Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 13

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 13
Miðvikudagur 3. janúar 1990 - DAGUR - 13 Minning Sigurgeir Bjami Jóhannsson Fæddur 20. október 1891 - Dáinn 10. júlí 1970 Anna Guðrún Guðmundsdóttir Fædd 22. ágúst 1897 - Dáin 17. desember 1989 Nú þegar amma mín er látin þá koma endurminningarnar upp í hugann ein af annarri. t>á verður mér einnig hugsað til afa sem lést fyrir nítján árum og vil ég því minnast þeirra beggja hér á eftir í örfáum orðum. Afi minn, Sigurgeir Bjarni Jó- hannsson, sonur hjónanna Krist- ínar Bjarnadóttur og Jóhanns Indriðasonar var fæddur að Birn- ingsstöðum í Ljósavatnsskarði 20. október 1891. Að Arnstapa fluttist hann fjögurra ára að aldri og átti þar heima þar til hann lést árið 1970. Amma mín, Anna Guðrún Guðmundsdóttir, var fædd að Kúfustöðum í Svartárdal, Aust- ur-Húnavatnssýslu, dóttir hjón- anna Guðríðar Einarsdóttur og Guðmundar Guðmundssonar. Hún fluttist síðan að Leifsstöðum í sömu sveit með foreldrum sín- um og átti heima þar til átta ára aldurs er faðir hennar lést, þá fluttist hún að Hálsi í Fnjóskadal til prestshjónanna Ásmundar Gíslasonar og Önnu konu hans þar sem hún var alin upp frá þeim tíma. Það var á Hálsi sem þau kynnt- ust afi og amma, þegar afi var þar vinnumaður. í hjónaband gengu þau 6. febrúar 1918 og hófu þá búskap á Arnstapa þar sem amma átti heima þar til tvö síð- ustu árin að hún var til heimilis hjá Ernu dóttur sinni á Hríshóli í Eyjafirði. Afi og amma eignuðust sjö börn, Guðmund Kristján kvænt- an Ingibjörgu Jóhannsdóttur, þau búa í Klauf í Eyjafirði, Jó- hann Kristinn kvæntan Pálínu Hannesdóttur, þau búa á Sauðár- króki, Halldór sem kvæntist Her- dísi Þorgrímsdóttur, en hann lést árið 1968, þau bjuggu á Arnstapa þar sem Herdís býr enn ásamt syni þeirra Þorgeiri, Sigrúnu sem giftist Ingvari Þorsteini Vil- hjálmssyni, en hann lést 1988, þau bjuggu í Reykjavík þar sem Sigrún býr enn, Sigurveigu Bryn- hildi gifta Páli Jónssyni, þau búa á Akureyri, Guðríði Kristjönu gifta Skúla Sigurðssyni, þau búa á Stórutjörnum og Ernu gifta Hreini Kristjánssyni, þau búa á Hríshóli í Eyjafirði, en eins og áður hefur komið fram þá dvaldi amma hjá þeim tvö síðustu ár ævi sinnar. Áfkomendur afa og ömmu eru nú orðnir áttatíu. Á Arnstapa bjuggu afi og amma alla sinn búskap og síðar ásamt pabba og mömmu á meðan þau lifðu. Heim í Arnstapa komu barna- börnin oft að heimsækja þau afa og ömmu og dvöldu þar um lengri og skemmri tíma, lengst Bjarni bóndi á Rifkelsstöðum sem var þar í níu sumur og Þór- dís húsmóðir í Reykjavík í fimm sumur. Áfram heimsóttu barnabörnin ömmu eftir að afi lést og alltaf varð hún jafn glöð að sjá fólkið sitt og vildi fylgjast með hvernig því vegnaði í lífinu. Það er okkur systkinunum fimm sem ólumst upp á Arnstapa ákaflega mikils virði að hafa fengið að alast upp með afa og ömmu á heimilinu. Þau eru orðin allt of fá börnin sem fá að njóta slíks nú á dögum þó að sem betur fer sé það enn til á stöku stað. Já, það er margs að minnast, allar vísurnar, sögurnar, bænirn- ar, jurtaheitin, örnefnin, þau voru óþrjótandi á að miðla okkur barnabörnunum af fróðleik sín- um um svo margt. Þær eru mér dýrmætar minn- ingarnar um þessi samstilltu hjón og ég minnist þeirra með virð- ingu. Blessuð sé minning þeirra. Anna Sigríður Haildórsdóttir. Heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra: Skipar nefiid til að endur- skoða ákvæði áfengislaga Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðherra, Guðmundur Bjarna- son, hefur í samráði við dóms- og kirkjumálaráðherra, Óla Þ. Guð- bjartsson, Áfengisvarnaráð og landlækni skipað nefnd, sem fengið er það hlutverk að endur- skoða þau ákvæði áfengislaga nr. 82/1969, með síðari breytingum, sem snerta áfengisvarnir, og lög nr. 39/1964, um meðferð ölvaðra manna og drykkjusjúkra, með það fyrir augum að steypa ákvæðum þessara laga saman í ein lög, áfengisvarnalög. Er nefndinni ætlað að hafa samráð við þá aðila er vinna að áfeng- isvörnum, s.s. Áfengisvarnaráð, áfengisdeild ríkisspítalanna og Samþand áhugamanna um áfeng- isvandamálið. I nefndinni eiga sæti: Ingimar Sigurðsson, skrifstofu- stjóri, formaður, Hrafn Pálsson, deildarstjóri, ritari, Níels Árni Lund, deildarstjóri, Sigmundur Sigfússon, geðlæknir, tilnefndur af landlækni, Ólafur Haukur Árnason, áfengisvarnaráðunaut- ur, tilnefndur af Áfengisvarna- ráði og Jón Oddsson, hrl., til- nefndur af dóms- og kirkjumála- ráðherra. Nefndinni er ætlað að Ijúka störfum á þessu ári. Menntamálaráðuneytið: Ákveðið að stoftia „Almenna skrifstofu“ í ráðuneytinu Knúti Hallssyni, ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytisins, hefur verið veitt orlof frá starfi um eins árs skeið frá 1. janúar 1990. í fjarveru Knúts mun Árni Gunn- arsson, skrifstofustjóri háskóla- og menningarmálaskrifstofu ráðu- neytisins, gegna starfi ráðuneyt- isstjóra, en Stefán Stefánsson, deildarsérfræðingur, mun gegna starfi skrifstofustjóra háskóla- og menningarmálaskrifstofu. Undanfarið hefur verið unnið að athugun á skipulagi ráðuneyt- isins og í framhaldi af því hefur verið ákveðið að stofna skrifstofu í ráðuneytinu er nefnist „almenn skrifstofa“ og fjalli um rekstur ráðuneytisins og sameiginlega þjónustu. Staða skrifstofustjóra almennu skrifstofunnar verður auglýst laus til umsóknar á næstunni. Frekari skipulagsbreytingar eru til athugunar og verður greint frá þeim síðar. VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI Innritun í öldungadeild hefst miðvikudaginn 3. janúar og stendur til fimmtudags 11. janúar. Skrifstofan er opin kl. 8.00-16.00 alla virka daga, en verður opin aukalega kl. 16.00-19.00 mánudaginn 8. janúar og verður deildarstjóri þá til viðtals. Náms- gjald er kr. 8.500 og greiðist við innritun. Kennsla hefst í öldungadeild mánudaginn 15. janúar. Skólameistari. Auglýsing frá menntamálaráðuneytinu: Lausar stöður við framhaldsskóla Við Fjölbrautaskóla Suðurlands, Selfossi vantar kennar til að kenna eftirtaldar greinar: Ferðamálagreinar (hlutastarf) og uppeldis- og sálarfræði (hlutastarf). Þá vantar námsráðgjafa í hlutastarf og bóka- safnsfræðing í % hluta starfs. Nánari upplýsingar veitir skólameistari. Umsókn- ir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist menntamálaráðuneytinu, Hverfisgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 5. janúar n.k. Menntamálaráðuneytið. L LANDSVIRKJUN TILKYNNING FRA LANDSVIRKJUN Frá og með 1. janúar 1990 verða tekin í notkun ný símanúmer á skrifstofu Landsvirkjunar götu 30. Glerár- Samband viö allar deildir frá skiptiboröi frá kl. 8.00- 16.00. Símanúmer 11000 Telefax 11011 4 línur Eftir kl. 16.00 Skrifstofa 11000 Stjórnstöð Glerárgata 30 11002 Varastöö Rangárvöllum 11003 Varastöö Oddeyri 11003 FRAMSÓKNARMENN AKUREYRl Skoðanakönnun framsóknarmanna á Akureyri Ákveðið hefur verið að fram fari skoðanakönn- un meðal flokksbundinna framsóknarmanna á Akureyri, til að fá fram hverja þeir vilja sjá í 6 efstu sætum framboðslista flokksins í komandi bæjarstjórnarkosningum í maí í vor. Kosið verður á skrifstofu Framsóknarflokksins, Hafnarstræti 90, Akureyri, sem hér segir: Föstudaginn 5. janúar kl. 16-22. Laugardaginn 6. janúar kl. 10-16. Félagar í framsóknarfélögunum á Akureyri eru eindregið hvattir til að taka þátt í könnuninni og hafa með því áhrif á val efstu manna á framboðslistanum. Uppstillingarnefnd.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.