Dagur - 22.12.1989, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Föstudagur 22. desember 1989
ÖfJKSSli
■ '
iiiiiitt
UPPLYSINGAR: SIMSVARI
Sauðárkrókur:
Bæjarmála-
punktar
■ Á fundi bæjarráðs nýlega,
var lagt fram bréf frá Land-
búnaðarráðuneytinu, þar sem
fram kemur að ákveðið hefur
verið að skipa nefnd til að (
leggja mat á tillögur „Afurða-
stöðvanefndar." Oskað er eft-
ir því að Borgarnes, Patreks-
fjörður, Hvammstangi, Sauð-
árkrókur, Húsavík, Þórshöfn,
Neskaupstaður og Djúpivogur
hafi samráð urn að tilnefna
einn fulltrúa í nefndina. Var
bæjarstjóra falið að hafa sam-
ráð við ofangreind sveitarfélög
um tilnefningu í nefndina.
■ Bæjarráð beinir því til
stjórna heilsugæslustöðvar og
sjúkrahúss Skagfiröinga, að
fela Fjármálaráðuneytinu
kjarasamningagerð fyrir allt
starfsfólk þessara stofnana.
■ Bæjarráð hefur samþykkt
að bygging kaupleiguíbúða við
Jöklatún verði boðin út í cinu
lagi. '
■ Á fundi bæjarráðs nýlega
kom fram, að eitt tilboð hafi *
borist í húseignina Kirkjutorg
3, „Rússland“, frá Björgvini
Guðmundssyni og Pétri Helga-
syni og er kaupverð tilgreint
kr. 400.000.-.
■ Veitustjórn hefur sam-
þykkt að gjaldskrá Hitaveitu
hækki um 10% frá og með I.
janúar 1990.
■ Veitustjórn hefur sam-
þykkt að gjald fyrir hvern
rúmmetra vatns til upphitunar
opinbcrra íþróttamannvirkja
verði 10% af gjaldskrá frá og
með 1. janúar 1990. Er þetta í
samræmi við eldra sölufyrir-
komulag.
■ Veitustjórn hefur sam-
þykkt að vatnsskattur áriö
1990 verði 0,2%.
■ Bygginganefnd samþykkir
að lóð Bóknámshúss F.á.S. é
verði stækkuð til suöurs með
því að brcyta legu Spítalaveg-
ar, þannig að hægt sé að koma
fyrir 800-1000 bílastæðum á
lóðinni.
■ Bygginganefnd hefur sam-
þykkt deiliskipulag suðurhluta
Túnahverfis, með þeim breyt-
ingum sem gerðar hafa verið
vegna Jöklatúns 2-24.