Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 4

Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Föstudagur 22. desember 1989 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RÍKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Álitshnokkir fyrir Alþingi Hart hefur verið deilt á Alþingi síðustu daga vegna ummæla Guðrúnar Helgadóttur, forseta Sameinaðs þings, í fjölmiðlum þess efnis að sjálfstæðismenn létu Davíð Oddsson borgar- stjóra ráða gerðum sínum inni á þingi síðustu dagana fyrir jólaleyfi. Þótt þessi furðulega deila hafi verið leyst með einhvers konar málamiðlun í gær, er full ástæða til að staldra ögn við þetta upphlaup Guðrúnar og sjálf- stæðismanna. Það er svolítið hjákátlegt að sjálfstæðis- menn skuli hafa tekið fyrrgreind ummæli forseta Sameinaðs þings svo nærri sér sem raun ber vitni. Um þetta leyti ár hvert eru jafnan miklar annir á Alþingi. Þá bíða fjöl- mörg frumvörp afgreiðslu áður en jólaleyfi þingmanna hefst. í tímaþrönginni sem skap- ast við þessar aðstæður er vinsæl aðferð hjá stjórnarandstöðunni að draga afgreiðslu mála á langinn með þæfingi og alls kyns málalengingum, og hóta því þar með að svo og svö mörg frumvörp dagi uppi á þingi fram yfir áramótin. Með þessari aðferð hefur stjórnarandstöðunni oft tekist að bæta samn- ingsstöðu sína gagnvart meirihluta þingsins verulega, en til þess er leikurinn einmitt gerður. En þetta árlega málþóf er hvimleitt og hefur oft orðið tilefni harðorðra ummæla forseta Sameinaðs þings í fjölmiðlum á undanförnum árum. Vel má vera að ummæli núverandi forseta Sameinaðs þings hafi verið óvenju harðorð og særandi. Svo mikið er víst að sjálfstæðismenn sögðust ekki taka þátt í störfum þingsins undir stjórn Guðrúnar Helgadóttur fyrr en hún hefði beðist opinber- lega afsökunar. Með hliðsjón af því hve alvara málsins virtist mikil er furðulegt að sjálf- stæðismenn skyldu í gær falla frá hótun sinni án þess að Guðrún Helgadóttir bæðist af- sökunar á ummælum sínum. Fyrir vikið er þetta upphlaup sjálfstæðismanna og Guðrún- ar Helgadóttur á Alþingi orðið afar hjákátlegt og með öllu tilgangslaust. Vonandi heyrir deila af þessu tagi til algerr- ar undantekningar í starfssögu Alþingis. Sjónarspil sem þetta, sem virðist fyrst og fremst sett á svið fyrir fjölmiðlana, er síst til þess fallið að auka virðingu almennings fyrir þeim sem á Alþingi sitja. Barnaleg deila forseta Sameinaðs þings og sjálfstæðismanna er þvert á móti mikill álitshnekkir fyrir þessa annars merku stofnun. BB. Samtök jafnréttis og félagshyggju: Um orkufrekan iðnað „Vegna umræðna að undanförnu um orkufrekan iðnað og nýjar áætlanir í þeim efnum vilja Sam- tök jafnréttis og félagshyggju kynna sína afstöðu til málsins. 1. Samtökin eru ekki andvíg orkufrekum iðnaði en setja þau skilyrði að hann standi undir raunverulegum orkukostnaði og spilli ekki náttúru landsins. 2. Samtök jafnréttis og félags- hyggju telja að íslendingar eigi sjálfir að virkja fallvötn sín, en einungis að byggja nýjar stór- virkjanir ef tryggt er að hagnaður verði af orkusölunni. I því sam- bandi verður að taka með í útreikninga eðlilega fyrningu, viðhald og fjármagnskostnað af orkumannvirkjum. Það er enn fremur óeðlilegt að miða alla útreikninga orkufreks iðnaðar við hagkvæmustu virkjanakosti, nær væri að taka meðaltalskostn- að þeirra virkjanakosta sem eru á' döfinni. 3. Samtökin eru andvíg bygg- ingu álvers við Eyjafjörð vegna mengunarhættu og telja að Eyjafjörður eigi að vera matar- framleiðsluhérað sem framleiði góða, heilnæma og ómengaða matvöru. Það er raunar alveg óviðunandi að Eyfirðingum sé aldrei boðinn annar valkostur í orkufrekum iðnaði en álver. Svo virðist sem iðnaðarráðuneytið hafi ekkert gert í þessum máíum á síðustu árum annað en tvöfalda stærð þess álvers sem Eyfirðing- um var boðið fyrir 5 árum. 4. Álver af þeirri stærð sem iðnaðarráðherra hefur kynnt virðast hvergi henta nema þar sem mannfjöldi er mikill. Vegna þess að Samtök jafnréttis og félagshyggju vilja viðhalda dreifðri búsetu um landið teljum við að önnur og minni orkufrek fyrirtæki en álver henti betur til atvinnuuppbyggingar úti um land og því beri að kanna slíka mögu- leika betur. 5. Samtökin telja að ef ráðist verði í stækkun álversins við Straumsvík sé ekki ráðlegt að stækka það umfram það, sem Blönduvirkjun gefur tilefni til. Fjárfesting í orkumannvirkjum skal miðast við þekktar stærðir í orkuþörf á næstu árum. Stærð og staðsetning nýrra framleiðslufyr- irtækja verður að ákvarðast af hagkvæmni og byggðasjónarmið- um. Fullt tillit verði tekið til þeirrar búsetu sem er nú í land- inu þegar tekin er ákvörðun um uppbyggingu atvinnufyrirtækja og staðsetningu þeirra. Atvinnu- fyrirtækin til fólksins, en ekki fólkið til fyrirtækjanna þar sem því verður við komið.“ Sanitök jafnréttis og félagshyggju. Akureyri: Akstur strætisvagna yfír hátíðarnar Akstur Strætisvagna Akureyr- ar liggur niðri um hátíðisdag- ana. Þó verður ferlibíll fatl- aðra á ferðinni en samkvæmt upplýsingum frá SVA verður auglýst sérstaklega hvernig hægt verður að óska eftir þjón- ustu ferlibílsins. Strætisvagnar Akureyrar hafa ekið á laugardögum í desember vegna opnunar verslana. Næst- komandi laugardag, Þorláks- messu, verður svo einnig gert og aka vagnarnir þá til kl. 24. Ekk- ert verður síðan ekið á aðfanga- dag, jóladag og annan dag jóla en dagana milli jóla og nýárs ekið samkvæmt áætlun. Enginn akstur verður laugardaginn 30. des, gamlársdag og nýársdag en akst- ur hafinn á ný 2. janúar skv. áætl- un. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.