Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 3
fréttir
Laugardagur 27. janúar 1990 - DAGUR - 3
L
Bændur spurðir álits á hugmyndum um innflutning á búvöru:
Ávísun á fólksflutninga á suðvestur-homið
Mikil umræða á sér nú stað í
þjóðfélaginu um verðlagningu
búvara og hefur málið borið á
góma í tengslum við kjara-
samningagerð. Menn ræða það
í fullri alvöru að hefja innflutn-
ing á búvörum og er smjörlíki,
kjúklingar og egg oftast nefnt
til sögunnar.
í þessari umræðu hefur lítið
heyrst frá því fólki sem hefur lífs-
viðurværi sitt af landbúnaði,
sjálfum bændunum. Dagur sló á
þráðinn til fjögurra bænda á
Norðurlandi og innti þá álits á
hugmyndum um innflutning á
búvöru.
Jóhann Lárusson, Hailgils-
stöðum II Sauðaneshreppi:
„Ég held að óhætt sé að segja að
menn séu andvígir innflutningi á
landbúnaðarvörum og ástæða er
til að menn hugsi sig vel urn áður
en það skref yrði stigið.
Ég hef ekki trú á að þessi
umræða skaði bændastéttina.
Það er erfitt að segja til um
framvindu þessa máls en ég spái
þvf að takmarkaður innflutning-
ur landbúnaðarvara verði prófað-
ur en síðan fljótlega hætt við
hann. Ég býst við að menn reyni
fyrir sér með innflutning á kjúkl-
ingum og eggjum og ef til vill
einnig kindakjöti.“
Sigurjón Stefánsson,
Steiná III Svartárdal:
„Mér finnst að þessi umræða
hnigi öll í þá átt að hafa sem verst
umtal um bændur og því miður
finnst mér ekki vera nógu öflugir
málsvarar fyrir bændastéttina.
Mér sýnist að stjórnvöld gangi
hvað harðast í því að ráðast á
bændastéttina. Éf innflutningur
búvara yrði leyfður er ekki
spurning að landbúnaður og þar
með byggð í landinu myndi í
stórum stíl leggjast af. Ég hef trú
á því að innflutningur myndi
koma hvað harðast niður á bænd-
um með lítil bú.
í sjálfu sér hefur þessi umræða
ekki komið mér á óvart. Verð á
búvörum er hátt og milliliða-
kostnaðurinn of hár. Að mínu
viti eiga menn að ýta hugmynd-
um um innflutning út af borðinu
og taka fremur höndum saman
við að skera niður þennan
kostnað."
Kristján Hannesson, bóndi
Kaupangi Ongulsstaðahreppi:
„Ég er þess fullviss að þegar búið
væri að leggja öll gjöld ofan á
innflutta vöru yrði hún á svipuðu
verði og innlend búvara. Ég sé
hins vegar ekkert því til fyrir-
stöðu að menn ræði þessi mál.
Það er nú einu sinni svo að ef
hér fengist erlend búvara og hún
myndi kosta það sama og sú inn-
lenda myndu neytendur, að
minnsta kosti í byrjun, fremur
velja þá erlendu. íslendingar eru
nýjungagjarnir og af þeim sökum
myndu þeir kaupa erlendu vör-
una.“
Sala áfengis hjá ÁTVR:
Norðlendingar kaupa 14% aJls
áfengis og 11% vindlinga
- íslendingar drukku fyrir andvirði 10 skuttogara 1989
íslendingar keyptu áfengi í
verslunum ÁTVR fyrir um 6,4
milljarða á síðasta ári og tóbak
fyrir um 3,4 milljarða. Segja
má að landinn hafi á þennan
hátt svolgrað í sig í formi
áfengis tíu nýjum skuttogur-
um. Heildarsala í lítrum talið
jókst um hvorki meira né minna
en 194% og uiii 24,8% alkóhól-
lítra.
tillit sé tekið til áhrifa áfengs öls á
sölu létts öls svo og breytinga,
sem orðið hafa á þeim bjórinn-
flutningi, sem stundaður er án
milligöngu ÁTVR."
Útibú ÁTVR á Norðurlandi,
þau sem staðsett eru á Akureyri.
Siglufirði og Sauðárkróki seldu
um 14% af öllu áfengi sem selt
var í verslunum ÁTVR. Sömu
verslanir seldu hins vegar aðeins
11% af öllu tóbaki sem selt var á
vegum fyrirtækisins. Heildarsala
vindlinga 1989 nam 418.301 þús-
undum sem er samdráttur upp á
um 3,04% frá árinu á undan. Frá
árinu 1984 hefur sala á vindling-
um dregist saman um 13%. VG
KA-heimili:
Fuiidur um kvennaknattspymu
í fréttatilkynningu frá ÁTVR
segir að tölur þessar greini frá
sölu fyrirtækisins en ekki neyslu
íslendinga. „ÁTVR telur ekki
unnt að draga ályktanir af áhrif-
um bjórsölu á áfengisneyslu án
þess að lagt sé mat á þær birgðir,
sem lágu í heimahúsum eða á
veitingastöðum um s.l. áramót.
Eins og um var rætt á aðalfundi
Knattspyrnudeildar KA í haust,
vill stjórn Knattspyrnudeildar-
innar fá fleita áhugasamt fólk til
starfa og helst að gera kvenna-
flokkana sem sjálfstæðasta ein-
mgu innan deildarinnar.
Því er boðað til fundar í KA
heimilinu mánudaginn 29. janúar
kl. 20.30 og er allt áhugasamt
fólk um kvennaknattspyrnu hjá
KA hvatt til að mæta.
Jón Óskarsson, bóndi
Kolgerði Grýtubakkahreppi:
„Það virðist sem ákveðinn hópur
manna hafi greiðan aðgang að
fjölmiðlum í því skyni að halda
uppi stöðugri neikvæðri umræðu
um bændur. Það er alveg sama
hvað við þessa menn er sagt. Þeir
vilja ekki kyngja staðreyndum
málsins og hamra stöðugt á því
sem þeim finnst réttast.
Mér sýnist að nú stefni nienn
að einhverjum innflutningi
búvara en erfitt er að segja hve-
nær af því verður. Ef taumlaus
innflutningur yrði leyfður kæmi
það af sjálfu sér að flytja yrði allt
það fólk sem vinnur við landbún-
að og þjónustu við landbúnað á
suðvesturhorn landsins.
Því miður finnst mér að sumir
fjölmiðlar eigi nokkra sök á nei-
kvæðri umræðu um landbúnað í
landinu. Ég bendi á það sem
dæmi að í hvert skipti sem land-
|búnaðarvörur hækka í verði er
það nákvæmlega tíundað í fjöl-
miðlum. Hins vegar er hækkun-
um á öðrum nauðsynjavörum
einatt ekki jafn mikill gaumur
gefinn."
ÞATTTAKA
TRYGGINGASTOFNUNAR RÍKISINS
í K0STNAÐIVIÐ
TANNRÉTTINGAMEÐFERÐ
Vegna nýrra laga um greiðslur Trygginga-
stofnunar ríkisins fyrir tannréttingar vill
stofnunin hvetja forráðamenn barna og
unglinga til þess að fresta því að leggja
út í kostnað við nýja tannréttinga-
meðferð þar til nýjar endurgreiðslureglur
hafa verið auglýstar. Að því loknu skal
fólki bent á að afla sér úrskurðar
Tryggingastofnunar um mögulega
greiðsluþátttöku stofnunarinnar áður en
meðferð hefst. Tekið skal fram, að tann-
réttingameðferð, sem sannanlega hófst
fyrir 1. nóvember 1989 verður áfram
endurgreidd samkvæmt eldri reglum.
SÐ TRYGGINGASTOFNUN
Sll RÍKISINS