Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 1

Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 1
72. árgangur Akureyri, föstudagur 22. desember 1989 248. tölublað mmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmammmmmammmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmmimm Venjulegir og demantsskornir trúlofunarhringar Afgreiddir samdaegurs GULLSMKNR SIGTRYGGUR & PÉTUR AKUREYRI Fiskveiðasjóður íslands synjaði erindi Meleyrar á Hvammstanga í gær: Salan á raðsmíðaskipi Slippstöðvar- innar á Akureyri gengin til baka „Aðalástæða fyrir þessari afgreiðslu sjóðsins er að stjórnarmenn telja tekjuáætl- un óraunhæfa. Við vorum búnir að fá samþykki banka, yfirfærslu veiðiheimiida og annað slíkt þannig að ósk um lánveitingu úr Fiskveiðasjóði íslands var það eina sem eftir var,“ sagði Bjarki Tryggvason, framkvæmdastjóri Meleyrar á Hvammstanga, síðdegis í gær eftir að Ijóst var að Fiskveiða- sjóður hafði hafnað erindi fyrirtækisins um lán vegna kaupa á raðsmíðaskipi SIipp- stöðvarinnar á Akureyri. Samningurinn var gerður laust fyrir síðustu mánaðamót með fyrirvara m.a. um lánveitingu Fiskveiðasjóðs þannig að með þessari afgreiðslu er kaup- samningurinn fallinn úr gildi. Ráð var fyrir gert að raðsmíða- skipið yrði gert út á rækju og myndi afla hráefnis fyrir rækju- vinnslu Meleyrar. Bjarki segir að i umsókn sinni hafi fyrirtækið gert ráð fyrir 162,5 milljóna króna árstekjum. Ef lit- ið sé á það skip sambærilegt sem haft hafi lægstar tekjur í fyrra, þ.e. á frekar lélegu rækjuveiði- ári, komi í ljós að tekjur þess hafi verið um 124 milljónir króna. Framreiknað til þessa árs með 30% hækkun, þ.e. vegna gengis- og verðhækkana á rækju, hafi þetta sama skip 161,5 milljónir króna í tekjur. Bjarki lagði á það áherslu að þarna sé dæmi um tekjur þess skips sem lægstar tekjur hafi í slæmu árferði hvað rækjuveiðar varðar. „Út frá þessu getur svo hver og einn dæmt um hvort okkar tekju- áætlun var óraunhæf. Mín skoð- un er sú að aðalástæða þessarar synjunar sé ekki okkar áætlun heldur að þeir séu hræddir við þau áform Slippstöðvarinnar að taka skip upp í nýja skipið. Þar held ég að liggi hin raunverulega ástæða. Stjórn sjóðsins er á hál- um ís að hafna tekjuáætluninni vegna þess að auðveldlega er hægt að sýna fram á að hún getur staðist. Það er rétt að menn skoði það vel hvað þessi niðurstaða stjórnarinnar segir. Við erum búnir að uppfylla kröfur sem almennt nægja til að fá samþykki fyrir slíku erindi og þá hengja menn sig í rekstraráætlun sem ég tel mig geta sýnt fram á að er raunhæf. Fiskveiðasjóður íslands hefur örugglega lánað út á veik- ari tilfelli en þetta,“ sagði Bjarki. Þessi afgreiðsla er áfall fyrir Slippstöðina á Akureyri sem nú hefur endurráðið hluta af sínum starfsmönnum á ný, að hluta til í von um fjögurra mánaða vinnu við frágang raðsmíðaskipsins. Fjórðungur starfsmanna stöðvar- innar hefði fengið vinnu í þennan tíma við fráganginn og auk þess hefði þungum byrðum fjármagns- kostnaðar verið létt af stöðinni með sölu skipsins. „Maður átti ekki von á þessu. Samningurinn um okkar viðskipti var háður samþykki Fiskveiða- sjóðs og hann fellur því með þessari ákvörðun. Við erum rétt Miklar skemmdir urðu af völd- um hita og reyks þegar eldur kom upp í húsi númer 8 við Álfabyggð á Akureyri í gær. búnir að frétta af þessari afgreiðslu og maður þarf að átta sig á hlutunum áður en fleiri ákvarð- anir eru teknar,“ sagði Sigurður Ringsted, forstjóri stöðvarinnar. Um þá skoðun Bjarka að stjórn Fiskveiðasjóðs hafi óttast Slökkvilið var kallað á staðinn Iaust eftir kl. 17 í gær og var þá töluverður eldur í lofti eldhúss í húsinu. Þegar að var komið lagði reyk um alla íbúðina. Greiðlega gekk að ráða niður- lögum eldsins en ljóst er að skemmdir hafa orðið miklar á húsnæðinu, bæði af völdum hita og reyks. Enginn var í húsinu þegar eldurinn kom upp og eru elds- Með afgreiðslu Alþingis á fjár- lagafrumvarpinu síðdegis í dag er Ijóst að mikilli óvissu um sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri verður eytt. Fjárveit- inganefnd lagði til í gær að framlög til skólans yrðu hækk- uð um 25 milljónir króna. Þar með má telja nær öruggt að staðið verður við samþykkt ríkisstjórnarinnar um stofnun sjávarútvegsbrautar við skól- ann í byrjun næsta árs. Fjárveitinganefnd lagði til að liðurinn „almennur rekstur" hækkaði um 10 milljónir króna, úr 63,3 milljónum í 73,3 milljónir króna. Þá lagði hún til að liður- inn „tæki og búnaður" hækkaði um 15 milljónir, úr 5 milljónum í 20 milljónir króna. uppítöku eldra skips segir Sigurður að stjórninni komi rekstur Slippstöðvarinnar ekkert við. „Áhættan er fyrirtækisins en ekki stjórnvalda. Fiskveiðasjóði kemur þessi rekstur hér ekkert við,“ sagði Sigurður. JÓH upptök ókunn. Vegna þessa hörmulega at- burðar vill Sjúkraliðafélag Akur- eyrar benda þeim, sem leggja vilja fjölskyldunni Álfabyggð 8 lið, á reikning nr. 5671 í Spari- sjóði Glæsibæjarhrepps Brekku- götu 9 á Akureyri. Fólki er bent á að hægt er að biðja um millifærslu inn á við- komandi reikning í hvaða banka- stofnun sem er. óþh Stefán Jónsson, forstöðumað- ur rekstrardeildar Háskólans, segir það ánægjulegt að langvinn óvissa um sjávarútvegsbrautina sé þar með úr sögunni, brautin muni taka til starfa þann 4. janú- ar eins og ráð var fyrir gert. Eins og fram hefur komið bauð Kaupfélag Eyfirðinga Háskólan- um á Akureýri 800 húsnæði við Glerárgötu 36 til afnota án endurgjalds til þriggja ára. Stefán sagði að ekki hefði verið form- lega fjallað um boð KEA hjá Háskólanum. „Ég get ekki séð annað húsnæði sem henti Háskólanum betur fyrir sjávar- útvegsdeildina. Þetta höfðinglega tilboð KEA sýnir að heimamönn- um er og hefur verið mikil alvara með að þetta mál yrði farsællega til lykta leitt,“ sagði Stefán. óþh Aðeins tveir dagar til jóla og undirbúningurinn í fullum gangi. Búast má við mikilli örtröð hjá jólatrjáasölum þessa síðustu tvo verslunardaga fyrir jól. Mynd: KL Mikið tjón í eldsvoða að Álfabyggð 8 á Akureyri í gær: Sjúkraliðafélagið efrnr til söftmnar - fólki bent á reikning nr. 5671 í Sparisjóði Glæsibæjarhrepps Sjávarútvegsdeild HA: Loksins í höfii Hún verður sterk skötulyktin í Grímsey annað kvöld: af skötu á hverja fjölskyldu í eyirni börn í eynni taka forskot á sæluna á Þorláksmessu Eitt kíló Hætt er við að mikla skötu- lykt ieggi yfír byggðina í Grímsey annað kvöld því búið er að selja um 25 kg af skötu í eynni. Þetta svar- ar til að hver fjölskylda í eynni eldi um 1 kg af skötu. Annars fengu Grímseyingar sendan jólamatinn í gær- morgun og um hádegisbil höfðu Helgi Haraldsson, úti- bússtjóri KEA í Grímsey, og starfsfólk hans í nógu að snú- ast við að afgreiða jóla- steikurnar. „Svínakjöt og hangikjöt er vinsælasti jólamaturinn hjá Grímseyingum, á því er ekki vafi,“ sagði Helgi Haraidsson þegar Dagur sló á þráðinn í verslunarútibúið í Grímsey í gær. Aðspurður um hvort ein- hverjar sérstakar hefðir í jóla- matnurn hafi skapast í Grímsey sagði Helgi svo ekki vera aðrar en þær að rjúpur þekkist ekki á jólaborðunum í eynni. Þó er ein fjölskylda sem Helgi pantar rjúpur sérstaklega fyrir og sú er aðflutt. „Þetta held ég að sé þaö eina sem er verulega frábrugðið því sem gerist í landi hvað jóla- matinn varðar.“ Mörgum kann að þykja líklegt að í litlu samfélagi cins og Grímsey fari jólaundirbúning- urinn fram í rneiri ró en í landi. Svo er þó ekki. „Hérna byrjar undirbúningurinn fyrir jólin seinna vegna þess að menn eru hér á sjó allt fram að 20. des- ember. Aðstæðurnar hér í búð- inni gera það líka að verkuni að mesti erillinn verður síðustu dagana, við höfum litlar geymslur, pöntum jólasteikurn- ar úr landi og afgreiðum þær sfðustu dagana fyrir jól. Þctta verður þvf örtröð á síðustu dögunum.“ Helgi segir jólaskreytingar í eynni fara vaxandi með hverju árinu og sem dæmi segir hann aö nú setji tvö jólatré hátiðleg- an svip á byggðina. Sú hefð er í Grímsey að jólasveinar ganga milli húsa á aðfangadag og færa börnunum eitthvað gotterí. En annar jólasiöur er í Grímsey sem varla þekkist annars staðar. „Já, börnunum er leyft að taka upp eina jólagjöf á Þorláks- messu, svona rétt til þess að stytta þeim biðina eftir hátíð- inni og taka smá forskot á sæl- una. Þetta hjálpar líka til þess að fullorðna fólkið hafi vinnu- frið ef krakkarnir eru orðin mjög taugaspennt," segir Helgi að lokum. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.