Dagur - 15.12.1989, Síða 19

Dagur - 15.12.1989, Síða 19
Föstudagur 15. desember 1989 - DAGUR - 19 íþróttir Knattspyrna: Væri mikill fengur að fá Sigurð í Þór - segir formaður deildarinnar Líkur benda til þess að Sigurð- ur Lárusson knattspyrnumað- ur flytji norður aftur og leiki með Þórsliðinu næsta sumar. „Ef af verður verður þetta geysilegur styrkur fyrir okkur. Sigurður er öndvegisdrengur og góður knattspyrnumaður þannig að það væri frábært að fá hann í raðir Þórs að nýju,“ sagði Sigurður Arnórsson for- maður knattspyrnudeildar Þórs. Sigurður Lárusson, sem er 35 ára að aldri, lék um árabil með ÍBA og Þór en flutti á Skipaskag- Sigurður Lárusson. íþróttir helgarinnar: HandknatUcikur 1. dcild karla...KA-Stjarnan í íþrótta- höllinni á Akureyri kl. 20.3(1 Völsungur gegn Fram-b og Gróttu-b fyrir sunnan um hclgina: Sunnudagur: Akureyrarmót í yngri flokkum frá kl. 9.30 Blak Laugardag: Bikarkcppni á Húsavík: Völsungur og KA í karla og kvcnnaflokki: Konurnar kl. 14.00, karlarnir strax á cftir. ann 1979 og spilaði síðan með ÍA-liðinu. Hann lék 28 leiki með ÍBA, 16 nteð Þórsliðinu í 1. deild og svo 206 leiki á Skaganum. Sigurður lék einnig 11 landsleiki. En Þór myndi ekki einungis fá sterkan meistaraflokksmann ef Sigurður flytti norður því sonur Sigurðar, Lárus Orri Sigurðsson, er feiknasterkur leikmaður og hefur leikið marga leiki með drengjalandsliði íslands. Hann er nú að ganga upp í 2. flokkinn og ætti að styrkja liðið þar verulega. Þetta mál er hins vegar enn á umhugsunarstigi og veltur á því hvort Sigurður fær vinnu við sitt hæfi á Akureyri en hann er lærð- ur smiður. Jóhannes Bjarnason og félagar í KA-liðinu fá erfiða mótherja í kvöld þegar Stjarnan kemur til Akureyrar. Mynd: kl íþróttir helgarinnar: Otrúlega mikilvægur leikur - segir Jóhannes Bjarnason um Stjörnuleikinn í kvöld Það sem hæst ber í íþróttalíf- inu hér norðan heiða þessa helgina er leikur KA og Stjörnunnar í 1. deildinni í handknattleik í íþróttahöllinni á Akureyri í kvöld kl. 20.30. Á Húsavík leika heimamenn við KA í bæði karla og kvenna- flokki í bikarkeppninn í blaki á laugardag. Yölsungarnir í handboltanum leika tvo leiki fyrir sunnan, við Fram-b og Gróttu-b. „Þetta er ótrúlega mikilvægur leikur,“ sagði Jóhannes Bjarna- son leikmaður meistaraflokks KA í handknattleik er hann var inntur eftir hvernig leikurinn við Stjömuna legðist í hann. „Ástæð- an er sú að ef við sigrum í leikn- um losnar mannskapurinn við fallpressuna sem hefur verið ein aðalástæðan fyrir því að KA-liðið 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 Stórmeistarajafntefli Skákmennirnir Rúnar Sigurpálsson og Jón Árni Jónsson skildu jafnir í síðustu viku í getraunaleiknum. Þeir leiða því aftur sam- an hesta sína í þessari viku og verður að gaman að sjá hvor af þessum skákmönnum hefur betur í viðureigninni. Enginn var með 12 rétta í síðustu viku hjá fslenskum get- raunum og verður því potturinn tvöfaldur þessa vikuna. Seðill- inn er ekki mjög snúinn og ef úrslitin verða samkvæmt bókinni ætti potturinn örugglega að ganga út. íslenska ríkissjónvarpið ætlar að sýna leik Chelsea og Liverpool og munu aðdáaendur ensku knattspyrnunnar örugglega fagna því vegna þess að leikirnir í þýska boltanum, sem sýndir hafa verið að undanförnu, hafa ekki verið mikið fyrir augað. En hörkuviðureign á Stamford Bridge í Lundúnum og verður gaman að sitja við skjáinn á laug- ardaginn. Rúnar: Arsenal-Luton 1 Charlton-C. Palace 2 Chelsea-Liverpool x Coventry-Wimbledon 1 Man. Utd.-Tottenham 1 Millwall-Aston Villa 2 Norwich-Derby 1 Sheff. Wed-QPR x Oxford-Wolves x Portsmouth-Sunderland 2 Port Vale-Sheff. Utd. x West Ham-Oldham 1 Jón Arni: Arsenal-Luton 1 Charlton-C. Palace x Chelsea-Liverpool 2 Coventry-Wimbledon 2 Man. Utd.-Tottenham 2 Millwall-Aston Villa 2 Norwich-Derby 2 Sheff. Wed-QPR 1 Oxford-Wolves x Pourtsmouth-Sunderland x Port Vale-Sheff. Utd. 2 West Ham-Oldham 1 1X21X21X21X21X21X21X21X21X2 hefur leikið langt undir getu í flestum leikjunum í vetur. Hins vegar er því ekki að leyna að okkur hefur gengið illa með Stjörnuna hér heima síðustu 3 árin og ef eitthvað er þá eru Garðbæingarnir með sterkara lið en undanfarin ár. Það veltur því mikið á stuðningi áhorfenda í Höllinni í kvöld því þeir geta orðið áttundi maðurinn inni á vellinum fyrir okkur," sagði Jóhannes. Það er vert að taka undir þessi orð Jóhannesar og fjölmenna í Höllina í kvöld kl. 20.30 til að sjá KA taka á móti Bikarmeisturum Stjörnunnar. Handknattleikur: / 1 s Akureyrarmót a smmudagiim - keppt í öllum yngri flokkum Akureyrarmót í yngri flokkun- um í handknattleik fer fram í íþróttahöllinni á sunnudaginn. Keppnin hefst kl. 9.30 með leik í 4. flokki kvenna og verð- ur spilað stanslaust upp í 2. flokk karla til klukkan 15.30. Þórsarar voru með mun betri yngri flokka í fyrra þannig að KA-menn munu örugglega mæta grimmir til leiks að þessu sinni. En lítum á dagskrána á mótinu en þess skal getið að þetta er 1. umferð Akureyrarmótsins: Bautamótið í innanhússbolta - nýju reglurnar gilda Hið árlega Bautamót meistara- flokks karla í innanhússknatt- spyrnu verður haldið í íþrótta- höllinni á Akureyri 27. des- ember næstkomandi. Áætlað er að 16-20 lið taki þátt í mót- inu og verður spilað eftir nýju reglunum þ.e. með markmanni. Leiktími er áætlaður 2x8 mínútur og leikið verður á 25x40 m velli. Mörkin eru 2x5 m (eins og í mini-knattspyrnu) en að öðru leyti verður keppt eftir reglugerð KSÍ um innanhúss- knattspyrnu. Tvö efstu lið í hverjum riðli fara áfram í úrslit. Byrjað verður að leika kl. 9.30 um morguninn og verður að klára mótið þennan dag því þetta er eini lausi tíminn í Höllinni milli jóla og nýárs. 4. flokkur kvenna KA-Pór a-lið kl. 9.30. 3. flokkur kvenna KA-Pór a-lið kl. 10.05 6. flokkur karla KA-Þór c-lið kl. 10.50 6. flokkur karla KA-Pór b-lið kl. 11.15 6. flokkur karla KA-Þór a-lið kl. 11.40 5. flokkur karla KA-Þór b-lið kl. 12.05 5. flokkur karla KA-Þór a-lið kl. 12.40 4. flokkur karla KA-Pór b-lið kl. 13.15 4. flokkur karla KA-Þór a-lið kl. 14.45 3. flokkur karla KA-Þór a-lið kl. 14.45 2. flokkur karla KA-Þór a-lið kl. 15.30 Jólasveinar koma í heimsókn kl. 3 e.h. laugar- daginn 16. desember VeriÖ velkomin. HAGKAUP Akureyri

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.