Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 7

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 7 Prátt fyrir ágœtan árangur lijá íþróttafólki á Norðurlandi á þessu ári er víst engum blöðum um það að fletta að íslandsmeist- aratitill KA í meistaraflokki karla í knattspyrnu bar höfuð og herðar yfir alla aðra íþróttaviðburði á Norðurlandi á árinu 1989. Liðinu varspáð fimmta sætinu í deildinni en þegar einu mest spennandi íslandsmóti í sögunni lauk Iwfðu Akureyrarpiltarnir tryggt sér titil- inn í fyrsta skipti í sögu félagsins. KA-strákarnir í blakinu stóðu sig einnig vel og tryggðu sér einnig lslandsmeistaratitilinn í sinni íþróttagrein. Á undanförnum árum hefur Dagur rakið í nokkuð ítarlegum íþróttaannál hvað gerð- ist merkilegast í hverri íþrótta- grein. Að þessit sinni œtlum við að brevta frá þessum hefðbundna (þróttaannál og œtlum þess í stað að stikla á stóru frá mánuði til mánaðar í því sem gerðist í íþróttalífinu á Norðurlandi á þessu ári. Síðan verður rœtt við nokkra einstaklinga um hvað þeim fannst merkilegast í íþrótt- um á þessu herrans ári 1989. Erlingur Kristjánsson kom mikiö við sögu á árinu. Hann var fyrirliði íslandsmeistara KA í knattspyrnu og þjálfar nú KA-liðið í handknatt- leik. Janúar Janúar var frekar rólegur mánuö- ur í íþróttunum. Handboltinn og körfuboltinn rúlluðu áfram sam- kvæmt áætlun, Tindastóli gekk nokkuð vel á sínu fyrsta ári í Úrvalsdeildinni í körfu en lítið gekk hjá Þór í sömu deild. KA og Þór voru bæði í basli í handboltan- um, KA í 1. deild og Þór í 2. deild. Bæði lið voru óþægilega nálægt botninum en tókst þó að forðast fall nokkuð örugglega með góð- um endaspretti þegar nálgaðist vorið. Guðlaugur Halldórsson júdó- maður var kosinn íþróttamaður KA en þetta var í fyrsta skipti sem kosið var um þann titil. Erling- ur Kristjánsson knattspyrnu- og handknattleiksmaður lenti í öðru sæti. Skíðamenn fóru að spenna skíðin á sig og stóðu Akureyring- arnir Kristinn Svanbergsson og Valdimarsson sig vel á fyrstu mótum vetrarins. Frá Húsavík bárust þær fréttir að margir leikmenn meistara- flokks í knattspyrnu ætluðu að yfirgefa liðið en eins og kunnugt er féll liðið í 2. deild. Febrúar Guðrún H. Kristjánsdóttir skíða- kona lenti í 22. sæti á alþjóðlegu ísUmdsmeistarar í knattspvrnu 1989, fremri röö frá vinstri: Árni Þór Freysteinsson, Gauti Eaxdal, Jónas Þór Guðmundsson, Erlingur Kristjánsson, Hauk- ur Bragason, Ægir Dagsson, Stefán S. Ólafsson og Þorvaldur Örlygsson besti leikmaöur 1. deildar 1989. Aftari röð frá vinstri: Guðjón Þórðarson þjálfari, Ámi Hermannsson, Halldór Halldórsson, Bjarni Jónsson, Steingrímur Birgisson, Halldór Krístinsson, Jón Kristjánsson, Örn Viðar Arnarson, Antony Carl Gregory, Jón Grétar Jónsson, Ómar Torfason sjúkraþjálfari og Stefán Gunnlaugsson formaður knattspyrnudeildar. Á myndina vantar þá Ormarr Örlygsson, Árnar Bjarnason og Arnar Frey Jónsson. Mynd: ap Kristján Gylfason GA er oröinn einn sterkasti kylfingurinn á Norðurlandi. Hann stórbætti árang- ur sinn síðasta sumar og er koininn í fremstu röð á landinu. Haraldsson voru kosnir besta handknattleiksdómaraparið þriðja árið í röð á uppskeruhátíð HSI. KA-krakkar í júdó unnu 10 gull á íslandsmótinu í júdó og sigr- uðu þar að auki í sveitakeppn- inni. Glæsilegur árangur það. Anna María Malmquist og Valdimar Valdimarsson uröu bikarmeistarar á skíöum fyrir keppnistímabilið 1988-1989. Maí KA-liðið í knattspyrnu gaf tóninn fyrir sumarið er það sigraði á Tactic-mótinu á Sana-vellinum. Erlingur Kristjánsson fyrirliði liðs- ins var ráðinn þjálfari KA í hand- knattleik í maímánuði og gaf það tóninn fyrir ráðningar á íslensk- um þjálfurum hjá fleiri liðum síðar um sumarið. Akureyrarliöin, Skautafélag Akureyrar og Eik, sigruðu í öðlingaflokki á íslandsmóti í blaki skipað leikmönnum 30 ára og eldri. Golfmenn voru orðnir órólegir vegna snjóalaga á Jaðarsvellin- um og útbjuggu golfvöll á Mel- gerðismelum. Vakti þetta ómælda hrifningu kylfinga á Eyjafjarðar- svæðinu. Guðlaugur Halldórsson er orðinn einn öflugasti júdómaður landsins. Hann var kosinn íþróttamaður KA á árinu enda vann hann til fjöl- ■nargra verðlauna á árinu. Knattspyrnumenn fóru að huga að tímabilinu og í febrú- armánuði komu tveir austan- tjaldsþjálfarar til norðlenskra liða, Milan Duricic kom til Þórs og Ivan Varlanov kom til Völsunga. Mars Skíðalandsmótið á Siglufirði bar hæst af íþróttaviðburðum mars- mánaðar. Á tímabili leit ekki vel út með mótið því snjó kyngdi svo niður að ekki komust allir kepp- endur á staðinn í tæka tíð, m.a. var Daníel Hilmarsson skíða- kappi fastur í Fljótunum í lengri tíma. En Siglfirðingar eru þekktir fyrir harðfylgni og mótið tókst að lokum hið besta miðað við aðstæður. Af Norðlendingum stóðu þau Anna María Malmquist skíðakona frá Akureyri, Haukur Eiríksson göngumaður frá Akur- eyri, og Ólafur Björnsson stökkv- ari frá Ólafsfirði sig einna best. Júgóslavinn Luca Kostic kom til Þórs og var það happadrjúgur fengur fyrir Þórsliðið og í lok árs- ins var hann ráðinn þjálfari liðs- ins þegar Ijóst var aö Milan Duricic komst ekki aftur til landsins. Þórsliðið í körfuknattleik þurfti að leika um laust sæti i Úrvals- deildinni í körfu og í þeim leik unnu Akureyringarnir Laugdæli mjög örugglega. Yngri flokkum Þórs í hand- knattleik gekk vel á íslandsmót- inu og komust flestir flokkar félagsins í úrslit á mótinu. Apríl KA tryggði sér íslandsmeistara- titilinn í blaki í aprílmánuði og tapaði liðið ekki leik á íslands- mótinu. Siðar var frágengið að Hou Xiao Fei, hinn kínverski þjálfari liðsins, myndi verða áfram meö liðið. Alþjóðlegt skíðamót var haldið í Hlíðarfjalli og tókst þaö í alla staði mjög vel. Valdimar Valdi- marsson frá Akureyri stóð sig best íslensku keppendanna en hann sigraði í svigi á mótinu. Það var skammt stórra högga á milli í aprílmánuði í erlendum heimsóknum. Noröurlandamótið í ólympískum lyftingum var hald- ið á Akureyri um miðjan mánuð- inn. Var mótið fjöður í hatt íslensku skipuleggjendanna og báru erlendu keppendurnir lof á alla framkvæmd mótsins. Borðtenniskrakkar frá Grenivík stóðu sig vel á árinu og í apríl sigruðu þau á grunnskólamótinu í borðtennis. Andrésar Andar-leikarnir fóru fram með sóma í mánuðinum og hafa keppendur aldrei verið fleiri. Stefán Arnaldsson og Ólafur Þorvaldur Örlygsson KA var kosinn Jrnattspyrnumaður ársins á upp- skeruhátíð samtaka 1. deildarfélaga og kórónaði gott suniar með því að gera samning við enska stórliðið Nottingaham Forest. móti í Veil í Kolorado og var þetta einn besti árangur sem íslenskur skíðamaður hefur náð á alþjóðlegum vettvangi. En Guðrún var svo sannarlega í sviðsljósinu í febrúarmánuði. .Síðar í sama mánuði var hún kosin íþróttamaður Norðurlands af lesendum Dags og einnig var hún útnefnd íþróttamaður Akur- eyrar af ÍBA. KA tryggði sér deildarmeist- aratitilinn í 1. deildinni í blaki með fullu húsi stiga. í febrúar til- kynnti síðan BLÍ að Haukur Val- týsson hefði verið valinn blak- maður ársins. Veðrið setti nokkurt strik í reikninginn þennan mánuð, eins og reyndar allan veturinn, því fresta þurfti punktamótum á skið- um í Hlíðarfjalli. íþróttahópar lentu í erfiðleikum til og frá Norðurlandi þannig að nokkur blaðaskrif urðu um hvort forsvar- anlegt væri að senda börnin í þessar ferðir. Haraldur Ólafsson lyftinga- kappi gerði sér lítið fyrir og setti nýtt íslandsmet í snörun í beinni útsendingu í sjónvarpinu í febrúar. Haraldur gat sér síðar um veturinn gott orð sem skipu- leggjandi þegar hann var aðal- maðurinn bakvið NM í lyftingum á Akureyri. Luca Kostic var ein sterkasta stoðin í vörn Þórsliðsins í knattspyrnu en liðinu tókst að halda sæti sínu í 1. deildinni þrátt fyrir mikla blóðtöku fyrir tímabilið. Síðan á útmánuðum var Kostic ráðinn þjálfari Þórsliðs- ins fyrir næsta keppnistímabil. íþróttaannáll 1989

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.