Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 8

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 8
8 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1989 íþróttir Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 9 Júní Að vanda bar knattspyrnuna hæst af íþróttum sumarsins. KA var í toppbaráttunni allt sumarið flestum íþróttáhugamönnum að óvörum. Þórsarar voru hins veg- ar nálægt botninum en unnu góða sigra gegn ÍA á útivelli og Fram á heimavelli þannig að Þorpararnir settust aldrei alveg á botninn. í 2. deildinni lentu norðanliðin Völsungur, Leiftur, Tindastóll og Einherji i hinu mesta basli. Völs- ungar, sem voru nánast með nýtt lið frá fyrra ári, urðu síðan að sætta sig við fall í 3. deild ásamt Vopnfirðingum. Leiftursmönnum gekk illa að skora en höluðu inn nægjanlega mörg stig til að vera ekki of nálægt botninum. Tinda- stóllinn fór seint í gang og var í fallhættu framan af sumri en með góðum lokaspretti, m.a. 7:2 sigri gegn ÍBV, tryggðu Sauðkræking- arnir sér áframhaldandi setu i deildinni. í 3. deildinni höfðu Siglfirðing- ar tögl og halgdir og endurheimtu sæti sitt í 2. deildinni. Reynir og Dalvík tryggðu sér áframhald- andi sæti í hinni nýju 3. deild en Magni og Kormákur sigldu niður í 4. deild. Handknattleiksdrengirnir frísku í hinu nýja TBA-liði frá Akureyri komu á óvart á sínu fyrsta ári í deildakeppni og tryggðu sér sæti í 3. deild. í kvennaknattspyrnunni komu Þórsstúlkurnar nokkuð á óvart. Þær byrjuðu sumarið frekar illa en komust að lokum í úrslit í Bikarkeppni KSÍ, þar sem þær að vísu töpuðu fyrir ÍA. KA-liðið náði sér ekki á strik og lenti neö- arlega í deildinni. JÚIÍ Kylfingar voru á fullu allt sumarið enda veðurblíðan með ein- dæmum fyrir norðan á meðan rigning og rok kvaldi Sunnlend- inga. Björn Axelsson og Jónína Pálsdóttir urðu Akureyrarmeist- arar en Kristján Gylfason og Inga Magnúsdóttir Norðurlandsmeist- arar. Unglingastarf GA lofar góðu og varð sveit GA íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri og 15-17 ára flokkurinn rétt missti af titlin- um. Arctic-Open golfmótið fór fram í byrjun júlí og sigraði Pat Smillie golfkennari á því móti. Árni Stefánsson var ráðinn þjálfari 2. deildarliðs Þórs í hand- knattleik í júlímánuði en nokkru síðar lét hann af störfum sem þjálfari Leifturs í knattspyrnunni vegna slælegs árangurs liðsins. Ágúst í ágústmánuöi fóru vetraríþrótta- menn að láta á sér kræla. Bandaríkjamaðurinn Brent Hagwood kom til Þórs og Bo Heyden gekk í lið með Tindstæl- ingum. Þórsarar ráku siðan Hagwood og fengu nýjan þjálf- ara, Dan Kennard, sem hefur gert ágæta hluti með Þórsliðið. Akureyrskir skíðamenn, m.a. Guðrún H. Kristjánsdóttir, voru í sviðsljósinu í ágúst er þeir mættu ekki á landsliðsæfingu í Kerl- ingafjöllum og voru settir út úr landsliðinu fyrir vikið. Öldurnar lægöi nokkuð síðar og tóku Akur- eyringar sig til og fóru í keppnis- ferð til Júgóslavíu og Austurríkis á eigin vegum. Norðlenskir frjálsíþróttamenn stóðu sig ágætleg á árinu og virt- ist vera uppsveifla í frjálsum íþróttum í landsfjórðungnum. Lið UMSE og UMSS komust í 1. deildina í Bikarkeppni FRÍ og lið HSÞ sigraði í 3. deild og keppir því í 2. deild á næsta móti. Drengjalandsliðsmennirnir Þórð- ur Guðjónsson og Eggert Sig- mundsson úr KA og Guðmundur Benediktsson úr Þór stóðu sig vel með íslenska liðinu á NM í Englandi í ágúst. Þórður og Guð- mundur voru m.a. valdir í úrvals- lið Norðurlandanna og skoraði Guðmundur mark úrvalsliðsins í 2:1 tapi liðsins á Wembley gegn Englendingum. Aflraunamenn voru í sviðsljós- inu í ágúst er keppnin „Aflrauna- meistari Islands" var haldin á Akureyri. Það voru kraftlyftinga- menn á Akureyri sem sáu um skipulagningu á mótinu sem fór vel fram og vakti töluverða athygli. Yngri flokkarnir í knattspyrnu náðu ágætis árangri í sumar. Þórsarar lentu í 4. sæti í 2. flokki í A-riðli, 3. flokkurinn komst í úrslit og B-lið 6. flokks sigraði í Pollamóti KSÍ í sínum flokki. í flokki A-liða 6. flokks náði KA 3. sætinu. September KA tryggði sér íslandsmeistara- titilinn í knattspyrnu á eftirminni- legan hátt í september. Á sama tíma tryggöi Þór sér áframhald- andi veru í 1. deild meö góðum sigri á Skagamönnum á Akur- eyri. Það var þvi mikil sigurgleði á Akureyri laugardaginn 16. september. Þorvaldur Örlygsson knatt- spyrnumaður úr KA var síðan kosinn besti leikmaður íslands- mótsins og kórónaði síðan árangur ársins með því að gera samning við enska knattspyrnu- liðið Nottingham Forest. Þar komst hann fljótt í liðið eftir að atvinnuleyfið var komið í höfn. Sundkrakkarnir i Óðni sigruðu í 3. deildinni og keppa því í 2. deildinni á næsta ári. Október Boltaiþróttirnar fóru af stað í október og gekk norðlensku lið- unum ekki of vel. í handknatt- leiknum tapaði KA fyrstu fjórum leikjum sínum í 1. deildinni en náði sér síðan þokkalega á strik og er nú um miðja deild. Þórsarar byrjuðu ágætlega í 2. deildinni en virtust missa dampinn og töp- uðu gegn frekar léttum and- stæöingum. Nokkur óeining kom upp í Tindastólsliðinu og var Kári Marísson þjálfari látinn fara og tók Valur Ingimundarson aftur við þjálfun liðsins. Gengi liðsins hef- ur verið brokkgengt og eiga þeir varla möguleika á að komast í úrslitakepþnina. Þórsarar hafa sýnt miklar fram- farir frá fyrra ári. Þar munar um þá Dan Kennard þjálfara og Jón Örn Guðmundsson sem kom frá ÍR. Ómar Torfason var ráöinn þjálfari Leifturs frá Ólafsfirði í knattspyrnunni, Luca Kostic tek- ur við Þórsliðinu, Guðjón Þórðar- son var endurráðinn hjá KA, Mark Duffield var endurráðinn hjá KS og einnig Bjarni Jóhannes- son hjá Tindastóli. Nóvember Blakmenn í KA voru í sviðljósinu í nóvember. Þeir léku við Strassen V.C. frá Luxemborg í Evrópu- keppni meistaraliða. Að vísu töp- uðu KA-menn báðum leikjunum en engu að síður var þetta lofs- vert framtak hjá KA því þetta var fyrsti Evróþuleikur í blaki á íslandi. Ekki gekk að fá leyfi fyrir Fei þjálfara að spila og munar um minna fyrir liðið. Desember Kristinn Björnsson frá Ólafsfirði og Valdimar Valdimarsson frá Akureyri fóru í keppnisferð með íslenska landsliðinu á skíðum til Norðurlandanna. Snjóleysi háði keppendum nokkuö en að lokum kepptu þeir á nokkrum mótum. Þar náði Kristinn bestum árangri íslensku keppendanna með því að ná 15. sæti á móti í Geilo í Noregi. Arnar Guðlaugsson á Húsavík: „Ánægður með gengi handknatí- leiksliðs Völsunga" „Það sem fyrst kemur upp i hugann hlýtur að vera íslands- meistaratitill KA í knatt- spyrnu,“ sagði Arnar Guð- laugsson þjálfari á Húsavík er hann var inntur eftir því hvað honum væri minnisstæðast frá því ári sem er að líða í íþrótta- heiminum á Norðurlandi. „Á heimaslóðum getur maður ekki annað en glaðst yfir góðu gengi handknattleiksliðs Völs- unga á fyrri hluta Islandsmótsins í 3. deild, en eins og kunnugt er þá eru nú Húsvíkingar efstir í b- riðli deildarinnar. Einnig var ég mjög ánægður með árangur yngri flokka Völsungs í knattspyrnu síðastliðið sumar. Stærstu von- brigði sumarsins voru að sjálf- sögðu að knattspyrnulið Völs- unga skyldi falla niður í 3. deild. Það þýðir hins vegar ekkert að hengja haus yfir þeim árangri því nú liggur bara leiðin upp á við aftur,“ sagði Arnar. Björn Pór Ólafsson ^ í Ólafsfirði: ,Ánægður með skíðafólkið okkar“ „Við Olafsfirðingar vorum mjög ánægðir með árangur yngra skíðafólksins okkar á síðasta kcppnistímabili. Við eignuðumst unglingameistara í alpagreinum og það hefur ekki gerst lengi. Síöan héldum við stöðu okkar í norrænu grein- unum og áttum sigurvegarana í stökkinu og norrænni tvíkeppni á Landsmótinu á Siglufirði.“ Svo mælir Björn Þór Ólafsson íþróttafrömuður í Ólafsfirði. „Þó svo að ég sé ánægður með árangur skíðamannanna okkar í Ólafsfirði þá er ekki hægt að neita því að sá árangur sem gladdi mig mest á árinu var sigur KA-manna á íslandsmótinu í knattspyrnu. Það var tími til kominn að titilinn kæmi hingað norður. Hins vegar er ekki hægt að vera neitt yfir sig ánægður með árangur okkar manna í knattspyrnunni, e.t.v. af því að búist hafði verið við meiru af lið- inu. En það má til sanns vegar færa að það var sigur út af fyrir sig að halda sig í deildinni eftir að staðan var orðin mjög slæm á tímabili." Björn Þór kvaðst vera nokkuð bjartsýnn á árangur íþrótta- manna frá Ólafsfirði á næsta ári. „Við eigum orðið mjög sterkan kjarna í alpagreinunum og Krist- inn Björnsson sýndi það með sigri í samhliðasviginu á Flug- leiðamótinu síðasta vetur að hann er orðinn einn okkar besti skíðamaður. Hins vegar er þetta spurning hvernig okkur gengur að vinna úr þessum kjarna því það gengur erfiðlega að ráða skíðaþjálfara. Leiftur er kominn með góðan knattspyrnumann sem þjálfara þannig að þetta ætti að ganga ágætlega hjá okkur í Ólafsfirði árið 1990,“ sagði Björn Þór Ólafsson. Eyjólfur Sverrisson Sauðárkróki: „Maður kemur í manns stað“ Eins og kunnugt er stóð Eyjólfur Sverrisson frá Sauðár- króki sig frábæriega á íþrótta- sviðinu hér á landi, bæði í knattspyrnunni og körfubolt- anum. Hann var einn af lykil- mönnunum í Tindastólsliðinu í báðum íþróttagreinum en sló svo sannarlega í gegn þegar hann skoraði öll mörk knatt- spyrnulandsliðsins U-21árs í 4:0 sigri gegn Finnum á Akur- eyrarvelli í sumar. Arangur Eyjólfs var síðan kórónaður með því að vestur-þýska stór- Jiðiö Stuttgart gerði samning við hann til tveggja ára. En hvað skyldi Eyjólfi vera minnisstæð- ast frá árinu. „Það sem er minnisstæðast frá árinu er íslandsmeistaratitill KA í knattspyrnunni. Liðið kom mjög á óvart en titillinn var verð- skuldaður,“ sagði Eyjólfur „Hjá mér persónulega var það auðvit- að árangurinn með landsliðinu U-21 árs og svo samningurinn við Stuttgart.“ Eyjólfur heldur til Stuttgart eftir áramótin ásamt unnustu sinni, Önnu Pálu Gísladóttur. Hann kvaðst vera mjög ánægður með samninginn og vera þokka- lega bjartsýnn á árangur sinn hjá þessu stórliði. En er hann bjart- sýnn á árangur Tindastólsliðsins eftir að hann og e.t.v. Gísli Sig- urðsson markvörður verða ekki íslandsineistarar KA í blaki 1989, fremri röð frá vinstri: Einar Sigtryggsson, Magnús Aðalsteinsson, Haukur Valtýsson, Jón Vídalín, Oddur Ólafsson og Þétur Ólafsson. Aftrari röð f.v.: Sigurður Arnar Ólafsson, Óskar Aðalbjarnarson, Gunnar Garðarsson, Stefán Jóhannesson, Stefán Magnússon og Hou Xiao Fei þjálfari. A mvndina vantar Kristján Sigurðsson og Karl Hinriksson. með liðinu. „Já, ég er mjög bjart- sýnn á framtíðina hjá Tindastóls- liðinu í bæði knattspyrnu og körfubolta. Það er mjög mikið af efnilegum strákum að koma upp á Sauðárkróki og ég er þess fullviss að bæði lið eigi eftir að spjara sig, körfuboltinn í Úrvalsdeildinni og knattspyrnan í 2. deildinni. Það er enginn einstaklingur ómiss- andi í hópíþrótt og það kemur maður í manns stað,“ sagði Eyjólfur Sverrisson. Páll Leó Jónsson á Skagaströnd: „Hjörtu Skag- strendinga slógu í takt með KA-mönnum“ Páll Leó Jónsson skólastjóri á Skagaströnd og þjálfari knatt- spyrnuliðs Kormáks á Hvammstanga sagði að það væri einkum tvennt sem stæði upp úr í huga hans í sambandi við íþróttirnar á þessu ári; sig- ur Islendinga í B-kepgninni í handknattleik og svo íslands- meistaratitill KA í knatt- spyrnu. „Eg get fullyrt að hjörtu Skagstrendinga slógu í takt með KA-mönnum þegar ljóst var að liðið átti góða möguleika á titlinum,“ sagði Páll Leó. „Á heimavettvangi er mér minnisstæðast er Skákþing Norð- lendinga var haldið á Skaga- strönd. Mótið fór vel fram og var sérstaklega gaman að sjá hve mikil þátttaka var í unglinga- flokkunum. Síðan er ekki hægt að neita því að það var mjög gaman fyrir mig, sem gamlan Skagamann, að skora gegn ÍA í leik í knattspyrnu sem fram fór hér á Skagaströnd vegna afmælis Höfðahrepps í sumar.“ Gunnar Níelsson kranavörður: „Minnistætt er iiafn mitt birtist áíþróttasíðuDags“ Gunnar Níelsson kranavörður sagði að árið 1989 væri eitt besta íþróttaár sem hann myndi eftir. í fyrsta lagði hefði KA orðið íslandsmeistari í bæði blaki og knattspyrnu og svo hefðu íslendingar sigrað í 2. deildinni í handknattleik í Frakklandi. „Magnaðasta augnablik surn- arsins var hins vegar kl. 15.38 laugardaginn 16. september er Arnar Björnsson lýsti því yfir í útvarpinu að Fylkir væri kominn yfir gegn FH. Ég var þá staddur á leik ÍBK og KA í Keflvík og vissi á því augnabliki að björninn væri unninn," sagði Gunnar með andakt og andvarpaði með sælu- svip er hann rifjaði upp þennan merka atburð. „Síðan er eftirminnilegur leik- ur Reynis og Hugins í 3. deild en ég starfaði sem vatnamaður hjá Reyni í sumar. Sigur 'í þeim leik tryggði Reyni áframhaldandi sæti í 3. deildinni. Svo má ekki gleyma að í desember rættist gamall draumur hjá mér er nafn- ið mitt birtist í fyrirsögn á íþróttasíðu Dags.“ Snorri Finnlaugsson: „Bjartsýnn á árangur Dalvíkmga“ Snorri Finnlaugsson á Dalvík sagði að góður árangur knatt- spyrnuliðs Dalvíkinga á síðast- liðnu sumri væri auðvitað minnisstæður. „Við stefndum að einu af 4 efstu sætunum í 3. deildinni og það tókst hjá okkur,“ sagði Snorri. Síðan bætti hann við að íslandsmeist- aratitill KA í knattspyrnu væri lyftistöng fyrir alla knatt- spyrnuiðkun á Norðurlandi þannig að sá sigur hefði ekki síður glatt Dalvíkinga en Akureyringa. Nokkrar breytingar hafa nú orðið á högum Snorra því hann flutti í desembermánuði suður og býr nú á Álftanesi. „Það eru auð- vitað viðbrigði að búa ekki leng- ur á Dalvík en þar bjó ég frá 1982. En knattspyrnan fylgir manni alltaf því ég var kosinn í stjórn KSÍ á síðasta þingi og það verður nóg að gera á þeim vett- vangi. Síðan má ekki gleyma því að í hinni nýju 3. deild koma Dalvíkingarnir þrisvar sinnum hingað suður að keppa og þá get- ur maður veitt þeim liðsinni af hliðarlínunni.“ Snorri segist vera þokkalega bjartsýnn á árangur Dalvíkinga í deildinni á næsta ári. „Þar munar mestu að okkur tókst að ráða Kristinn Björnsson áfram sem þjálfara en hann gerði góða hluti síðasta sumar með liðið. Ég er því nokkuð bjartsýnn á að við eigum eftir að geta staðið okkur í 3. deildinni,“ sagði Snorri Finn- laugsson. Stefán G. Aðalsteinssor. á Siglufirði: Landsmótíð á skíðum og sigur KS í 3. deildinni Stefán G. Aðalsteinsson á Siglufiröi segir að það séu einkum tveir viðburðir sem standi upp úr eftir árið. Það séu sigur KS í 3. deildinni í knattspyrnu og svo Landsmót- ið á skíöum sem var haldið á Siglufirði þrátt fyrir mikinn veðraham. „Þar sem ég var formaður knattspyrnudeildarinnar á síð- asta keppnistímabili er auðvitað sigur KS í 3. deildinni enn í fersku minni. Næsta ár verður mjög erfitt hjá þessum þremur norðanliðum í 2. deildinni, Leiftri, Tindastól og KS. Það er líklegt að þau muni berjast í neðri hluta deildarinnar þannig að þetta verða hörkuleikir í deildinni á milli þessara liða,“ sagði Stefán. Hann sagði að Landsmótið á skíðum yrði Siglfirðingum lengi minnisstætt. „Snjóþunginn var slíkur fyrir mótið að menn voru farnir að afskrifa að mótið yrði haldið hér. En Jóhann Möller og hans menn gáfu aldrei upp von og með óbilandi elju og hjálp meirihluta bæjarbúa tókst að liúka mótinu með sóma,“ sagði Stefán. . Á erlendum vettvangi kvaðst Stefán enn muna eftir æsispenn- andi augnablikum fyrir framan sjónvarpið er íslendingar voru að leika í B-keppninni í handknatt- leik í Frakklandi. „Sigur íslend- inga á Pólverjum var stórglæsileg- ur og vonandi að strákarnir haldi einnig dampi í Tékkóslóvakíu á næsta ári.“ Sigrún Aðalsteinsdóttir: Árangur 6. flokks Þórs minnisstæðastur „Sjónir manna beindust auð- vitað að meistaraflokkunum í knattspyrnunni og stóðu bæði Akureyrarliðin sig vel í knatt- spyrnunni. Hins vegar var ánægjulegasti atburðurinn hér á Norðurlandi í mínum huga þegar Þórsstrákarnir í 6. flokki B urðu Islandsmeistarar í sín- um aldursflokki síðastliðið sumar,“ sagði Sigrún Aðal- steinsdóttir baðvörður í íþrótta- húsi Glerárskóla. „Af erlendum vettvangi var það auðvitað sigur íslendinga í B-heimsmeistarakeppninni í handknattleik. Ég bjóst alltaf við að íslendingar myndu verða ofar- lega í þeirri keppni en það er varla hægt að segja að ég hafi búist við toppsætinu. Róður íslenska landsliðsins verður erfið- ur í Tékkóslóvakíu í A-heims- meistarakeppninni en það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýn fyrir hönd strákanna okkar,“ sagði Sigrún. Wolfgang Sahr sundþjálfari: Endurheimtum Norðurlands- meistaratitilinn Wolfgang Sahr sundþjálfari hjá Sundfélaginu Óðni á Akur- eyri sagði að það ánægjuleg- asta í sinni íþróttagrein á árinu væri hve mikil breidd væri að koma í hópinn hjá félaginu. Óðinn hefði endurheimt Norðurlandstitilinn í sundi frá Þingeyingum og síðan hefði félaginu tekist að vinna sig upp í 2. deild í Bikarkeppni SSI. „Við eigum mikið af efnilegum krökkum og það er sérstaklega gaman að sjá þegar yngri strák- arnir eru farnir að bæta gömul met Svavars Þórs Guðmundsson- ar. En það var tvímælalaust Svava Hrönn Magnúsdóttir sem var mesti afreksmaður Óðins á árinu og bætti hún unglingametið tvisvar sinnum í sinni bestu grein,“ sagði Wolfgang. Krakkarnir í Öðni unnu 3. deildina í Bikarkeppni með glæsibrag í sumar. Skorið sem Óðinn var með var það sjötta besta á landinu og hefði nægt félaginu til þess að komast í 1. deild, ef það hefði keppt í 2. deild. Á þessu sést að framtíðin er björt í sundinu á Akureyri. En það var heilmikið um að vera hjá Óðni í sumar og við gef- um Wolfgangi aftur orðið. „Krakkarnir stóðu sig mjög vel á aldursflokkamótinu fyrr á árinu og lentu þar í 5. sæti yfir landið. Það var mjög góður árangur því það mót var það sterkasta í ungl- ingaflokki. Unglingameistara- mótið í sumar var hins vegar ekki mjög sterkt en við náðum samt þokkalegum árangri. Þar má helst nefna að Gísli Pálsson lenti í 2. sæti í 1500 m sundi sem var mjög góður árangur. Við klykktum síðan út með því að fara í keppnisferð til Kiel í V-Þýskalandi í deseinber. Ferðin var öll hin ánægjulegast þótt mót- ið sem við kepptum á væri ekkert sérstaklega sterkt. En íslensku keppendurnir náðu flestir að bæta árangur sinn og móttökur heimamanna voru til fyrirmynd- ar,“ sagði Wolfgang Sahr sund- þjálfari á Akureyri. Sigurður P. Sigmunds- son formaður UFA: Frábært að eiga þrjá kastara í heimsklassa Sigurður P. Sigmundsson for- maður UFA segir að það sé nú ýmislegt sem komi upp í hugann þegar hugsað er aftur. Árang- ur Islendinga í B-keppninni í handknattleik og svo jafnteili íslenska knattspyrnulandsliðs- ins við Sovétmenn á útivelli. I sinni íþróttagrein, frjálsum íþróttum, kvaðst Sigurður gleðjast mest yfir því að Islendingar skuli orðið eiga þrjá spjótkastara í heims- klassa, Einar Vilhjálmsson, Sigurð Einarsson og svo Dal- víkinginn Sigurð Matthíasson. Á heimaslóðum kvaðst Sigurð- urði vera hugsað til hástökkvarans Þóru Einarsdóttur í UMSE sem stórbætti árangur sinni í hástökk- inu á árinu. „Þótt árangur Sigurður Matthíassonar í spjót- inu sé auðvitað miklu betri á heimsmælikvarða er árangur Þóru í sumar alveg ótrúlega góður,“ sagði Sigurður. í sínu félagi, UFA, kvaðst Sigurður vera ánægður með maraþonhlauparann Jón Stefáns- son sem náði besta tíma íslend- ings á þessu ári í maraþoni í Bandaríkjunum í haust. „Jón var ekki líklegur til mikill afreka þeg- ar liann kom heim í vor. Bæði átti hann við meiðsli að stríða og svo mikið álag í sambandi við nám hans í Bandaríkjunum. Við settumst hins vegar niður í sumar og plönuðum æfingarnar vel. Árangurinn fór að koma í ljós í júlí og svo small allt saman á mótinu í Bandaríkjunum í haust,“ sagði Sigurður.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.