Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 13

Dagur - 28.12.1989, Blaðsíða 13
Fimmtudagur 28. desember 1989 - DAGUR - 13 Frá undirritun samningsins. Ólafur Ragnar Grímsson fjármálaráðherra og Einar S. Einarsson forsjtóri VISA- Islands. Á milli þeirra er Pétur Kristinsson forstöðumaður Söluskrifstofu ríkisskuldabréfa. Spamaður með greiðslukortum - Samstarfssamningur flármálaráðuneytisins og VISA-íslands Ólafur Ragnar Grímsson fj ármálaráðherra og Einar S. Einarsson forstjóri VISA- íslands staðfestu nýlega sam- starfssamning um notkun VISA-greiðslukorta til reglu- legs sparnaðar með kaupum á spariskírteinum ríkissjóðs. Það mun vera einstætt að greiðslu- kort séu notuð til sparnað- ar, og hefur árangur af sam- komulagi um þessa skipan frá Bankablaðið, 55. árgangur, er nýkomið út. Samband íslenskra bankamanna gefur blaðið út og ritstjóri er Einar Örn Stefánsson. Meginefni blaðsins að þessu sinni snýst um sameiningu bank- anna, sem verið hefur mál mál- anna í bankakerfinu á þessu ári. Miklar skipulagsbreytingar eiga sér nú stað í bankamálum hér á landi, og eftir uppstokkun og samruna nú um áramótin verða að líkindum aðeins þrír viðskipta- bankar í landinu í stað þeirra sjö sem nú starfa. Þessar breytingar hafa í för með sér allmikla rösk- un á högum bankastarfsmanna og fjölmörg vandamál koma upp í tengslum við sameiningarmálin. Fjallað er um ýmsar hliðar máls- ins í Bankablaðinu. Meðal efnis má nefna forystu- því í vor þegar vakið athygli meðal kunnáttumanna erlendis. Þessi sparnaðarleið er einföld og nánast fyrirhafnarlaus fyrir sparifj áreigandann. Greiðslukort með bankaábyrgð eru notuð til að kaupa spariskírteini af ákveð- inni gerð með reglubundnum hætti á tilsettum tíma hverju sinni. Kaupandinn - sparifjáreig- andinn - þarf ekki að ómaka sig af bæ, standa í biðröð eftir grein Yngva Arnar Kristinssonar formanns SÍB, grein Helgu B. Bragadóttur um aðdraganda að stofnun íslandsbanka og grein Vals Valssonar um áhrif samein- ingar bankanna fjögurra. Guðjón Halldórsson reifar málið frá sjón- arhóli gamalreynds bankamanns, en hann hóf starfsferil sinn í íslandsbankanum gamla. Banka- menn á landsbyggðinni láta í ljós álit sitt á sameiningarmálunum og Sigtryggur Jónsson sálfræðing- ur skrifar um félagssálfræðileg áhrif sameiningar fyrirtækja á starfsmenn. Viðtöl eru í blaðinu við yngri sem eldri bankamenn, fjallað er um mötuneyti bankanna, norrænt samstarf bankamanna, fræðslu- mál, íþróttir, félagslíf og margt fleira. afgreiðslu, millifæra fé sérstak- lega hverju sinni eða hafa af sparnaði sínum neitt umstang nema það eitt að leggja inn pönt- un sína eða hringja í upphafi, ákveða fjárhæð og sparnaðar- tíma. Þessi sparnaðarleið opnað- ist þegar tekið var upp áskriftar- kerfi að spariskírteinum ríkis- sjóðs. Síðan ákveðið var til reynslu síðasta vor að gefa korthöfum VISA kost á reglulegum sparnaði með þessum hætti hafa fjölmargir nýir sparendur gerst reglulegir áskrifendur að spariskírteinum ríkissjóðs, og aðrir aukið kaup sín vegna kostanna við þessa ein- földu sparnaðarleið. Samningur fjármálaráðuneyt- isins og VISA-íslands, sem undirritaður var 9. desember síð- astliðinn, er að formi til hefð- bundinn samstarfssamningur um notkun greiðslukorta, og er gert ráð fyrir lægsta þjónustugjaldi til kortafyrirtækisins. Samningurinn tekur við af samkomulagi frá í sumar þar sem ákveðið var að reyna þetta nýstárlega sparnað- arform, og hafa góðar viðtökur sparenda meðal korthafa öðru fremur stuðlað að nýja samn- ingnum. Þess má geta að síðan í sumar hafa spariskírteinakaup með þessari aðferð valdið hæstu ein- stökum færslum í VISA-kerfinu, og nemur hæsta færslan vegna spariskírteinakaupa 1.325.000 krónum. lesendahornið Sameimng banka - meginefni Bankablaðsins 1989 -Jil viðskiptamanna_ banka og sparisjóða Lokun 2. janúar og eindagar vóda. Vegna áramótavinnu verða afgreiðslur banka og sparisjóða lokaðar þriðjudaginn 2. janúar 1990. Leiðbeiningar um eindaga víxla um jól og áramót liggjaframmi í afgreiðslum. Reykjavík, 12. desember 1989. Samvinnunefnd bankaog sparisjóða Framsóknarfólk Af gefnu tilefni skal það ítrekað að þeir stuðningsmenn Framsóknar- flokksins á Akureyri, sem ekki eru flokksbundnir en vilja taka þátt í könnun 5. og 6. janúar 1990 um skipan 6 efstu sæta framboðslistans til bæjarstjórnarkosninga í vor, þurfa að láta skrá sig í Framsóknar- félögin á Akureyri fyrir áramót. Upplýsingar gefa: Svavar Ottesen, formaður Framsóknarfélags Akureyrar vs. 24222, hs. 21654 og Sigfús Karlsson, formaður FUFAN, hs. 23441. Gleymið ekki að gefa smáfuglunum. Innilegar þakkir til þeirra sem glöddu mig á 80 ára afmæli mínu, 23. desember sl., með heimsóknum, blómum, skeytum og stórum gjöfum. Guð blessi ykkur öll. ÍVAR JÓNSSON, Langholti 5, Akureyri. Lesendabréfi mótmælt: ri Bömin setja ekki blett á kirkjuna |if Ásta hringdi: „Ég vil mótmæla því sem E.F. segir í lesendahorni Gesturferítaugarnar Karlinaður kvartar: „Við hlust- urn mikið á útvarpið í vinnunni en hann Gestur Éinar fer rosa- lega í taugarnar á okkur, sérstak- lega þessi kjaftaþvæla í kringunt enga hluti. Hann mætti spila fleiri lög og tala minna. Við neyðumst til að slökkva á útvarpinu þegar Umhverfis jörðina byrjar. Laga- valið er ágætt en hann talar svo mikiö um ekki neitt. Gestur var ágætur leikari en kjaftavaðallinn í honum í útvarpinu er óþol- andi.“ Dags 21. desember þar sem sú skoðun kemur fram að það sé óviðeigandi að hafa barnagæslu- völl við Glerárkirkju. Ég get ekki séð að börnin setji neinn blett á kirkjuna né að hún njóti sín ekki þótt þarna séu börn að leika sér hluta úr degi. Ætli viðkomandi hafi ekki hcyrt: Leyfið börnunum að koma til mín og bannið þeint Akureyringur hafði samband og vildi koma á framfæri þakklæti til Pósts og síma, fyrir það fram- tak að senda landsmönnun sér- staka póstkassa heim, undir jóla- póstinn. það ekki? Þetta eru örugglega góðar konur sem eru með börnin og kenna þeim að umgangast kirkjuna á réttan hátt. Mér finnst þessi skoðun E.F. til skammar. Það eru börn í barnamessu í Glerárkirkju og því niega þau ekki alveg eins vera fyrir utan hana eins og inni í henni?“ Það er oftast verið að skrifa um neikvæða hluti að mati þessa Akureyrings og því væri orðið tímabært að segja líka frá því sem vel er gert. Þakkir til Pósts og síma Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug vegna and- láts og útfarar, FRIÐRIKU KRISTJÁNSDÓTTUR, Efri-Dalksstöðum, Svalbarðsstrandarhreppi. Kær kveðja. Aðstandendur. Faðir minn, tengdafaðir og afi okkar, ÞÓRARINN ÁGÚST GUÐMUNDSSON, Þórunnarstræti 124, andaðist á Dvalarheimilinu Hlíð 24. desember. Útförin fer fram frá Akureyrarkirkju miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30. Hulda Þórarinsdóttir, Halldór Arason, Gyða Þuríður Halldórsdóttir, Ari Halldórsson.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.