Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990
í DAGS-ljósinu
Gífurlegt tjón í eldsvoða í Krossanesverksmiðjunni aðfaranótt gamlársdags:
Þeir sem byggðu húsið geta
dregið lærdóm af þessum bruna
- segir Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri
Ljóst er að tjón í eldsvoða í
Krossanesverksmiðjunni
aðfaranótt gamlársdags nemur
hundruðum milljóna króna.
Tjónið hefur ekki verið metið
að fullu en fulltrúar tryggingar-
félaganna sem hlut eiga að
máli hófu í gær mat á skemmd-
um á húsnæði og vélum í
Krossanesi. Rannsóknarlög-
reglan vinnur að rannsókn á
eldsupptökum, en niðurstöður
þeirrar athugunar liggja ekki
fyrir. Böndin berast þó að
kyndiklefa sem staðsettur er í
um það bil miðri verksmiðju.
Bruninn í Krossanesi er stærsti
bruni á níunda áratugnum á
Akureyri og þarf að fara aftur til
ársins 1978, þegar Breki brann 2.
maí, til að finna viðlíka bruna í
bænum.
Það var kl. 04.27 aðfaranótt
gamlársdags sem Slökkvilið
Akureyrar var kallað út vegna
elds í Krossanesverksmiðjunni.
Kona búsett í húsi við Einholt til-
kynnti um eldinn. Þegar að var
komið var verksmiðjan nær
alelda og því ljóst að erfitt yrði
að ráða niðurlögum eldsins. Ekki
er nákvæmlega vitað hvenær
eldurinn kom upp í verksmiðj-
unni. Vaktmaður frá Securitas
fór um svæðið á þriðja tímanum.
Hann ók eins og venjulega einn
hring á svæðinu og stimplaði sig
inn í suðausturenda hússins að
loknu skyldueftirliti. Vaktmaður
varð ekki var við neitt óeðlilegt.
Það útilokar þó ekki að eldurinn
hafi verið kominn upp í verk-
smiðjunni laust fyrir kl. hálf þrjú
um nóttina.
Förum yfir brunann
frá a til z
Allt tiltækt lið Slökkviliðsins, 28
menn, var kvatt á staðinn og
naut það aðstoðar starfsmanna
Krossanesverksmiðjunnar við
slökkvistörf. Tómas Búi Böðv-
arsson, slökkviliðsstj óri, segir að
slökkviliðsmenn geti örugglega
dregið mikinn lærdóm af þessum
mikla bruna í Krossanesi. „Við
höfum það fyrir reglu að hittast
eftir svona bruna og förum yfir
hann frá a til z. Ég held þó satt
best að segja að þeir sem byggðu
húsið geti fyrst og fremst lært af
þessum bruna.“
Tómas Búi var spurður hvort
eitthvað eitt hefði einkennt
Krossanesbrunann. „Það má
kannski segja að hafi einkennt
þennan bruna, sem við höfum
aldrei lent í áður, að húsið er svo
til alelda þegar að er komið.
Maður var nánast magnþrota
hvað bæri að gera.
Hætta á að þakið hryndi
Hins vegar var eldurinn að því er
virtist hvergi mikill og eldur í
beinageymslu var að mestu kuln-
aður þegar að var komið.
Þannig hagar til að þetta hús er
nýlegt og var byggt utan um
gamla húsið. Hluti af því var úr
timbri, sérstaklega þakið. Eins
i var timbur sumstaðar í verk-
smiðjunni frá gamalli tíð. Það
gerði okkur lífið leitt. Um var að
ræða þrefalda veggi. í fyrsta lagi
gamla vegginn, sem var klæddur
að utan og innan. Síðan kom bil
og því næst nýi veggurinn. Mikil
hætta var á að hluti þaksins
hryndi og af þeim sökum var
mjög hættulegt að vera inn í
verksmiðjunni. Þetta gerði erfitt
fyrir með slökkvistarf. Sumstaðar
virkaði þetta eins og regnhlíf og
því áttum við í erfiðleikum með
að koma vatninu að.
Vantaði körfubíl
Við höfðum engin tæki til að rífa
húsið að ofanverðu. Meðalhæðin
á þakinu er um 11 metrar, en
með okkar stigum náum við ein-
ungis 9 metra hæð. Þar að auki
var þakið hált, hiti um frostmark,
og því óðs manns æði að fara upp
á það og rífa nema að vera í
körfu. Körfubíl höfum við hins
vegar ekki.
Ég tel að ef við hefðum haft
körfubíl hefðu verið meiri líkur
til að verja austurhluta hússins.
Við tókum þá ákvörðun að
verja suðausturhornið þar sem er
stjórnstöð og starfsmannaaðstaða.
Við fórum inn í húsið að sunnan-
verðu til að reyna að koma í veg
fyrir að eldurinn kæmi vestan frá
og að sama skapi fórum við inn
að austanverðu til stöðva eldinn
austan frá. Þannig reyndum við
að hólfa svæðið af en það tókst
ekki. Eldurinn var í nýja þakinu
yfir húsinu og við gátum ekki
forðað því að hann faéri niður.
Lögðum áherslu á að
verja ístess
Við slökkviliðsmenn byggjum
allt okkar starf á því að ná utan
um eldinn, láta hann ekki fara
lengra en hann er þegar búinn að
ná. Við lögðum strax á það
áherslu að tryggja að eldurinn
bærist ekki í verksmiðju ístess,
mjölskemmuna norðan við. Þeg-
ar tryggt var að það hefði tekist
huguðum við að stjórnstöðinni í
suðausturhorni hússins. Okkur
tókst hins vegar ekki sem skyuldi
að ráða við eldinn þar.
Við þurftum að nota sjó við
slökkvistörfin og hann er vissu-
lega óheppilegri en vatn, því líkur
eru til að hann skemmi tæki og
vélar meira en vatn. Við höfðum
hins vegar enga aðra leið. Á lóð-
inni eru tveir brunahanar og til
þess að gera grönn lögn að þeim,
4 tommu lögn. Þeir hefðu því
engan veginn nægt okkur. Við
notuðum kranana eins og mögu-
legt var en dældum úr sjónum
það sem upp á vantaði.“
Yiðvörunarbúnaður ekki
til staðar
Tómas Búi segir að ekkert eld-
varnarkerfi hafi verið í húsinu.
„Það var skilyrði fyrir bygging-
unni að það yrði sett upp. Það
var hins vegar ekki byrjað á upp-
setningu þess. Við álítum að eld-
varnirnar eigi að koma sem fyrst,
eftir því sem hægt er, en ekki síð-
ast eins og er allt of algengt.
í byggingu sem þessari þurfa
vissir hlutir, eins og t.d. kyndi-
klefinn, að vera hólfaðir af þann-
ig að þar megi eitthvað út af bera
án þess að það sjálfkrafa fari um
alla verksmiðju. Að lágmarki á
þar að vera klukkutíma eldþol.
Það var ekki neins staðar til
staðar. Þá þarf að vera viðvörun-
arbúnaður. Hann var heldur ekki
til staðar. Slökkvibúnaður verður
að vera í slíkri byggingu. Hann
var sumstaðar í húsinu.
Húsið öðruvísi en
samþykktar teikningar
Við höfðum undir höndum teikn-
ingar af húsinu en í nokkrum
atriðum hafði verið vikið frá sam-
þykktum teikningum hjá bygg-
ingafulltrúa. Það kom okkur
nokkuð á óvart. Sumar þessara
breytinga sáum við strax utan á
húsinu og inni í húsinu voru hlut-
ir öðru vísi en teikningar gerðu
ráð fyrir. Hefði húsið verið byggt
samkvæmt teikningum hefðu mál
sennilega farið á annan veg. En
það ber að hafa í huga að húsið
var í byggingu og það vissum við.
Við vissum líka að starfsemin
myndi halda áfram meðan húsið
væri í byggingu. Við höfðum ekki
gert neinar athugasemdir við
það. Starfsemi fylgir að sjálf-
sögðu áhætta sem hefði þurft að
mæta með því að leggja áherslu á
eldvarnirnar, láta þær hafa for-
gang í húsinu."
Kyndiklefinn undir
smásjánni
Rannsóknarlögreglan á Akureyri
vinnur að rannsókn á eldsupp-
tökum. Daníel Snorrason tjáði
Degi í gær að ekki væri enn vitað
um orsakir eldsvoðans en kyndi-
klefi í miðju verksmiðjuhúsinu
lægi undir grun. Áfram verður
unnið að rannsókn málsins í þess-
ari viku.
Verksmiðjan vel tryggð
Fulltrúar þriggja tryggingar-
félaga, sem Krossanesverksmiðj-
an er tryggð hjá, hófu í gær að
meta tjónið í verksmiðjunni.
Niðurstöður matsmanna munu
ekki liggja fyrir fyrr en að nokkr-
um dögum liðnum en á þessari
stundu er þó vitað að fjárhagslegt
tjón er gífurlegt, svo nemur
hundruðum milljóna króna.
Samkvæmt upplýsingum Dags
var verksmiðjan mjög vel tryggð.
Húsakynni, sem ljóst er að urðu
hvað verst úti í eldsvoðanum, eru
tryggð hjá Vátryggingafélagi
íslands hf., vélar og tæki, að
undanskildu mjölkerfi, eru
tryggðar hjá Sjóvá-Almennum
og mjölkerfið er tryggt hjá
Tryggingamiðstöðinni. Verk-
smiðjan hefur einnig rekstrar-
stöðvunartryggingu en sú trygg-
ing er mjög flókin og tekur meðal
annarra þátta mið af framleiðslu
síðustu tólf mánaða.
Úr leik á vertíðinni?
Mikil óvissa er með lengd vinnslu-
stöðvunar Krossanesverksmiðj-
unnar. Fljótt á litið töldu menn
að ekki yrði brædd ein einasta
loðna á vetrarvertíðinni í verk-
smiðjunni en við nánari skoðun
hafa menn ekki útilokað þann
möguleika. Tæki inni í verk-
smiðjunni eru ekki talin eins illa
leikin og menn óttuðust og það
gefur von um að hægt verði að
bræða þar loðnu í vetur. Til
dæmis eru góðar vonir um að
þurrkarinn hafi ekki farið eins
illa og óttast var. Stjórntæki
verksmiðjunnar urðu hins vegar
illa úti í eldsvoðanum og því ljóst
að langur tími líður áður en að
þau verða komin í samt lag. Tal-
að hefur verið um þann mögu-
leika að handstýra bræðslunni
síðari hluta þessarar vertíðar eins
og áður tíðkaðist. Þrátt fyrir
ítrekaðar tilraunir tókst hvorki
að ná tali af Sigfúsi Jónssyni,
stjórnarformanni Krossanesverk-
smiðjunnar hf., né Geir Zöega,
forstjóra, til þess að spyrjast fyrir
um þennan möguleika í gær.
Uppsagnir starfsmanna
Eins og fram hefur komið hefur
öllum starfsmönnum Krossanes-
verksmiðjunnar verið sagt upp
störfum með fjögurra mánaða
uppsagnarfresti. Uppsagnir eiga
að taka gildi 1. maí nk., eða í lok
loðnuvertíðar. Ekki hefur tekist
að afla upplýsinga um hvort
bruninn breytir á einhvern hátt
þessum uppsögnum.
Á undanförnum mánuðum
hefur verið unnið að gagngerum
breytingum og endurbótum á
Krossanesverksmiðjunni og má
heita að menn hafi verið að reka
smiðshöggið á þær breytingar.
Þær hafa reynst mjög kostnaðar-
samar og m.a. þess vegna var öll-
um starfsmönnum sagt upp störf-
um í lok loðnuvertíðar.
Súlan, Þórður Jónasson
og Örn leita á önnur mið
Frá og með áramótum tók hluta-
félag yfir rekstur Krossanesverk-
smiðjunnar. Eftir^sem áður á
Akureyrarbær lang stærstan hlut í
verksmiðjunni en "auk bæjarins
eiga lítinn og jafnan hlut þeir
Hreiðar Valtýsson, útgerðarmað-
ur Þórðar Jónassonar EA, Sverrir
Leósson, útgerðarmaður Súlunn-
ár EA, Bjarni Bjarnason, skip-
stjóri Súlunnar og Örn Erlings-
son, útgerðarmaður Arnar GK.
Þessi þrjú skip hafa á undan-
förnum vertíðum lagt upp stærst-
um hluta síns afla í Krossanesi.
Útgerðarmenn Súlunnar og
Þórðar Jónassonar sögðu báðir í
gær að þeir hafi báðir kappkostað
að landa loðnu í Krossanesi og
vinnslustöðvun verksmiðjunnar
væri vissulega mjög bagaleg.
Hins vegar lægi fyrir að á meðan
Krossanes væri úr leik yrðu þeir
að snúa sér að öðrum verksmiðj-
um. Sverrir Leósson sagði að
vegna loðnubrests á haustvertíð
myndu loðnuverksmiðjur ugg-
laust leita eftir þessum þrem
loðnuskipum í föst viðskipti.
„Það er ljóst að margir munu
leita eftir kaupum á loðnu á þess-
um síðustu og verstu tímum
þannig að við verðum ekki í nein-
um sérstökum erfiðleikum að
losna við hana þegar hún
kemur,“ segir Sverrir.
*
Istess stöövast ekki
Eins og fram kemur í orðum
Tómasar Búa tókst slökkviliðs-
mönnum að koma í veg fyrir að
eldurinn næði til húsa fóðurverk-
smiðju ístess hf. Þó er ljóst að
eldsvoðinn í Krossanesverksmiðj-
unni kemur illa við starfsemi ís-
tess því verksmiðjan hefur keypt
stærstan hluta hráefnis frá Krossa-
nesi og þá hafa verksmiðjurnar
nýtt sameiginlega gufuketil. „Við
þurfum gufu til að þurrka fóðrið
og það mál verðum við að leysa
með einhverjum öðrum hætti,“
segir Guðmundur Stefánsson,
framkvæmdastjóri ístess hf.
Hann segir að vegna lítillar
bræðslu í Krossanesverksmiðj-
unni í haust hafi ístess leitað víða
eftir kaupum á mjöli, t.d. í
Grindavík og á Þórshöfn. „Ég tel
allar líkur á að við getum áfram
orðið okkur út um mjöl til fiski-
fóðursframleiðslunnar. “ óþh
Vinningstölur laugardaginn
30. des. ’89
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGSHAFA UPPHÆÐ Á HVERN VINNINGSHAFA
1. 5af5 3 896.385.-
n PcúSfaga^ 4. 4af5^fgl 5 93.328.-
3. 4af5 169 4.763.-
4. 3af 5 5.507 341.-
Heildarvinningsupphæö þessa viku:
5.838.992.-
UPPLÝSINGAR: SÍMSVARI 681511 - LUKKULÍNA 991002