Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 16

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 16
Akureyri, funmtudagur 28. desember 1989 Kodak Express Gæóaframköllun ★ Tryggðu filmunni þinni fbesta TediGmyndir Hafnarstræti 98, sími 23520 og Hofsbót 4, sími 23324. \a Dalvík: Baldur verður frá veiðum Ólíklegt má telja að Baldur EA fari í sinn fyrsta túr á næsta ári fyrr en undir lok janúar. Eins og kunnugt er kom upp eldur í skipinu sl. föstudag við bryggju á Dalvík og ákveðið er að gera við skemmdir samhliða áður fyrirhugaðri vélarupptekt í janúar. Áætlað hafði verið að Baldur færi í einn túr í byrjun næsta árs og síðan yrði vél hans tekin upp. í janúar Þessi áætlun hefur að vonum riðl- ast og skipið verður trúlega frá veiðum allan janúar. Ljóst er að kviknaði í út frá raf- magnsofni í stakkageymslu. Inn- réttingar í klefanum skemmdust svo og loft í forstofu fyrir framan geymsluna. Þá barst reykur og sót í vistarverur skipverja og stýr- ishús og segir Haukur Haralds- son, togaraeftirlitsmaður, að mikið verk verði að þrífa skipið. óþh Róleg jól á Húsavík - góð kirkjusókn en engin skírn „Jólin eru alltaf róleg hér,“ sagði lögreglan, aðspurð um jólahald á Húsavík. Taldi hún jólahaldið hafa gengið Ijóm- andi vel og óhappalaust. Mjög lítið var um að aðstoða þyrfti fólk við að komast á milli staða, nema hvað fólki var ekið heim frá heimsókn á Sjúkrahúsið á aðfangadags- kvöld. manns við messu. Sagði Sr. Sig- hvatur að ágætis jólastemmning hefði verið við messurnar. Um jólin voru engin brúðhjón gefin saman og ekkert barn var skírt á Húsavík, sem annars eru mjög algengar athafnir unt jólin þar í bæ. IM Flogið inn í nóttina. Mynd: KL Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra: „Skynsamlegast að reisa nýtt álver utan höfuðborgarsvæðisins“ Mér sýnast tveir staðir koma til I ir hafa verið taldir álitlegastir til greina fyrir nýtt álver; Eyjafjörð- þessa,“ segir Steingrímur Her- ur og Reyðarfjörður. Þessir stað- mannsson. EHB Samgöngur yfir jólahátíðina: Veruleg röskun á flugi - um 140 manns biðu á Akureyri í gær Hvasst var með köflum á aðfangadag en færð góð. Á jóla- dag var mikil hálka í bænum en eftir því sem best er vitað komust gangandi og akandi vegfarendur leiðar sinnar chappalaust. Að sögn lögreglu fór dansleikur á annan í jólum Ijómandi vel fram og voru þau afskipti sem lögregla þurfti að hafa af samkomugestum í lágmarki. Kirkjusókn var mjög góð um jólin, að sögn sr. Sighvats Karls- sonar, sóknarprests. Við aftan- söng á aðfangadag voru umm 400 manns og þar flutti Kirkjukór Húsavíkurkirkju þætti úr Gloríu eftir Vivaldi. Á jóladag voru um 350 manns við messu, þar söng blandaður barna- og unglingakór undir stjórn Hólmfríðar Benediktsdóttur. Á jóladag var messað á Hvammi, dvalarheimili aldraðra, 50 manns sóttu mess- una, og einnig var messað á Sjúkrahúsinu, en þar voru 30 manns við messu. Á annan í jól- um messaði sr. Sighvatur í Sól- vangi á Tjörnesi, en þar voru 19 Það mun nú nær öruggt að enska knattspyrnuliöið Nott- ingham Forest komi til íslands næsta sumar og leiki hér tvo leiki. Að sögn Stefáns Gunnlaugssonar formanns Knattspyrnudeildar KA, er stefnt að því að liðið komi til landsins á tímabilinu 10.-16. ágúst og leiki gegn KA á Akureyri og Fram í Reykja- vík. Nottingham Forest er eitt að stóru liðunum á Englandi og eins og flestum er kunnugt hef- ur KA-maðurinn Þorvaldur Örlygsson skrifað undir samn- Steingrímur Hermannsson, forsætisráðherra, telur eðlilegt að auka orkufrekan iðnað á Islandi og telur aukna álfram- leiðslu líklegasta kostinn í því efni. Steingrímur segir álver utan suðvesturhorns landsins ákjósanlegast, staðsett annað- hvort í Eyjafirði eða við Reyð- arfjörð. Yfirlýsingar iðnaðarráðherra varðandi byggingu tveggja álvera hafa vakið mikla athygli undan- farna daga. Steingrímur Her- mannsson segir að eftir viðbrögð Svisslendinga óttist hann að nýtt álver eigi lengra í land en bjart- sýnustu menn telji. Steingrímur vill gera skýran greinarmun á því hvort ráðist verði í stækkun álversins í ing við félagið og leikur með því um þessar mundir. Þorvaldur hefur leikið tvo leiki með aðal- liðinu í 1. dcild, nú síðast gegn Luton á annan í jólum. Þor- valdur átti ágætan leik en fór þó illa meö tvö góð niarktækifæri, samkvæmt heimildum Dags. í liöi Nottinghain Forest eru margir mjög snjallir knatt- spyrnumenn sem gantan er að fylgjast með í leik. Má þar nefna cnsku landsliðsmennina, Stuart Pearce fyrirliða Forest, Des Walker, Steve Hodge og Nigel Clough, son framkvæmda- stjóra liðsins. Þá er Brian Straumsvík, þ.e. hreinni viðbót við gamla álverið með eignar- aðild sömu eigenda, og hug- myndum urn sjálfstætt álver með nýjurn eignaraðilum. Um þessar hugmyndir og yfirlýsingar iðnað- arráðherra um tvö álver segir Steingrímur: „Ég tel mjög vafa- samt að nýtt fyrirtæki komi inn í þessar hugmyndir og viðræður án þess að það verði skoðað mjög ítarlega. Við eigum nóg með að hugleiða byggingu eins álvers þó við förum ekki að ráðast í bygg- ingu tveggja slíkra stóriðjufyrir- tækja á þessari stundu. Ef byggja á nýtt og algjörlega sjálfstætt álver finnst mér skynsamlegast að reisa það utan höfuðborgarsvæðisins. Stækkun í Strauinsvík er allt annað mál. Clough framkvæmdastjóri félags- ins mjög litríkur persónuleiki en engu að síður þykir hann einn snjallasti framkvæmda- stjórinn í ensku knattspyrn- unni. Búist er við að flestir bestu leikmenn liðsins verði ineð í íslandsförinni í surnar, svo og framkvæmdastjórinn Brian Clough. Ekki þarf að fjölyrða um hversu mikill hvalreki það er fyrir íslenska knattspyrnu- áhugamenn, að eiga þcss kost að sjá liö Nottingham Forest í leik gegn KA og Fram næsta sumar. -KK Flugsamgöngur hafa gengið fremur illa yfír jólahátíðina. A aðfangadag var ekkert flogið á vegum Flugleiða og Flugfélags Norðurlands vegna hvassviðris í háloftunum og ísingar. Þann dag biðu um 20 manns eftir flugi frá Akureyri til Reykja- víkur og urðu þeir að breyta áætlunum sínum. Ekkert var flogið á jóladag en á annan dag jóla gekk flug þokkalega. Flugleiðir fóru fjórar ferðir milli Akureyrar og Reykjavíkur á annan dag jóla en nokkur rösk- un varð á áætlun vegna þess að flugbrautin á Akureyrarflugvelli var unt tíma ófær sakir hálku. Ekkert þýddi að sandbera hana fyrr en sandurinn var frystur nið- ur með vatni, þá loks festist hann við glerhála brautina. í gær fór allt flug úr skorðunt á nýjan leik. Flugfélag Norður- lands komst eina ferð með fragt til Reykjavíkur í gærmorgun og Flugleiðir náðu einni ferð suður og gat Fokker vélin lent á Reykja- víkurflugvelli eftir að hafa hring- sólað yfir honum í hálftíma. Síð- an var flugi frestað. Síðdegis í gær hafði ekkert rof- að til og brautirnar í Reykjavík og á Akureyri báðar ófærar. Á Akureyrarflugvelli stóð vestan- vindur þvert á brautina og fór allt upp í 60 hnúta. Sandurinn var all- ur fokinn út í veður og vind. Unt 140 ntanns biðu eftir flugi til Reykjavíkur. Ekki var búið að aflýsa flugi en samkvæmt upplýs- ingum frá Flugleiðum síðdegis í gær var útlitið ekki gott. SS Knattspyrna: Nottingham Forest til íslands - leikur gegn KA og Fram næsta sumar

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.