Dagur - 23.01.1990, Side 15
Þriðjudagur 23. janúar 1990 - DAGUR - 15
myndosögur dags
í-
dagskrá fjölmiðla
h
ARLAND
HERSIR
BJARGVÆTTIRNIR
Mary Ann Carter haföi rétt fyrir sér...
Þetta hlýtur aö vera hluti af óreiðunni
hún ætlaði
hvarf.
# Þorsteinn
uppseldur
Maður kom að máli við rit-
ara S&S skömmu eftir ára-
mót og bar sig aumlega.
Hann hafði líkt og lands-
menn flestir keypt sér flug-
elda og skotið þeim upp á
gamlárskvöld. Sérstaklega
bar hann sig eftir stórum
rakettum sem hægt var að
skjóta langt í loft upp og í
því skyni hafði hann auga-
stað á Þorsteini Pálssyni.
„Ég var búinn að hlakka til
að skjóta honum langt út i
buskann,“ sagði maðurinn.
En því miður, Þorsteinn var
alls staðar uppseldur. Svo
virtist sem landsmenn vildu
hafa Steina sem lengst í
burtu því allir kepptust við
að skjóta honum upp. Hins
vegar var nóg til af Stein-
grími Hermannssyni og við-
líka stjórnmálamannaflug-
eldum. „Það er allt i lagi
með Steingrím, ég vil hafa
hann hérna, en Þorstein ætl-
aði ég að senda í langa
ferð,“ sagði maðurinn enn-
fremur. Ekki varð honum að
ósk sinni og ætlar hann að
grípa gæsina fyrr um næstu
áramót.
# Davíð
næstur
Hér með er þeirri hugmynd
komið á framfæri til þeirra
sem selja flugelda hvort
ekki væri skynsamlegt að
leggja áherslu á Davíðs-
bombur fyrir næstu áramót.
Davíð er eldfimur, sannköll-
uð púðurtunna, og það gæti
verið gaman að kveikja i
honum. Það væri sniðugt að
hafa þetta bombu sem
snýst eins og skoppara-
kringla og gýs svo eins og
Davíð sjálfur þegar hann
reiðist.
# Harkaleg
viðbrögð
Einn af dálkahöfundum
blaðsins, Hallfreður Örgum-
leiðason, fer háðulegum
orðum um bæjarpólitíkina á
Akureyri og taugatitringinn
sem blossar upp fyrir kosn-
ingar. Þetta hefur farið fyrir
brjóstið á sumum því eitt
atkvæði til eða frá virðist
vera lífsspursmál fyrir
flokkana. Heyrst hefur að
einn vængurinn sé með
harkalegt svar í vinnslu og
ekki er ólíklegt að það birt-
ist hér í Degi á næstunni,
lesendum til fróðleiks,
ánægju og yndisauka.
Sjónvarpið
Þriðjudagur 23. janúar
17.50 Sebastian og amma.
Dönsk teiknimynd.
Lokaþáttur.
18.05 Marinó mörgæs (4).
Danskt ævintýri um litla mörgæs.
18.20 íþróttaspegillinn.
Þáttur fyrir börn og unglinga.
18.50 Táknmálsfréttir.
18.55 Yngismær (56).
19.20 Barði Hamar.
19.50 Bleiki pardusinn.
20.00 Fréttir og veður.
20.35 Tónstofan.
Að þessu sinni er Sverrir Guðjónsson tek-
inn tali. Hann mun flytja nokkur lög við
undirleik Snorra Arnar Snorrasonar.
21.00 Sagan af Hollywood.
(The Story of Hollywood)
Vistmennirnir stjórna hælinu.
21.50 Nýjasta tækni og visindi.
22.05 Að leikslokum.
(Game, Set and Match)
Fjórði þáttur.
23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok.
Stöð 2
Þriðjudagur 23. janúar
15.30 Sumarfiðringur.
(Poison Ivy.)
Lauflétt gamanmynd með hinum unga og
vinsæla leikara Michael J. Fox í aðalhlut-
verki.
Aðalhlutverk: Michael J. Fox, Nancy
McKeon, Robert Klein og Caren Kaye.
17.05 Santa Barbara.
17.50 Jógi.
(Yogi’s Treasure Hunt)
18.10 Dýralíf í Afríku.
(Animals of Africa.)
18.35 Bylmingur.
19.19 19:19.
20.30 Paradísarklúbburinn.
(Paradise Club.)
21.20 Hunter.
22.10 Einskonar lif.
(A Kind of Living)
22.35 Mengun frá Bretlandi.
(The Acid Test.)
Kvikmyndatökumenn frá hollensku sjón-
varpsstöðinni NCRV og frá sænsku sjón-
varpsstöðinni TV 2 kynntu sér í samein-
ingu þau áhrif sem mengunin frá Bret-
landi hefur í för með sér fyrir vötn og
skóga í Skandinavíu. Því miður hafa Bret-
ar enn ekki gert neinar ráðstafanir til að
draga úr ríkjandi ástandi.
23.25 Eins manns leit.
(Hands of a Stranger.)
Seinni hluti endurtekinnar framhalds-
myndar.
Aðalhlutverk: Armand Assante, Beverly
D'Angelo og Blair Brown.
Stranglega bönnuð börnum.
01.00 Dagskrárlok.
Rás 1
Þriðjudagur 23. janúar
6.45 Veðurfregnir - Bæn.
7.00 Fréttir.
7.03 í morgunsárið.
- Baldur Már Arngrímsson.
Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00
og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar
laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00.
9.00 Fréttir.
9.03 Litli barnatíminn: „Áfram Fjöru-
lalli" eftir Jón Viðar Guðlaugsson.
Dómhildur Sigurðardóttir les (4).
9.20 Morgunleikfimi.
9.30 Landpósturinn - Frá Vestfjörðum.
Umsjón: Finnbogi Hermannsson.
10.00 Fréttir.
10.03 Neytendapunktar.
10.10 Veðurfregnir.
10.30 Ég man þá tíð.
Hermann Ragnar Stefánsson kynnir lög
frá liðnum árum.
11.00 Fréttir.
11.03 Samhljómur.
11.53 Á dagskrá.
12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug-
lýsingar.
13.00 í dagsins önn - Félagsstarf aldraðra.
Umsjón: Guðrún Frímannsdóttir. (Frá
Akureyri)
13.30 Miðdegissagan: „Fjárhaldsmaður-
inn“ eftir Nevil Shute.
Pétur Bjarnason les þýðingu sína (5).
14.00 Fréttir.
14.03 Eftirlætislögin.
Svanhildur Jakobsdóttir spjallar við Illuga
Jökulsson sem velur eftirlætislögin sín.
15.00 Fréttir.
15.03 í fjarlægð.
Jónas Jónasson hittir að máli íslendinga
sem hafa búið lengi á Norðurlöndum, að
þessu sinni Flóru Ziemsen í Kaupmanna-
höfn.
15.45 Neytendapunktar.
16.00 Fréttir.
16.03 Dagbókin.
16.08 Þingfréttir.
16.15 Veðurfregnir.
16.20 Barnaútvarpið.
17.00 Fréttir.
17.03 Tónlist eftir Felix Mendelssohn.
18.00 Fréttir.
18.03 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend málefni.
18.10 Á vettvangi.
18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir.
18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar.
19.00 Kvöldfréttir.
19.30 Auglýsingar.
19.32 Kviksjá.
20.00 Litli barnatíminn.
20.15 Tónskáldatími.
21.00 Slysavarnafélag íslands, fyrsti
þáttur.
Umsjón: Bergljót Baldursdóttir.
21.30 Útvarpssagan: „Sú grunna lukka"
eftir Þórleif Bjarnason.
Friðrik Guðni Þórleifsson les (9).
22.00 Fréttir.
22.07 Að utan.
Fréttaþáttur um erlend máleíni.
22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins
Dagskrá morgundagsins.
22.25 Leikrit vikunnar: „Dyngja handa
frúnni", framhaldsleikrit eftir Odd
Björnsson.
Þriðji og lokaþáttur.
23.15 Djassþáttur.
24.00 Fréttir.
00.10 Samhljómur.
01.00 Veðurfregnir.
Rás 2
Þriðjudagur 23. janúar
7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn
i ljósið.
Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson
hefja daginn með hlustendum.
08.00 Morgunfréttir.
- Morgunútvarpið heldur áfram.
9.03 Morgunsyrpa
Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra
Eyjólfsdóttir.
Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj-
ur kl. 10.30.
11.03 Þarfaþing
með Jóhönnu Harðardóttur
- Morgunsyrpa heldur áfram.
12.20 Hádegisfréttir.
12.45 Umhverfis landið á áttatíu
með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur-
eyri.)
14.03 Hvað er að gerast?
Lisa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem
er að gerast í menningu, félagslifi og fjöl-
miðlum.
14.06 Milli mála.
Árni Magnússon leikur nýju lögin.
Stóra spurningin. Spurningakeppni
vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm-
ari Dagur Gunnarsson.
16.03 Dagskrá.
Dægurmálaútvarp.
Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars-
dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn
J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson.
- Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00.
- Stórmál dagsins á sjötta tímanum.
18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur i beinni
útsendingu, sími 91-38500.
19.00 Kvöldfréttir.
19.32 Blitt og létt..."
Gyða Dröfn Tryggvadóttir rabbar við sjó-
menn og leikur óskalög.
20.30 Útvarp unga fólksins.
- Spumingakeppni framhaldsskólanna.
21.30 Kvöldtónar.
22.07 Rokk og nýbylgja.
Skúli Helgason kynnir.
00.10 í háttinn.
01.00 Næturútvarp á báðum rásum til
morguns.
Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9,
10, 11,12,12.20, 14,15,16, 17,18, 19, 22
og 24.
Næturútvarpið
01.00 Áfram ísland.
02.00 Fréttir.
02.05 Snjóalög.
03.00 „Blítt og létt..."
04.00 Fréttir.
04.05 Glefsur.
04.30 Veðurfregnir.
04.40 Á vettvangi.
05.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
05.01 Bláar nótur.
06.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam-
göngum.
06.01 Norrænir tónar.
Ríkisútvarpið á Akureyri
Þriðjudagur 23. janúar
8.10-8.30 Svæðisútvarp Norðurlands.
18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands.
Hljóðbylgjan
Þriðjudagur 23. janúar
17.00-19.00 Ómar Pétursson
fylgir ykkur heim úr vinnunni með ljúfri
tónlist.
Fréttir kl. 18.00.