Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 7

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 3. janúar 1990 - DAGUR - 7 Skíði: Kristínn í 8. sætí Valdiraarí3.sætí Kristinn Björnsson frá Ólafsfírði keppti í tveimur alþjóðlegu svigmótum í Finnlandi rétt fyrir áramót- in. Hann lenti í áttunda sæti á föstudaginn og Ijórtánda sæti á laugardaginn. Valdi- mar Örnólfsson náði bestum árangri íslendinganna á mótunum en hann náði þriðja sætinu fyrri daginn en því fímmta daginn eftir. Kristinn fór brautina á 1:32.16 á föstudag og hlaut 65,48 Fis stig. Valdimar fór í sömu keppni á 1:31,14 og hlaut 58,30 Fis stig. Haukur Arnórsson lenti í 23. sæti á 1:38.20. Á laugardag gekk íslensku keppendunum ekki eins vel. Valdimar lenti í 5. sæti á 1:25.02, Kristinn hafnaði í 14. sæti á 1:27.33 og Haukur varð í 26. sæti á 1:30.23. Ekki tókst að fá upplýsingar frá Finnlandi hve margir kepp- endur tóku þátt í þessum tveimur mótum né hve margir kláruðu keppnina. Kristinn mun dvelja áfram á Norður- löndunum við æfingar og keppni í '/5 mánuð en von er á honum aftur til Ólafsfjarðar um miðjan mánuðinn. Gamlárshlaup: Sigurður fyrstur - Guðrún fremst í kvennaflokki Gamlárshlaup var haldið í fyrsta skipti á Akureyri á árinu sem leið. Það voru 15 þátttak- endur sem hlupu í þessu fyrsta hlaupi og sigraði Sigurður Bjarklind í karlaflokki en Guðrún Svanbjörnsdóttir í kvennaflokki. Gamlárshlaup hefur verið haldið í Reykjavík í nokkur ár og var því löngu orðið tímabært að halda slíkt hlaup hér norðan heiða. Hlaupið fór fram kl. 14.00 á gamlársdag og var hlaupin var 10 km vegalengd frá Kristneshæli að Torfunefsbryggjunni. Allir þátttakendur fengu viðurkenn- ingarskjal að hlaupi loknu og höfðu góð orð um að mæta aftur Þessi ungi piltur sýnir ágæt tilþrif í hástökkinu á Jólamóti UFA í frjálsum íþróttuin. Mynd: KL _____________ , Frjálsar íþróttir: Ágætur árangur hjá UFA - Jóhanna Erla Jóhannesdóttir hlaut afreksbikarinn Jólamót UFA í frjálsum íþrótt- um fór fram í Iþróttahöllinni á Akureyri milli jóla og nýárs. Jóhanna Erla Jóhannesdóttir hlaut afreksbikar unglinga fyr- ir besta árangur á árinu en bikarinn hlaut hún fyrir lang- stökk án atrennu. í öðru sæti varð Smári Stefánsson og Elísabet Jónsdóttir lenti í Enska knattspyrnan: Höldum vonandi dampinum áfram - segir Þorvaldur Örlygsson sem lék allan leikinn gegn Tottenham og Liverpool Þorvaldur Örlygsson hefur svo sannarlega slcgið í gegn með enska liðinu Nottingham Forest. Eftir að atvinnuleyfíð fékkst skaust Akureyringurinn inn í liðið á örskömmum tíma og nú um hátíðarnar lék hann báða stórleiki liðsins, við Tott- enham og Liverpool. Þorvaldur kvaðst vera nokkuð Þorvaldur Örlygsson. ánægður með sinn hlut í þessum leikjum en var þó ekki að setja sjálfan sig á háan hest: „Það var frábært að vinna Tottenham á útivelli og gera síðan jafntefli við Liverpool, sem er tvímælalaust besta liðið á Englandi í dag og jafnvel þótt víðar væri leitað. Þessi úrslit voru sigur liðshcildar- innar en ég var líka þokkalega ánægður með eigin frammistöðu. Það eru fáar stjörnur hjá Forest en leikmennirnir spila vel sem ein heild og ég held að ég hafi fallið ágætlega inn í leik liðsins," sagði Þorvaldur. Það er skammt stórra högga á milli hjá Þorvaldi því að á sunnu- daginn leikur Forest við Manch- ester Utd. í deildarbikarnum. Þorvaldur bjóst við að vera í lið- inu áfram því þegar hann hefur verið með hefur liðið ekki tapað leik. „Við höldum vonandi dampi áfram því Forest leikur mjög skemmtilegan bolta um þessar mundir og ef ég slepp við meiðsli verð ég að öllum líkindum áfram í liðinu.“ Sjá nánar á bls. 11 um ensku knattspyrnuna. þriöja sæti. Ágæt þátttaka var á mótinu og voru keppendur á öllum aldri. En lítum þá á einstök úrslit á mót- inu: Tátur 10 ára og yngri: 40 m hlaup: sek. Assa Van de Ven 7,0 600 m hlaup: mín. Assa Van de Ven 2:39.7 Langstökk án atrennu: m Assa Van de Ven 1,78 Hnokkar 10 ára og yngri: 40 m hlaup: sek. Orri Óskarsson 6,6 Elmar Bergþórsson 6,9 Hilmar Stefánsson 7,2 Hilmar Kristjánsson 7,2 600 m hlaup: mín. Orri Óskarsson 2:25,8 Vagn Kristjánsson 2:27,0 Hilmar Kristjánsson 2:28,1 Langstökk án atrennu: m Hilmar Kristjánsson 1,85 Orri Óskarsson 1,79 Vagn Kristjánsson 1,75 Stelpur 11-12 ára: 40 m hlaup: sek. Hólmfríður Jónsdóttir 6,2 Sigríður Hannesdóttir 6,3 Langstökk án atrennu: m Sigríður Hannesdóttir 1,98 Hólmfríður Jónsdóttir 1,96 Hástökk: m Sigríður Hannesdóttir 1,10 Strákar 11-12 ára: 40 m hlaup: sek Smári Stefánsson 6,2 Arnar M. Vilhjálmsson 6,5 Rúnar Leifsson 6,6 800 m hlaup: mín. Smári Stefánsson 3:09.0 Birgir Ö. Reynisson 3:09,8 Arnar M. Vilhjálmsson 3:19,0 Langstökk án atrennu: m Arnar M. Vilhjálmsson 2,18 Sverrir Jónsson 2,10 Reynir Hannesson 2,05 Hástökk: m Arnar M. Vilhjálntsson 1,23 Birgir Reynisson 1,20 Smári Stefánsson 1,20 Reynir Hannesson 1,20 Telpur 13-14 ára: 40 m hlaup: sek. Jóhanna Erla Jóhannesdóttir 6,3 Björk Guðgeirsdóttir 6,7 Hulda Bergþórsdóttir 7,2 800 m hlaup: mín. Hulda Bergþórsdóttir 3:18,0 Langstökk án atrennu: m Jóhanna E. Jóhannesdóttir 2,50 Björk Guðgeirsdóttir 2,30 Hulda Bergþórsdóttir 1,94 Hástökk: m Jóhanna E. Jóhannesdóttir 1,43 Hulda Bergþórsdóttir 1,25 Piltar 13-14 ára 40 m hlaup: sek. Sigurður Árnason 6,2 800 m hlaup: mín. Sigurður Árnason 3:46,0 Langstökk án atrennu: m Sigurður Árnason 2,49 Hástökk: m Sigurður Árnason 1,35 Karlar: 40 m hlaup: sék. Jóhannes Ottóson 5,4 Sigurður Magnússon 5,5 Gunnar Magnússon 6,3 Langstökk án atrennu: m Jóhannes Ottóson 2,86 Gunnar Magnússon 2,79 Sigurður Magnússon 2,73 Þrístökk án atrennu: m Jóhannes Ottóson 8,36 Sigurður Magnússon 8,05 Gunnar Magnússon 8,02 Kúluvarp: m Torfi Ólafsson 11,97 Sigurður Magnússon 9,56 Jóhannes Ottóson 9,48 á sama tíma að ári. En lítum þá á efstu sætin í hlaupinu.: Karlaflokkur: mín. 1. Sigurður Bjarklind 37,39 2. Cees van de Ven 39,31 3. Karl Halldórsson 40,19 4. Rolf Hannen 42,09 5. Árni Kristjánsson 42,51 6. Eggert Ólafsson 43,44 7. Steinþór Ólafsson 44,37 8. Sigurður Jóhannesson 44,57 9. Björn Jóhannesson 59,30 Kvennaflokkur: 1. Guðrún Svanbjörnsd. 43,43 2. Bryndís Stefánsdóttir 44,27 Siguröur Bjarklind sigraði í Gaml- árshlaupinu. Mynd: kk Iþróttamaður ársins valinn ámorgun Á morgun veröur tilkynnt hver hafí orðið fyrir valinu í kjöri um íþróttamanns ársins 1989 í hófí sem samtök íþróttafrétta- manna halda. I fyrra varð Ein- ar Vilhjálmsson frjálsíþrótta- maður fyrir valinu en í ár hljóta handknattleiksmenn að koma sterklega til greina, enda er árangur landsliðsins í B- heimsmeistarakeppninni flest- um enn í fersku minni. Það eru íþróttafréttamenn allra fjölmiðla sem taka þátt í að velja íþróttamann ársins. Það þykir mikill heiður að hljóta þennan titil þannig að það verður gaman að sjá hver verður fyrir valinu. Kjörinu verður lýst beint á íþróttarásinni á Rás 2 í Ríkis- útvarpinu og hefst útsending kl. 20.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.