Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 27.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Laugardagur 27. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÚSTHÓLF 58, AKUREYRI, SÍMI: 96-24222 ■ SÍMFAX: 96-27639 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI ■ LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON. RITSTJ.FULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON. UMSJ.MAÐUR HELGARBLAÐS: STEFÁN SÆMUNDSSON. BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþr.), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSM.: KRISTJÁN LOGASON. PRÓFARKAL.: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSH.: RlKARÐUR B. JÓNASSON. AUGLÝSINGASTJ.: FRÍMANN FRÍMANNSSON. DREIFINGARSTJ.: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASlMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. Liggja tuttugu þúsund ng stöif á lausu? Að mati eins helsta hagfræðings Háskóla íslands gæti þjóðin spar- að sér um 15 milljarða króna árlega með því að leggja niður innlendan landbúnað og hefja innflutning landbúnaðarvara. Þessari „speki“ hagfræðingsins hefur verið mótmælt harðlega af forsvarsmönnum bænda og ýms- um þeim aðilum sem láta sér hag innlends landbúnaðar einhverju varða. Á hinn bóginn hafa mál- pípur innflutningspostulanna hampað niðurstöðu hagfræð- ingsins mjög og telja hana óum- deilanlega. Svo rammt kveður að ofsókn- um í garð bændastéttarinnar um þessar mundir að menn eru farn- ir að leyfa sér kinnroðalaust að setja fram ótrúlega alvarlegar rangfærslur sem staðreyndir í málinu. Þannig hafa ýmsir máls- metandi menn haldið því fram að helstu ríkisútgjöld til landbúnað- ar- og viðskiptaráðuneytis gangi beint til bænda. Þeir hafa eignað bændum allt það fé sem fer til margvíslegustu málaflokka land- búnaðarins, án þess að taka á móti nokkurt tillit til skatttekna ríkissjóðs af sömu málaflokkum. Síðan hafa þeir deilt í upphæðina með fjölda bænda. Þetta leyfði t.d. Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra sér að gera opinberlega fyrir skemmstu. Hann fékk það út að bændur þægju ráðherralaun af skattfé almennings mánaðarlega. Þessi reikniaðferð er auðvitað fyrir neðan allar hellur. Á það hefur verið bent að með sömu röksemdafærslu væri hægt að ljúga því að hver læknir á íslandi fengi 23ja milljóna króna styrk úr ríkissjóði árlega. Sú tala fengist með því að deila fjölda lækna upp í áætlaðan kostnað við ríkiskerf- ið. Tíminn birti á fimmtudaginn athyglisverða frétt um hvaða afleiðingar það hefði í för með sér, yrði innlendur landbúnaður lagður niður. Þar kemur m.a. fram að grípi þjóðin „gulleggið" - þ.e. 15 milljarðana sem fyrr- nefndur hagfræðingur telur að hún geti sparað sér með því að leggja niður landbúnaðinn, megi ætla að um 12-13 þúsund manns þyrftu að leita sér að nýju starfi af þeim sökum. Það starf þurfi þeir að finna á almennum vinnu- markaði, þar sem störfum hefur þegar fækkað í kringum 8 þús- und á síðustu tveimur árum. Af þessu verður ekki betur séð en að skapa þyrfti um 20 þúsund ný störf í landinu til þess að þjóðin gæti nýtt sér 15 milljarða „gróðann" til fulls, auk um 1500 nýrra starfa á ári, sem þarf vegna fólksfjölgunar. Þessar tölur hljóta að vera öllu hugsandi fólki umhugsunarefni. Auvitað er með öllu útilokað að skapa yfir 20 þúsund ný störf í landinu í einu vetfangi, jafnvel á nokkrum áratugum. Það er verð- ugt viðfangsefni fyrir títtnefndan hagfræðing Háskóla íslands og aðra „reiknimeistara" þjóðarinn- ar að reikna dæmið til enda. Hver yrði t.d. kostnaður samfélagsins af slíku hruni atvinnulífsins? Hver yrði kostnaðurinn vegna stórfelldrar byggðaröskunar í sveitum landsins og ýmsum þéttbýlisstöðum, þar sem full- vinnsla landbúnaðarafurða er veigamikill þáttur atvinnulífsins? Hver yrði kostnaðurinn vegna ónýttra mannvirkja út um allt land og byggingu nýrra, væntan- lega fyrst og fremst á höfuð- borgarsvæðinu? Svona mætti lengi spyrja. Ljóst er að 15 millj- arða „sparnaðurinn" fyki fljótt út í veður og vind. Eftir stæði tröll- vaxinn gjaldaliður, sem væri þjóðinni með öllu ofviða. BB. Endurreisn Evrópu og „stórveldin“ þijú eftir Þórð Ingimarsson. Nú eru hinir sögulegu atburðir í Austur-Evrópu afstaðnir. Sigur- víman að renna af fólkinu og ýmsar staðreyndir teknar að blasa við nýjum ráðamönnum. Þótt krumla Stórabróður sé í burtu eru margar þessara staðreynda síður en svo þægilegar. Efnahagur flestra landanna er í rúst. Framleiðslutæki úrelt. Nauðþurftir af skornum skammti. Mengun er á hærra stigi en annars staðar á jörðinni. Og síðast en ekki síst er markaðskerfið sem leysa á mið- stýringuna af hólmi ekki til ef frá er talinn sá svarti markaður er blómstraði, hélt lífi í mörgu fólki og var að miklu leyti óátalinn af gjaldeyrisþyrstum yfirvöldum. Þá er einnig óvíst um framvindu mála í Sovétríkjunum sjálfum þótt uppruni þessara sögulegu breytinga hafi orðið á þeim bæ. Sovétríkin eru sett saman úr mörgum ríkjum og þjóðarbrotum sent sum eiga fátt annað sameiginlegt en forsjá Stórabróður í Moskvu og nú taka þau að knýja á um aukið sjálfstæði. Erfitt er að koma auga á leiðir til að hunsa slíkar kröfur. Gorbatsjov sagði á dögunum í Litháen að framtíð hans sjálfs réðist af því hvort ein- stök Sovétlýðveldi kljúfi sig frá móðurskipinu. Hann berst við að halda hinni víðlendu ríkjasamsteypu saman. Það er einkum þrennt sem virðist geta átt sér stað í Sovétríkjunum á næstunni. Ef Gorbatsjov hrökklast frá völdum má búast við að borgara- styrjöld brjótist út í landinu. Enginn getur sagt fyrir um hver endalok slíkra hörmunga yrðu. En ugglaust myndu harðlínu- menn reyna að nýta sér slíkt ástand og ná tökum á nýjan leik í skjóli vígvéla. Styrjöld gæti því annað hvort leitt af sér algjört hrun Sovétríkjanna eða fimbulvetur kommúnismans á nýjan leik. í öðru lagi er hugsanlegt að Sovétríkin liðist í sundur án borgara- styrjaldar. Slíkt ntyndi skapa langvarandi óvissuástand þar sem ríkjaskipan og stjórnmálaástand yrði að fara eftir langri þróun- arbraut þar til festa kæmist á stjórnarfar. í þriðja lagi er hugsan- legt að samkomulag takist um að Sovétlýðveldin fái aukna sjálfs- stjórn en alríkisstjórn sitji áfram í Moskvu. Þau yrðu eins konar Bandaríki Rússlands og Norður-Asíu. Gorbatsjov virðist stefna að slíku samkomulagi. En eftir það sem gerst hefur í öðrum ríkj- um kommúnismans er óhugsandi að slík leið verði fær í Sovét- ríkjunum nema forræði kommúnistaflokksins verði numið úr stjórnarskránni, kerfi stjórnmálaflokka komið á og frjálsar kosn- ingar ákveðnar á fjögurra ára fresti eins og í flestum lýðræðisríkj- um. Evrópubandalagið og Austur-Evrópa Vestur-Evrópa er að tengjast saman. Með sameiginlegum mark- aði Evrópubandalagsins er stigið mikið skref til samstarfs og ákveðinnar sameiningar bandalagsríkjanna. Með þeim samning- um sem nú eru fyrirhugaðir afsala þau sér ákvörðunarrétti tiltek- inna málaflokka í hendur sameiginlegrar yfirstjórnar bandalags- ins. Þar myndast fyrsti vísir að alríkisstjórn Evrópu. Fríverslunarbandalagið EFTA á nú í viðræðum við Evrópu- bandalagið um aukna samvinnu. Ljóst er að slík samvinna eykst þótt ekki sé ákveðið á þessari stundu með hvaða hætti hún nákvæmlega verður. Atburðirnir í Austurálfunni hafa mikil áhrif á þróunina innan og utan Evrópubandalagsins. Þrátt fyrir marga augljósa erfiðleika í löndum Austur-Evrópu er jafn ljóst að þar eru miklir markaðsmöguleikar í framtíðinni þegar frjálsræði fer að þróast í viðskiptum. Austur-Evrópulöndin vantar nánast allt og þótt fyrstu viðskipti við þau verði fremur í formi aðstoðar en viðskiptahagnaðar kemur að því að sú fyrirgreiðsla fer að skila arði svo framarlega að lýðræði og markaðskerfi fái að þróast í friði fyrir þeim sem horfa í gamlar bækur og heimta hervald í nafni venjulegs fólks sem á tyllidögum er nefnt eftir námumönn- um síðustu aldar og kallað öreigar. Margt bendir því til þess að ríki Evrópu sameinist að einhverju leyti á næstu árum. Þá er ekki eingöngu átt við þau lönd sem nú mynda svonefnt Evrópubandalag. Ríki EFTA, sem nú eiga í við- ræðum við Evrópubandalagið, og Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra stýrði á síðari hluta síðasta árs, munu koma þar við sögu í einhverju formi. En síðast en ekki síst munu hin nýfrjálsu ríki Austur-Evrópu vilja eiga hlut að sameiginlegum Evrópumarkaði og hugsanlegri sameiningu Evrópu í tilteknum málaflokkum. Ýmsar yfirlýsingar að austan benda eindregið í þá átt. Nýir forráðamenn og ekki síður almenningur þessara landa telja sig evrópsk og fremur eiga samleið með Evrópuríkjunum í vestri en Sovétríkjunum. Eyjan í úthafínu Ef sú þróun sem hér hefur verið drepið á, á sér stað á næstu árum, vaknar spurningin um stöðu lítillar þjóðar á skeri í Norð- ur-Atlantshafinu. Með hvaða hætti getur hún tengst þessum sam- steypum? Getur hún orðið hluti af sameinaðri Evrópu eða verður íslenska þjóðin að halda sínum hlut sem smáríki eitt og sér og lifa af að selja frysta fiskinn til Bandaríkja Norður-Ameríku, ferska fiskinn og salta til Bandaríkja Evrópu og niðursoðna fiskmetið og síldina til Bandaríkja Austur-Evrópu og Norður-Asíu? í raun og veru höfum við lifað þannig hingað til. Við höfum orðið að leita markaða fyrir sjávarafurðir innan allra þessara blokka þótt afli sé ekki það mikill á mælikvarða stórra þjóða að tvö til þrjú ríki ættu auðveldlega að geta keypt hann og étið. íslendingar sjá ekki þá framtíð að geta selt einhverjum einum alla framleiðslu sína. Það er heldur ekki eftirsóknarvert og í því fælist einnig mikil áhætta. íslendingar verða að taka þátt í viðræðum við Evrópubandalagið og tryggja sér réttindi á þeim vettvangi. Ugglaust verða þeir að láta eitthvað á móti því samningur þar sem annar aðilinn lætur ekkert af hendi er enginn samningur eins og Mitterand komst að orði í íslandsheimsókn sinni í haust. En Islendingar geta ekki látið sjálfstæði sitt í hendur alríkisstjórnar Bandaríkja Evrópu í Brussell eða hvar sem hún kann að verða staðsett. Til þess er sérstaða þeirra allt of mikil. Megum ekki láta sjávarútveginn af hendi Þótt flutningur vinnuafls milli landa geti verið af hinu góða er ísland allt of fámennt miðað við öll önnur Evrópuríki til að slíkt geti átt sér stað án þess að hömlur komi til. Möguleikar til atvinnulífs á íslandi eru einnig alltof fábreyttir miðað við Evrópu- ríkin til að hömlulaus fjármagnsflutningur verði íslendingum til góðs. Þótt nauðsynlegt sé að fá erlent fé til atvinnurekstrar á ís- landi má það aldrei verða nema hluti af atvinnustarfseminni og á að nýtast til að byggja þann rekstur upp sem við höfum ekki á okkar valdi. Við megum ekki láta sjávarútveginn af hendi. Hvorki í formi veiðiheimilda við landið eða láta evrópsku verka- fólki eftir að vinna matvöru úr dýrmætu hráefni okkar. Þrátt fyrir hugsanlega sameiningu Evrópu í eins konar Bandaríki er ljóst að við verðum að hafa tengsl við ríkjasamsteypuna og ná hagstæðum viðskiptasamningum en við verðum einnig að halda fullu sjálf- stæði gagnvart henni. Meira en ólgan í Alþýðubandalaginu Atburðirnir í Austur-Evrópu munu hafa meiri áhrif hér á landi en að skapa ólgu innan Alþýðubandalagsins og auka áhyggjur þeirra fáu sem enn geta ekki látið af því að trúa á ágæti sósíalismans. Atburðirnir í Austur-Evrópu munu hafa víðtæk áhrif á þá gerjun sem er í allri álfunni. Vestur-Evrópa stefnir í átt til sameiningar til að treysta efnahagslegar forsendur sínar. Austur-Evrópa er nýsloppin úr fangelsi og þarf að hefja nýtt líf. Það er því til umhugsunar hvort byggðir á Norðurhveli jarðar komi til með að standa saman af þremur meginríkjasamsteypum um næstu alda- mót. Margt bendir til að svo verði nema stórslys eigi sér stað í austurvegi. íslendingar geta ekki orðið fullgildir aðilar að einni ríkjasamsteypu. Þeir verða, sérstöðu sinnar vegna, að halda sjálf- stæði sínu en einnig að fylgjast vel með allri þróun og vinna að sem hagkvæmustum samningum á hverjum tíma. Það mun því reyna mikið á stjórnvöld og samningamenn okkar úti í hinum „nýja“ heimi á komandi áratug.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.