Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 3
Föstudagur 22. desember 1989 - DAGUR - 3 í rm ÓlafsQörður: Bæjarmála- punktar ■ Bæjarráði hefur borist bréf frá Félagsmáiaráðuneytinu en með bréfinu fylgdi skýrsla um stöðu brunamála á íslandi. í framhaldi af þvi samþykkti bæjarráð að gera herferð í eftiriiti með slökkvitækjum hjá bæjarbúum fyrir jólin og var bæjarstjóra falið að hafa samráð við slökkiliðsstjóra um málið. ■ Bæjarráð hefur í framhaldi af bréfi frá Fjármáiaráðuneyt- inu, samþykkt að fela inn- heimtumanni ríkissjóðs í Ólafsfirði að innheimta útsvar og aðstöðugjald. ■ Bæjarráð hefur samþykkt að útsvarsprósenta næsta árs, verði 7,5% ■ Stjórn Starfsmannafélags Ólafsfjarðar hefur samþykkt að segja upp gildandi kjara- samningi milli Starfsmannafé- lags Ólafsfjarðar og launa- nefndar sveitarfélaga fyrir hönd Ólafsfjarðarbæjar, frá og með 31. desember 1989. ■ Félagsmálaráð hefur lagt tii að gjaldskrá Leikhóla verði hækkuð um 7,5% þann 1. janúar n.k. og verður þá 4 tíma gjald kr. 5.700.-. ■ Forstöðukonu Leikhóla hefur verið falið að kanna þörf á auknu dagvistarrými næstu árin og þá einnig þörf á heils- dagsvistun, svo hægt verði að móta stefnu urn áframhald- andi uppbyggingu Leikhóla. ■ Menningarmálanefnd ræddi á fundi sínum fyrir skömmu, um staðsetningu Árinanns ÓF á lóð bókasaínsins. Nefndin mun ekki setja sig á móti því að ióðin sé notuö undir bátinn, sérstaklega meö tilliti til þess að í framtíðinni verði húsnæði safnins notað sem safnahús. ■ Landbúnaðarnefnd fjallaði á fundi sínum nýlega, um lil- iögur að nýrri reglugerð um búfjárhald í lögsagnarumdænti Ólafsfjarðar. Þar kom m.a. fram að í undirbúningi er að afgirða bæjarlandið með raf- girðingu. Þá var samþykkt að lögbirtar veröi áður gefnar reglur um lausagöngu hrossa og nautgripa og þeim strang- lega framfylgt. ■ Stjórn veitustofnana hefur samþykkt tillögu bæjarstjóra um hækkun á gjaldskrá Hita- veitu Ólafsfjarðar. Hækkunin er um 4-5% umfram hækkun byggingarvísitölu júlí 1989- jan. 1990. Fast gjald verður kr. 370.-, vatnsgjald kr. 600,- fyrir hvern mínútulítra og lok- unargjald kr. 1.400.-. Þá verði reynt að færa heimtaugagjald til samræmis við raunkostnað við þá framkvæmd. ■ Kiwanisklúbburinn Súlur hefur tekiö að sér að sjá um áramótabrennuna og verður hún að þessu sinni vcslan við ósinn. ■ Bæjarstjóri upplýsti á fundi bæjarstjórnar nýlega, að fjár- hagstaða bæjarsjóðs væri all- góð og tekist hefði að mestu að framfylgja fjárhagsáætlun. fréffir i Tillaga Úlfhildar Rögnvaldsdóttur í Bæjarstjórn Akureyrar: Leiðbeiningamámskeið fyrir atvimiulausa unglinga Bæjarstjórn Akureyrar sam- þykkti á síðsta fundi tillögu Ulfhildar Rögnvaldsdóttur bæjarfulltrúa Framsóknar- flokksins sem miðar að því að til aðgerða verði gripið til aðstoðar og Ieiðbeiningar at- vinnulausu ungu fólki í bænum. Því var beint til atvinnumálanefndar að nefnd- in hafi forgöngu um að tilnefna í starfsnefnd sem kanni í sam- vinnu við VMA og verkalýðs- félögin í bænum hvort unnt sé að koma á námskeiði fyrir atvinnulausa unglinga. Úlfhildur segir að hugmyndin með námskeiðahaldi sé að auð- velda unglingunum atvinnuleit og/eða beina þeim í frekara nám. Um yrði að ræða samstarf Skóla- nefndar Verkmenntaskólans, Fé- lagsmálaráðs, Stjórnarnefndar vinnumiðlunar og Atvinnumála- nefndar Akureyrar. Miklar umræður urðu um mál- ið í bæjarstjórn. Fyrirmynd að slíku námskeiðahaldi má finna í Kópavogi fyrir nokkrum árum, en þá stóð Kópavogsbær í sam- vinnu við Menningar- og fræðslu- samband alþýðu fyrir slíku nám- skeiði fyrir unglinga sem haldið var í Ölfusborgum og þótti takast vel. „Þegar við horfum upp á tugi atvinnulausra unglinga vikum og mánuðum saman hér á Akureyri er nauðsynlegt að gera einhverjar ráðstafanir. I lögum um vinnu- miðlun er sérstaklega talað um að aðstoða beri atvinnulausa unglinga með leiðbeiningu inn á námsbrautir og fleira. Ég tel brýnt að námskeiðið verðið hald- ið sem fyrst, og vegna góðra undirtekta bæjarfulltrúa í at- vinnumálanefnd á fundinum er ég bjartsýn á að þetta mál nái fram að ganga,“ segir Úlfhildur. Atvinnuástandið á Akureyri hefur ekki verið jafnslæmt og nú í mörg ár. Úlfhildur upplýsti að á útborgunardegi atvinnuleysis- bóta 8. desember hefðu 19 Ein- ingarfélagar á aldrinum 16 til 20 ára og aðrir 19 á aldrinum 21 til 25 ára fengið greiddar bætur. Fyrir utan þetta eru allmargir unglingar sem uppfylla ekki skil- yrði til að fá atvinnuleysisbætur, t.d. ungt fólk sem hverfur frá skólanámi. Við ákvörðun at- vinnuleysisbóta er kannað hversu mikinn hluta undanfarinna 12 mánaða viðkomandi hefur stund- að launaða atvinnu. Reynslan sýnir að við annaskipti fram- haldsskólanna í bænum sækir alltaf hópur nemenda sem hættir námi inn á vinnumarkaðinn. EHB íbúar við Lyngholt á Akureyri: Mótmæla flutningi vörubflastöðvar Styrktarsjóður Bifreiðastjóra- félagsins Vals á Akureyri licfur sótt um að fá að yfírtaka þrjú þúsund fermetra af suðurhluta lóðarinnar Oseyri 2, en bíl- stjórafélagið hefur staðið í við- ræðum við Kaupfélag Eyfirð- inga um sölu á núverandi hús- eign á Oseyri. Stefnt er að flutningi á starf- seminni suður fyrir núverandi athafnasvæði, en þessu hafa tugir íbúa við Lyngholt mótmælt. Skrifuðu þeir undir undirskrifta- lista í þessu skyni og var hann afhentur byggingafulltrúa bæjar- ins fyrir nokkru. Bygginganefnd Akureyrar hafa borist mótmælin. í samtali við einn íbúa við Lyngholt kom fram að fólkið virðist vera óánægt með hávaða og óhreinindi scm stafa frá rekstri vörubílastöðvar í hverf- inu. Þeir telja að þessi starfsemi eigi ekki heima svo nálægt íbúða- hverfi. Víkingur Guðmundsson, for- maður Vals, vísar öllu slíku á bug sem hugarórum. „Okkar starf- semi fylgir engin mengun, það getur liver sem er kannað, og ekki heldur hávaði. Ég skil ekki hvað vakir fyrir fólkinu með þessum undirskriftum,“ segir hann. Björn Jósef Arnviðarson, bæjarfulltrúi, sagði á síðasta bæjarstjórnarfundi að það væri furðulegt að íbúarnir í nágrenni vöruln'lastöðvarinnar færu fyrst að kvarta nú eftir að stöðin væri búin að starfa í mörg ár á þessum stað, en ekki stæði annað til en að flytja stöðina örlítið uin set. Taldi hann að íbúunum hefði mátt vera ljóst þegar þeir byggðu hús sín að þau v'æru staðsett á jaðri iðnaðar- og athafnasvæðis. EHB Áfengisvarnanefnd Akureyrar: Höldum jól án áfengis Áfengisvarnanefnd Akureyrar sér ástæðu til að hvetja fólk til að halda jól án áfengra drykkja og hefur í því skyni haldið uppi áróðri gegn áfeng- isnotkun á þessari friðarins hátíð. Ingimar Eydal, formað- ur nefndarinnar, segir að sér- stök ástæða sé til að óttast áfengisneyslu fólks um jólin vegna tilkomu áfengs öls. „Okkar Iífsspeki er að hvetja fólk til varast áfenga drykki og halda jól án þeirra. Okkur finnst ástæða til að vekja alveg sérstaka athygli á þessu núna vegna þess að áfengisneysla nefur almennt aukist og við erum komin með nýjan þátt í henni sem er bjórsal- an í landinu. Að sumu leyti erum við hræddari við bjórinn en t.d. rauðvín og sherry. Bjórinn er ótvírætt meira alhliða áfengi. Fólk drekkur hann með mat, til að fara á fyllerí og daginn eftir,“ segir Ingimar. Ingimar segist hafa hugmynd um að áfengisneysla hafi aukist inn á heimilum á síðari árum. Hann telur að bjórinn muni að nokkru leyti koma í stað rauð- víns eða annarra borðvína. „Ég hugsa að neysla borðvínanna muni eitthvað minnka. Hins veg- ar tel ég að bjórinn sé miklu lúmskari með framhaldsdrykkju.“ „Við vitum að allskyns óknytt- ir, skemmdarverk og innbrot fær- ast í vöxt og mér er óhætt að full- yrða að í lang flestum tilfellum tengist áfengisneysla þessum vandamálum. Ég vil í þessu sambandi geta þess að starfsmenn meðferðarheimila fyrir alkohól- ista staðhæfa að ástandið í áfeng- ismálum hafi sjaldan verið verra. Við í Áfengisvarnanefnd viljum því skora á bæjarbúa að setja nú markið einfaldlega á áfengislaus jól. Það má segja að kjörorð nefndarinnar sé „Áfengi og jóla- hald eiga ekki samleið. Án áfeng- is verða jólin hátíð gleði og friðar“ og ennfremur „Bjór er líka áfengi.“ óþh Kelduhverfi: Flutningabíll áhliðína Flutningabíll frá Húsavík valt á hliðina í Auðbjargarstaða- brekku í gærmorgun. Öku- maður slapp ómeiddur og ekki var talið aö miklar skemmdir hefðu orðið á bílnum, en ekki var búið að ná honum upp síð- degis í gær. Bíllinn var á leið til Kópaskers og Raufarhafnar. Snjór var á veginum í brekkunni og er bíllinn kom fram af brekkubrúninni fór hann strax að renna, og valt síð- an á hliðina upp fyrir veginn í efri beygjunni. Þetta er í annað sinn í vetur sem flutningabíll lendir á hliðina í Auðbjargarstaðabrekku. Að sögn lögreglu á Húsavík er þarna um stórvarasaman veg að ræða og ráðleggur hún ilutningabíl- stjórum að setja keðjur á bílana í svona færi áður en lagt er í brekkuna. IM Jólagjafir og jólavörur í mikíu úrvali Litli ljósálfurinn kr. 1.390,- Tösku-krumpu-bylgju- og sléttujárn í sama tæki kr. 2.380,- Tilboð á 40 ljósa útiseríum m/spenni, verð aðeins kr. 1.950,- Litaðar ljósaperur verð kr. 95,- Jólatrésfætur, sænskir, 5 ára ábyrgð, kr. 1.750,- Mikið úrval af seríuperum og öðrum perum. Einnig raftækjum stórum og smáum. Við seljum aðeins viðurkennd rafföng. Með jólakveðju. Brekkugötu 7, sími 26383. Ingvi R. Jóhannsson. 1964-1989 ★ 25 ara. Kaupmannafélag © Akureyrar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.