Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 9
8 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1990
Laugardagur 27. janúar 1990 - DAGUR - 9
„Það er spurningin, menn eiga
það til að ofmetnast við svona
lagað. Ég hef alltaf sagt við sjálf-
an mig að vera bara ég sjálfur.
Kannski hefði ég mátt fá meira
frá báðum hliðum, meiri gagn-
rýni, en við opnunina var svo
mikið að gera við að merkja
kaupendum myndirnar að ég
mátti lítið vera að því að sinna
gestunum.
Ég stefni að því að fara í skóla
næsta haust, og mér var sagt að
mjög gott væri fyrir mig að halda
eina sýningu áður en ég færi í
skólann. Innan skólans eru nem-
endurnir svo verndaðir að þegar
skólanum líkur eru þeir alveg
naktir og þá vantar kjarkinn. Þeir
hafa engan til að leita til og verða
að bjarga sér sjálfir. Þegar maður
er búinn að fá smjörþefinn af
sýningarhaldi veit maður betur
hvað við er að eiga.
Ég ætla í Myndlistaskólann í
Reykjavík, hann er í námskeiðs-
formi og ég ætla að taka kvöld-
skólann til að geta unnið með.
Nemendur geta verið allt að fjór-
um árum við nám í skólanum en
ég ætla bara að taka það sem
smáupphitum áður en ég sæki um
Myndiista- og handiðnaskólann.1'
Bílslys og hákarlar
- Hvert stefnirðu Rikki?
„Ég er ekki einn af þeim sem
langar til að verða frægur. Mér
finnst allt í lagi að fólk viti af mér
en ég vil ekki verða frægur. Ég
ætla að halda áfram, sama hvað á
bjátar og sama hvaða högg ég fæ.
f raun veit ég ekki hvað ég er að
gera, mín myndlist er komin frá
ákveðnum mönnum og ákveðn-
um stefnum sem búnar eru að
koma fram og eru eiginlega
úr þessum stíl, hann á eflaust
eftir að breytast mikið og þróast
en ég reikna með að myndefnið
verði alltaf svipað.“
Kannski ætlað að
vera fátækir
- Nú virðist þú geðslegasti ungl-
ingur þó myndefni þitt sé ekki
alltaf mjög geðslegt og ýmsan
óhugnað megi finna í myndun-
um, hvernig ertu í rauninni?
„Ég hef lesið mikið eftir Edgar
Allan Poe, H.P. Lovecraft, Step-
en King og alla þessa gömlu
hryllingsjöfra. Einnig hef ég lesið
mikið eftir Shakespeare, sem er
ekki beint fallegt þó það sé gott.
Ég veit ekki hvort ég er ógeðsleg-
ur í mér, en mér finnst afskap-
lega gaman að vera ógeðslegur í
myndunum. Það eru margir sem
halda að ég sé alveg snargeðveik-
ur, rólegur og yfirvegaður úti á
götu en bryðjandi bein og nag-
andi bárujárn heima hjá mér.“
- Þér er fleira til lista lagt en
að teikna.
„Ég hef skrifað smásögur og í
heilt ár hef ég verið að rembast
við að koma frá mér leikriti og nú
er ég að endurrita það í fjórða
skipti. Ég veit ekki hvað ég geri í
vetur, það fer eftir því hvort
eitthvað rætist úr með atvinnu-
leysið, en kannski er listamönn-
um almennt ætlað þetta; að vera
fátækir. Ég leita mikið til súrrea-
listanna, þá má helst nefna Salva-
dor Dali, að vísu er hann ekki
minn uppáhalds súrrealisti eins
og margir halda, og Max Ernst,
Giorgio de Chirico, og einn af
mínum uppáhalds súrrealistum
er James Énsor. Ég er mjög hrif-
inn af hans afskræmingum eins
og ég vil kalla þær. Ég hata Pic-
„Ég stefni að því að fara í
skóla nœsta haust, og mér
var sagt að mjög gott vœri
fyrir mig að halda eina sýn-
ingu óður en ég fœri í
skólann. Innan skólans eru
nemendurnir svo verndaðir
að þegar skólanum líkur
eru þeir alveg naktir og þó
vantar kjarkinn. Þeir hafa
engan til að leita til og
verða að bjarga sér sjólfir.
Þegar maður er búinn að
fó smjörþefinn af sýningar-
haldi veit maður betur
hvað við er að eiga.“
Núna eftir áramótin fékk ég
eitthvert andleysiskast og datt í
einhverja andlega lægð. Ég sett-
ist niður og það kom ekkert á
blaðið hjá mér, ekki neitt. Ég var
leiður á því sem ég var að gera,
var í þunglyndiskasti, fannst
myndirnar mínar ljótar, og
svona. Ég sagði við sjálfan mig
að ég skyldi bara teikna landslag,
eða gamlan sjómann sitjandi á
steini með pípuna sína niður í
fjöru. En svo hugsaði ég að mig
langaði ekki að teikna svoleiðis
myndir, og fór að hugsa um að
teikna eitthvað þægilegt, fallegt
og gott og kalla myndina Þæg-
indi. Þá fékk ég hugmynd og
teiknaði mann sem var bundinn
við stól og verið var að pína. Það
sem geri núna er að teikna al-
gjöra andstæðu við hugmyndirn-
ar sem ég fæ. Ég gerði uppkast af
mynd af Ofreusi og kallaði hana
Hörmulegur líruleikur, sem er
algjör andstæða við Ofreus sem
lék svo fallega á líru að dýr og tré
og steinar eltu hann. Mér finnst
gaman að þessu, og það brjálæð-
islegasta sent komið hefur á blað
hjá mér núna var mynd sem ég
kalláði Pyntingar, kvalræði, yfir-
þyrmandi áhyggjur ásamt litlausu
kynlífi. Á myndinni er feitur kall
sem er með allt sem hann þarfn-
ast, þ.á m. konur og peninga.
Hann er eins áhyggjulaus og
hugsast getur og honum líður vel.
Stíllinn á myndunum hefur ekk-
ert breyst, bara hugmyndin á bak
við þær og þetta er ofsalega
gaman."
Djöfull erum viö vitlaus
Rikki kallar sig Ríkarð III, og er
það vegna þess að hann er sá
þriðji í fjölskyldunni sem ber
Ríkarður Þórhallsson heitir ungur Húsvíkingur, reyndar varð hann 17 ára
sjöunda janúar. Þrátt fyrir ungan aldur er Ríkarður III farinn að setja sinn
svip á bæinn. í haust, meðan enn var ratljóst fyrir skammdegi, minnist ég
Rikka á ferðinni á gömlu, svörtu, veigamiklu reiðhjóli, með baskahúfu
öðru megin á kollinum. Nú er hann búinn að leggja reiðhjólinu í bili, en
baskahúfan er enn á sínum stað og svo er hann í jakka, sem er nokkuð við
aldur og talsvert vel við vöxt. Ég minnist þess ekki að hafa séð Rikka í úlpu
eða annarri yfirhöfn í vetur, hann er búinn að skapa sér sinn stíl í klæðnaði
þessa mánuðina, og þá er ekkert verið að breyta út af honum þó það blási
svolítið af norðan. Helgarviðtöl eru yfirleitt við athafnasamt fólk á ýmsum
aldri, eða eldra fólk sem býr yfir margskonar reynslu, en ekki við ungt fólk
sem á vonandi eftir að gera svo margt sem gefur lífinu gildi, bæði fyrir það
sjálft og samferðarmennina. Það er forvitnilegt að heyra hvað atvinnulaus,
ungur maður er að hugsa í vetur, unglingur sem tók sig til nú í desember
og hélt sýningu á myndverkum sínum í Safnahúsinu á Húsavík. Og Rikki
var tilbúinn í smáspjall um lífið og tilveruna.
- Hvað þýðir það að 16 ára
strákur skuli halda myndverka-
sýningu í Safnahúsinu? Lifir
hann svona hratt?
„Já, ætli ég lifi ekki svona
hryllilega hratt. Vinum og ætt-
ingjum fannst kominn tími til að
ég færi að sanna mig sem lista-
mann og ýttu á mig með að fara
að sýna. Síðan kom Kári Sigurðs-
son, listmálari, og skoðaði hjá
mér myndir og hann sagði líka að
ég ætti að sýna. Þannig að ég
sýndi bara, og var mjög ánægður
með viðtökurnar. Það seldust
átta verk á fyrstu fimm mínútun-
um og fimmtán verk á fyrsta hálf-
tímanum. Þetta gekk rosalega vel
og ég átti engan veginn von á
svona góðri sölu en bjóst við að
verða rakkaður niður í svaðið.
Það fer oft þannig þegar eitthvað
nýtt kemur, en ég veit ekki til að
neitt svona hafi komið fram
hérna áður. Ekki þessi stíll. Mér
finnst Húsvíkingar ekki nógu
myndlistarlega sinnaðir, það
kemur ekkert nýtt hérna, nema
þá utanaðkomandi.“
Blóö og nekt - án vinsælda
Það voru 150 manns sem komu á
sýninguna hans Rikka. Alls sýndi
hann 29 myndir; tvær í einkaeign
en 27 voru til sölu og af þeim
seldust 25. Sýningin var tileinkuð
minningu myndlistarmannanna
Alfreðs Flóka og Salvador Dali. í
sýningarskrá fá foreldrar Rikka,
Safnahúsið og Kári Sigðurðsson
sérstakar þakkir fyrir tilsögn,
stuðning og aðstoð við uppsetn-
ingu sýningarinnar. Myndirnar
eru penna- og krítarteikningar og
var verði þeirra stillt mjög í hóf.
Sýningin hét Tunglhrif eftir einni
myndanna og sem dæmi um nöfn
fleiri mynda má nefna: Illskan
uppmáluð, Myrkraverk, Martrað-
argyðjan, Ástlaus, íslensk nótt,
Ljóð eftir Baudelaire, Fæðing,
Eymd, Dansinn og Hamlett. Eft-
ir nöfnunum er nokkuð hægt að
geta sér til um myndefnið, en
Rikki hefur auðugt ímyndunarafl
og er flinkur teiknari.
ógeöslegur í myndunum“
vera
- spjallað við
Ríkarð Þórhallsson,
ungan myndlistarmann
ó Húsavík
„Ég var ánægður með hvað
mikið af jafnöldrum mínum lét
sjá sig, fleiri hefðu mátt koma en
ég var ánægður með þá sem
komu. Annars kom allavega fólk
á sýninguna og keypti myndirnar.
Fólk tók sýningunni misjafnlega,
meirihlutinn var ánægður en einn
og einn gat ekki stillt sig um að
segja eitthvað. Einn sagði að
þetta væri engin list og annar að
ég væri ágætur penni en enginn
mótívasmiður.“
- Það var haft eftir þér fyrir
sýninguna að þú yrðir fyrir von-
brigðum ef einhver yrði ekki
hneykslaður. Tókst þér að
hneyksla fólk?
„Áð segja svona gerði það að
heilmargir hneyksluðust, svo ég
varð engan veginn fyrir vonbrigð-
um. Það var einn og einn sem
hneykslaðist á sýningunni og allt
sem var blóðugt eða nakið féll
ekki í kramið hjá fólki.“
Sá verkin fjúka út
- Nú varst þú ekki dýrseldur á
verkin þín, sérðu eftir að hafa
ekki sett hærra verð á þau fyrst
svona vel gekk að selja?
„Þegar ég sá verkin fjúka
svona út hugsaði ég um af hverju
ég hefði ekki haft þau aðeins dýr-
ari, en þá var spurningin hvort
þau hefðu selst. Mér fannst allt í
lagi að halda eina sýningu þar
sem almenningur hefði virkilega
efni á að kaupa myndverk. Það
er svo sjaldan sem slíkar sýningar
eru haldnar.“
- Þú ert ungur, og þó myndim-
ar hafi verið ódýrar þá hefði fólk
ekki keypt þær nema af því að
það vildi eiga þær einhverra hluta
vegna. Heldurðu að það sé betra
eða verra fyrir þig að fá svona
góðar viðtökur við þinni fyrstu
sýningu? Er hætta á að þú
ofmetnist eða hvetur þetta þig til
dáða?
dauðar. Þannig er spurning hvort
þetta sé afturhvarf."
- Þú hefur dundað við ýmis-
legt fleira en teikningu, en hve-
nær byrjaðir þú að teikna?
„Ég er búinn að teikna frá því
ég man eftir mér, en ég fór að
þróa minn stíl fyrir einum sex
árum, þá fór ég að pæla í Alfreði
Flóka eins og sjá má á mínum
myndum. Ég komst í bók sem
heitir Hrollvekja og Flóki mynd-
skreytti, það var þegar ég var tíu
ára, en svo var það ekki fyrr en
ég varð tólf ára sem ég fór virki-
lega að pæla í honum og skoða
myndskreytingar eftir hann í Les-
bók Morgunblaðsins. Þegar ég
var krakki voru myndirnar mínar
samt alltaf frekar óhugnanlegar.
Ég var mikið hjá ömmu minni og
afa þegar ég var lítill og þau áttu
risastóran bókaskáp, sem var
fullur af bókum og mjög safarík-
ur. í þessum skáp fann ég risa-
stóra bók sem heitir Art Treasure
of the World, í henni grúskaði ég
og skoðaði myndirnar. Ein
myndin, eftir Brequel eldri, hét
The Thriump of Death og á
henni eru mörg þúsund beina-
grindur að eyða heiminum, vopn-
aðar orfum og ljáum. Síðan var
þarna altaristafla eftir Boch.
Þessar myndir var ég alltaf að
skoða af því að það var svo mikið
á þeim, og þar held ég að ég hafi
fyrst orðið fyrir áhrifum. Mínar
myndir voru af bílslysum, hákörl-
um að sökkva skipum, sjó-
skrímslum og þess háttar. Ég
efast um að ég eigi eftir að detta
„Þegar ég sá verkin fjúka
svona út hugsaði ég
um af hverju ég hefði ekki
haft þau aðeins dýrari,
en þá var spurningin hvorf
þau hefðu selst.
Mér fannst allt í lagi að
halda eina sýningu þar
sem almenningur hefði
virkilega efni á að kaupa
myndverk. Það er svo
sjaldan sem slíkar sýningar
eru haldnar."
asso, bara af því hann er
kubismi, sem mér er mjög illa
við. Annars vil ég gjarna gera orð
Alfreðs Flóka að mínum, þegar
hann segist velja myrkrið frekar
en birtuna og tunglið frekar en
sólina.“
- Hvernig tilfinning var það að
opna sína fyrstu myndlistarsýn-
ingu? Varstu ekki kvíðinn, og
hvernig fannst þér svo að þurfa
að láta frá þér myndirnar þínar?
Myndir sem eru
hluti af mér
„Þetta var góð tilfinning og ég
var ekki kvíðinn. Um kvöldið,
þegar allir voru farnir og ég var að
loka og labba út varð mér óvart
litið á myndirnar mínar og hugs-
aði: „Guð minn góður, allar þess-
ar myndir sem eru hluti af mér,
ég er búinn að selja myndirnar
mínar og á þær ekki lengur og fæ
aldrei að sjá sumar þeirra aftur."
Ég settist niður og horfði vel á
myndirnar, en akkúrat þá vakn-
aði önnur tilfinning í öllum þess-
um söknuði og ég fór að hugsa
um allt þetta fólk sem yrði með
myndir eftir mig uppi á vegg hjá
sér. Þannig að það kemur önnur
mjög góð tilfinning í staðinn fyrir
söknuðinn."
- Ertu farinn að teikna aftur
eftir sýniguna?
„Já, ég hætti aldrei að teikna.
þetta nafn og hefur einnig til að
bera listræna hæfileika. Það vcrð-
ur forvitnilegt að fylgjast með
hvernig þessum unga manni tekst
að virkja þá hæfileika sem hann
ómótmælanlega býr yfir. í sýn-
ingarskrá sína ritaði Rikki grein
sem hann nefnir Örfá orð um
myndlist. Viðtalinu lýkur með
niðurlagsorðum þess kafla: „Þeg-
ar litið er yfir farinn veg mynd-
listar, hvarflar óneitanlega sú
hugsun að manni hvort nú sé ekki
allt komið til skila í myndlist.
Allt frá veggjakroti steinaldar-
manna til framúrstefnupopplist-
ar. Ef til vill á allt eftir að koma
aftur, ef til vill er þetta nokkurs
konar hringrás, fólk hefur jú, á
tímum sem núna, tilhneigingu til
að líta um öxl til gamla heimsins.
Það ef til vill borgar sig að byrja
upp á nýtt, þó ekki alveg eins.
Tuttugasta öldin er án efa önn-
ur endurreisn. Kannski kemur sú
þriðja. Kannski kallast næsta
tímabil „afturhvarf“ eða „ný
byrjun“. En oft hugsar maður
sem svo að nú séu endalok mynd-
listar í nánd. Nú er þetta svo
mikið peningaspursmál. Kannski
þarf kreppu til að lagfæra þetta.
En ef til vill hugsuðu forverar
okkar á svipaðan hátt aftur í
grárri forneskju. Að nú væri allt
búið. En þróunin heldur áfram,
eða það teljum við a.m.k. Djöf-
ull erum við vitlaus."
Myndir og texti: Ingibjörg Magnúsdóttir