Dagur - 15.12.1989, Síða 13

Dagur - 15.12.1989, Síða 13
 Ovenjuleg tanntaka: Fékk 17 tennur úr sömu holunni Við kippum okkur ekki upp við það þegar börnin fara að missa barnatennurnar. Yfirleitt gengur þetta fyrir sig á eðlilegan hátt, gömlu tennurnar detta og í stað- inn koma fullorðinstennur. Charlene Stephenson gekk í gegnum þetta eins og önnur börn en þó með undarlegu hliðarspori. Hún fékk nefnilega alis 17 barna- tennur upp úr einni holunni. „Ég hef nú unnið við tann- lækningar í 21 ár en aldrei á þess- ari starfsævi lent á svona fyrir- brigði," segir tannlæknir Charl- ene. „Ég hef reyndar aldrei heyrt um að svo margar tennur hafi komið upp úr einni og sömu hol- unni. Þetta tilfelli komst í metabók Guinnes í Englandi. Pessi undra- verða saga byrjaði fyrir fimm árum þegar Charlene, þá sjö ára gömul missti eina barnatönnina. Ári síðar var ekki komin önnur tönn í staðinn. Rannsókn sýndi að fleiri en ein tönn börðust um að komast í holuna. Tannlæknir- inn tók til sinna ráða og fjarlægði báðar tennurnar, sem reyndust í minna lagi. Ekki þótti honum allt með felldu og hélt því áfram að rannsaka holuna og uppskar 15 tennur til viðbótar. Tennurnar voru mjög litlar utan tvær sem greinilega voru fullorðinstennur. Og það sem meira var, allar tenn- urnar höfðu rót og voru því lif- andi. „Því miður er ég búin að týna sumum minnstu tönnunum núna en ég geymi þær sem ég á eftir. Þetta eru dýrmætir minningar- gripir um þessa undarlegu tann- töku,“ sagði Charlene þegar hún var spurð um afdrif tannanna. FVrirjólin! HerrapeV5^ i frábaeru - Skyrtur oð bw'di jtrútegt örval meðpri°na °9 Ölpur, staKKar oq fraKKar Wttes'°WSrh á aðeins hr.19 ’ örva\i Fostudágur TS.' désémber i 98ð - DAGUR - 1 § MATVORU MARKABURINN MARKAÐUR ÞAR SEM AFSLÁTTUR ER EÐLILEGUR HLUTUR

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.