Dagur - 23.01.1990, Side 9
ínnes Bjarnason skoraði 1 mark gegn FH og stóð sig vel í vörninni.
Mynd: KL
aði ófá vítaköstin en virtist fyrirmun-
að að skora í leiknum. Að vanda var
Jóhannes Bjarnason sterkur í vörn-
inni en náði ekki að skora sín þrjú
mörk í sókninni.
Vítahittni KA-liðsins var slök í
þessum leik og fóru fjögur víti í
súginn. Það munar um minna því
yfirieitt fóru þau forgörðum á krít-
iskum augnablikum í leiknum. Ósk-
ar Ármannsson var hins vegar örygg-
ið uppmálað hjá FH og skoraði úr
öllum fimm vítaköstum heima-
manna.
FH-liðið er skipað jöfnum og
sterkum einstaklingum. Þar voru
fremstir í flokki Héðinn Gilsson og
Guðjón Árnason. Þó er Ijóður á ráði
Héðins að hann vætir of mikið og er
með of mikinn leikaraskap. Óskar
Ármannsson var daufur í þessum
leik enda ekki í sinni stöðu. Guð-
mundur Hrafnkelsson varði ekki
mikið í fyrri hálfleik og tók Berg-
sveinn Bergsveinsson stöðu hans í
síðari hálfleik og varði vel.
Dómarar voru þeir Gísli Jóhanns-
son og Hafsteinn Ingibergsson. Þetta
var fyrsti leikur þeirra í 1. deild og
stóðu þeir sig ágætlega miðað við
það. Þeir báru þó of mikla virðingu
fyrir heimamönnum, dæmdu harðar
á KA-mennina, og létu „stjörnur"
FH-liðsins komast upp með of mikið
múður.
Mörk FH: Héðinn Gilsson 7. Óskar
Ármannsson 7/5, Guðjón Árnason 6, Jón
Erling Ragnarsson 2, Gunnar Bcintcinsson 2,
Þorgils Óttar Mathicsen I og Hálfdán Þórðar-
son I. Bergsveinn Bergsveinsson 8/2 varin
skot og Guðundur Hrafnkclsson 4.
Mörk KA: Erlingur Kristjánsson 9/2,
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson 7/3, Pétur
Bjarnason 4 og Jóhannes Bjarnason 1. Axel
Stefánsson 7 varin skot.
Eyjólfur í leik gegn ÍR síðastliðið suniar.
Mynd: -bjb
Þriðjudagur 23. janúar 1990 - DAGUR - 9
íþróttir
Naumur sigur Tindastóls á ÍR:
Varamenniniir stóðust prófið
- Valur og Bo Heyden léku ekki með
unnu nauman sigur á IR í Urvalsdeildinni á
Mynd: KL
Það áttu fæstir von á því að
Tindastólsliðið gerði einhverj-
ar rósir í leik sínum gegn IR á
sunnudaginn. Hvorki Valur
Ingimundarson eða Bo Heiden
með. En annað kom á daginn
og eftir mjög jafnan og spenn-
andi leik sigruðu Stólarnir með
eins stigs mun 64:63.
Leikurinn fór rólega af stað en
þó höfðu heimamenn dálitla for-
ystu á upphafsmínútunum sem
síðan jafnaðist út og hélst þannig
fram að leikhléi en þá var staðan
35:36.
Áfram hélt baráttan í síðari
hálfleik og jafnt var á flestum
tölum. Bæði liðin komust í nokk-
ur villuvandræði og þegar örfáar
mínútur voru eftir misstu IR-ing-
ar þjálfara sinn Tommy Lee út af
með 5 villur.
Lokamínútan var æsispenn-
andi. Sverrir Sverrisson gerði síð-
ustu körfu leiksins þegar um hálf
mínúta var eftir. Þá fengu gest-
irnir tækifæri á að komast yfir en
skot þeirra geigaði er aðeins 12
sekúndur voru eftir. Þeir gerðust
líka brotlegir og heimamenn með
skotrétt. Stólarnir völdu frekar
að taka innkast heldur en að nýta
skotréttinn og eftir þetta brutu
ÍR-ingar þrisvar af sér og að sjálf-
sögðu héldu heimamenn áfram
að taka innkast. Þegar 5 sekúndur
voru eftir lagðist Björn Sigtryggs-
son ofan á boltann, en það er
einmitt sá tími sem leikmaður má
lialda á boltanum án þess að
senda hann eða rekja. Þar með
var eins stigs sigur á ÍR-ingum
staðreynd 64:63.
Aðall Tindastólsliðsins var
baráttan í vörninni og var allt
annað að sjá til liðsins heldur en í
undanförnum leikjum. Leikgleð-
in var í hávegum höfð og menn
gáfust ekki upp þrátt fyrir að tvo
af lykilmönnunum vantaði. Þá
voru menn þolinmóðir í sókninni
og biðu rólegir eftir að sóknar-
kerfin gæfu frí skot.
Sturla Örlygsson og Björn Sig-
tryggsson risu einna hæst úr ann-
ars jöfnu liði heimamanna. Þá
átti Ólafur Adolfsson góðan leik
og er hann nú á góðri leið með að
sctjast á bekk meðal bestu varn-
armanna landsins. Aðrir í liöinu,
uppistaðan úr Unglingaflokki
félagsins, áttu góðan leik og
sýndu þaö að framtíðinni þarf
ekki að kvíða.
Það sem sló gestina aðallega út
af laginu var hversu vel tókst að
halda lykilmönnum liðsins niðri.
Aðallega þeim Birni Steffensen
og Thomas Lee. Þeir sáust varla í
leiknum en Lee tók samt sem
áður mikið af fráköstum.
Jóhannes Sveinsson sá mikli
baráttujaxl átti bestan leik ÍR-
inga og hélt þeim á floti nær allan
leikinn. Þá átti Kristján Einars-
son aðalbakvörður liðsins ágætan
leik en aðrir nutu sín ekki gcgn
sterkri vörn heimamanna.
Stig UMFT: Sturla 22, Björn
17, Sverrir 10, Stefán 6, Ólafur 4,
Pétur 3 og Karl 2.
Stig ÍR: Jóhannes 19, Kristján
Einars 19, Thomas 9, Björn
Steff. 8, Pétur Hólmsteins 4,
Björn Leósson 2.
Dómarar voru þeir Jón Otti
Ólafsson og Kristinn Óskarsson
og höfðu þeir mjög góð tök á
leiknum frá upphafi til enda.
Svona dómgæsla sést ekki oft og
eiga þeir félagarnir hrós skilið
fyrir sína frammistöðu þó svo
þeir hafi haldið leikmönnum í
heldur miklum járngreipum. kj
Eyjólfur Sverrisson hjá Stuttgart:
Er allur lurkum laminn
- „Vel tekið á móti mér,“ segir Sauðkrækingurinn knái
Eyjólfur Sverrisson knatt-
spyrnumaður frá Sauðárkróki
er nú kominn tii V-Þýskalands
og æfir á fullu með Stuttgart-
liðinu. Stuttgart fer í keppnis-
ferð til Costa Rica í M-Ameríku
í lok mánaðarins og keppnis-
tímabilið hefst síðan í Bundes-
ligunni í lok febrúar. Dagur sló
á þráðinn til Eyjólfs og spurð-
ist frétta.
„Þakka þér fyrir, mér hefur
Handknattleikur/1. deild VÍS-mótið:
íuninn vantaði hjá KA
Qögur víti fóru í súginn hjá Akureyringunum
veriö mjög vel lekið hjá félaginu
og líst vel á allar aðstæður," sagði
Eyjólfur. „Þetta er að vísu búið
að vera stíft æfingaprógramm aö
undanförnu, við höfðum æft á
hverjum dcgi tvisvar á dag þann-
ig að maður er eiginlega allur
lurkum laminn um þessar
mundir," bætti hann viö.
Hjá Stuttgart æfa um 20 manns
með aðalliöinu en vegna meiðsla
þá hafa yfirleitt ekki verið fleiri
en 16 á æfingu að undanförnu.
„Þetta er samhentur hópur sem
hefur tekið mér vel. Það hjálpar
mér auðvitað mjög mikið að hafa
Ásgeir mér við hliö enda Ifta leik-
mennirnir upp til hans sem eins
reyndasta leikmanns liðsins og
þaö hjálpar mér að hann skuli
vera íslendingur," sagði Eyjólf-
ur.
Þýskan hefur ekki verið að
vefjast neitt mikið fyrir Sauð-
krækingnum enda með ágæta
undirstöðu úr Fjölbrautaskólan-
um í því máli. „Það er bara um
aö gera að skella sér beint í þetta
og reyna að tala við sem flesta þó
svo að málfræðin sé ekki alltaf
100% rétt," sagði hann.
Eyjólfur kvaðst ekki vilja
leggja dóm á hvernig hann stæði
knattspyrnulega gagnvart öðrum
leikmönnum. „Þetta hafa ekki
verið neinir leikir síðan ég kom
heldur eingöngu þrekæfingar.
Það kemur síöan í ljós í keppnis-
ferðinni til Costa Rica hvernig ég
stcnd mig þegar út í alvöruna er
komið," sagði Eyjólfur.
Handknattleikur/3. deild:
Völsungur-UBK í kvöld
- Þórsstelpur leika líklega um næstu helgi
Fresta þurfti leikjum Völsunga
og UBK-b í 3. deild karla og
leikjum Þórs og Þróttar í 2.
deild kvenna um helgina vegna
veðurs. Völsungsleikurinn
verður í kvöld kl. 20.00 á
Húsavík en leikir Þórsstúlkna
verða að öllum líkindum um
næstu helgi.
Búast má við hörkuleik á
Húsavík í kvöld enda hafa
heimamenn harma að hefna þar
sem Breiðablik er eina liðið sem
Völsungur hefur tapað fyrir í
vetur.