Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 9

Dagur - 15.12.1989, Blaðsíða 9
Föstudagur 15. desember t989 - ÐAGUR - 9 Slökkvitæki og eldvarnarteppi eru sjálfsögð öryggistæki á hverju hcimili. Gefið gaum að merkingum á raftækjum, t.d. lömpum: Rafmagnið og rétt umgengni við það Glcymið ekki eldavélinni cða djúpsteikingarpottinum, þótt síminn hringi. MAX 60 W þýðir að peran má ekki vera stærri en 60 vött. Ann- ars hitnar lampinn of mikið. Per- an verður líka að vera af réttri gerð fyrir lampann. Þetta er tákn fyrir lágmarks- fjarlægð kastara frá brennanlegu efni. (Fjarlægðin er breytileg.) Stórt V táknar spennu. (Volt.) Algengasta notendaspenna er 220 volt. Maður sem lendir inni í straumrás með slíka spennu er í lífshættu. Nú eru mjög í tísku lampar með innbyggðum eða sambyggðum spenni, sem lækkar spennuna niður í 12 eða 24 volt. Þessir lampar eru ýmist ætlaðir til fastrar lýsingar, eða sem færan- légir borð- eða gólflampar. Hita- stig smáspenntra lampa getur far- ið upp í 400 stig á Celsíus, en það er fjórum sinnum hærra en gerist með venjulega glóperulampa. Því þarf að gæta sérstakrar var- úðar við uppsetningu slíkra lampa, svo og alla meðhöndlun í námunda við brennanleg efni. Gilding (viðurkenning) raffanga af hálfu RER Jólaljósasamstæður (seríur) eiga að vera samþykktar til notkunar af Rafmagnseftirliti ríkisins, og þeim eiga að fylgja leiðbeiningar á íslensku. Inniljósasamstæður eru yfir- leitt tengdar 220 V spennu. Þótt ein eða fleiri perur bili í sumum samstæðum, getur áfram logað á hinum. En spennan hækkar þá á þeim og þær hitna, springa eða bræða einangrun og geta þannig valdið íkveikju. Því er nauðsyn- legt að eiga réttar varaperur og skipta strax um bilaðar perur. Utiljósasamstæður eru bæði til fyrir beina tengingu við 220 V og einnig fyrir 24 volt. Festið úti- samstæður vandlega, og skiptið strax um brotnar eða bilaðar perur. Spennar við smáspenntar samstæður eru prófaðir sérstak- lega og þurfa að hafa hlotið gild- ingu eða samþykkt af hálfu RER. Setjið ekki fleiri samstæður við sama spenni en ætlast er til af framleiðanda, og notið ekki aðra og óskylda spenna við ljósasam- stæður. Fjöltengi og framlengingarsnúrur Gangið þannig frá framlenging- arsnúru utanhúss, að samskeyti séu vatnsþétt. Ef notað er fjöltengi milli raf- tækis og veggtengils er mikilvægt að nota rétt fjöltengi. Ef raftækið á að vera jarðtengt verður að nota fjöltengi með jarðtengdri taug og kló, og að sjálfsögðu að stinga í samband við jarðtengdan veggtengil. Óskynsamlegt er að hlaða mörgum straumfrekum tækjum á sama fjöltengið. Almennar umgengnisreglur Gætið þess að börn leiki sér ekki með dúkkulampa, klemmulampa eða önnur rafföng, sem tengd eru 220 volta spennu. Farið ekki frá djúpsteikingar- potti meðan hann er í sambandi. Sjálfvirkur hitastillir getur bilað. Sama gildir um straujárnið. Farið ekki frá og gleymið raf- ntagnshellu sem búið er að kveikja á, þótt síntinn hringi eða hringt sé dyrabjöllu og gestur komi í kaffispjall. Slík gleymska hefur valdið mörgum eldsvoðum. Yfirfarið og skiptið um gamlar og gallaðar snúrur á heimilistækj- um. Notið réttar klær og festið taugina vel í klónni. Fleygið gömlum, óviðurkennd- um jólasamstæðum. Varist að kaupa óviðurkennd rafföng, svo og rafföng á úti- mörkuðum, ný eða notuð. Slíkur varningur getur verið hættulegur. Slökkvið á ljósasamstæðum og öðrum skrautljósum á nóttunni, og eins ef íbúðin er skilin eftir mannlaus. H Tákn fyrir tvöfalda einangrun a | Tákn fyrir lágmarksfjarlægð kastara frá brennanlegu efni (t.d. 0,5m; 0,Sm; osfr.) MAX 60 W Hámarksstærð peru í tiltekinn lampa Tákn fyrir jarðtengingu Ts Viðurkenningarmerki RER Viðskipta vinir athugiö! Vöruafgreiðsla okkar á Akureyrarflugvelli verður opin: Laugardaginn 16. des. frá kl. 09-20.30. Laugardaginn 23. des. frá kl. 09-21.30. FLUGLEIDIR fE »Tilkynning til launa- _ skattsgreiðenda Athygli launaskattsgreiðenda skal vakin á því að gjalddagi launaskatts fyrir mánuðina september og október er 15. desember. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal greiða dráttarvexti til viðmiðunar því sem vangreitt er, talið frá og með gjalddaga. Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til inn- heimtumanns ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um Ieið launaskattsskýrslu í þríriti. Fjármálaráðuneytið. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ jlgf Styrkur til ^T2Eljn5tiICErL'tt-r' háskólanáms í Finnlandi Finnsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islend- ingum til háskólanáms eða rannsóknastarfa í Finnlandi námsáriö 1990-91. Styrkurinn erveitt- ur til níu mánaða dvalar og styrkfjárhæðin er 2.300 finnsk mörk á mánuði. Umsóknum um framangreinda styrki skal komið til menntamálaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, 150 Reykjavík, fyrir 10. janúar 1990. Umsóknum fylgi staðfest afrit prófskírteina ásamt með- mælum. Menntamálaráðuneytið 8. desember 1989. Súlnaberg Alla föstudaga og laugardaga fram að jólum bjóðum við uppá rjúkandi kakó, heitar vöfflur og lummur, kalda kabarett-diska ásamt óáfengu jólaglöggi Bjóðum til verslana og fyrirtækja: Snittur, smurt brauð, heitan og kaldan mat.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.