Dagur - 15.12.1989, Qupperneq 7

Dagur - 15.12.1989, Qupperneq 7
Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 7 hvað er að gerast Safnahúsið á Húsavík: 16 ára piltur með myndlistarsýningu Ríkarður Pórhallsson, 16 ára Húsvíkingur, opnar myndlistar- sýningu í Safnahúsinu í kvöld kl. 20. Sýningin verður einnig opin á laugardag og sunnudag kl. 14-22. Leikklúbburinn Saga: Fúsi froska- gleypir Tvær sýningar verða á Fúsa froskagleypi hjá Leikklúbbnum Sögu á sunnudaginn. Hefjast þær kl. 14 og 17 í Dynheimum. Leik- stjórar eru Jakob Bjarnar Grét- arsson og Steinunn Ólafsdóttir en leikendur eru fjölmargir. Höfundur barnaleikritsins um Fúsa froskagleypi er Ole Lund Kirkegaard en Olga Guðrún Árnadóttir þýddi textann. Fetta er bráðfjörugt leikrit kryddað með tónlist og söngvum. Tekið er á móti miðapöntun- um í síma Dynheima frá kl. 13- 20. Á sýningunni eru 23 verk, penna- teikningar og krítarmyndir. Þetta er sölusýning, og að sögn Rík- arðs eru myndirnar eins ódýrar og hugsast getur. Þetta er fyrsta sýning Ríkarðs og eru myndirnar allar unnar á þessu ári. Enn hefur Rikki aðeins notið teiknikennslu í grunnskóla. í haust hugðist hann halda til myndlistarnáms en varð frá að hverfa vegna peningaskorts, en hann stefnir til náms næsta haust. Myndirnar hans Rikka eru all- ar svarthvítar og segir hann það vera til að ýta undir óhugnað. Aðspurður um áhrif frá Alfreð Flóka sagði hann: „Mér er oft líkt yið Flóka vegna þess að ég nota svipaðar aðferðir. Myndefn- ið sæki ég á svipaðar slóðir, vinn út frá gömlum sögum, ævintýrum og þjóðsögum.“ Rikki hefur gert fleira en að teikna, hann hefur verið í hljóm- sveitum, hann hefur skrifað smásögur og hann hefur leikið. í vor var hann formaður Leikklúbbs Framhaldsskólans á Húsavík og lék eitt aðalhlutverkið í Draumi á Jónsmessunótt. IM Aðventukvöld í Grundarkirkju Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30 verður aðvenutukvöld í Grundarkirkju í Eyjafirði. Ræðumaður kvöldsins verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Börn úr Grunnskóla Hrafnagils- hrepps munu flytja helgileik og syngja undir stjórn Óskars Ein- arssonar tónlistarkennara hjá Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Kirkjukór Grundarkirkju syngur undir stjórn Sigríðar Schiöth og Sigurður Aðalgeirsson skóla- stjóri Hrafnagilsskóla les jóla- sögu. Aldrei meira Glaumar í Freyvangi fataúrval Hljómsveitin Glaumar spilar á dansleik fyrir framhaldsskóla- nema í Freyvangi í kvöld, föstu- Skákfélag Akureyrar: Hraðskák um helgina Hausthraðskákmót Skákfélags Akureyrar í unglinga- og drengja- flokki verður haldið í húsnæði félagsins laugardaginn 16. des- ember nk. og hefst keppni kl. 13.30. Á sunnudaginn kl. 14 verður síðan hraðskákmót á vegum Skákfélags Akureyrar á sama stað. Jólasöngvar í Akureyrarkirkju Eins og undanfarin ár verður efnt til jólasöngva í Akureyrarkirkju, og þangað eru allir velkomnir á sunnudagskvöldið kemur kl. 20.30. Þar gefst fólki kostur á að syngja jólasálmana vinsælu, sem átt hafa svo rík ítök í landsmönn- um. Heilu fjölskyldurnar hafa komið saman til kirkjunnar og aldnir og ungir sungið saman. Það er notalegt í öllu annríkinu að staldra við og lyfta hug í hæð. Söngsamkoma í Hvítasunnu- kirkjunni Laugardaginn 16. des. kl. 20.00 syngjum við jólin inn. M.a. verður kórsöngur, barna- kór, einsöngur og almennur söngur. í lokin syngjum við öll „Heims um ból“, allir með logandi kerti og rafmagnsljósin slökkt. Kaffi á eftir. Allir eru hjartanlega velkomnir, bæði ungir og aldnir. Hvítasunnukirkjan. Fátt veitir meiri hugarhægð en söngurinn og fögur tónlist. Sóknarprestarnir. dagskvöld. Skemmtunin stendur frá kl. 23.00-03.00 og verða sætaferðir frá Ráðhústorgi. Miðaverð á dansleikinn er kr. 1000,-. Opið laugardag frá kl. 10-22 réXm mj HERRADEILD Gránutelagsgötu 4 Akureyri • Sími 23599 Strengjadeild Tónlistarskólans: Tónleikar í Akur- eyrarkirkju í kvöld í kvöld kl. 20.00 verða tónleikar í Akureyrarkirkju, á vegum strengjadeildar Tónlistarskólans á Akureyri. Þarna koma fram þrjár strengjahljómsveitir skól- ans og einnig blönduð sveit strengja-, blásara- og slagverks- leikara, eins konar skólasinfoníu- hljómsveit. Flutt verður fjölbreytt efnis- skrá. Öllum er heimill aðgangur en aðgangur er ókeypis. Strengjadeild Tónlistarskólans á Akureyri er ein sú allra öflug- asta hér á landi. Alls eru um 100 nemendur í deildinni og er mikill kraftur í starfi hennar. % Opnunartími verslana í desember umfram venju Laugardagur 16. desember kl. 10-22. Fimmtudagur 21. desember kl. 09-22. Þorláksmessa 23. desember kl. 10-23. Kaupmannafélag Akureyrar. Hljómsveitin Lost: Tónleikar í Borgarbíói Hljómsveitin Lost er um þessar mundir að gefa út hljómsnældu sem inniheldur lög frá gullaldar- árurn hljómsveitarinnar. Af því tilefni verða haldnir útgáfutónleikar á morgun laugar- dag kl. 16.00 í Borgarbíói. Miða- verð á tónleikana er kr. 500.-.

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.