Dagur - 15.12.1989, Side 17

Dagur - 15.12.1989, Side 17
Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 17 Minning: ^jj3 Sveinn Sigurjón Stefánsson frá Vatnsenda í Ólafsfirði Fæddur 25. apríl 1940 - Dáinn 29. nóvember 1989 Dáinn, horfinn - Harmafregn. Hvílíkt orð mig dynuryfir. En ég veit að látinn lifir. Pað er huggun harmi gegn. Mér komu í hug þessar ljóðlínur Jónasar Hallgrímssonar er mér var tilkynnt andlát uppeldisbróð- ur míns og frænda Sveins Stef- ánssonar vöruflutningabílstjóra frá Ólafsfirði. Við sem byggjum þetta land verðum oft að kljást við óblíða náttúru og taka áhættu til að sjá okkur farborða í lífinu. Lítið santfélag norður við ysta haf þarf ekki síður en önnur sam- félög sem betur eru í sveit sett á sínunt nauðþurftum að halda. Sveinn var einmitt í þjónustu þess samfélags sem byggir Ólafs- fjörð er kallið kom. Fyrir nokkr- um árum stofnaði hann fyrirtæki með fjölskyldu sinni sem sá um vöruflutninga milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur og hafði af- greiðslu í Reykjavík hjá Land- flutningum hf. Kona hans og dæt- ur tóku af alhug virkan þátt í fyrirtækinu. Til rnarks um þann samhug fjölskyldunnar er það að elsta dóttir hans, Arna, aflaði sér réttinda til að aka svo stóru farar- tæki sent vöruflutningabifreið er. Hún fór stundum með föður sín- um í þessar ferðir til að létta und- ir með honum við aksturinn á langri leið. Sveinn Sigurjón Stefánsson fæddist á sumardaginn fyrsta 25. apríl 1940 á Vatnsenda í Ólafs- firði. Foreldrar hans voru Anna Sveinsdóttir, en hennar foreldrar voru Guðlaug Bjarnadóttir og Sveinn Sigmundsson á Grundar- landi í Unadal í Skagafirði og Stefán Stefánsson, en foreldrar Stefáns voru Stefanía Stefáns- dóttir og Stefán Björnsson er bjuggu í Vík í Héðinsfirði. Anna dvelur nú á Elli- og hjúkrunar- heimilinu Hornbrekku í Ólafs- firði, en Stefán lést 1974. Varla er hægt að hugsa sér betri sumar- gjöf en lítinn son sem auk þess er frumburður ungra hjóna. Brátt stækkaði systkinahópurinn og auk mín og systur minnar Emelíu, barna Oddnýjar föðursystur Sveins og Báru Sæmundsdóttur uppeldisdóttur ömmu okkar var það fjölmennur barnahópur sem Akureyringar - Nærsveitamenn jólahla5borð Bautans Föstudaga og laugardaga fram að jólum. Borð sem svigna undan síldar-, fisk- og kjötréttum að ógleymdu Bautabúrs hangikjötinu og laufabrauði. Jólagrautur (hnetuverðlaun). Þeir sem vilja taka úr sér hrollinn bjóðum við uppá jólaglögg og piparkökur -fenga og óáfenga. ólst upp við leiki og störf á Vatns- enda. Systkini Sveins eru sex, þau: Stefanía, sem býr í Reykja- vík, gift Jóhannesi Bjarnasyni, Anna Lilja, býr á Akureyri, gift Guðmundi Ólafssyni, Páll Gísli er dvelur á Reykjalundi, Guð- laug Sigríður býr á Akureyri, gift Gunnlaugi Guðmundssyni, Jó- hanna Lovísa, býr í Kópavogi, gift Eyvindi Jóhannssyni og Sig- urrós Þórleif, býr á Sauðárkróki, gift Birni Sigurbjörnssyni. Þegar Sveinn var aðeins 10 ára gamall missti Anna, móðir hans, heilsuna og hefur dvalið langtím- um saman á sjúkrahúsum síðan. Stefán, faðir hans, hélt áfram búskap með öll börnin ásamt aldraðri móður sinni og systrum. Það lá því beint við að Sveinn hjálpaði til við búskapinn enda var hann ekki nema um fermingu þegar hann var farinn að vinna að öllum búskaparstörfum eins og fullorðinn inaður. Þá var vél- væðingin, sem síðar átti eftir að breyta búskaparháttum til sveita, lítið sem ekkert komin í Ólafs- fjörð og öll sveitastörf unnin með hestum. Honum fórst sú vinna svo vel úr hendi að fljótt var farið að leita til hans af öðrum sem höfðu túnbletti og vantaði að fá þá slegna, Kappið og dugnaðurinn komu snemma fram í fari Sveins bæði við leik og nám. Ólafsfjörður er snjóþung sveit svo að sjaldan verður þar snjóavant á veturna. í Ólafsfirði hafa löngum verið skíðamenn í fremstu röð. Það lá því í hlutarins eðli að Sveinn fór mjög ungur að stunda skíði. Oft og tíðum þurfti að grípa til þeirra til að koma sér á milli staða. Sveinn fór margar ferðirnar á skíðum að heiman og í skólann, leið sem er rúmlega einnar stund- ar gangur. Hann lét sér ekki nægja þessar gönguferðir, því fór hann að æfa skíðaíþróttina af kappi og náði að komast í fremstu raðir á skíðamótum íslands. Sveinn var ágætlega vel gefinn og fljótur að átta sig á hlutunum. □ RÚN 598912177 - Jólaf. 70 ára verður á morgun, laugardag- inn 16. desember, Hansína í Dala- kofanum (Lyngholti 20) hér í bæ. Hjálpræðisherinn, Hvannavöllum 10. AAtá^r/^Föstudaginn kl. 20.00, vksm&P æskulýður. Laugardaginn kl. 14.00-20.00, for- eldrar! látið okkur passa börnin fyr- ir ykkur, 200 kr. klst. 50% afsláttur fyrir systkini. Sunnudaginn kl. 11.00, helgunar- samkoma. Kl. 13.30, sunnudagaskóli. Kl. 17.00, við syngjum “Jólin í garð.“ Æskulýðskórinn syngur, börnin sýna helgileik. Kaffi á eftir. Allir eru hjartanlega velkomnir. HVÍTASUtimifíKJAtl v/smmshlíd Laugardagur 16. des. kl. 20.00, syngjum jólin inn. Söngsamkoma. Sunnudagur 17. des. kl. 15.00, jóla- tréshátíð sunnudagaskólans. Þriðjudagur 19. des. kl. 20.00, Litlu jól æskulýðshópsins. Hann nýtti sér þá námsmögu- leika sem buðust í Ólafsfirði á þeim tíma þegar hann var að vaxa úr grasi. Þá var starfandi í Ólafsfirði iðnskóli sem nokkrir áhugasamir menn höfðu komið á fót til að gera æskufólki staðarins kleift að afla sér þeirrar bóklegu menntunar sem þá tilheyrði iðn- námi. Sveinn stundaði þar nám og lauk þaðan prófi án þess að ætla sér frekar í iðnnám. Sjálfsbjargarviðleiöúa var honum í blóð borin. Hann lærði fljótt að bjargast á eigin spýtur og vildi síst af öllu vera upp á aðra kominn. Greiðvikni og ósérhlífni voru svo stór þáttur í lífi Sveins að oft og tíðum frestaði hann sín- um eigin störfum til að liðsinna öðrunt. Hann vildi láta hlutina ganga, kunni ekki að hlífa sjálf- um sér og var lítt hrifinn af seina- gangi hjá öðrum. Hann var skiln- ingsríkur faðir því alltaf var hann tilbúinn að hlusta á dætur sínar og stóð með þeim í blíðu og stríðu. Þá kont oft glettnin fram með góðlátlegum athugasemd- um. Sveinn var mjög barngóður og börn hændust að honum. Hann kunni svo vel að skilja og tala þeirra mál að óðar en varði voru þau komin upp í fang hans. Hann kom oft á mitt heimili og gat gengið hér inn og út á nóttu sem degi. Þá var oft slegið á létta strengi með börnum mínum og vinunt þeirra með góðlátlegu gríni og var það oft svo að þegar bíllinn var kominn að húsinu þá komu vinir barnanna í heimsókn til að hitta Svein. Hann unni byggðarlagi sínu mjög og vildi að hagur þess væri sem bestur og taldi mikilvægt að íbúunum fækkaði ekki því svo lítið byggð- arlag mætti engan missa. Hann sagði stundum við mig að í hvert sinn sem hann flytti eina fjöl- skyldu í burtu frá Ólafsfirði þá þyrfti hann helst að flytja þangað aftur tvær í staðinn. Þann 28. maí 1966 kvæntist Sveinn eftirlifandi konu sinni Björku Arngrímsdóttur ættaðri frá Hólmavík. Hún er dóttir hjón- Munkaþverárkirkja. Sunnudagaskóli og fjölskyldustund sunnudaginn 17. desember kl. 11.00. Sóknarprestur. __________________ Grundarkirkja. Aðventukvöld verður í Grundar- kirkju sunnudaginn 17. desember kl. 20.30. Ræðumaður verður Jóhannes Geir Sigurgeirsson. Kirkjukórinn og börn úr Grunn- skóla Hrafnagilshrepps syngja, fluttur verður helgileikur og lesin jólasaga. Sóknarnefnd. Akureyrarprestakall. Sunnudagaskóli Akureyrarkirkju verður n.k. sunnudag kl. 11 f.h. Hugsað til jólanna. Öll börn vel- komin og fullorðnir einnig. Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 5 e.h. (Athugið breyttan messutíma.) Kór Oddeyr- arskóla syngur í messunni undir stjórn Ingimars Eydal. B.S. Jólasöngvakvöld verður í Akureyr- arkirkju n.k. sunnudagskvöld kl. 8.30. Fjölmennum í þessar samveru- stundir og búum liugi okkar undir komu jólanna í kirkjunni. Sóknarprestar. anna Guðnýjar Bergsveinsdóttur og Arngríms Guðbjörnssonar. Arngrímur lést 1983, en Guðný býr í Ólafsfirði. Sveinn og Björk hófu búskap fyrst á Vatnsenda með Stefáni föður Sveins, en tóku við búinu 1967 þegar Stefán fluttist niður í kaupstaðinn. Þau bjuggu á Vatnsenda til ársins 1969 en þá seldu þau jörðina og fluttu sig um set til kaupstaðar- ins. Sveinn var virkur þátttakandi í ýmsum félögum í Ólafsfirði. Fyr- ir utan félagsstörfin sem fylgdu skíðaíþróttinni tók hann þátt í leikstarfsemi Leikfélags Ólafs- fjarðar, var unt skeið formaður þess félags og sté stundum upp á fjalirnar og tók þátt í leiksýning- unum. Hann söng um tíma með Karlakór Ólafsfjarðar og var einnig í stjórn hans. Kiwanis- klúbbur Ólafsfjarðar var stofnað- ur í ntars 1976. Sveinn var fyrsti forseti þess félagsskapar og gegndi því starfi í hálft annað ár. Eftir að akfært varð l'yrir Ólafs- fjarðarmúlann var fengin sjúkra- bifreið til Ólafsfjarðar og nokkrir ungir menn tóku að sér að annast sjúkraflutninga í sjáll'boðavinnu rnilli Ólafsfjarðar og Akureyrar. Sveinn var einn af þeim sem tók þátt í því ábyrgðarmikla starfi og var alltaf reiðubúinn til þeirra ferða. Einnig var hann formaður í vörubílstjórafélaginu Múla á Dalvík. Skömmu eftir að hann fluttist til kaupstaðarins fór hann að vinna með vörubíl og þunga- vinnuvélar. Þessi atvinna var frernur ótrygg og átti það illa við Svein að sitja aðgerðarlaus þegar lítið var að gera enda var honum mjög umhugað að sjá vel fyrir fjölskyldu sinni. Til að tryggja sér öruggari atvinnu keypti hann vöruflutningabifreið til flutninga á vörum milli Ólafsfjarðar og Reykjavíkur. Starfsemi þessi var ekki stór í sniðum í fyrstu en jókst brátt og var hann nú hin síðustu ár með tvo bíla í förum. Sveinn var öruggur bílstjóri og kunni að bregðast rétt við ef eitthvað bar útaf í akstrinum. En örlögin höguðu því svo að hann náði ekki heim úr sinni síðustu ferð. Það er sár söknuður hjá eigin- konu, dætrum, dótturdóttur, ntóður og systkinum er sjá nú á bak hraustum og góðum dreng á miðjum aldri sent búinn var að afkasta miklu en átti þó svo margt ógert. Sveinn og Björk eignuðust fjórar dætur en þær eru: Guðný Arna, fædd 9. febrú- ar 1966, stundar nám í viðskipta- fræði við Háskóla íslands, dóttir hennar er Sveindís Ösp fædd 2. nóventber 1986. Anna, fædd 8. desember 1967, stundar nám við Fósturskóla Islands. Sigríður Guðrún, fædd 5. september 1971, hún er við nám í Mennta- skólanum á Akureyri og Soffía Snædísfædd 24. september 1984. Útför Sveins fór lram frá Ólafsfjarðarkirkju laugardaginn 9. desember sl. í bltðskaparveðri að viðstöddu fjölmenni. Kæra Björk og dætur, ég og fjölskylda mín vottum ykkur dýpstu samúð. Minningin unt góðan dreng mun fylgja okkur um aldur og ævi. Sveinbjörn Sigurðsson, frá Vatnsenda. Jólavörur á jólaverði! Bökunarvörur, niðursoðið grænmeti frá K. Jónsson, niðursoðnir ávextir, jólakonfekt í úrvali, jólahangikjöt og jólasteikur frá Kjötiðnaðarstöð KEA. Jólagos og jólaöl ★ Frábært verð * Opið laugardaginn frá kl. 10-20 Lítið inn það kostar ekkert Kjörbúð KEA Brekkugötu 1

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.