Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 11

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 3. janúar 1990 - DAGUR - 11 Villa nartar í hæla Uverpool Kevin Gage varnarmaður Aston Villa skoraði fyrsta mark liðsins gegn Chelsea. Þorvaldur sterkur Leikur Nottingham For. gegn Liverpool hófst síðar en aðrir leikir nýársdagsins. Flinir sterku leikmenn Liverpool hófu leikinn með miklum látum og höfðu yfir- burði í fyrri hálfleik. Ian Rush skoraði tvívegis fyrir Liverpool í fyrri hálfleik og ekkert virtist geta komið í veg fyrir að liðið verði fjögurra stiga forskot sitt á toppi 1. deildar. Pað hafa örugg- lega ekki verið jólasálmar sem Brian Clough framkvæmdastjóri Forest þrumaði yfir sínum mönn- um í leikhléinu því að þeir komu gerbreyttir inn á eftir hléið. Steve Hodge minnkaði muninn fyrir Forest og Nigel Clough náði síð- an að jafna leikinn og þar við sat, en heimamenn höfðu undirtökin allan síðari hálfleikinn. Þorvald- ur Örlygsson lék mjög vel fyrir Forest í leiknum og fékk mikið hól frá fréttamönnum sem greindu frá leiknum. Pað verður ekki annað sagt en byrjunin hjá honum í enska boltanum sé glæsileg. Hann virðist hafa tryggt sæti sitt í aðalliði Forest miklu fyrr en nokkur þorði að vona. Aðrir íslendingar sem farið hafa til Englands hafa átt mun erfið- ara með að aðlaga sig leiknum þar og sú staðreynd að Þorvaldur skín í gegn eftir baráttu við hina frægu og þrautreyndu leikmenn Liverpool fyllir okkur stolti hér heima. Þorvaldur Örlygsson virðist orðinn fastamaður í liði Forest. Ekki fengu knattspyrnu- mennirnir á Englandi að sofa út á nýársdag frekar en venju- lega, því að það var leikin heil umferð í Englandi þann dag. Það hefur verið leikið nokkuð þétöyfir hátíðarnar og þreyta og meiðsli setja oft strik í reikning liðanna þegar svo stendur á, en þrátt fyrir það voru flestir leikir dagsins fjörugir og spennandi. En nán- ar um leiki dagsins. Arsenal komst aftur á skrið með góðum sigri gegn ná- grannaliði sínu Crystal Palace og sigraði 4:1 þar sem öll mörkin komu í fyrri hálfleik. Fyrsta markið var gjöf frá fyrirliða Palce Jeff Hopkins sem ætlaði að senda til markvarðar síns, en Alan Smith komst á milli og skoraði auðveldlega. Bakvörðurinn Lee Dixon bætti öðru við fyrir Arsen- al eftir mikinn einleik áður en Alan Pardew tókst að hnoða boltanum í markið úr þvögu fyrir Palace. Síðan fylgdu tvö Arsenal- mörk, Tony Adams og Smit með sitt annað mark voru þar að verki og sigur Arsenal í höfn. Michael Thomas lék mjög vel fyrir Arsen- al sem slakaði mjög á í síðari hálfleik, en hefði þó hæglega get- að bætt við fjórum til fimm mörkum. Aston Villa gerir það gott þessa dagana og sigraði Chelsea á útivelli eftir að Chelsea hafði haf- ið leikinn betur og fengið tvö góð marktækifæri. Villa náði forystu 11 mín. fyrir lok fyrri hálfleiks með marki Kevin Gage. Tony Daley bætti öðru marki við á 3. mín. síðari hálfleiks eftir að hafa fullnýtt sinn mikla hraða og leikni og lokaorðið átti David Platt með skalla eftir horn- spyrnu. Sóknarmenn Chelsea komu vörn Villa oft í vanda, en sigur liðsins mjög sanngjarn. Manchester City tapaði sínum fyrsta leik undir stjórn Howard Kendall er liðið sótti Sheffield Wed. heim, þrátt fyrir að Kevin Pressman markvörður Sheffield yrði að yfirgefa völlinn vegna meiðsla er tæpur hálftími var til leiksloka. David Hirst skoraði fyrir Sheffield á 12. mín. leiksins, en fór síðan í markið er Press- man meiddist. Nigel Pearson bætti öðru marki Sheffield við á 78. mín. og tryggði sigur liðsins í jöfnum og mjög spennandi leik þar sem City hafði farið illa með sín bestu marktækifæri í fyrri hálfleiknum. Coventry og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í mjög fjörugum leik þar sem bæði lið fengu mikið af færum. Coventry hafði undirtökin í fyrri hálfleik, en Tottenham, sem lék án Paul Gascoigne sem var meiddur, í þeim síðari. Paul Allen átti stór- leik hjá Tottenham og Paul Stew- art var óheppinn að skora ekki í síðari hálfleik fyrir liðið er hörkuskot hans hafnaði í stöng. Vörn Tottenham með Guðna Bergsson innanborðs var hins veg- ar heppin undir lokin að fá ekki á sig inark. David Speedie skallaði yfir fyrir opnu marki og Bobby Mimms varði vel frá Cyrille Reg- is sem slapp í gegn undir lokin, en jafnteflið sanngjörn úrslit í góðum leik. Vandræði Man. Utd. halda áfram og áhorfendur virðast vera að snúa baki við liðinu. Aðeins 24.000 sáu liðið gera markalaust jafntefli á heimavelli gegn Q.P.R. og nú virðist síðasta hálmstrá Alex Ferguson fram- kvæmdastjóra liðsins vera FA- bikarinn þar sem Utd. mætir Nottingham For. á útivelli á laug- ardaginn. Tap í þeim leik þýðir mjög líklega brottrekstur hans frá Old Trafford. Southampton hefur komið á óvart í vetur með góðri frammi- stöðu og botnlið Charlton varð engin hindrun fyrir liðið. Sout- hampton hafði yfirburði, en þrátt fyrir það skoraði Robert Lee fyrsta mark leiksins fyrir Charl- ton á 25. mín. Aðeins 7 mín. síð- ar hafði Southampton náð for- ystu, Matthew Le Tissier úr aukaspyrnu og Russel Osman sáu um mörkin. Rodney Wallace bætti síðan tveim mörkum við fyrir Southampton áður en Steve MacKenzie lagaði stöðuna fyrir Charlton með síðustu spyrnu leiksins. Norwich tapaði óvænt á heima- velli sínum gegn Wimbledon í daufum og heldur slökum leik. En leikmenn Wimbledon gefast aldrei upp og Terry Gibson skor- aði sigurmark liðsins á lokamín- útunum. Everton hefur saknað Norman Whiteside mjög að undanförnu, en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla. Hann kom nú að nýju inn í liðið og skoraði fyrra mark liðsins gegn Luton. Graeme Sharp bætti öðru marki liðsins við áður en Danny Wilson skoraði eina mark Luton úr víta- spyrnu í síðari hálfleik. Millwall og Derby gerðu 1:1 jafntefli í London. Nick Picker- ing náði forystu fyrir Derby í leiknum, en Ian Dawes tryggði heimaliðinu stig með jöfnunar- markinu. 2. deild • Leeds Utd. varð að láta jafn- tefli duga á heimavelli gegn Oldham, en Oldham hafði sigrað Leeds Utd. tvívegis fyrr í vetur í Deildabikarnum. Og Oldham virtist lengi vel ætla að fara með sigur af hólmi, því að Roger Palmer náði forystu fyrir liðið sem ógnar nú toppliðunum í 2. deild. En undir lokin tókst Leeds Utd. að jafna leikinn og var það John Hendrie sem skoraði hið mikilvæga mark og Leeds Utd. hefur nú tveggja stiga forskot. • Sheffield Utd. steinlá úti gegn Oxford 3:0 þar sem Paul Shimp- son skoraði tvö af mörkum heimaliðsins. • Hull City hefur staði sig mjög vel yfir hátíðarnar og er nú kom- ið af botninum. Liðið sigraði Sunderland óvænt 3:2 á heima- velli sínum. • Steve Bull fagnaði nýju ári með því að skora öll 4 mörk Wol- ves gegn Newcastle og það á úti- velli. Kevin Brock gerði eina mark Newcastle. Pétur Bjarna- son, einn fárra aðdáenda Wolves á Akureyri, býður Bull upp á 4 hamborgara í tilefni dagsins ef hann á leið um Glerárþorpið. • Mikla athygli vekur 5:0 burst Port Vale á Ipswich, en Ipswich hefur átt góðu gengi að fagna að undanförnu. • Swindon er komið í hóp efstu liða eftir 2:0 sigur á útivelli gegn Watford. • Kevin Campbell sem er í láni hjá Leicester frá Arsenal skoraði tvö af mörkum Leicester í 3:2 sigri á útivelli gegn Portsmouth. Þ.L.A. Brian Clough hélt upp á 1000. leik- inn með sigri á Tottenham. Staðan 1. deild Liverpool 22 12-6- 4 44:20 42 Aston Villa 21 124- 5 36:21 40 Arsenal 21 12-3- 6 37:23 39 Soulhampton 21 9-7- 5 42:34 34 Toltenhani 20 9-5- 6 30:27 32 Nomich 21 8-7- 6 25:21 31 Chelsea 21 8-7- 6 32:30 31 Everton 21 94- -8 27:26 31 Derby 21 8-5- 9 27:19 29 Nott.Forest. 21 8-5- 7 28:21 29 Covcntry 21 8-4- 9 17:28 28 Wimbledon 21 6-9- 6 25:25 27 QPR 21 6-8- 7 22:21 26 Crystal Palace 21 7-5- 9 26:42 26 Man.Utd. 21 6-6-9 26:29 24 Sheff.Wed. 22 6-6-10 19:31 24 Millwall 21 5-7- 9 28:31 22 Man.City 21 6-4-11 25:36 22 Luton 21 4-8- 9 22:30 20 Charlton 21 3-7-11 17:29 16 2. deild Leeds Utd. 25 14- 7- 4 42:25 49 Sheff.Utd. 25 13- 7- 4 40:28 47 Sunderland 25 11- 9- 5 44:37 42 Oldham 25 11- 9- 5 35:28 42 Swindon 25 11- 7- 745:33 40 Ipswich 24 11- 7- 6 37:32 40 Newcastle 24 10- 7- 7 41:31 37 Bláckburn 24 8-11- 5 45:39 35 Wolves 25 9- 8- 8 40:36 35 West Hain 25 9- 7- 9 36:31 34 Watford 25 9- 6-10 35:32 33 Oxford 25 9- 6-10 36:36 33 Leicester 25 9- 6-10 33:39 33 Port Vale 25 7-10- 8 34:31 31 Bmirneniouth 25 8- 6-1136:43 30 Plymouth 24 8- 5-11 39:35 29 W.B.A. 25 7- 8-10 42:41 29 Brigliton 25 8- 4-13 31:37 28 Middlesbr. 25 7- 7-11 30:39 27 Bradford 25 6- 9-10 31:34 27 Hull 24 5-11- 8 28:33 26 Barnsley 25 7- 5-13 27:48 26 Portsmouth 25 4-11-10 32:40 25 Stoke 24 4-10-10 22:35 22 John Barnes og félagar í Liverpool verða ekki auðsigraðir í vetur.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.