Dagur - 03.01.1990, Blaðsíða 5
Miðvikudagur 3. janúar 1990 - DAGUR - 5
Jón Jónsson, Fremstafelli.
gera sér að leikfangi, og greiða
henni einskonar lokka við Galt-
ará, og gefa að launum gróður-
sprota þrjá - máski trúna, vonina
og kærleikann - í forsetans nafni.
Kjarni kristinnar trúar
og þjóðræknin
Fyrir 37 árum skrifaði hinn fágæti
og frægi maður, Jónas Jónsson
frá Hriflu, í rit sitt Ófeig: „Átta-
tíu af hverjum hundrað íslend-
ingum vilja vera frjálsir sið-
menntaðir menn, eiga land sitt og
heimili, en þeir hafa vanrækt að
beita til sóknar og varnar tveimur
sterkustu andiegu öflum menn-
ingarinnar: Kjarna kristinnar
trúar og þjóðrækninni.“ - Mér er
í fersku minni fyrir fáum misser-
um að þingmannsefni mitt talaði
og ritaði af miklum velvilja og
arftekinni reynslu um dreifðar
bændabyggðir sem hann var frá
kominn, og hina miklu kosti.
Jafnvel erfiðleikana sem undur
tækninnar tók vitsmunatökum,
sá hann í morgunbirtu. Ég er enn
að baki Jóhannesar Geirs, full-
trúa míns á Alþingi íslendinga og
vona að hann þurfi mörg þing til
að mengast þeirri hugsun að allt
sé ódýrara á íslandi, sé það útlent
og flest sé þar bærilegra í inn-
kaupi en framleiðsluvörur land-
búnaðarins. Um þetta ætti ekki
að þurfa langar umræður, þó á
því máli séu fleiri fletir bæði hvað.
varðar gjaldeyrismál og heil-
brigðismál, að maður nú ekki
nefni þjóðræknismál og sé þá
kominn nærri „kjarna kristinnar
trúar“ með kraftaverkin um
brauð og fisk.
Holl lestur væri mínum fyrir-
liðum í stéttarbaráttunni með öll
gjaldþrot reiðhallarloðdýralax-
eldisveðmálin að líta inn hjá
Gunnari Guðbjartssyni þar sem
hann er á mörkum rúms og tíma
í hinni stóru Bændahöll sem vítt
sér frá. Starfsævi hans og lífsævi
þessa húss, hvar margt hefur ráð-
ist mætti vera mörgum bók til að
blaða í. En þó að kjarni kristinn-
ar trúar, sem Jónas talaði um sé
að hluta umburðarlyndi og fyrir-
gefningarboðskapur, þá er það
ekki áreynslulaust að finna sig
sáttan samvinnumann, við þá
fullorðna dirfskudrengi sem með
ráðnum hug hafa stefnt útí annað
eins og við blasir. Því varla var
það allt óráð í draumi þegar ung-
ir kandídatar hófu mestar stíl-
æfingar sínar í blöðum um
ókeypis afganga eða úrganga,
bæði á sjó og landi til að fóðra á
hin eftirsóttu loðdýr, og yfir-
færðu svo úrræði sín yfir á annan
líkamning sem þá var orðinn lax-
fiskur í búri.
Það má endurtaka „lítið lagðist
þar fyrir góðan dreng“ sem hljóð-
ur bíður í sök átekta hvað ein-
hver Steingrímur ellegar Ólafur
Ragnar sjái til ráðs. En einstæð-
ingslamb með heimsmet í lit-
brigðum sauðalitanna íslensku
jarmar ámótlega.
Fyrir 67 árum, hinn 28. sept.
1922, hóf Jónas Þorbergsson rit-
stjóri Dags og nafni hans Jónas
Jónsson frá Hriflu um líkt leiti
varnarskrif sín gegn bæklingi
Björns Kristjánssonar kaup-
manns í Reykjavík. „Verslun-
arólagið“ hét þetta litla rit og var
ákafablandin árás á Samband ísl.
samvinnufélaga og kaupfélögin í
landinu og stefnu þeirra í
framkvæmd.
Kalla má að árásarlið sem stóð
að baki Birni Kristjánssyni hafi
aldrei slíðrað vopn sín síðan
þetta var og ekki heldur þeir sem
í varnarliði samvinnumanna hafa
fylkt liði sínu og má segja að
ýmsum hafi orðið á, en varla
frumherjunum sem gengu einum
huga að verki. Það er okkur sam-
vinnumönnum, tengdir þeirri
stefnu sem innlendri lausn frá
fyrstu dögum, nokkurt undrunar-
efni hvað Sambandið með stór-
um upphafsstaf hefir verið fljótt
til að ánetjast eftir hlutafjárleið-
um og með hlutafjármegin
skyndileiðum tilrauna, í nýjum
atvinnurekstri eins og fiskeldi.
Lagt undramikið í hættu þegar sú
þjóðarsamstaða sem byggði upp
Kaupfélögin stendur veikum fót-
um bæði í trú og skynsemi hvað
þetta varðar allt saman. Og svo
skuli koma upp spurningin: Eiga
Kaupfélögin Sambandið ellegar
Sambandið Kaupfélögin? (Eng-
um dettur í hug að ær hafi fæðst
af lambi svo mikið eldri sem ærin
er.)
Það eru fleiri aðferðirnar að
safna í menningarsjóð fyrir þann
sem var í Kaupfélaginu.
Þó metnaður okkar Þingeyinga
sé máski með vissum hætti stiginn
upp til æðri hugsýna hvað varðar
líf söngs og tóna og inn í óperuna
sjálfa, frá þröngum viðhorfum í
búskap og jarðrækt og dauf-
dumbri umhyggju fyrir fólkslaus-
um býlum, er þó eitt sem ofar
öllu stendur að sé til; atvinna,
matur og föt og skilvísi við fólkið
og landið. Og ekki hygg ég metn-
að okkar það fallinn í óvissu sem
ýmsir ætla, að vita þó ekki það.
Og við munum ekki að svo
stöddu flytja á kviktrjám velrekið
Mjólkursamlag okkar vestur fyrir
Eyjafjörð, ennþá meginstoð und-
ir yfirbyggingu gamla Kaupfé-
lagsins hvað helst á meðan
endurskoðun þess stendur yfir til
fullrar verkfærni. En því nefni ég
kviktrjám sem ýmsir skilja enn,
en þorra Þingeyinga mun ljóst
að hér má ekki rasa um ráð fram.
Hvað sem síðari tími kann að
vilja er líka ljóst að Akureyri
þarf að gæta sinnar varðstöðu,
með þunga lóðið sitt á móti full-
! sterk höfuðborgar. En verður allt-
af til amlóði og draumur hans er
ennþá hinn sami að verða
sterkur. Annað gildir um fiskana
á þurru landi. „Að búa er að lifa
- vera lifandi.“ sagði Benedikt
frá Hofteigi.
Ritað í desember 1989,
Jón Jónsson Fremstafelli.
Eftirmáli
Til þingmanna, fyrirliða eða
nefndarmanna sem vel vita um
verðlag framleiðsluvara en
kannski síður um verðlag á þjón-
ustugreinum sem heita og þeir
vilja vissulega njóta: Það kostar
frá 2500 krónum að láta
umdekka fólksbíl sinn, það kost-
ar gamla konu 3000 krónur að
láta snyrta hár sitt áður en hún
sækir óperuna þar sem kostar
bara að vísu 1700 krónur sætið,
það kostar líka 1000 krónur fót-
snyrting en 1500 fyrir ungling í
sveit að fara inn í danshús sem
kallar sig hafa hljómsveit. Ekki
yrði það metið sem frekja þó
alþingismenn kæmu við á sam-
komustöðum sveitanna þegar
þeir renna um í lofti eða landi til
þéttbýliskjarnanna eða kjördæma-
þinga þó vilji leysa öll vandamál í
nefndum. Einhverjir hafa þó
máski stund í húsi Bernörðu
Alba þar sem ein óbilgjörn kúgar
þrjár kynslóðir fyrir 1400 kr. J.J.
115 MiLUONUM
RÍKARI
UM ÁRAMÓTIN
Rétt einu sinni geta Kjörbókareigendur glaðst
nú um áramótin. Þá leggst Kjarabót, sem er
verðtryggingaruppbót, við allar innstæður sem staðið
hafa óhreyfðar síðastliðna 6 mánuði.
Kjarabótin er að þessu sinni 115 milljónir króna.
Ársávöxtun Kjörbókar á árinu 1989 var því á bilinu
25,04 til 27,29%. Því má heldur ekki gleyma að
innstæða Kjörbókar er algjörlega óbundin.
Landsbanki
íslands
Banki allra landsmanna