Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 2

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 2
2 - DAGUR - Miðvikudagur 31. janúar 1990 Sölukönnun íbúða á Akureyri janúar-júní 1989: Fleiri eignir og minni seldust en útborgun hækkaði - hækkun fasteignaverðs 4% minni en hækkun lánskjaravísitölu Tólf fbúðir í gagnið á Uúsavík Kári Arnór Kárason, formaður Búseta afhendir fyrsta Búsetanum á Húsa- vík, Unni Guðjónsdóttur, blómvönd og lykil að íbúð sinni. - fimm Búsetar fengu húsnæði Frá afhendingu íbúðanna, íbúar og bæjarfulltrúar fylgjast með. hamingju með nýja húsnæðið og sagði að sex íbúðir á félagslegum grundvelli hefðu að meðaltali verið byggðar á ári, síðan hafist var handa um að byggja slíkar íbúðir á Húsavík. I nýja húsinu eru sex fjögra herbergja íbúðir og sex þriggja herbergja. Aðal- verktaki við byggingu hússins var Fjalar hf. Bjarni Pór Einarsson, bæjar- stjóri þakkaði verktökum vel unnin störf. Sagði hann að ánægjulegt væri til þess að vita að Búseti hefði fengið svo góðar íbúðir í glæsilegu húsi, og afhenti hann síðan Kára Arnóri Kára- syni, formanni Búseta, íbúðirnar fyrir hönd Húsavíkurbæjar. Kári Arnór þakkaði Húsavík- urbæ fyrir stuðninginn við Bú- seta. Sagði að félagið hefði verið stofnað fyrir einu ári og tíu dög- um betur, og gæti það nú boðið fyrstu félögunum íbúðir mun fyrr en áætlað hefði verið. Afhenti hann fyrsta Búsetanum á Húsa- vík, Unni Guðjónsdóttur, blóm- vönd ásamt lyklinum að íbúð hennar. IM Tólf íbúðir í nýbyggðu og vist- legu fjölbýlishúsi að Grundar- garði 4 á Húsavík voru afhent- ar sl. föstudag. Sjö íbúðanna eru byggðar samkvæmt verka- mannabústaðakerfinu, en fímm íbúðir voru byggðar sem leiguíbúðir á vegum Húsavík- urbæjar, en síðan fékk Búseti heimild til að yfirtaka þær og eru þetta fyrstu Búsetaíbúðirn- ar sem afhentar eru á Húsavík. Auk íbúðareigendanna voru bæjarfulltrúar viðstaddir af- hendinguna, einnig menn frá stjórn verkamannabústaða og fleiri. Snær Karlsson formaður stjórnar verkamannabústaða ávarpaði viðstadda. Þakkaði hann þeim aðilum er unnu við byggingu hússins og sagði það hafa fcngið sérlega góða umsögn af hálfu tæknideildar Húsnæðis- málastjórnar ríkisins. Óskaði hann væntanlegum íbúum til Knattspyrnudeild Þórs óskar eftir að taka á leigu 4ra til 5 herb. íbúð strax. Upplýsingar eru gefnar í síma 21210 á daginn, Benedikt, og í síma 23918 eftir kl. 19.00. Knattspyrnudeild Þórs. SNJÚMOKSTUR Önnumst allan almennan snjómokstur. Fljót og góð þjónusta. SEIFUR HF. Uppl. í síma 985-21447 Stefán Þengilsson, síma 985-31547 Kristján, sími 96-24913 Seifur hf. - verkstæði, sími 27910 Stefán Þengilsson. Skilaboð eftir kl. 16 í Videover sími 26866. Útborgunarhlutfall íbúða á Akureyri hækkaði um 1% frá fyrri helmingi ársins 1988 til fyrri hluta síðasta árs. Þessi þróun er ólík því sem gerðist á Suðurnesjum þar sem útborg- unarhlutfallið lækkaði um 3% á sama tímabili en hér er um Vann Toyotu Corolla í happdrætti Fyrir skömmu var dregið í happdrætti Sjálfsbjargar, Landssambands fatlaðra, og kom bifreiðavinningur á miða sem seldur var á Eyjafjarðar- svæðinu. Sólveig Haraldsdóttir, sem er tæplega tvítug og býr í Víðigerði, Hrafnagilshreppi, var svo heppin að hljóta splunkunýja Toyota Corolla 1300 bifreið á sinn miða. Hún tók á móti vinningnum á bílasölunni Stórholti sl. föstudag. Snæbjörn Þórðarson, formaður Sjálfsbjargar á Akureyri, afhenti vinninginn fyrir hönd landssam- bandsins. Á myndinni eru, f.v.: Baldur Bragason, starfsmaður Sjálfsbjargar á Akureyri, Snjó- laug Haraldsdóttir, Snæbjörn Þórðarson og vinningshafinn, Sólveig Haraldsdóttir. Snæbjörn sagði eftir afltendinguna að Sjálfsbjörg landssamband fatl- aðra þakkaði öllum þeim fjöl- mörgu sem hefðu styrkt málefni fatlaðra með því að kaupa miða í happdrættinu. EHB að ræða stærstu markaðssvæði íbúðarhúsnæðis utan höfuð- borgarsvæðisins. Fleiri eignir seldust á Akureyri á fyrri hluta síðasta árs en á sama tíma árið 1988 en meðalstærð eigna var lítillega minni. Upplýsingar um þessi atriði koma fram í fréttabréfi Fast- eignamats ríkisins þar sem enn- fremur segir að raunverð íbúðar- húsnæðis á Akureyri hafi náð hámarki fyrri hluta árs 1988 en sé um það bil 4% lægra á fvrri helm- ingi ársins 1989. Á fyrstu tveimur ársfjórðung- um síðasta árs seldust 126 íbúðir á Akureyri og var meðalstærð þeirra rösklega 104 fermetrar. Meðalverð þeirra var tæpar 4,2 milljónir króna eða 13,7% meira en meðalverð þeirra 105 eigna sem seldust á sama tímabili ársins 1988. Samkvæmt þessu varð verð hvers fermetra í seldum íbúðum fyrstu sex mánuði 1989 tæplega 42 þús. kr. Fjármögnun íbúðarkaupa breyttist lítillega á Akureyri milli þessara tímabila áranna 1988-89. Á fyrstu sex mánuðum ársins 1988 var útborgunarhlutfallið 74,1%, verðtryggð lán 22,2% og óverðtryggð lán 3,7%. í fast- eignaviðskiptunum fyrstu sex mánuði síðasta árs skiptist fjár- mögnunin hins vegar þannig að útborgunin var orðin 75,2%, verðtryggð lán 19,4% og óverð- tryggð lán 5,4%. Loks ber að geta þess að hækk- un lánkjaravísitölu var 19,7% á fyrrnefndu tímabili og hækkun byggingarvísitölu varð 20,5%. Hækkun á fasteignaverði var því 4% minni en hækkun lánskjara- vísitölu sé miðað við söluverð á fermetra. JÓH

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.