortmund - W.Bremen Leikur 2 Charlton - Millwali Leikur 3 Covfentry - Arsenal Leikur 4 Liverpool - AstonVilla Leikur 5 Man. Utd. - C. Palace Leikur 6 Nott. For. - Norwich Leikur 7 Q.P.R. - Chelsea Leikur 8 Sheff. Wed. - Luton Leikur 9 Southampton - Man. City Leikur 10 Tottenham - Everton LeikurH Wimbledon - Derby Leikur 12 Ipswich - Sunderland Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -8/ LUKKULÍNAN s. 991002 Munið hópleikinn !! I464. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar'SSr 96-24222

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.