Dagur - 28.12.1989, Síða 11

Dagur - 28.12.1989, Síða 11
hér & þor Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 11 ?- r Skemmtiklúbburinn Líf og fjör GÓÐIR FÉLAGAR! Jólatrésskemmtun fyrir börnin og barnabörnin verður haldin föstudaginn 29. des. kl. 14.00 í Allanum, Skipagötu 14. Áramótafagnaður verður haldinn um kvöldið á sama stað frá kl. 22.00-03.00. Húsið opnað kl. 21.30. Við mætum öll vel og stundvíslega og verðum í stuði með Hljómsveit Bigga Mar. Sjáumst alveg eldhress og munum eftir félagsskírteinunum. Stjórnin. Lísa eins og hún lítur út í dag. Okkur virðist sem Larrý þyrl'ti líka að losna við nokkur kíló . . . Af ofáti og áfengis- neyslu Lísu Taylor - hún er nú orðin um helmingi þyngri en hún var í sumar \ V'-. Endurskinsmerki storauka öryggi í umferðinni. Elísabet Taylor kvikmynda- stjarnan þekkta er á ný fallin fyrir áfengi og ljúffengum mat. Eins og margir muna eflaust, tók þessi fyrrverandi kvikmyndadrottning sig til fyrir nokkrum árum og fór í afvötnun og megrun, en hún var þá mjög langt leidd í áfengis-, pillu- og mataráti. Lísa eins og hún var þegar bcst lét. Þegar best lét náöi Lísa sér niður í 55 kíló. Nú hefur hún bætt á sig 43 kílóum á ný og því miður hverfa áfengisflöskurnar eins og dögg fyrir sólu þar sem hún kemur. Sambýlismaður hennar, Larry Fortensky, er miður sín út af þessu. Hann segir að áður hafi hann aldrei þurft að hafa áhyggj- ur af þyngd hennar og að í raun hafi hann frekar viljað hafa hana aðeins búttaða. En nú líst honum ekkert á blikuna og vill að frúin fari aftur í meðferð og megrun. Matarást Lísu eykst jafnt og þétt. Gróusögur segja, að það komi oft fyrir að hún fái einkabíl- stjóra sinn til að aka sér að sjoppu og bíður hún í bílnum á meðan hann fer inn og verslar. Það sem hann kaupir fyrir Lísu er súkkulaðiís, sælgæti, kökur, kart- öfluflögur og fleira og svo þarf hann að rúnta um bæinn þangað til hún hefur sporðrennt öllu saman. Og ekki þarf að spyrja að sóðaskapnum því að bíltúrnum loknum hefur vesalings bílstjór- inn nóg fyrir stafni við að hreinsa bréfadrasl, ísslettur og annað úr bílnum. Larry, elskhugi Lísu, segir að þegar þau fari saman út að borða narti hún pent í salat og drekki kóladrykk með. „Þegar við kom- um heim þýtur hún beint inn í eldhús og skellir frosinni „pítsu“ inn í örbylgjuna." Sjálf segir hún: „ég verð að hætta að troða svona í rnig, en ég bara dregst að mat og víni eins og fiskur að vatni,“ og þá vitum við það. Samkvæmt áreiðanlegum heimildum sagði heimilislæknir- inn hennar Lísu nýlcga við hana að hún væri feit og blóðþrýsting- urinn væri á leiðinni upp úr öllu valdi vegna allra aukakílóanna. „Þú verður að hætta þessu ofáti,“ sagði hann við hana. Vesalings Lísa gat ekki annað en tárast við þessi orð doktorsins, en engu að síður heldur hún ósómanum áfram. Síðustu fréttir herma að Larry ætli að reyna að koma henni í meðferð á ný . . . • iiiiiaiiiii Filman þin a skihð þaö besta 1' iiiaiiiiiiii H-Lúx gæðaframköllun r ■ Hafnarstræti 106 Sími 27422 PósthóH 196 m Hrað’ f framköllun Opið á iaugardögum frá kl. 9-12. Auglýsing fró ríkisskatlstjóra HÚSNÆÐISSPARNAÐAR- REIKNINGUR Samkvæmt ákvæöum 3. málsl. 7. gr. laga nr. 49/1985 um húsnæðissparnaðarreikninga hefur ríkisskattstjóri reiknað út þær fjárhæðir er um ræðir í 2. mgr. 2. gr. laganna og gilda vegna innborgana á árinu 1990. Lágmarksfjárhæð skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 36.092 og hámarksfjárhæð kr. 360.920. Lágmarksfjárhæð skv. 3. málsl. 2. mgr. 2. gr. laganna verður kr. 9.023 og hámarksfjárhæð kr. 90.230. Reykjavík 18. desember 1989 RSK RÍKISSKATTSTJÓRI

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.