Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 3. janúar 1990 - DAGUR - 3
Fæðingar á Norðurlandi 1989:
Mest flölgun á Blönduósi
en Húsvíldngar enn í lægð
- von á „góðu“ ári á Sauðárkróki
Barnsfæðingum fjölgar ekki á
Norðurlandi ef marka má tölur
um fjölda fæddra barna á síð-
asta ári. Á sjúkrastofnunum á
Norðurlandi fæddist á síðasta
ári samtals 551 barn, eða 2
færri en árið á undan. Sjúkra-
húsið á Blönduósi og Fjórð-
ungssjúkrahúsið á Akureyri
náðu að vera með fleiri fædd
börn á síðasta ári en árið þar á
undan en fyrsti Norðlendingur
ársins í ár fæddist á Blönduósi,
það var stúlka sem fæddist í
gærmorgun.
Á Blönduósi fæddust 32 börn á
síðasta ári í jafn mörgum fæðing-
um. Árið 1988 fæddust þar 27
börn svo þar er um verulega hlut-
fallslega aukningu fæðinga að
ræða.
Fæðingar á Sjúkrahúsinu á
Sauðárkróki voru 64 árið 1988 og
fæddust í þeim jafn mörg börn.
Árið á undan voru þar jafn marg-
ar fæðingar en einu barni fleira
þar sem um eina tvíburafæðingu
var að ræða. Ekkert nýársbarn
var fætt á Sauðárkróki síðdegis í
gær en von var á miklu annríki í
mánuðinum því von er á 19 börn-
um í heiminn þar sem er þrisvar
sinnum meira en venjulega.
Hvort kennaraverkfallið hafði
svona góð áhrif skal látið ósagt
hér, en árið lofar a.m.k. góðu
fyrir Sauðkrækinga hvað fæðing-
ar varðar.
Á Akureyri var nóg að gera á
fæðingardeild FSA því þar fædd-
ust hvorki færri né fleiri en 9 tví-
burar á árinu. Fæðingar á deild-
inni voru þó jafn margar og árið
áður, eða 398 en börnin í ár voru
407 á móti 401 árið 1988. í gær
hafði ekkert barn fæðst enn á
nýja árinu og var ekki vitað
hvenær von er á því fyrsta. f>ar
hafði reyndar ekki fæðst barn
sfðan 29. desember sem telja má
frekar óvenjulegt ef miðað er við
að þar fæðist að jafnaði um eitt
barn á dag.
Húsvíkingar og nærsveitamenn
virðast hafa slegið nokkuð slöku
við í mannfjölgun undanfarin ár.
Þar til í fyrra fæddust að jafnaði
70 börn á ári á Sjúkrahúsinu á
Húsavík, en árið 1988 voru þau
aðeins 61 og árið 1989 fækkaði
þeim niður í 57. En þetta verður
væntanlega ekki látið viðgangast
á þessu ári og má búast við að
tekið verði til hendinni næstu
þrjá mánuði til að bæta þetta
ástand. VG
^teglugerðir um stjórnun fiskveiða árið 1990 komnar út:
Oheimilt verður að flytja
flskveiðikvóta milli ára
Sjávarútvegsráöuneytið gaf út
þrjár reglugerðir um stjórnun
flskveiða á nýbyrjuðu ári hinn
19. desember s.l. Þetta eru
reglugerðir um stjórn botnfísk-
veiða, veiðar smábáta og veið-
ar á úthafsrækju.
Við úthlutun veiðiheimilda til
botnfiskveiða er gert ráð fyrir að
heildarþorskafli ársins geti orðið
allt að 300 þúsund lestir að
hámarki, ýsuaflinn 65 þúsund
lestir, ufsaaflinn 90 þúsund lestir,
karfi 80 þúsund lestir og grálúða
að hámarki 45 þúsund lestir.
Útgerðarmenn velja milli afla-
marks og sóknarmarks við botn-
fiskveiðar, eins og áður. Loðnu-
skip eiga þó eingöngu rétt á að
styðjast við aflamark í sínum
veiðum. Þó er útgerðum slíkra
skipa heimilt að skipta á botn-
fiskkvóta og úthafsrækjukvóta.
Tekið er fram að afli sóknar-
marksskipa á árinu 1989 vegur
helming á móti reiknuðu framlagi
í ár, á móti reiknuðu aflamarki
ársins. Bætt aflareynsla í sóknar-
marki í fyrra er hins vegar ekki
trygging fyrir hækkun aflamarks í
ár, því að sóknarmarksskip í
heild auka ekki á hlutdeild sína.
Verður því aðeins um innbyrðis
breytingu að ræða í þeim flokki.
Ekki eru nein ákvæði í lögum um
að bætt aflareynsla á árinu 1990
hafi áhrif á úthlutun veiðiréttinda
árið 1991.
Lög um stjórn fiskveiða gilda
ekki lengur en til loka þessa árs.
Því er óheimilt að veiða umfram
úthlutun ársins 1990 af afla-
heimildum næsta árs.
Sóknardagar togara verða 230
í ár í stað 245 í fyrra, en sóknar-
dögum annarra útgerðarflokka
fækkar einnig á árinu, mest hjá
þeim bátum sem flesta sóknar-
daga höfðu.
Reglur um veiðar á úthafs-
rækju eru að mestu leyti þær
sömu og áður hafa gilt um þessar
veiðar. Miðað er við 23 þúsund
lesta rækjuafla, sem er sama við-
miðunarmagn og í fyrra. Sama
aflamark gildir og í fyrra.
Línu- og handfærabátar eiga
að virða ákveðin, tímabundin
veiðibönn eins og undanfarin ár.
Ekkert aflahámark er á veiðum
þessara báta. Netabátar, 6
brúttólestir og stærri, sem stunda
slíkar veiðar á þessu ári, munu fá
sérstök veiðileyfi með aflahá-
marki.
Hvað snertir netabáta undir 6
bróttótonnum að stærð er aðeins
heimilt að veita útgerðarmönn-
um þeirra netaveiðileyfi að þeir
hafi haft slík leyfi áður. Leyfin
eru að hámarki 55 lestir.
Útgerðarmenn neta-, línu- og
handfærabáta, sem hafa megin-
hluta af tekjum sínum af þeim
veiðum, er heimilt að sækja um
aflahámark, byggt á eigin
reynslu. EHB
Akureyri:
Hótel Akureyri til sölu
Leikflmikonur!
Leikftmin hefst að nýju mánudaginn 8. janúar.
Upplýsingar veittar í síma 23909 milli kl. 17 og 19.
, edda
hmmrmsdottir
íþróttakennari
N
///
rni
bmUdhafás
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
>
Viö viljum vekja athygli verslunarfólks og allra þeirra
sem taka viö tékkum sem greiðslu á eftirfarandi:
íslandsbanki ábyrgist alla tékka sem
gefnir eru út af reikningseiganda, allt aö 10.000 kr.,
án þess aö bankakorti sé framvísað.
Viötakendur tékka eru eindregið hvattir til
aö biöja útgefanda um aö framvísa persónuskilríkjum
og aö skrá sjálfir kennitölu undir nafnritun hans.
Þannig getur viðtakandi best gengiö úr skugga um aö
tékkinn sé útgefinn af reikningseiganda, en þaö er
skilyrði fyrir ofangreindri ábyrgö.
•y.'-
v-
ISLAN DSBANKl
- í takt við nýja tímal
Byggðastofnun hefur auglýst
til sölu eignirnar Glerárgötu 34
A á Akureyri og Hótel Akur-
eyri. Hótelið hefur verið í eigu
stofnunarinnar frá því í maí á
síðasta ári þegar hún eignaðist
húsið á uppboði. Húseignin að
Glerárgötu 34 A var einnig
slegin Byggðastofnun á upp-
boði skömmu fyrir síðustu jól.
„Þetta er tæplega eign sem
maður getur hugsað sér að seljist
öðruvísi en í einu lagi þannig að
ég reikna með að reynt verði að
selja hana þannig,“ segir Valtýr
Sigurbjarnarson, hjá Byggða-
stofnun á Akureyri um Hótel
Akureyri sem Ólafur Laufdal
hefur nú á leigu.
Valtýr segist gera ráð fyrir að
óskað verði eftir tilboðum í báð-
ar þessar eignir en Byggðastofn-
un hefur ekki auglýst ákveðin til-
boðsfrest. JÓH
Togarar Skagfirðinga:
Þrír út í gær
Þrír af togurum Skagfírðinga
héldu til veiða í gær. Ekki eru
tölur um aflaverðmæti komnar
á hreint nema hjá Skafta og
Hegranesi.
Heildaraflaverðmæti Skafta
var 133 milljónir og Hegranessins
135.4 milljónir. Ekki er búið að
taka saman tölur fyrir Drangey
og Skagfirðing.
Allir togararnir nema Hegra-
nesið héldu út í gær. Skagfirðing-
ur var í Reykjavík yfir hátíðarnar
og flaug áhöfnin þangað í gærdag
og hélt úr höfn í gærkveldi. Skafti
og Drangey héldu einnig á miðin
í gær en Hegranesið mun ekki
fara út strax en ætlunin er að
senda það í siglingu.
kj
Gengi Einingabréfa
3. janúar 1990
Einingabréf 1 4.550,-
Einingabréf 2 .... 2.505,-
Einingabréf 3 ... ,2.991.-
Lífeyrisbréf ..... 2.287,-
Skammtímabréf .. 1,555,-
★ Ávöxtun 8-10% umfram verðbólgu
★ Örugg ávöxtunarleið
★ Alltaf laus til útborgunar
sem er
★ Fæst fyrir hvaða upphæð
er eign sem ber arö.