Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 10

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 10
íþróttir 10 - DAGUR - Fimmtudagur 28. desember 1989 Liverpool Knattspyrnumenn á Englandi fengu ekki lengi að liggja á meltunni eftir jólasteikina. A annan dag jóla fór fram heil umferð í ensku knattspyrnunni og að venju flykktust áhorf- endur á leikina. En lítum þá aðeins nánar á helstu leiki sem fram fóru á annan dag jóla. Nokkurs konar forleikur að jólaumferðinni var leikinn 23. des. er Liverpool og Man. Utd. mættust á Anfield. Liðin skildu jöfn í markalausu jafntefli, en þótt undarlegt megi virðast lék Manchesterliðið betur í þessum leik og hefði átt að fara með sigur af hólmi. Mestu munaði um að þeir Bryan Robson og Mike Phelan höfðu undirtökin á miðj- unni, en framherjum Utd. tókst ekki að nýta tækifærin sem þeim voru sköpuð. Brian McClair fékk tvívegis góð marktækifæri sem honum tókst ekki að nýta og Danny Wallace mistókst að skora eftir að hafa komist einn í gegn. Aldrei þessu vant lék Utd.liðið Úrslit 1. deild Aston Villa-Manchester Utd. 3:0 Crystal Palce-Chelsea 2:2 Derby-Everton 0:1 Liverpool-Sheffield Wed. 2:1 Luton-Nottingham For. 1:1 Manchester City-Norwich 1:0 Q.P.R.-Coventry 1:1 Southampton-Arsenal 1:0 Tottenham-Millwall 3:1 Wimbledon-Charlton 3:1 í vikunni: Liverpool-Manchester Utd. 0:0 2. deild: Barnsley-Watl'ord 0:1 Bradford-Middlesbrough 0:2 Brighton-Portsmouth 0:0 Ipswich-West Ham 1:0 Leicester-Bournemouth 2:1 Oldham-Port Vale 2:1 Plymouth-W.B.A. 2:2 Sheffield Utd.-Leeds Utd. 2:2 Stok City-Newcastle 2:1 Sunderland-Oxford 1:0 Swindon-Blackburn 4:3 Wolves-Hull City 1:2 3. deild: Bolton-Blackpool 2:0 Bristol Rovers-Birmingham 0:0 Chester-Wigan 0:0 Fulham-Bristol City 0:1 Huddersfíeld-Bury 2:1 Leyton Orient-Northampton 1:1 Mansfíeld-Rotherham 3:1 Notts County-Shrewsbury 4:0 Preston-Tranmere 2:2 Reading-Brentford 1:0 Swansea-Cardiff City 0:1 Walsall-Crewe 1:1 4. deild: Aldershot-Exeter 0:1 Burnley-Carlisle 2:1 Doncaster-Wrexham 2:2 Gillingham-Maidstone 1:2 Hartlepool-Scarborough 4:1 Lincoln-Cambridgc 4:3 Peterborough-Chesterfíeld 1:1 Scunthorpe-Grimsby 2:2 Southend-Colchester 0:2 Stockport-Rochdale 2:1 Torquay-Hereford 1:1 York City-Halifax 0:2 - tap hjá Arsenal sem ein heild í leiknum og hefur sjaldan leikið betur á þessum vetri. Liverpool fékk sín færi, en þau voru færri og ekki eins hættu- leg og tækifæri Utd. Liverpool komst þó að nýju í efsta sæti 1. deildar er liðið sigr- aði Sheffield Wed. á heimavelli sínum á annan í jólum. Jan Molby skoraði fyrir Liverpool strax á 2. mín. leiksins, en Dalian Atkinson jafnaði fyrir Sheffield- liðið. Það var síðan markahrók- urinn Ian Rush sem tryggði Liverpool sigurinn í leiknum með marki er 6 mín. voru til leiksloka. Liverpool var nokkuð heppið að sigra í leiknum og Sheffield hefði að minnsta kosti átt að ná jafn- tefli úr leiknum, en fór illa með góð marktækifæri og missti þar með af tækifærinu. Á nteðan Liverpool sigraði í sínum leik tapaði Arsenal sem var í efsta sætinu sínum leik á úti- velli gegn Southampton. Paul Davis sem lítið hefur leikið með liðinu frá í fyrra kom inn á sem varamaður hjá Arsenal. Hann var dæmdur í langt leikbann. í fyrra er hann kjálkabraut Glenn Cockerill leikmann Southamp- ton. Hann lét þó ekki baul áhorf- enda hafa áhrif á sig er hann kom inn á og lagði upp dauðafæri fyrir Alan Smith sem Tim Flowers markvörður Southampton varði glæsilega. Rod Wallace skoraði síðan sigurmark Southampton er 8 mín. voru til leiksloka með fallegu skoti eftir aukaspyrnu Jintmy Case. Sigur Southampton var sanngjarn og liðið lék oft mjög vel í leiknum. Aston Villa vann góðan sigur gegn liði Manchester Utd. sem nú nálgast óðum fallbaráttuna og verulega er farið að hitna undir Alex Ferguson framkvæmda- stjóra. Það tók þó Villa 57 mín. að finna leiðina í mark Utd. sem lék án Bryan Robson og Danny Wallace sem voru meiddir. Tony Daley átti stórleik hjá Villa og réðu varnarmenn Utd. ekkert við hann í leiknum. lan Olney skor- aði fyrsta mark Villa af stuttu færi. Sex mín. síðar bætti David Platt við öðru marki Villa eftir undirbúning Daley. Lokaorðið átti síðan Kevin Gage varnar- maður Villa eftir að Olney hafði skallað til hans fyrirgjöf Daley. Uppselt var á leikinn og fóru flestir ánægðir heim. Tottenham flýgur nú upp töfl- una og liðið vann öruggan sigur gegn Millwall 3:1. Gary Lineker og Vinny Samways skoruðu fyrir liðið í fyrri hálfleik auk þess sem Hinn þéttvaxni Dani Jan Molby skoraði fyrra mark Liverpool strax á 2. mín. gegn Sheff. Wed. í náði toppsætinu Tottenham í ham - Man. Utd. í vanda Já, þeir hafa ástæðu til að fagna leikmenn Tottenham um þessar mundir, en liðið nálgast nú topp 1. deildar. McLeary gerðí sjálfsmark. Tony Cascarino tókst aðeins að laga stöðuna fyrir Millwall í síðari hálfleik en það dugði skammt. Everton náði að sigra Derby á útivelli með eina marki leiksins. Rauðhærði Skotinn Stuart McCall skoraði mark Everton rétt fyrir hlé og liðinu tókst að verja mark sitt þrátt fyrir þunga sókn Derby í síðari hálfleik. Howard Kendall virðist vera far- inn að koma lagi á leik Manchest- er City eftir að hann tók við stjórninni þar. Liðið sigraði Norwich með marki frá Clive Allen á 4. mín. fyrir leikslok. Þorvaldur Örlygsson lék með Nottingham For. gegn Luton og var óheppinn að skora ekki í leiknum, en hann fékk tvö góð marktækifæri sem honum tókst ekki að nýta. Steve Hodge náði forystu fyrir Forest í fyrri hálf- leik, en í þeim síðari jafnaði Cook fyrir Luton. Crystal Palace og Chelsea sem eru nágrannar í London gerðu 2:2 jafntefli í leik sínum. Mörkin fyrir Palace skoruðu Wright og Pemberton en Kerry Dixon og Lesaux svöruðu fyrir Chelsea. Wimbledon vann öruggan sig- ur gegn Charlton 3:1. Keith Curle skoraði fyrsta mark Rod Wallace skaut Arsenal af toppi 1. deildar með sigurmarki Sout- hampton. Wimbledon, en síðan fylgdu mörk frá Krnzytnski og Gayle, en Bennett svaraði fyrir Charlton. Þá gerðu Q.P.R. og Coventry 1:1 jafntefli og mörkin í þeim leik skoruðu þeir Mark Falco fyrir Q.P.R. og David Speedie fyrir Coventry. 2. deild: Aðalleikurinn í 2. deild var leik- ur efstu liðanna, Sheffield Utd. og Leeds Utd. þar sem 33.000 áhorfendur urðu vitni að hörku- leik. Leikurinn fór þó rólega af stað, en allt fór í gang er Mel Sterland bakvörður Leeds Utd. náði forystu fyrir lið sitt með glæsilegu marki úr aukaspyrnu af um 30 metra færi á 32. mín. Wilf Rostron jafnaði fyrir Sheffield skömmu síðar og 5 mín. eftir það náði Tony Agana forystunni fyrir Sheffield. Carl Shutt jafnaði eftir 5 mín. leik í síðari hálfleik með fallegu marki fyrir Leeds Utd. og þar við sat þrátt fyrir marktæki- færi á báða bóga í mjög vel leikn- um síðari hálfleik. Ahorfendur hylltu leikmenn beggja liða í leikslok og Leeds Utd. heldur enn naurnri forystu í 2. deild. Sunderland í þriðja sæti sigraði Oxford 1:0 og náði að minnka bilið milli sín og toppliðanna um tvö stig. Newcastle tapaði hins vegar úti gegn Stoke City 1:2. Þ.L.A. Staðan 1. deild Liverpool 19 11-4- 4 41:18 37 Arsenal 19 11-3- 5 32:20 36 Aston Villa 19 10-4- 5 31:20 34 Norwich 19 8-7- 4 25:19 31 Tottenham 18 9-4- 5 28:24 31 Southampton 19 8-6- 5 36:30 30 Chelsea 19 7-7- 5 29:27 28 Everton 19 8-4- 7 25:24 28 Coventry 19 8-3- 8 16:24 27 Nott.Forest. 19 7-5- 7 24:18 26 Derby 19 7-4- 8 22:16 25 Wimbledon 19 5-8- 6 22:23 23 Crystal Palace 19 6-5- 8 24:38 23 QPR 19 5-7- 7 21:21 22 Millwall 19 5-6- 8 27:28 21 Man.Utd. 18 6-3- 9 24:27 21 Luton 19 4-8- 7 21:25 20 Sheff.Wed. 20 5-5-10 15:29 20 Man.City 19 5-4-10 23:34 19 Charlton 19 3-7- 9 15:24 16 2 deild Leeds Utd. 23 14- 6- 3 41:23 48 Sheff.Utd. 23 13- 7- 2 39:23 47 Sunderland 23 11- 8- 4 40:32 41 Oldham 23 11- 7- 5 31:24 40 Ipswich 22 10- 7- 5 34:27 37 Newcastle 22 10- 6- 6 39:26 36 Swindon 23 10- 6- 7 42:32 36 Watford 23 9- 5- 9 33:28 32 Blackburn 22 7-10- 5 41:36 31 West Ham 23 8- 7- 8 32:28 31 Wolves 23 7- 8- 8 33:34 29 Bourncmouth 23 8- 5-10 33:38 29 Brighton 23 8- 4-1131:33 28 Plymouth 22 8- 4-10 36:31 28 Port Vale 23 6- 9- 8 27:29 27 Oxford 23 7- 6-10 32:36 27 Middlesbr. 23 7- 6-10 30:35 27 Leicester 23 7- 6-10 29:37 27 W.B.A. 23 6- 8- 9 39:39 26 Portsmouth 23 4-10- 9 27:34 24 Bradford 23 5- 8-10 27:32 23 Barnsley 23 6- 5-12 24:44 23 Hull 22 3-11- 8 23:30 20 Stoke 22 3- 9-10 19:33 18

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.