Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 3

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 3
Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 3 Fjárveiting til vegamála árið 1990 talsvert lægri en segir í nýrri vegaáætlun: Nýja vegaáætluii til þriggja ára þarf strax að endurskoða frá grunni Vinningstölur laugardaginn 23. des. ’89 „Núna er búið að samþykkja að til vegamála verði veitt á næsta ári tæplega 4,6 milljörð- um króna en í vegaáætlun sem samþykkt var á Alþingi í vor var samþykkt að veita til vega- mála á árinu 1990 5 milljörðum og 250 milljónum. Þarna rýrn- ar þetta framlag um 675 millj- ónir króna og það táknar að vegaáætlun verður að endur- skoða frá grunni,“ segir Snæ- björn Jónasson, vegamála- stjóri, um framlag til vegamála á næsta ári. Vegaáætlun sem Alþingi sam- þykkti í vor gilti til þriggja ára, þ.e. áranna 1990, 1991 og 1992. Ekki tekst hins vegar að standa við hana á fyrsta ári og því þarf endurskoðun. Snæbjörn segir að í vor hafi verið uppi áætlun um að hækka bensíngjald og þunga- skatt en hins vegar hafi Alþingi ákveðið í vetur að hækkunin skuli vera minni en gert hafði verið ráð fyrir. Þessi ákvörðun breytti því forsendum vegaáætl- unarinnar. „Jú, þetta setur strik í reikn- Jólin góð og gleði- leg á Norðausturlandi - Þunnskipaðir kirkjukórar Á Egilsstöðum, Vopnafirði, Þórshöfn og Raufarhöfn telja menn jólin hafa verið friðsæl og óhappalaus. Veður mun hafa verið nokkuð skaplegt, þó víða væri hvasst fyrri hluta aðfangadags. Af þeim sökum gátu ekki allir dvalið á fyrir- huguðum áfangastöðum um jólin, því flug féll niður á aðfangadag. Færð mun víðast hvar hafa verið þokkaleg og kirkjusókn góð. Kirkjukórar á Austurlandi voru venju fremur þunnskipaðir um jólin, þar sem Snælandskórinn brá sér að botni Miðjarðarhafsins og syngur þar sína jólasöngva, en kórinn skipa kórfélagar víða af Austurlandi. Vopnfiðingar segja jólahald hafa tekist með besta móti. Mess- að var í Vopnafjarðarkirkju á aðfangadag og annan í jólum, en í Hofskirkju á jóladag. Veður var gott alla hátíðina og færð góð. Dansleikjahald geyma Vopnfirð- ingar fram á gamlárskvöld. Lögregla sagði að mjög rólegt hefði verið á Raufarhöfn um jól- in og sömu sögu var að heyra frá Þórshöfn. Dansleikur verður í Skúlagarði í kvöld og annað kvöld á Þórshöfn. Á gamlársdag verða haldnir dansleikir bæði á Raufarhöfn, Þórshöfn og Egils- stöðum, en þar eru menn ekki enn farnir að dansa opinberlega um þessi jól. Lögreglan á Egilsstöðum var stödd á FjarðarJieiði er Dagur náði sambandi við hana í gær. Skafrenningur var á heiðinni en gott veður í byggð og taldi lög- regla að mönnum hefði liðið vel þar um jólin, og það jafnvel svo að ólíft væri að verða fyrir vellíð- an þar eystra. Lögreglan sagði jólahaldið hafa verið áfallalaust með öllu en leiðindaveður á aðfangadag. Lítið hefði þó snjó- að og færð góð eftir hlákuna. Hjálparsveit skáta og Björgun- arsveitin eru með flugeldasölu á Egilsstöðum, en þar búa menn sig nú undir áramót og ætla að dansa í Valaskjálf, bæði á gaml- árskvöld og nýjársdagskvöld. IM Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag Austur-Húnvetninga: Samið við Tvistínn sf. um vöruflutninga Kaupfélag Húnvetninga og Sölufélag Austur Húnvetninga hafa samið við Tvistinn sf. um vöruflutninga á Ieiðunum BIönduós-Reykjavík-BIöndu- ós og BIönduós-Akureyri- Blönduós, auk hluta af innan- héraðsflutningum. Félögin hafa sjálf annast flutningana og hafa þeir reynst þeim þung- ur fjárhagslegur baggi. Fftir útboð var ákveðið að ganga til samninga við Tvistinn sf., en að honum stendur Jón Krist- jánsson í Köldukinn í Torfa- lækjarhreppi. Að sögn Guðsteins Einarsson- ar, kaupfélagsstjóra Kaupfélags Húnvetninga, buðu tíu aðilar í vöruflutningana og var niður- staðan að semja við Tvistinn sf., sem átti næstlægsta tilboðið. „Við tókum ekki lægsta tilboði vegna þess að við höfðum sett það sem skilyrði að semja við aðila í Aust- ur-Húnavatnssýslu. Við vildum tryggja að aðstöðugjalds- og launatekjur yrðu eftir heima í héraði,“ sagði Guðsteinn. Samn- ingur við Tvistinn sf. kveður á um 15% afslátt af taxta Land- vara, án afgreiðslugjalda. Þá var um það samið að Tvisturinn sf. kaupi bíla þá sem hafa verið not- aðir til þessara vöruflutninga. „Með þessu náum við umtals- vert lægri flutningsgjöldum en við höfum verið að reikna sjálf- um okkur. Vöruflutningarnir eru fjárfrek grein í rekstrinum og með þessu móti losum við umtalsverða fjármuni. Segja má að með því að bjóða flutningana út fáum við jafn góða þjónustu og áður en fyrir mun minni pening," segir Guðsteinn. óþh inginn í okkar starfi hjá Vega- gerðinni því nú urðum við að stöðva útboð. Við vorum byrjað- ir að bjóða út samkvæmt áætlun- inni frá því í vor nokkur verk sem ná milli ára en þegar fjárlaga- frumvarpið kom fram varð að stoppa öll útboð. Verktakar hafa því ekki vetrarvinnu hjá okkur og við vitum ekkert hvað verður boðið út fyrr en í vor. Jafnframt kemur þessi breyting niður á inn- kaupum okkar á efni til brúar- gerðar þar sem við vitum ekki á þessari stundu hvaða brýr verða byggðar og hvenær,“ segir Snæbjörn. Hann reiknar ekki með að minni fjárveiting en áætlað var komi niður á gerð ganganna í Ólafsfjarðarmúla þar sem í þeirri framkvæmd hafi Vegagerð ríkis- ins gert bindandi samninga. Fjárveiting næsta árs er rösk- um milljarði hærri en fjárveiting ársins 1990. Þá er eftir að taka með í reikninginn verðlagsbreyt- ingar milli ára og gildistöku virð- isaukaskatts en Snæbjörn segir að því sé spáð að kostnaður við vegaframkvæmdir aukist með til- komu hans. Hve mikil hækkunin verði eigi eftir að koma í ljós þeg- ar á veturinn líður og reynsla fer að koma af skattkerfisbreyting- unni. JÓH VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA 1. 5af 5 1 5.496.162.- 2. 9 61.231.- 3. 4af5 183 5.194.- 4. 3af5 6.061 365.- Heildarvinningsupphæð þessa viku: 9.210.008.- UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002 Lundur, félagsheimili H.S.S.A. Sýningarsalur Bílvirkja Fjölnisgötu Við Véladeild KEA Oseyri Söluskúr við Hagkaup Söluskúr við íþróttavöll m ftu«eW^r°8 99 .v 1^20.30 *Opið Lund 27.-30. desember kl. 9-22.00 V1 og 31. desember kl. 9-16.00

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.