Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 6

Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 6
6 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1990 Baráttan um 16. sætið hafin: Undanúrslit söngvakeppninnar bresta nú á landsmenn góðir ■ cinnvarneetnðvQ lim m') fiirir í* CiAminrnrrol fn _ I . 1 . .U-. 11 Cnlín;' Söngvakeppni sjónvarpsstöðva í Evrópu hefur iöngum sam- einað íslensku þjóðina, ekki síst eftir að íslendingar fóru að senda fulltrúa í keppnina. Undanúrslitin standa nú fyrir dyrum og mun Sjónvarpið sýna þau í tvennu Iagi, laugar- dagskvöldin 27. janúar og 3. febrúar. Úrslitin ráðast síðan í beinni útsendingu 10. febrúar. Ástir og örlög, rómantík og dagdraumar eru áberandi yrkis- efni í lögunum sem komust í undanúrslitin. Egill Eðvarsson, kvikmyndagerðarmaður, stjórn- ar útsendingum frá söngvakeppn- inni en þulur verður Edda Andrés- dóttr. Hljómsveitin er skipuð eftirtöldum tónlistarmönnum: Gunnlaugur Briern (trommur), Jóhann Asmundsson (bassi), Pórður Árnason (gítar), Magnús Kjartansson (hljómborð), Jón Kjell Seljeseth (hljómborð), Kristinn Svavarsson (saxófónn), Einar Bragi Bragason (saxófónn) og Ásgeir H. Steingrímsson (trompet). Þrjár sötigkonur munu syngja bakraddir, þær Eva Ásrún Álbertsdóttir, Erna Þórar- insdóttir og Guðrún Gunnars- dóttir. Þarna eru á ferðinni fjölhæfir og þekktir tónlistarmenn, enda mun þáð vera markmiðið hjá Sjónvarpinu að vanda sérlega vel til þessara þátta nú og munu allir þátttakendur nota hljómsveit keppninnar. Fram til þessa hafa keppendur mátt skipa sína hljómsveit sjálfir en nú þykir sanngjarnt að allir sitji við sama borð. Einnig hefuröllum upptök- um og öðrum hjálpartækjum ver- ið úthýst svo áheyrendur, jafnt heima fyrir sem í Sjónvarpssal, fá tónlistina ómengaða frá hljóm- sveitinni og söngvurunum. Söngvararnir sem taka þátt í keppninni eru allir góðkunningj- ar landsmanna. í fyrri þætti undanúrslita fáum við að heyra í Sigríði Beinteinsdóttur, Grétari Örvarssyni, Björgvin Halldórs- syni, Eyjólfi Kristjánssyni, Inga Gunnari Jóhannssyni og Ara Jónssyni. í seinni þættinum bæt- ast við þau Helga Möller. Ágúst Ragnarsson, Ellen Kristjánsdótt- ir, Bergþóra Árnadóttir, Aðal- steinn Ásberg Sigurðsson og Rut Reginalds. Vilhjálmur Guðjónsson er hljómsveitarstjóri og útsetjari, en aðrir sem útsettu keppnislögin Ari Jónsson syngur eitt laganna sem flutt verður í Sjónvarpinu í kvöld. Ellcn Kristjánsdóttir mun birtast á skjánum laugardagskvöldið 3. febrú- íþróttir 1 eru: Jón Kjell Seljeseth, Magnús Kjartansson, Eyþór Gunnarsson, Grétar og Atli Örvarssynir, Pétur Hjaltested, Gunnar Þórðarson og Birgir J. Birgisson. Hápunktur keppninnar í þessu íslenska forvali verður að kvöldi laugardagsins 10. febrúar. Þá ráðast úrslitin í beinni útsendingu úr Sjónvarpssal. Þar mun koma í ljós hvert laganna 12 verður valið stolt íslenskrar dægurtónlistar í ár og þar með leynivopn þjóðar- innar í baráttunni um sextánda sætið. Þess má geta að sprelli- gosarnir í Spaugstofunni verða með á nótunum og fylgjast með útsendingunni í beinni útsend- ingu. Fróðlegt verður að heyra álit þeirra. SS Þór vann Reyni á Akureyri 107:59 í Úrvalsdeildinni í körfu: Miklir yfirburðir heimamanna Körfuboltinn sem lið Þórs og Reynis buðu áhorfendum upp á í íþróttahöllinni á Akureyri sl. fimmtudagskvöld var ekki burðugur. Þórsliðið átti þó nokkra spretti en datt niður í meðalmennskuna þess á miili. Lokatölur urðu 107 stig gegn 59 stigum Reynismanna og hefði sá sigur hæglega getað orðið stærri. Það var ljóst strax frá fyrstu mínútu leiksins hvort liðið myndi fara með sigur af hólnti. Þórsarar voru ákveðnari aðilinn og Konráð gaf strax tóninn mcð tveim körfum. Frumkvæðið var heima- manna út allan fyrri hálfleikinn og í hálfleik höfðu þeir náð afger- andi forystu 45-25. Undir lok fyrri hálfleiks hvíldu burðarásar í Þórsliðinu og Gylfi Kristjánsson, liðstjóri, gaf öllurn leikmönnum kost á að spreyta sig. I upphafi síðari hálfleiks minnkuðu Reynismenn muninn án þess að ógna forystu Þórsara. Mikið var um mistök á báða bóga og menn virtust taka leikinn mátulega alvarlega. Smám saman komust heimamenn inn í leikinn og þegar líða tók á síðari hálfleik gengu þeir nánast yfir gestina og juku forskot sitt jafnt og þétt. Lokatölur urðu sem fyrr segir 107-59. Það er erfitt að dæma Þórsliðið af þessum leik, til þess var mót- spyrnan of lítil. Leikur þeirra var mjög kaflaskiptur en þegar vel tókst til sýndu þeir skemmtilega takta. Konráð var drjúgur í þess- um leik og Dan Kcnnard að venju sterkur bæði í sókn og vörn. Þá var gaman að sjá til Jóhanns Sigurðssonar í vörninni á móti Bandaríkjamanninum Grisson í liði Reynis. Þann tíma sem Jóhann var inn á komst Gris- son lítt áleiðis í sókninni. Það er best að hafa sem fæst orð um Reynisliðið. Það er með afbrigðum slakt og virðist eiga lítið erindi í harðan slag úrvals- deildar. Stig Þórs: Konráð Óskarsson 31, Dan Kennard 22, Björn Sveinsson 12, Eiríkur Sigurðsson 12, Jón Örn Guðmundsson 8, Stefán Friðleifsson 8, Guömundur Björnsson 5. Jóhann Sigurðsson 5 og Davíð Hreiðarsson 4. Stig Rcynis: David Grisson 26, Einar Þór Skarphéðinsson 10, Svcinn Hans Gíslason 8, Jón Ben Einarsson 7, Anthony Stissi 2, Jón Guðbrandsson 2, Helgi Sigurðsson 2 og Sigurþór Þórarins- son 2. Óþh Kristinn G. Jóhannsson skrifar Bakþankar i5r Hlunnindi með dráttarkúlu .22 Jólabókaflóðið er að vísu sjatn- að en þó berst enn skemmtilegt prentverk að mér. Nú síðast fékk ég í póstinum dálitla bók sem heitir „Bifreiðaskrá, skatt- mat í staðgreiðslu 1990. Bif- reiðahlunnindi." Útgefandi er Staðgreiðsludeild ríkisskatt- stjóra. Bókin er vönduð að allri gerð, prentuð á góðan pappír og í hvítum lit og gráum og mis- munandi litbrigðum af bláum. Ekki er höfunda getið en ætla má að það sé vinnuhópur sér- fræðinga. Útlitshönnun og upp- setning er hins vegar keypt hjá GBB auglýsingastofu. Greið- endur kostnaðar erum við enda ekkert til sparað. Þá er að líta á efni bókarinnar. Það er í stuttu máli það að gera grein fyrir því hvernig launamenn eigi að reikna sér til tekna afnot af bifreiðum sem vinnuveitandi kann að láta þeim í té. Af því ♦ilofni ori i talHar i mn /190 noirAir skattskyld. Við skulum taka dæmið til frekari skýringar á þessari vandvirknislegu skattheimtu. í bókinni er þetta: Setjum nú svo að atvinnurekandi setji undir þig bíl af gerðinni Mercedes-Benz W 126 500 SEL. Slíkur bíll kostar samkvæmt skránni sex milljónir og fimm hundruð þús- und svo að telja má líklegt að býsna margir launþegar aki um á slíkum. Ef þú ert hins vegar svo heppinn að á bilnum er metallic lakk bætast kr. 116.800 viö hlunnindin ef þaklúgan er rafdrifin bætast 128.800 við og fyrir rafhitað framsæti vex mun- aðurinn um 51.700. Ef nú svo vill til að þetta rafhitaða sæti er með velour áklæði aukast hlunnindi þín um 151.000, litað gler hækkar þau um 56.200, fartölva („Trip Computer“) um 80.600 og viðarklætt mæiaborö nm 39 700 Svnna mætti Innni skattskyld hlunnindi um 5.200 kr. og 4 stk. af gólfmottum um 3600 kr. Sísallistar á bílnum eru virði kr. 11.500 í hlunnind- um en samlitur stuðari er met- inn til hlunninda að upphæð kr. 20.000. Eins og af þessu má sjá er bókin afar spennandi lesning og gefur glögga mynd af því sem vænta má í skattheimtu á næstunni ef fer sem nú horfir. Ég hefi af því fregnir að nú hafi verið ráðinn hópur næring- ar- og manneldisfræðinga til að meta fæði til skattskyldra hlunn- inda. Einnig er búið að ráða eina eða tvær auglýsingastofur tii að annast útgáfu á litprent- aðri og myndskreyttri bók til glöggvunar þeim sem ofan í sig láta fæðið, að þeim verði Ijóst verðgildi hvers bita. Svo hrapa- lega vildi til að nefndin hafði ekki skilað af sér þegar auglýsa hurfti núna hannia að skattvfir- þessarar bókar verður þar ekki síður en um hlunnindabílana nákvæmar leiðbeiningar fyrir þá sem borða skattskyldan mat. Þess vegna er í þeirri bók t.d. svofelldar skýringar á verðgildi hlunnindafæðis: „Hádegismatur: Soðin ýsa kr. 587,35. Hrísgrjónavellingur kr. 211,12. Fáanleg aukageta: Kartöflur; Rauðar íslenskar kr. 14,78 stk. þó aldrei fleiri en þrjár. Gullauga kr. 13,88 stk. upp að fjórum en aukaálag eftir það. Bræðingur: Mörflot kr. 5,72 hver skeið. Ekki telst til skattskyldra hlunninda það sem slettast kann uppúr skeiðinni á leið á disk launþega. Kanelsyk- ur: (9/10 sykur, 1/10 kanell) 2,30 hver teskeið. Ef rúsínur eru í vellingnum skulu þær metnar sem hlutfall af heildar- verði vellingsins fyrir fjármagns- kostnað og vexti og taldar til hlunninda samkvæmt bví. bls. 3 í bílahlunnindabókinni." Þessi kafli er tekinn af bls. 7 í fæðishlunnindabókinni og gefur nokkra innsýn í starf sérfræð- ingahópsins sem að henni vinn- ur og verður á launum fram á næsta ár. Rétt er þó að taka fram að hann þ.e. hópurinn er ekki á fríu fæði en hefur hins vegar litla rútu til afnota vegna starfa sinna. Sú rúta er bæði með dráttarkúlu og rafdrifnum spegli bílstjóramegin að framan. Þótt launþegar hafi ekki feng- ið þessa fróðlegu bók í hendur ennþá eru þeir þó beðnir að fara að æfa sig á því að snæða sundurliðaðan hlunnindamat enda kemur það þeim til góða við gerð skattskýrslu næsta árs. Til að auðvelda mönnum þetta hefur ríkisskattstjóri þegar látið prenta á myndapappir skýrslu- form sem etendur eru beðnir að fylla út eftir hverja máltíð sjálf- I uu tecjuiiuii ai uliuiiiOyci ttilyMi | icljci. A 4 r-* - SkHÍinHÍf i»»Hi i ‘otíiiir Súl HKK- i ^Wlv. • Wiv. 1 . w* Myj i vÁÍ-C* • ‘Wi v-t I lAv/oieÍQAt i 3/fir|\/pinm i rtoAöi i iH-rt ií veniuieas iuanns se nu i . — ~ i i ipi inamann« iHKmOfKi in vio t hÉBuuSr aui\u. Þgssí bíwS iasi ■ isi mauo einmg etúr pvi t.a. hvort bíllinn hefur hátalara aö aftan eða „Grand Prix útv/ kasette" að ekki sé nú minnst á dráttarkúlu sem er talin meiri háttar hlunnindi og því eit uviu^uitiai iui. Hamiig eiu það t.d. líka skattskyld hlunn- indi ef álfelgur eru á bílnum sem vinnuveitandinn setur und- ir þig og það fyrirhyggjuleysi að hafa grjótgrind á bílnum eykur iiieíiú ci Oöö r\i. ci iuu ci i iUiiuiii ætlað að telja þetta fram til skatts og borða matinn þar að auki. Samkvæmt þeim gögnum sem ég hefi aflað mér um efni sínum fyrir hvert etið kíló umfram umsamið hámark skal reikna honum full mánaðarleg hlunnindi til tekna uns umsömdu hámarki er náð sbr. v ^ v) * # Í ^ “ með blýanti H! af hvaða gerð sem er að því tilskyldu að laun- þegi geti fært sönnur á að af honum hafi verið greiddur virð- isaukaskattur. Kr.G.Jóh.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.