Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 3. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavlk vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRlMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDfS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Rfldsstjómin sigrast á erfiðleikunuin Eitt árið enn er liðið í aldanna skaut. Þess verður lengi minnst vegna falls Berlínarmúrsins og uppstokkunar í A.-Evrópu. Því ber að fagna þegar lýðræðið, vilji fólksins, nær að brjóta niður múra og höft, ekki síst þau sem vilja binda hugsunina í viðjar opinbers einflokkakerfis og afturhalds í stjórnunarháttum heilla ríkja. En þrátt fyrir þessar gleðilegu fregnir af erlendum vettvangi standa innlend málefni íslensku þjóðinni næst. Um áramót er gjarnan litið um öxl og reynt að vega og meta það sem áunnist hefur, einnig það sem betur hefði mátt fara. Áramótaræða Stein- gríms Hermannssonar, forsætisráðherra, ber merki bjartsýni og áræðni til að fást við vanda nútíðarinnar á öllum sviðum íslensks þjóð- félags. Ríkisstjórninni hefur, undir farsælli forystu Steingríms Hermannssonar, tekist að snúa öfugþróuninni frá stjórnarárum ríksstjórnar Þor- steins upp í andstöðu sína. Grettistökum hefur verið lyft til að styrkja stöðu útflutningsatvinnu- veganna, bæði gegnum sjóðakerfið og með öðr- um ráðstöfunum. Ríkisstjórnin hefur þurft að standa af sér ýms- ar orrahríðir stjórnarandstöðunnar, einkum Sjálfstæðismanna, og hefur sú ásókn farið svo að segja dagvaxandi undanfarnar vikur. Mál- flutningur andstæðinga ríkisstjórnarinnar hefur verið lítið málefnalegur, svo ekki sé meira sagt, og Morgunblaðið reynir sífellt að spinna upp vef tortryggni og ráðleysis kringum ráðherra stjórn- arinnar og þingmenn stjórnarflokkanna. Hér er á ferðinni gömul brella sem hefur ekki áhrif á kjósendur. Hún nægir ekki til að dylja þá staðreynd að stjórnarandstaðan hefur ekki neinar haldbærar lausnir á aðsteðjandi vanda. Á sama tíma og hún gagnrýnir „óráðsíu" og „skattpíningu" stjórnarinnar leggur hún fram hverja hugmynd- ina á fætur annarri um aukningu ríkisútgjalda á ýmsum sviðum. Gegnum slíka blekkingu er ekki erfitt að sjá. Steingrímur Hermannsson segir m.a. þetta í áramótaræðu sinni, og vísar til væntanlegra samningsumleitana EFTA við EB: „Árið 1990 verður afar mikilvægt. Það getur reynst örlaga- ríkt. Þá mun ráðast hvort tekst að skipa íslensk- um efnahagsmálum á heilbrigðan og skynsam- an máta. Þá mun koma í ljós hvort tekst að draga svo úr verðbólgu að hún verði svipuð og í samstarfs- og samkeppnislöndum okkar. Það er einhver mikilvægasta forsendan fyrir því að íslensk fyrirtæki standist vaxandi samkeppni á opnu evrópsku efnahagssvæði. “ EHB Jón Jónsson, Fremstafelli: Af því læra menn málið sem fyrir þeim er haít Þegar maður minnist Benedikts Gíslasonar, sem lengi var kennd- ur við Hofteig, rennur manni um hug og brjóst notaleg kennd, svo lengi sem hann hefur verið holl- vinur íslenskra bænda. Benedikt var fæddur til þeirrar stéttar í Vopnafirði 21. des. 1894 og lát- inn 1. október sl. eftir 13 ára dvöl á sjúkrahúsi en hélt andlegu þreki og skilvísi til orða fram til hins síðasta. Þá er fallinn frá úr bændastétt einn djarfasti hugsuður sem oft rak sig á vegg hinna lærðu manna, sem formað höfðu og rökstutt með nokkrum hætti átrúnað vorn íslendinga, sem fyrstu hlutdeild í landinu sem leiddi til sagnfræði þeirrar sem varð oss biblía að vissu marki. Kann nú litlu skipta þótt sam- ferðamenn Benedikts gangi í elli sinni á liðnu sumri, í falda hella í jörð, þar sem menn höfðu máski eitt sinn unnið sér þegnrétt. Ann- að ramgjörðara að ætlað var er nú falið jörðinni til að hlúa að, en veldur varla deilunni að víst var það til, svo nærri manni og hjá manni í tíma. Enn stendur að verki samferðamaður Hofteigs- bóndans Guðmundur P. Valgeirs- son, að Bæ, í hárri elli sinni, og sér og heyrir þó, ekki myrkur í máli um stjórnviskuna þá sem líklegast er arfur frá þeim sem í upphafi flúðu land til að nema annað land og eru svo á vissan hátt enn frjálsir menn á flótta. Guðmundur þessi hefir svo rúm- an faðm að hann nær allt til okk- ar Þingeyinga hvað varða varnar- línuna um Kaupfélagið okkar og ekki minna um Mjólkursam- lagið okkar, sterkasta vígi þing- eyskra bænda, og væntanlega líka byggðakjarna þeirra á Húsa- vík. Því stærra mál er þetta, sem Kaupfélagsmenn þingeyskir standa í meiri þolraun með sín- um forsjármönnum að reisa sitt kaupfélag við, sem þeim er því skyldugra að gera, sem ófarnaður þess stafar öðrum þræði af ógætni þeirra, og forsjármanna, en að hinu leitinu af blindri peninga- dýrkun og okurvaxtapólitík sem gengur mest og verst að íslenskri þjóð nú um skeið. Máski orsakar hennar mengaða sálarlíf stress og magasár ásamt áróðurstækni og litskrúði lögreglumynda að ekki gleymdum kynvillingafaraldri og ofbeldisverkum með hjálparlyf- inu svissneskri mysu í túbbum og tönkum. Allt eru þetta hinar nauðsynlegu þjónustugreinar með „hjálæknum“ sínum. Yið munum ekki að svo stöddu flytja á kviktrjám vel rekið Mjólkursamlag okkar vestur fyrir Eyja- fjörð, ennþá meginstoð undir yfírbyggingu gamla Kaupfélagsins hvað helst á meðan endurskoðun þess stendur yfir til fullrar verk- færni. En því nefni ég kviktrjám sem ýmsir skilja enn, en þorra Þingeyinga mun Ijóst að hér má ekki rasa um ráð fram. Þau hrörna í veðrum hin mörgu minnismerkin Já, áfram halda þau að hrörna í veðrum hin mörgu minnismerkin sem íslendingar reisa sér og sín- um um víðáttur landsins. í leikhúsum og kirkjum og Helga r—- magra historíum sem þurfa húsa- skjól vegna tæringar veðra og vinda, ellegar máski hið mikla Auðhumlulíkan sem stendur á verði við hina miklu mjólkurstöð okkar Kaupfélagsmanna, með hinni risavöxnu mjaltakonu á hækjum sínum, beinaber með tóma fötu undir steingeldri kúnni. (Að vísu sagði Halldór Vilhjálmsson á Hvanneyri forð- um að ekkert fóður væri of gott handa kú í geldstöðu). En máski fer að kenna exems um klof og malir og óværu um sig þegar mjólkurflutningar eru hafnir suð- ur nú á haustdögum. Þangað sem „óskabarn þjóðarinnar“ sem hét og var, Eimskipaféíag íslands, ætlar að byggja stóra hótelið, hærra en Bændahöllina en minna að flatarmáli þó en Reiðhöllina, sem náð hefir þrátt fyrir lægð sína að verða gjaldþrota þrátt fyrir sinn lága aldur, varla eldri en uppeldisbróðir hennar, íslandslax . . . Máski var fyrirboði alls þessa sjáanlegur sólskinsdag þann í Reiðhöllinni þegar sú mikla land- búnaðarsýning stóð og við blasti á bás minninganna orfið gamla með bundnum ljá með ól, og ljár- inn vísaði öfugt við amboðið með örnefnum sínum, með „hæl og kellingu" en var þó vent við áður en næst kom dagur. En stórt þarf það Bláa lón, sem lækna má allt það exem og óværu. Enn munu menn grafa jörð og leita beina framliðinna sem máski voru landnámsmenn, líka rökstyðja eða ráða af líkum hverjir drápu uxa við gamlan akur og hjuggu mann, þegar lítið lagðist fyrir góðan dreng, að þrælar skildu að bana verða, eins og stóð í íslandssögunni. Undir yfirborði jarðar grúfa rúnum rist- ir hellar í dauðaþögn yfir leyndarmáli. Mestu varðarþólíf- ið ellegar lífskjörin á efstu skorpu þeirrar jarðar sem menn lesendahornið Áfram Gestur Einar! Útvarpshlustandi, hringdi vegna lesendabréfs sem birtist fyrir áramót. Þar fékk Gestur Einar Jónasson útvarpsmaður Hinn geðþekki útvarpsmaður Gest- ur Einar Jónasson. sendan tóninn vegna útvarps- þátta sinna, Umhverfis landið á 80. „Ég er mjög ósammála þeim sem gagnrýndi Gest og vil endi- lega koma minni skoðun á fram- færi. f bréfinu er talað um „kjaftavaðal“ á Gesti Einari, en mér finnst einmitt hið gagnstæða. Það vantar svo talað mál á þessar rásir og það er ótvíræður kostur Oddeyringur hafði samband: „Ég er með tvær sorptunnur við hús mitt, eins og fleiri. í haust hef ég nokkrum sinnum orðið var við að þeir starfsmenn bæjarins sem sjá um sorphirðingu losa ekki tunnur ef þær eru hálffullar af rusli, skilja aðeins poka eftir. Þeir hirða þó ruslið úr tunnum sem eru orðnar fullar. að geta talað um allt og ekki neitt frá hjartanu eins og Gestur. Mér finnst hann því mjög heimilisleg- ur útvarpsmaður og þættirnir mjög jákvæðir. Þá er ég mjög ánægður með lagavalið í þessum þáttum og vill segja að Gestur er bæði mjög góður útvarpsmaður og leikari! Ég vil hafa Gest áfram, það er engin spurning." Mér finnst þetta undarlegt og beini því til sorphirðingarmanna að þeir fjarlægi allt sorp úr tunn- um þegar þeir koma, en skilji ekki eftir tunnur hálffullar af rusli. Bæjarbúar greiða fyrir þessa þjónustu og eiga rétt á að hún sé sómasamlega af hendi leyst.“ I Iálííullar sorptunnur

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.