Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 14

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 14
14 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990 — AKUREYRARB/tR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Fimmtudaginn 4. janúar 1990 kl. 20-22 verða bæjarfulltrúarnir Freyr Ófeigsson og Úlfhildur Rögnvaldsdóttir til viðtals á skrifstofu bæjarstjórn- ar, Geislagötu 9, 2. hæð. Bæjarfulltrúarnir munu svara símaviðtölum eftir því sem aðstæður leyfa. Síminn er 21000. Bæjarstjóri. Menntamálaráðuneytið: Farið af stað með könn- un á fullorðmsfræðslu Núna um áramótin hefur mennta- málaráðuneytið farið af stað með könnun á fullorðinsfræðslu og sent spurningalista til um 200 aðila. Spurt er um námsframboð og fjölda þátttakenda á árinu 1989, skipt eftir kynjum, aldri og búsetu. Einnig er spurt um kostn- að og hvernig hann skiptist á hina ýmsu aðila. Könnun þessi er liður í aukinni áherslu sem mennta- málaráðuneytið leggur nú á full- orðinsfræðslusviðið, en í nóvember var ráðinn starfsmaður í fullt starf til að sinna þessu sviði. Fullorðinsfræðsla hefur verið í örum vexti á síðustu árum. Sér- staklega hefur hvers konar endurmenntun í tengslum við breytingar í atvinnulífinu vaxið fiskur um hrygg. Launamenn og atvinnurekendur hafa í auknum mæli samið við gerð kjarasamn- inga um að kostur verði aukinn á endurmenntun. Margir sækja ýmis konar námskeið í frístund- um sínum eða sækja nám í öld- ungadeildum framhaldsskólanna. Margir sækja fullorðinsfræðslu og miklu fjármagni er á ýmsan hátt varið til fullorðinsfræðslu en ekki liggja fyrir upplýsingar um það á einum stað. Svör við spurningalistanum eiga að berast ráðuneytinu fyrir 12. febrúar 1990. Vonast er til að niðurstöður liggi fyrir með vor- inu. Nánari upplýsingar um könn- unina veitir Guðný Helgadóttir, deildarstjóri í ráðuneytinu. ______ STAÐGREÐSLA 1990 _ SKATTHLUTIALL OG PERSÓNUAFSLÁTTUR ÁRÐ1990 ALMENNT SKAITHLUTFALL ER39,79% LAUNAGREÐANDA ER ÓHEIMILT AÐ FÆRA ÓNÝTTAN PERSÓNUAFSLÁTT MILLIÁRA (Þ.EFRÁ 1989 TIL 1990) >■ _________________ Breyting á almennu skatthlutfalli og persónuafslætti hefur ekki í.för með sér að ný skattkort verði gefin út til þeirra sem þegar hafa fengið skattkort. Launagreiðanda ber hins vegar að nota ofangreint skatthlutfall og upphæð persónuafsláttar i við útreikning staðgreiðslu. | Veita skal launamanni persónuafslátt í samræmi við það hlutfall persónuafsláttar sem fram kemur á skattkorti hans. RÍKISSKATTSTJÓRl Nýtt Jafnréttis- ráð skipað Samkvæmt lögum nr. 65/1985, um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, hefur verið skipað í Jafnréttisráð. Ráðið verður nú þannig skipað: Ragnhildur Benediktsdóttir skrifstofustjóri, skipuð af Hæsta- rétti formaður ráðsins, varamað- ur Sigurður H. Guðjónsson hæsta- réttarlögmaður. Árni Gunnarsson alþingismað- ur, skipaður af félagsmálaráð- herra varaformaður ráðsins, varamaður Magnús Jónsson veðurfræðingur. Þórunn Sveinbjörnsdóttir, for- maður starfsmannafélagsins Sóknar, skipuð af Alþýðusam- bandi íslands, varamaður Lára V. Júlíusdóttir framkvæmda- stjóri. Sigurveig Sigurðardóttir hjúkr- unarfræðingur, skipuð af Banda- lagi starfsmanna ríkis og bæja, varamaður Margrét Ríkarðsdótt- ir þroskaþjálfi. Ingibjörg Magnúsdóttir hús- móðir, skipuð af Kvenfélaga- sambandi íslands, varamaður Drífa Hjartardóttir bóndi. Guðrún Árnadóttir skrifstofu- stjóri, skipuð af Kvenréttindafé- lagi íslands, varamaður Ragn- hildur Hjaltadóttir skrifstofu- stjóri. Hrafnhildur Stefánsdóttir lög- fræðingur, skipuð af Vinnuveit- endasambandi íslands, varamað- ur Guðrún Lárusdóttir útgerðar- maður. Akureyringar Ferskar fréttir með morgunkaffinu Áskriftar’SST 96-24222

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.