Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 11
tómstundir
Laugardagur 27. janúar 1990 - DAGUR - 11
Vinsælustu vetraríþróttirnar:
^Skíði
skautar
Senn rennur sá tíini í hönd
Þaö er betra aö taka fyrstu „skautasporin“ nieö varúð, en ænngin skapar
meistarann.
Meöal „gönguskíðapakki" fyrir
þegar skíðin verða bókstaflega
rifín niður úr hillunum í
geymslunni og þau pússuð og
strokin áður en haldið er í
skíðabrekkurnar. Norðlend-
ingar þurfa ekki að kvarta yfír
aðstöðuleysi því mjög góð
skíðaaðstaða er t.d. á Siglu-
fírði, Ólafsfírði, Dalvík, Akur-
eyri og Húsavík. Skíða- og
skautaferðir eru aðal tóm-
stundagaman fjölda fólks yfír
veturinn og er hér ætlunin að
fjalla lítillega um þessi tóm-
stundaáhugamál, kostnaðinn
sem þeint fylgir og fleira.
Áður en hægt er að halda í
hrekkurnar er talið nauðsynlegt
að verða sér út um búnað. í laus-
legri verðkönnun sem blaðið
framkvæmdi er verð á skíðaút-
búnaði afar mismunandi eftir teg-
undum og gæðum. Ef litið er á
verð á nýjurn svigskíðum kosta
þau frá 4.400 krónurn fyrir börn
upp í 25.000 handa fullorðnum.
Skíðaskór kosta á bilinu 4.500
krónur til 23.000 krónur, bind-
ingar frá 3.450 krónum til 10.800,
en þar eru á ferðinni sérstakar
keppnisbindingar. Skíðastafir
fyrir börn kosta um 800 krónur
en fyrir íullorðna kosta þeir mest
1.450 krónur. Reikna má með að
„pakkinn" fyrir fullorðna kosti
um 20.000-30.000 krónur.
Mikill verðmunur á fatnaði
Næst skulurn við líta á fatnaðinn
en betra er að vera vel klæddur
þegar haldið er til fjalla. Auðvit-
að er hægt að draga fram gamla
góða föðurlandið og lopapeysuna
og utanyfir að klæða sig í ódýran
vindgalla. Margir láta sér það
liins vegar ekki nægja og þurfa að
fylgja nýjustu tísku, enn aðrir
láta gamla gallann duga ef hann
passar ennþá. Þeir sem hyggjast
kaupa sér nýja skíðagalla geta
gert það fyrir 16.900 krónur og
allt upp í 28.800 krónur. Hér
skipta gæði og gerð mestu máli
hvað verðmuninn snertir. Skíða-
lúl'fur kosta frá 650 krónum upp í
3.380 krónur, en hanskar frá
1.790 upp í litlar 7.450 krónur,
svo það er eins gott að glata ekki
slíkum hönskum. Húfur eða
eyrnahlífar kosta frá 500 krónum
til 1.600 krónur. Milliverð á hlífð-
arfötum gæti því verið á bilinu
20.000-25.000 krónur svo heild-
arverð fyrir skíði og galla er því
um 40.000-50.000 krónur. Það
skal á það bent að á Akureyri er
rekinn markaður þar sem hægt er
að skipta á eldri skíðum. Notuð
skíði eru um hclmingi ódýrari en
ný, en mest er úrvalið af skíðum
fyrir börn, enda þurfa þau vaxtar
síns vegna að skipta oft um
stærðir.
Fimm lyftur í Hlíðarfjalli
Þá er að leggja land undir fót og
ákváðum við að kanna verð á
skíðakortum og fleiru hjá Skíða-
stöðum í Hlíðarfjalli. Fáir staðir
á landinu bjóða jafn góða skíða-
aðstöðu og Skíðastaðir, en á
svæðinu eru 5 skíðalyftur, stóla-
lyfta og 4 togbrautir. Samtals
flytja þessa lyftur 3.300 manns á
klukkustund en sú hæsta nær upp
í 100 metra hæð. Yfir skíðatíma-
bilið er svæðið opið sem hér
segir: daglega frá kl. 10.00-11.45
og 13.00-18.45 og þriðjudaga,
miðvikudaga og fimmtudaga til
kl. 20.45. Veitingasala er opin í
skíðaskálanum alla daga, en í
skálanum er sömuleiðis hægt að
taka á móti hópum í gistingu og
fæði.
Allar venjulegar skíðabrautir
eru troðnar daglega í Hlíðarfjalli
og helstu leiöir eru sömuleiðis
flóðlýstar á kvöldin. Á skíða-
svæðinu er einnig merkt göngu-
braut og er hún sporuð daglega cf
þess er þörf. Skíðaleiga er til
staðar í Hlíðarfjalli og eru unt 25
pör af skíðum, skóm og stöfum
til leigu. Þá fara reglulega fram
skíðanámskeið fyrir almenning,
auk þess sem hægt er að útvcga
skíðakennara fyrir hópa sem
sækja staðinn heim.
Gjald í lyfturnar í Hlíðarfjalli
er nokkuö breytilegt eftir því
hvernig það er greitt. Heill dagur
í allar lýftur kostar fyrir fullorðna
650 krónur en börn 300 krónur.
Hálfur dagur kostar fyrir full-
orðna 500 krónur en 200 fyrir
börn, eitt kvöld 300 fyrir full-
orðna og 160 fyrir börn. Þá er
hægt að kaupa vetrarkort sem
kosta 9.700 fyrir fullorðna og
gilda þau nú til 1. maí 1990.
Vetrarkort fyrir börn kosta 4.850
krónur.
Frábær gönguskíðaaðstaða
Undanfarin ár hefur fyrirtækjum
verið boðinn hópafsláttur af
vetrarkortum í skíðalyfturnar
fyrir starfsmenn, maka þeirra og
börn. í boði er 20% afsláttur fyrir
20-30 manna hópa og 30% fyrir
30 manns eða fleiri.
Það eru ekki allir skíðamenn
sem kæra sig unt að bruna niður
brekkurnar og vilja frekar ganga
á þar til gerðum brautum.
Gönguskíðabúnaöur er að jafn-
aði helmingi ódýrari en svig-
skíðabúnaður og skulum við líta
nánar á þau verð Barnagöngu-
skíði kosta frá 4.800 krónur til
6.500. Fyrir fullorðna kosta þau
l'rá 5.800-9.600 krónur. Göngu-
skíðaskór kosta á bilinu 2.500-
5.200 og bindingar frá 650 til
1.600 en verð á bindingum fer
eftir tegund af skóni. Göngu-
skíðastafir kosta um 950 krónur.
fullorðna kostar á bilmu 11.000-
12.000 krónur.
Verslanir selja sérstaka galla
fyrir gönguskíðafólk. Þeir gallar
eru heldur þynnri en hefðbundnir
skíðagallar og kosta frá 10.500-
20.000 krónur. Til vibótar þarf
gönguskíöafólk húfu og vettlinga
eins og annað skíðafólk. Auk
gönguskíðabrautarinnar í Hlíð-
arfjalli sem áður hefur verið
minnst á, er mjög vinsælt að fara
á gönguskíöi í Kjarnaskógi við
Akureyri. Brautin er upplýst,
troðin og sporuö þegar með þarf
og er hún 2,2 kílómetrar að
lengd. Við brautina er 70 fer-
metra hús með snyrtingum. kaffi-
og áburðaraðstöðu.
Þrjú skautasvell
á Akureyri
Skautaíþróttin hefur átt vaxandi
fylgi að fagna meðal Akureyr-
inga, sérstaklega eftir að vél-
frysta skautasvellið var tekið í
notkun. Það er Skautafélag
Akureyrar sem sér um rekstur
svellsins og hefur félagið staðið
fyrir æfingum fyrir félagsmenn í
vetur. Vélfrysta skautasvæðið er
opið fyrir almenning sem hér
segir: Oll kvöld nema þriðjudaga
kl. 20.30-22.30. Á miðvikudög-
um og fimmtudögum kl. 16.00-
18.00 og á laugardögum og
sunnudögum kl. 14.00-16.00.
Notendum er þó bent á að hafa
samband í st'ma 27740 ef vafi
leikur á opnun vegna veðurs. Á
skautasvæði Skautafélags Akur-
eyrar er skautaleiga til staðar fyr-
ir þá sem ckki eiga eigin skauta
og boðið er upp á skerpingu á
skautum fyrir eigendur þeirra.
Hafi einhver áhuga á að kaupa
sér nvja skauta kosta þeir frá
Aknrevríirhæv vér vknni*-
Glerárhverfi er skautasvell á mal-
arvelli íþróttafélagsins Þórs og í
Lundarhverfi á malarvelli Knatt-
spyrnufélags Akureyrar. VG