Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. desember 1989 - DAGUR - 7 „Afkoma botnfiskvinnslu hefur batnað mikið frá árinu 1988 en þá var botnfiskvinnsla rekin með tæplega 5% halla. Miðað við rekstrarskilyrði í nóvember sl. var reiknað með að botnfiskvinnslan væri rekin með 2-3% hagnaði,“ segir Þjóðhagsstofnun. hins vegar tæplega 3% tapi. í þessum útreikningum reiknar stofnunin með 3% verðbótum úr Verðjöfnunarsjóði til frystingar en 5% til söltunar. Afkomubati fiskvinnslunnar segir stofnunin að stafi einkum af því að almenn rekstrarskilyrði hafi batnað með lækkandi raun- gengi krónunnar. Rekstrarskil- yrði botnfiskveiða hafa á hinn bóginn versnað frá árinu 1988 og miðað við skilyrði í nóvember sl. verða veiðarnar reknar með 4% halla í ár, eða um 3% meiri halla en í fyrra. Sé litið á vinnslu og veiðar í heild, að meðtöldum frystiskipum, skila þessar greinar samanlagt 1% í hagnað miðað við rekstrarskilyrði í nóvember sl. Til samanburðar segir Þjóð- hagsstofnun að hallinn hafi verið 3% í fyrra. Að mati Þjóðhagsstofnunar hefur raungengislækkun krón- unnar einnig komið öðrum at- vinnugreinum en sjávarútvegi til góða. Þar er fyrst og fremst átt við iðngreinarnar sem eiga í sam- keppni við innfluttar vörur. Hins vegar þykja veltutölur samkvæmt skattframtölum benda til að um nokkra framleiðsluminnkun sé að ræða í iðnaði, þó samdráttur- inn sé misjafn eftir greinum. Til viðbótar áhrifum raungengis- lækkunar á þessar greinar bendir Þjóðhagsstofnun á að raunvextir hafi farið lækkandi á árinu. Þjóðhagsstofnun telur að einkaneysla hafi á þessu ári dreg- ist saman um 6% sem er í sam- ræmi við þjóðhagsáætlun. Sam- neyslan eykst hins vegar um 1% en fjárfestingin minnkar um 8%. Reiknað er með að á árinu hafi dregið úr birgðum í sjávarútvegi, bæði hvað varðar frystar sjávar- afurðir og einnig loðnuafurðir. Birgðasöfnun heldur hins vegar áfram í fiskeldinu. Þjóðarútgjöld í heild lækka um 5,9% að raun- gildi frá fyrra ári. Að síðustu fer Þjóðhagsstofn- un nokkrum orðum um utanrík- isviðskipti á árinu 1989 sem hún segir hafa verið í betra jafnvægi en um nokkurt skeið. Vöruskipti hafa verið landsmönnum hagstæð um 6,8 milljarða króna fyrstu 10 mánuði árins. Innflutningur á vörum hefur dregist meira saman en reiknað var með og gerir þetta að verkum að viðskiptin við útlönd verða hagstæðari í ár en reiknað var með, þrátt fyrir að um viðskiptahalla verði enn að ræða. JÓH HótelKEA óskar viðskiptaviniim sínum gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári með þökk fyrir viðskiptin á árinu sem er að líða ★ Porláksmessuskatan verður á sírnun stað 23. desember Ásamt saltfiski, hnoðmör og hamsatólg

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.