Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 1
73. árgangur Akureyri, miðvikudagur 3. janúar 1990 1. tölublað Filman þín á skiliö þaö besta' iiiiiaBaaai Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 - Sími 27422 Pósthólf 196 gæðaframköllun Hrað- framköllun Opið á laugardögum frá kl. 9-12. Tveir árekstrar með stuttu millibili í Skagafirði: Báðir á einnar akreina brúm - Um 60% aukning á slysum milli ára Tveir árekstrar urðu með stuttu millibili laust fyrir hádegi í gær á stuttum vegar- kafla frá Varmahlíð í Blöndu- hlíð. Báðir árekstrarnir urðu á cinna akreina brúm. Ekki er Ijóst hversu mikið tjón varð í eldsvoðanum í Krossanesi. í gær hófu fulltrúar hlutaðcigandi tryggingafélaga að meta tjónið og verður þeirri vinnu framhaldið í dag. Mynd: kl Eldsupptök enn ókunn í Krossanesbrunanum: Tjón er talið nema hundr- uðiun núlljóna króna - tjónsmat hófst í gær og verður fram haldið í dag Fyrri áreksturinn varð á brúnni yfir Húseyjarkvísl rétt fyrir neð- an Varmahlíð. Par lentu tveir bíi- ar saman en þeir skemmdust ekki mikið. Tvær konur voru fluttar á Sjúkrahús Skagfirðinga en meiðsli þeirra eru ekki alvarlegs eðlis. Hinn áreksturinn var öllu harðari. Hann varð á Dalsárbrú í Akra- torfunni í Blönduhlíð. Þar skullu bílar saman harkalega og annar bíllinn er gjörónýtur. Tveir voru fluttir á sjúkrahús, annar með talsverða andlitsáverka en hinn með meiðsli á hendi. Mikil ísing var á veginum í báðum tilfellun- um. Að sögn Björns Mikaelssonar hefur lögreglan mjög miklar áhyggjur af þessum tveimur brúm og brúnni yfir Kotá í Norðurárdal. Þetta eru dæmi- gerðir flöskuhálsar í umferðinni. Hann sagði að ár eftir ár væru slys á þessum brúm og skrýtið að Vegagerðin skyldi ekki laga þess- ar brýr í staðinn fyrir að taka af beygjur og hæðir eins og gert hef- ur verið undanfarið. Hann sagði að rík ástæða væri til þess að vara fólk við þessum slysagildrum. Um 60% aukning varð á slys- um á síðasta ári, 25 miðað við 15 árið 1988. kj Talið er að tjón af völdum eldsvoða í Krossanesverk- smiðjunni við Eyjafjörð aðfaranótt gamlársdags nemi hundruðum milljóna króna. Fulltrúar tryggingafélaganna, sem hlut eiga að máli, hófu í gær að meta skemmdir í verk- smiðjunni og verður þeirri vinnu fram haldið í dag. Sam- kvæmt upplýsingum Dags er verksmiðjan vel tryggð, húsa- kynni hjá Vátryggingafélagi íslands, vélar og tæki, að undanskildu mjölkerfi, hjá Sjóvá-Almennum og mjölkerf- ið hjá Tryggingamiðstöðinni. Rannsóknarlögreglan á Akur- eyri hefur með höndum rannsókn á eldsupptökum. Daníel Snorra- son, rannsóknarlögreglumaður, sagði í gær að eldsupptök væru enn ókunn en augu manna beind- ust að kyndiklefa í verksmiðjunni miðri. Slökkvilið var kvatt á staðinn kl. 04.27 aðfaranótt gamlársdags. Þegar að var komið var verk- smiðjan nær alelda og telur Tóm- as Búi Böðvarsson, slökkviliðs- stjóri, að eldur hafi þá logað góð- an tíma í verksmiðjunni. Um kl. hálf þrjú um nóttina var vakt- maður frá Securitas á svæðinu en varð þá ekki neins óeðlilegs var. Virðisaukinn kominn í gagnið: Verðlækkun á ýmsum iimlendum matvörum í gær - mjólkurlítrinn lækkaði í 66 kr. Lög um virðisaukaskatt gengu í gildi um áramót og leysir hið nýja kerfi söluskattskerfið gamla af hólmi. Fyrir gildis- töku laganna höfðu komið út alls 15 reglugerðir um virðis- aukaskatt, þær síðustu rétt fyr- ir áramót. Þeirra á meðal var reglugerð um endurgreiðslu vegna virðisaukaskatts af mat- vöru og fleiru. Á tilteknar inn- lendar matvörur leggst ígildi 14% skatts í stað 24,5% þar sem ákveðið er að endurgreiða hluta virðisaukaskatts af þess- um vörum. Þær vörutegundir sem um ræð- ir eru nýmjólk, léttmjólk, G- mjólk, undanrenna, kindakjöt í heilum og hálfum skrokkum, neyslufiskur og ferskt innlent grænmeti. Með neyslufiski er átt við ýsu, þorsk, steinbít, ufsa, karfa, löngu, keilu, lúðu, kola, skötu, rauðmaga, skötusel og grásleppu. Þegar matvöruverslanir opn- uðu í gær hafði mjólk lækkað í verði um 9% frá því fyrir áramót. Þessi verðlækkun gildir um nýmjólk, léttmjólk, súrmjólk og undanrennu en verðbreytingar á öðrum mjólkurvörum urðu mun minni. Lækkun á kindakjöti í heilum og hálfum skrokkum er rúmlega 9% en verðlækkun á unnum kjötvörum er 6-9%. Samkvæmt upplýsingum frá fjármálaráðuneytinu á verð á fiski og grænmeti að geta lækkað í svipuðu hlutfalli en um þá verð- lækkun ríkir meiri óvissa vegna þess að álagning er frjáls í þeim greinum. Nýhafinni herferð fjár- mála- og viðskiptaráðuneytisins er ætlað að fá neytendur og kaup- menn til samstarfs um að þessar endurgreiðslur skili sér í vöru- verði og um að skattbreytingin verði ekki tilefni óeðlilegrar verðhækkunar. JÓH Áramótahelgin fór vel fram á Norðurlandi vestra að sögn lögreglu á Sauðárkróki og Blönduósi. Engin umferðar- óhöpp urðu og lítið um pústra á þeim fjölmörgu dansleikjum sem haldnir voru. Gestir voru um 300 á dans- leikjum í Miðgarði og Bifröst á Sauðárkróki. Um 160 manns sóttu dansleik í Hofsósi en aðeins 8 manns á Ketilási í Fljótum. Slökkviliðsstarf gekk vel en að sögn slökkviliðsstjóra hefði körfubíll hugsanlega getað skipt sköpum að þessu sinni. Það kem- ur m.a. fram í máli Tómasar Búa í ítarlegri fréttaskýringu um Krossanesbrunann á síðu 2 í dag að í nokkrum atriðum, bæði utan- og innanhúss, hafi verið vikið frá samþykktum teikning- um hjá byggingarfulltrúa. Sú staðreynd hafi komið slökkviliðs- mönnum nokkuð á óvart. óþh Veðrið var eins og best verður á kosið, stillt en dálítið kalt. Á Blönduósi var haldinn 150 manna dansleikur og á Skaga- strönd mættu um 120 manns á ball. Veðrið var svipað á þessum slóðum og í Skagafirðinum en ekki er alveg sömu sögu að segja frá Hvammstanga. Þar var talsvert rok en Miðfirðingar létu það ekki á sig fá og fjölmenntu á dansleik sem haldinn var á Hvammstanga. kj Góð áramótahelgi á Norðurlandi vestra Fyrsta barn ársins á Norðurlandi: Stúikafrá Skagaströnd fyrst í heinmm Fyrsti Norölendingur ársins fæddist á Sjiíkrahúsinu á Blönduósi í gærmorgunn en þar kom í heiminn 13 marka stúlkubarn frá Skagaströnd. Foreldrar litlu stúlkunnar sem fæddist á Blönduósi heita Þorbjörg Magnúsdóttir og Gylfi Guðjónsson, búsctt á Skaga- strönd. Telpan er annað barn þeirra en fyrir eiga þau lítinn drcng. Um leið og Dagur býður litlu stúlkuna velkomna í hóp Norðlendinga, óskar hann for- cldrum og bróður til hamingju með nýja fjölskyldumeöliminn. Það sem vckur athygli í sam- bandi viö fyrsta barn ársins á Norðurlandi að þessu sinni er aö þaö skuli ekki fæðast fyrr en 3. janúar en á Fjórðungssjúkra- húsinu á Akurcyri fæðist að jafnaði eitt barn á sólarhring. Þar hafði í gær ekki fæðst barn síðan 29. descmber á síðasta ári og ekki vitað hvenær von væri á þvf næsta. VG „Bregðum blysum á loft“: Flugeldasalar ánægðir Akureyringar sprengdu gamla áriö meö miklum lát- um á gamlárskvöld og höföu margir á oröi aö sjaldan eða aldrci heföi eins tilkomumikil Ijósadýrð sést á himni höfuð- staöar Noröurlands. Veður var líka afskuplega gott og bjart þannig að flugeldarnir skörtuöu sínu fegursta. Flug- eldasalar voru líka ánægöir meö sinn hlut. Hjá Hjálparsveit skáta á Akureyri fengust þær upplýs- ingar að sennilega hefði ílug- eldasala verið svipuð og í fyrra en ekki voru neinar tölur hald- bærar í því sambandi. Skátarnir seldu það magn sem þeir stefndu að og kváðust því ánægðir. Þeir munu hefja flug- eldasölu á ný á þrettándanum. Knattspyrnudeild KA og íþróttafélagið Þór stóðu einnig fyrir flugeldasölu og gekk salan vel, t.d. var orðið tómlegt í söluherberginu í félagsheimili Þórs á gamlársdag. Þórsarar munu aö vanda efna til álfa- brennu og skemmtunar á þrett- ándanunt. Fjöhnargir Akureyringar lögðu leið sína að brennunum í Lundahverfi og við Hlíðarbraut á gamlárskvöld. Brennan vest- an við Hlíðarbraut var rnjög vegleg og logaði enn í henni í gær, 2. janúar. Þótti þá mönn- unt nóg komið og unt hádegis- biliö fór slökkvilið Akureyrar á stúfana og sprautaði á eldinn, enda varla þörf á því lengur að brenna gamla árið út. SS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.