Dagur - 15.12.1989, Side 20

Dagur - 15.12.1989, Side 20
Akureyri, föstudagur 15. desember 1989 Verslunareigendur Starfsmannahópar Eins og undanfarin ár sér veislueldhús Bautans um að útbúa veitingarnar fyrir ykkur: M.a. snittur, smárétti og heitar og kaldar máltíðir. Upplýsingar í síma 21818. Gervigrasvöllur er alls ekki óraunhæfur möguleiki á Akur- eyri hvað rekstrarkostnað varðar. Þetta er a.m.k. niður- staða samstarfsncfndar um gervigrasvöll sem nýlega hefur lokið störfum en í skýrslu nefndarinnar eru lagðar fram væntanlegar kostnaðartölur um byggingu og rekstur gervi- grasvallar á Akureyri. Skýrsl- an var kynnt íþróttaráði í gær. Þegar umræða um gervigras- völl var hvað mest fyrr á þessu ári var gengið út frá því að orku- kostnaður vegna hans á Akureyri yrði um 20 milljónir króna á ári. Aætlað var að kostnaður við byggingu vallarins yrði um 60-100 milljónir króna. Vegna áætlana um orkukostnað, sem þótti allt of hár, lognaðist umræðan um Enn dræmt á loðmimiðunum: Tunglið í liði með loðminni Tunglið virðist gengið í lið með loðnunni. Sökum mikils tungls- Ijóss á miðunum fyrir Norð- austurlandi síðustu nætur hef- ur loðnuveiði verið mjög treg enda kemur loðnan ekki upp þegar mikil birta er. Aðeins einn bátur tilkynnti afla í gær. Tvö hundruð tonn af loðnu var eini aflinn sem tilkynnt var um til loðnunefndar í gær. Beitir til- kynnti um þennan afla og landaði á Norðfirði. f>á hélt Helga II til lands seint í fyrrakvöld með 1000 tonn og var því landað á Siglu- firði fyrir hádegi í gær. Um miðjan dag í gær var farið að þykkna upp á miðunum og bjuggust sjómenn því við áð loðnan kæmi hærra í sjó í nótt. JÓH gervigrasvöll út af um stund, en samstarfsnefndin hefur komist að niðurstöðum sem ættu að snúa þessari þróun við. Eftir að samstarfsnefndin hafði verið skipuð var það eitt af fyrstu verkum fulltrúa hvors íþróttafé- lags á Akureyri að kanna ítarlega óskir félaganna um æfingatíma og yfirfara þær hugmyndir með þjálfurum. Niðurstaðan varð sú að hvort félag þyrfti um 750 tíma á ári og að viðbættum tímum fyrir skóla, almenning og fleiri mætti ætla að notkun á stórum velli gæti numið um 2000 tímum á ári. Þá sóttu tveir nefndar- manna ráðstefnu og sýningu í Þýskalandi í haust og fundi og ráðstefnu um gervigrasvelli hér- lendis. Að lokum var leitað til ráðgjafaverkfræðistofu um óháð kostnaðarmat á framkvæmda- og rekstrahugmyndum samstarfs- nefndarinnar. Við kostnaðaráætlun voru lauslega skoðaðir þrír staðir af 5- 6 svæðum sem þóttu koma til greina fyrir hugsanlegan gervi- grasvöll, vestan Eikarlundar, við Verkmenntaskólann og austan Sólborgar. Reynt var að meta all- an kostnað við vallaruppbygging- una þ.e. tekinn var með kostnað- ur vegna lýsingar, bílastæða, vall- arhúss og fleira. Helstu niður- stöður voru þær að hvar sem völlurinn yrði staðsettur, yrði kostnaður með öllu um 113-115 milljónir króna, þar af aðeins vegna vallarins 82-87 milljónir. Þá ber loks að geta áætlana um orkukostnað. Við mat á orkunotkun var gengið út frá hóf- legum kröfum um notkun frá október til febrúar. Reiknað er með að lítið afl yrði notað á snjóbræðslukerfið þessa mánuði en meira síðari hluta æfingatíma- bilsins. Til viðmiðunar var að nokkru litið til kostnaðar vegna kyndingar göngugötunnar á Akureyri og eru niðurstöður þær að ef kynt er með afgangsraforku næmi árskostnaður við hitaveitu og lýsingu um 3,9 milljónum á ári en ef notuð er hitaveita, 8,5 millj- ónir á ári en þessar tölur eru báðar mun lægri en þær tölur sem áður hafa verið nefndar. VG Jólaösin að byrja í innanlandsfluginu: Margir virðast treysta á sumarfæri þjóðveganna - íjöldi pantana ekki í samræmi við íjölda aukaferða hjá Flugleiðum Um næstkomandi helgi fer jólaösin hjá flugfélögunum á fullan skrið. Fyrstu aukaferð- irnar eru settar á um þessa helgi og reyndar fer Flugfélag Norðurlands fyrstu aukafcrð- irnar í dag. Margt bendir hins vegar til að fjöldi fólks ferðist landleiðis fyrir þessi jól enda hefur tíð verið góð um allt land og færð á vegum verið með því besta. Fleiri samfelldir frídagar eru um þessi jól en í fyrra og því var búist við að fleiri ferð- uðust innanlands en raunin er sú t.d. hjá Flugleiðum að pant- anir fyrir jólin eru svipaðar og í fyrra, þrátt fyrir að fleiri aukaferðir hafi verið settar á nú. „Þessi óvenju stóra jólaáætlun okkar gerir að verkum að hlutfall pantana er lægra miðað við sæta- framboð. Ef við lítum hins vegar á fyrri hluta desembermánaðar þá eru flutningar á frakt meiri en í fyrra og munar þar 2%. Fólksflutningar hafa á sama tímabili aukist um 4%,“ segir Einar Sigurðsson, blaðafulltrúi Flugleiða. „Það er dálítið um aukaferðir hjá okkur fyrir jólin en við getum ekki séð allt fyrir og viljum því að fólk panti og í samræmi við það setjum við upp ferðir. Við kom- um öllum á áfangastað fyrir jól,“ segir Sigurður Aðalsteinsson, framkvæmdastjóri FN. „Stærsta breytingin er sú að við fljúgum á næstum alla staði á laugardag og sunnudag. Síðustu vikuna ætlum við okkur síðan að fljúga á alla okkar staði daglega.“ Sigurður segir merkjanlegt að fólk ætli sér að nota gott færi á vegum og ferðast landleiðina. „Þetta þýðir kannski að í fluginu verður þetta jafnara og gengur greiðar fyrir sig. Það verður gott að ferðast með flugi fyrir jólin í segir Sigurður. JÓH ar. Söluhæstu bækur og plötur: Geirmundur og Guðrún seljast - löngu látinn höfundur með nýja bók í öðru sæti bókalistans Maður lést í eldsvoða á Skagaströnd Eldur kviknaði í húsi á Skaga- strönd aðfaranótt fímmtudags- ins með þeim hörmulegu afleiðingum að einn maður Iést. Atburðurinn gerðist um klukk- an hálf fjögur á fimmtudagsnótt- ina. Eldsupptök eru ókunn en húsið er gjörónýtt samkvæmt upplýsingum lögreglu. Ekki er unnt að birta nafn þess látna að svo stöddu. kj Skýrsla samstarfsnefndar um gervigrasvöll: Áður áætlaður rekstrarkostnaður gervigrasvallar fjarri lagi - raunhæfur möguleiki á slíkum velli á Akureyri Listinn yfír söluhæstu bæk- urnar á Norðurlandi þessa vikuna hefur nokkuð breyst frá síðasta föstudegi. Stefán Jónsson á tréfæti hefur fallið úr 1. sæti í 3.-4. sæti og saga Guðrúnar Ásmundssdóttur skotist upp í 1. sæti. Bækurn- ar í fyrstu fjórum sætunum skera sig nokkuð úr hvað sölu snertir, en þær hafa afgerandi forystu. Geirmundur heldur hins vegar sínu striki og hefur afgerandi forystu á hljóm- plötulistanum. En lítum nán- ar á listana. Þær bækur sem selst hafa best síðustu viku eru: 1. Ég og lífið. Saga Guðrúnar Ásmundsdóttur. 2. Dauðalestin e. Alistair heit- innMac Lean. 3-4. Lífsgleði á tréfæti með byssu og stöng e. Stefán Jónsson. 3-4. Sagan sem ekki mátti segja. Endurminningar Björns Sv. Björnssonar. 15. Aldnir hafa orðið. Skráð af Erlingi Davíðssyni. 6. Ég heiti ísbjörg - Ég er ljón e. Vigdísi Grímsdóttur. 7. Frændi Konráðs e. Vilhjálm Hjálmarsson. 8. Það glampar á götu e. Björn Jónsson. 9-10. Lífsreynsla III. bindi. Bragi Þórðarson tók saman. 9-10. Arfur hins liðna e. Mary Stewart. Skagfirski sveiflukóngurinn Geirmundur er aldeilis ekki á því að gefa eftir fyrsta sætið. Plata hans „í syngjandi sveiflu“ hefur náð afgerandi forystu í sölu á öllu Norðurlandi. Nýir inn á topp tíu þessa vikuna eru skagfirski tenórinn Jóhann Már Jóhannsson, Rokklingarnir og Björgvin og gestir. Listinn lítur annars svona út: 1. Geirmundur Valtýsson/Í syngjandi sveiflu. 2. Sálin hans Jóns míns/Hvar er draumurinn? 3. Bubbi Morthens/Nóttin langa. 4. Ríó/Ekki vill það batna. 5. HLH-flokkurinn/Heima er best. 6. Síðan skein sól/Ég stend á skýi. 7. Jóhann Már Jóhannsson/Ef væri ég söngvari. 8. Örvar Kristjánsson/Frjálsir fuglar. 9. Rokklingar/Lög í flutningi barna. 10. Björgvin Halldórsson og gestir/Jólaplata. VG/óþh dagar tlljóla

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.