Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 5

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 5
Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 5 Fyrsti „morgunhópur“ skrifstofutækna sem útskrifast frá Tölvufræðslunni Akureyri. Talið frá vinstri: Arnar Péturs- son, María Hauksdóttir, Ellen Þorvaldsdóttir, Helgi Kristinsson, framkvæmdastjóri Tölvufræðslunnar Akureyri; Valdís L. Stefánsdóttir, Eygló Jóhannesdóttir og Ómar Gylfason. Á myndina vantar Sigurlín Stefánsdóttur. Skrifstofiitækni Imiritun fyrir vorönn er halin. Kennt verður á eftlrtöldum tímum: Kl. 13.00-17.00, frá kl. 16.00-19.00 og frákl. 18.00-21.00. Kennsla hefst um miðjan janúar. ★ Obreytt verð ★ Tölvufræðslan Akureyrl hf. Glerárgötu 34, 4. hæð, síml 27899. Hið árlega fi jólatré verður haldið í félagssainum að Bjargi, Bugðusíðu 1, föstudaginn 29. des. kl. 16.00. Ællir velkomnir. Nefndin. Tölvufræðslan Akureyri: Skrifstofuteknar útskrifaðir Laugardaginn 16. desember voru útskrifaðir tveir hópar skrifstofutækna frá Tölvu- fræðslunni Akureyri, alls 17 manns. Þessa sömu helgi luku 20 manns námi í skrifstofu- tækni í Ólafsvík, en Tölvu- fræðslan Akureyri annaðist það námskeið einnig. Skrifstofutækninámskeið Tölvufræðslunnar Akureyri er 256 klukkustundir að lengd og skiptist í tölvu- og viðskiptagrein- ar. Þeir hópar sem voru útskrif- aðir á Akureyri á laugardaginn voru svokallaður morgunhópur annars vegar og eftirmiðdagshóp- ur hins vegar og segir nafngiftin til um hvenær dagsins námið var stundað. Að sögn Helga Kristinssonar, framkvæmdastjóra Tölvufræðsl- unnar Akureyri, verða tveir hóp- ar skrifstofutækna, sem eru í námi á kvöldin, útskrifaðir í byrj- un janúar. Alls er um að ræða 32 nemendur, 16 á Dalvík og 16 á Akureyri. Helgi sagði einnig að um miðjan janúar hæfust síðan ný námskeið í skrifstofutækni, bæði á daginn og á kvöldin og væri hann bjartsýnn um að aðsókn yrði góð. „Eftiriniðdagshópurinn“ galvaskur að útskrifl lokinni. Talið frá vinstri: Margrét Yngvadóttir, Birna Jóhanncsdótt- ir, E. Hjördís Harðardóttir, Helgi Kristinsson, ,;skólastjóri“; Anna Klara Hilmarsdóttir, Sigríður Jóhannesdóttir, Sóiey Víglundsdóttir og Sigurbjörg Pálsdóttir. Á inyndina vantar Höllu B. Harðardóttur, Sóleyju Isaksdóttur og Svanberg Árnason. ALÞÝÐUBANKAMÓT Bridgefélag Akureyrar og Bridgeklúbbur Hlíðarbæjar halda bridgemót laugardaginn 30. des. nk. og hefst mótið klukkan 10. - Mótið er öllum opið og spilað verður um silfurstig. - Mótið verður haldið í Félagsborg og er keppnisgjald kr. 2.000,- á par, en spilaður verður Mitcell- tvímenningur. Æskilegt er að keppendur mæti tímanlega til skráningar. - Kaffi verður á boðstólum allan daginn ókeypis. Verðlaun verða sem hér segir: 1. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 2. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 3. verðlaun: Tveir bikarar og 4 veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. Alþýðubankinn gefur bikara til mótsins, auk farandbikars. 4.-6. verðlaun: Fjórar veislumáltíðir á Hótel Stefaníu. 7.-10 verðiaun: Bókaverðlaun. Auk ofangreindra verðlauna verða veitt bókaverðlaun fyrir efsta par eftir hvora lotu, sem verða tvær. BRIDGEFELAG AKUREYRAR BRIDGEKLÚBBUR HLÍÐARBÆJAR ___Aót x’ l:__ STEFAHÍA Iljinarstrali 8.1 - 85 RESTAURANT - BAR Sínii 26366 Við gerum vrl vió okkar lolk Alþyóubnnktnn hf _ Skipagotu 14 • simi 26777 ’Nýjar og gamlar bækur ———------‘ Kaupangsstræti 19 _ Opiðkl 2-6 e h. ÞJÓÐRÁÐ í HÁLKUNNI Tjara á hjólböröum minnkar veggrip þeirra verulega. Ef þú skrúbbar eöa úöar þá meö olíuhreinsiefni (white spirit / terpentina) stórbatna aksturs- eiginleikar í hálku. UUMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.