Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Föstudagur 22. desember 1989
Eldridansaklúbburi
Dansleikur
í Lóni laugardaginn
30. desember kl. 22-03.
Hljómsveitin Fjórir félagar sjá um
★ Allir velkomnir ★
Stjórnin.
Laugardagur kl.20:15
51. LEIKVIKA- 23. des. 1989 1 X 2
Leikur 1 Aston Villa - Man. Utd.
Leikur 2 C. Palace - Chelsea
Leikur 3 Derby - Everton
Leikur 4 Luton • - Nott. For.
Leikur 5 Man. City - Norwich
Leikur 6 Q.P.R. - Coventry
Leikur 7 Southampton - Arsenal
Leikur 8 Tottenham - Millwall
Leikur 9 Wimbledon - Charlton
Leikur 10 Ipswich - West Ham
LeikurH Sheff. Utd. - Leeds
Leikur 12 Swindon - Blackburn
Símsvari hjá getraunum er 91-84590 og -84464. LUKKULÍNAN s. 991002
Þrefaldur pottur!!!
Agætu viðskiptavinir! m
Það eru aðeins
tveir dagar til jóla! ^
Við bjóðum góðar vörur á góðu verði,
hentugar tii jóiagjafa.
Kápur, úlpur, kjólar, blússur, pils, náttkjólar
og barnaföt í úrvali.
Sængurfatnaður, handklæði og margt fleira.
Vonumst til að sjá ykkur.
HAFNARSTRÆTI96 SIMI 96*24423 AKUREYRI
-------------------------------------------------------------------N
AKUREYRARBÆR
Strætisvagnar
Akureyrar
Ferliþjónusta
fatlaðra
sér um akstur hjólastóla um jólin.
Panta þarf akstur:
Á aðfangadag í síma 25026 frá kl. 10-11.30.
Ájóladag í síma 21841 frá kl. 10-11.30.
Á annan jóladag í síma 23461 frá kl. 10-11.30.
Forstöðumaður.
.*
Samantekt Þjóðhagsstofnunar um árið 1989:
Aíkoma atvinnu gr einanna
batnaði frá fyrra ári
- þrátt fyrir það telja atvinnurekendur enn þörf á
fækkun starfsfólks
„Samdráttur hefur einkennt
íslenskan þjóðarbúskap á
þessu ári,“ segir í upphafsorð-
um yfirlits Þjóöhagsstofnunar
fyrir árið 1989. Landsfram-
leiðsla á þessu ári er 2,5%
minni en á árinu 1988 og þjóð-
artekjur eru taldar dragast
meira saman en landsfram-
leiðslan, eða um 4,5%, vegna
rýrnunar viðskiptakjara.
Ohagstæð þróun efnahagsmála
stafar einkum af samdrætti í
fiskalla og lækkandi verði sjáv-
arafurða. Reiknað er með að
fiskaflinn verði 5,5% minni á
senn liðnu ári en í fyrra. Þrátt
fyrir þetta sýna atvinnugrein-
arnar batamerki og í heild tel-
ur Þjóðhagsstofnun að afkoma
atvinnugreina verði betri á
árinu en í fyrra þegar almennt
var halli á atvinnurekstri.
Samkvæmt niðurstöðu Þjóð-
hagsstofnunar hafa atvinnutekjur
á mann hækkað um 13% á árinu
og kaupmáttur atvinnutekna þar
með lækkað um 6,5% milli ára.
Kaupmáttarrýrnunin er 1%
minni en stofnunin reiknaði með
í þjóðhagsáætlun fyrir árið 1989.
Astæða þessa er meiri vinna
starfsmanna á almennum vinnu-
markaði. Sé inn í þessa reikninga
tekin skattbyrði kemur í ljós að
kaupmáttarrýrnun ráðstöfunar-
tekna er meiri þar sem skatt-
byrðin á árinu 1989 er þyngri en
á síðasta ári.
„Þjóðhagsstofnun hefur gert
þrjár atvinnukannanir á árinu. I
ljós hefur komið að atvinnurek-
endur telja enn þörf á að fækka
starfsfólki, einkum afgreiðslu- og
skrifstofufólki. Á heildina litið
telja atvinnurekendur þörf á að
fækka fólki um sem svarar 0,5%
af mannafla, samkvæmt haust-
könnun. Atvinnuleysi fyrstu 11
mánuði ársins jafngildir 1,6% af
vinnuframboði og er búist við að
þetta hlutfall verði 1,7% þegar
litið er á árið í heild, þar af 2,3%
meðal kvenna og 1,2% meðal
karla. Undanfarin þrjú ár hefur
atvinnuleysi verið um það bil tvö-
falt meira meðal kvenna er
karla,“ segir Þjóðhagsstofnun í
yfirliti sínu um atvinnuástandið.
Afkoma botnfiskvinnslunnar
hefur batnað mikið frá árinu 1988
þegar botnfiskvinnslan var rekin
með tæplega 5% halla. Miðað við
rekstrarskilyrði í nóvember segir
Þjóðhagsstofnun að botnfis-
kvinnslan verði rekin með 2-3%
hagnaði. Frysting er talin skila
5% hagnaði, en saltfiskverkun
Raungengislækkun íslensku krónunnar hefur komið öðrum iðngreinum en
sjávarútvegi til góða. Iðngreinarnar hafa einnig notið góðs af, þá sérstaklega
þær greinar sem ciga í samkeppni við innfluttar vörur.
Jólin koma!
Nú fer jólastemmningin að ná hámarki og þeir sem enn eru ekki komnir
í jólaskap hljóta að ná því ástandi von bráðar. Á morgun, Þorláksmessu,
leggja margir leið sína í bæinn til að gera síðustu innkaupin, hitta vini og
kunningja eða einfaldlega til að spóka sig. Kannski eiga einhverjir eftir
að kaupa jólatréð og er þá best að hafa hraðann á því sala á jólatrjám hef-
ur verið óvenju mikil fyrir þessi jól. Börnin eru væntanlega orðin
óþreyjufull og eiga erfitt með að sitja kyrr en fullorðna fólkinu finnst
frekar að vanti stundir í sólarhringinn. En hvernig sem öllum líður eru
jólin að koma því nú eru aðeins tveir dagar eftir . . . VG/Myndir: KL