Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 1

Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 1
Filman þm a skiliö þaö besta 1 Nýja Filmuhúsið Hafnarstræti 106 • Sími 27422 • Pósthólf 196 H-Lux gæðaframköllun Hrað- framköllun Opiö á iaugardögum frákl. 9-12. „ Umferðaröngþveiti. “ Mynd: TLV Veðrið: Styttir upp um helgina Þrátt fyrir að veðurguðirnir hafi strítt Norðlendingum í gær þá er útlit fyrir þokkalegt veð- ur um helgina. Yeðurfræðing- ur á Veðurstofu Islands taldi líklegt að nú með morgninum færi að draga úr snjókomunni. Útlit er fyrir að í dag verði norðaustan 4-6 vindstig og él. Á morgun snýst vindur meira til austlægra átta og jafnframt styttir upp. Búist er við að vindur geti verið á bilinu 3-5 vindstig. Þeir sem .ætla sér að stíga á skíði um helgina ættu að geta gert það skammlaust en eins og skýrt var frá í blaðinu í gær eru skíðalöndin nú sem óðast að opna. Siglfirðingar bætast í hóp- inn í dag en þá verða skíðalyft- urnar opnaðar. JÓH Heildarloðnuveiðin á vertíðinni orðin 270 þúsund tonn: Röskum þriðjungi landað á Norðurlandi lítið borist af loðnu til Norðurlandsverksmiðja síðustu dagana Loðnuverksmiðjurnar fimm á Norðurlandi hafa tekið á móti tæpum 80 þúsund tonnum af loðnu það sem af er vertíðinni. Röskur helmingur þessa afla er kominn á land eftir áramót, en þá hjá fjórum verksmiðjum þar sem Krossanesverksmiðj- an brann fyrir áramótin. Heildaraflinn á vertíðinni er orðinn 270 þúsund tonn þannig að til norðlensku verksmiðj- anna hefur komið góður þriðjungur. Gefur Alþjóðahvalveiðiráðið grænt ljós á hrefnuveiðar? „Stofiiinn vel á sig komimf - segir Jóhann Sigurjónsson, sjávarlíffræðingur „Ég trúi öllu og það kæmi mér ekkert á óvart þótt Alþjóða hvalveiðiráðið tæki þá ákvörð- un að banna hrefnuveiðar næstu fimm ár og jafnvel að bann verði lagt við öllum hval- veiðum um aldur og ævi,“ seg- ir Gunnlaugur Konráðsson, útgerðarmaður á L-Arskógs- sandi. Hrefnuveiðar hafa verið bann- aðar við ísland frá 1985 og liggur fyrir að á fundum vísindanefndar og Alþjóðahvalveiðiráðsins í Hollandi í júní verður m.a. fjall- að um þessar veiðar. Almennt ríkir ekki mikil bjartsýni um að hrefnuveiðibanni hér við land verði aflétt þrátt fyrir að upplýs- ingar um stofnstærð hrefnunnar gefi til kynna að mikið sé af hrefnu við landið. „Við teljum hrefnustofninn við ísland vel á sig kominn og vel veiðanlegan. Erfitt er að segja um stofnstærðina en ætla má að á svæðinu Austur-Grænland, ísland, Jan Mayen séu um 20 þúsund dýr. Þessi mál koma öll til athugun- ar hjá vísindanefndinni í vor. Þar förum við í gegnum öll fyrirliggj- andi gögn um ástand hrefnu- stofnins í Atlantshafi og Suður- íshafi. Síðan mun Alþjóðahval- veiðiráðið fjalla um niðurstöður nefndarinnar," segir Jóhann Sig- urjónsson, sjávarlíffræðingur hjá Hafrannsóknastofnun. óþh Á haustvertíðinni var landað samtals 20.240 tonnum hjá Síld- arverksmiðjum ríkisins á Siglu- firði en það sem af er vertíðinni eftir áramót eru komin 17.217 tonn á land. í fiskimjölsverk- smiðju H.Ó. í Ólafsfirði hafa verið unnin um 3000 tonn af loðnu frá byrjun vertíðar í haust, þar af 1200 tonn eftir áramót. Hjá Árna Sörenssyni, verk- smiðjustjóra Síldarverksmiðju ríkisins á Raufarhöfn fengust þær upplýsingar í gær að verksmiðjan hefði tekið á móti tæpum 13000 tonnum af loðnu frá áramótum en fyrir áramót var landað um 4000 tonnum hjá verksmiðjunni. í fiskimjölsverksmiðju Hrað- frystihúss Þórshafnar var í gær verið að vinna afla úr Pétri Jónas- syni, samtals um 1000 tonn. Samtals hefur verið landað þar röskum 16 þúsund tonnum í 37 löndunum frá upphafi vertíðar í haust, þar af 10.200 tonnum eftir Dalvík: SjúkrabíUimi skemmdur eftir úíaikeyrshi Bctur fór en á horfðist þegar sjúkrabifcið Rauða krossins á Dalvík fór út af veginum skammt ofan við Hrísatjörn við Dalvík laust fyrir hádegi í fyrradag. Bifreiðin var á leið til Arskógssands þar sem taka átti á móti konu úr Hríseyjarferj- unni þegar eitthvað gaf sig í framhásingu og tókst öku- manni að forða veltu með því að aka bifreiðinni strax út fyrir veg. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar á Dalvík taldi ökumað- fyrstu að vindhviða hefði feykt bílnum til á veginum en síð- ar kom í ljós brestur í suðu við framhásingu sem haft hefur þær afleiðingar að stýrisbúnaðurinn vann ekki sem skyldi. Ökumað- urinn náði að stýra bílnum beint út af veginum og forða veltu en þrátt fyrir það er bifreiðin tals- vert skemmd. Ökumanninn sak- aði ekki. Að sögn lögreglunnar eru fleiri sjúkrabílar á staðnum sem notað- ir verða meðan gert verður við bílinn. JÓH áramót. Loks er að nefna Krossa- nesverksmiðjuna sem tók á móti 5000 tonnum fyrir áramót. Ágæt loðnuveiði var í fyrra- kvöld og á síðasta sólarhring til- kynntu 14 bátar unt samtals 8500 tonna afla en á fimmtudag var til- kynnt um 12770 tonn. Aðeins tveir farmar fóru norður fyrir land, annars vegar áðurnefndur farmur til Þórshafnar og hins veg- ar 640 tonn til Raufarhafnar. Veiðisvæðið er nú á Hvalbaks- svæðinu en veður hefur nokkuð hamlað veiði síðustu daga. JÓH Hjallalundur 18-22: Saimiingaviðræður um opnun bfla- geymslu í gær Bílageymsla í (jölhýlishúsi 18- 22 við Hjallalund á Akureyri var ennþá innsigluð þegar Dagur hafði spurnir af í gær áður en hann fór í vinnslu. Frekar var búist við að sam- komulag tækist milli SS.Byggis annars vegar og byggingafull- trúa, heilbrigðisfulltrúa og slökkviliðsstjóra hins vegar um bráðabirgðalausn og opnun bílageymslunnar. SS. Byggir sendi bréf til þre- menninganna síðdegis á fimmtu- dag þar sem formlega var óskað eftir undanþágu til að opna bíla- geymsluna á meðan unnið væri að lokafrágangi hennar. Fyrri partinn í gær voru ræddar hug- myndir um að setja upp bráða- birgðaloftræstingu og lagfæra ýmsa aðra hluti áður en geymslan yrði opnuð á nýjan leik. Góðar líkur voru taldar á samkomulagi og að stutt yrði í að innsigli á bíla- geymslunni yrði rofið. óþh

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.