Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 3

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 3
fréttir Miðvikudagur 31. janúar 1990 - DAGUR - 3 t Landsmót UMFÍ haldið í Borgaraesi árið 1996 Stjórn Ungmennafélags ís- lands ákvað á fundi sínum um hclgina að Landsmót UMFÍ árið 1996 verði haldið í Borg- arnesi á vegum Ungmenna- sambands Borgarfjarðar. Auk UMSB hafði UIA unnið að því undanfarna mánuði að fá að halda Landsmótið 1996 á Egilsstöðum. Að sögn Sigurðar Þorsteins- A-keppnin í Tékkó: Lítill áhugi Norðlendinga Norðlendingar virðast hafa lít- inn áhuga á að skella sér til Tékkóslóvakíu í lok febrúar til að fylgjast með gengi íslensku handboltadrengjanna. Dagur sló á þráðinn í gær til tveggja ferðaskrifstofa á Akur- eyri og spurðist fyrir um hvort margir hefðu keypt fcrðir á heimsmeistarakeppnina í Tékkó- slóvakíu. Pað svar fékkst hjá Samvinnuferðum að ekkert hefði verið spurt um handboltaferðir og lítið hafði verið spurt um Tékkó hjá Ferðaskrifstofu Akur- eyrar. Efnt verður til nokkurra hóp- ferða til Tékkóslóvakíu og hafa m.a. Útsýn, Úrval og Saga sam- einast um tvær ferðir. Um er að ræða tvær ferðir, annars vegar 27. febrúar til 11. mars og hins vegar 3. mars til 11 mars. óþh sonar framkvæmdastjóra UMFÍ höfðu bæði Borgarnes og Egils- staðir ákveðin rök með sér en ástæðan fyrir valinu á Borgar- nesi, er sú að undirbúningsfram- kvæmdir þar eru komnar heldur lengra á veg en á Egilsstöðum. Jafnframt var samþykkt viljayfir- lýsing stjórnar UMFÍ, þar sem talið er æskilegt að landsmótiö 1999 vcrði haldiö á Egilsstöðum. Sigurður Símonarson bæjar- stjóri á Egilstöðum, hafði ekki heyrt um ákvörðun stjórnar UMFÍ þegar blaðamaður náði tali af honum í gær. Hann sagði það alveg óvíst á þessari stundu hvort sótt yrði um Landsmótið 1999, enda væri það hlutverk íþróttafélaganna að gera það í samráði við sveitarfélagið. „Það er í gangi hjá okkur áætl- un um uppbyggingu íþrótta- mannvirk ja á staðnum og sú áætl- un miðar að því að ljúk.a við þá þætti sem stjórn UMFÍ gerir kröfur um, árið 1996. Þessi áætl- un, sem við höfum lagt fram, er á þá leið að hér verði 25 metra sundlaug, lokið verði við fullbúið íþróttahús og komið verði upp góðri frjálsíþróttaaðstöðu. - Og þó svo að ákvcðið hafi verið að halda mótið '96 í Borgarnesi, á ég ekki von á öðru en að við munum halda okkar striki," sagði Sigurður. Landsmót UMFÍ er haldið á þriggja ári fresti. í sumar verður það haldið í Mosfellsbæ, árið 1993 á Laugarvatni og áriö 1996 í Borgarnesi eins og fyrr sagði. * " -KK Ólafsfíörður: 20% minna í fyrra en Skráöir atvinnuleysisdagar í Olafsfiröi á síðasta ári voru 7684 en 8261 árið 1988. Fækk- un atvinnuleysisdaga milli ára neniur 20 prósentuin. Að sögn Ágústs Sigurlaugsson- ar, starfsmanns Olafsfjarðar- deildar Verkalýðsfélagsins Ein- ingar, voru greiddar út 9 milljón- atvinnuleysi árið 1988 ir króna í atvinnuleysisbætur í fyrra en um 11 milljónir árið 1988. Hjól atvinnulífsins byrjuðu að snúast í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar hf. í mars í fyrra og eftir það féll þar ekki úr einn einasti dagur í vinnu. Atvinnleysið var því lang mest fyrstu mánuði árs- ins. óþh Dagblaðiö Tíminn hefur opnaö skrifstofu að Skipagötu 13 á Akureyri og veitir Halldór Ingi Ásgeirsson henni forstöðu. Halldór Ingi veröur lilaða- niaður fyrir Tíinann á Akureyri og nágrenni og sinnir auk þess dreifíngu Tíntans, Alþýðublaðsins, Pressunnar og Þjóðviljans. Skrifstofan verður opin l'yrir hádegi ulla virka daga. Sínúnn er 27890. Mynd: KL Skiptafundur í þrotabúi Híbýlis, f.v.: Eiríkur Jónsson verkfræöingur, Ásgeir Pétur Asgeirsson skiptaráðandi, Brynjólfur Kjartansson lirl. bústjóri, Árni Pálsson löginaður. Mynd: EHB 2. skiptafundur í þrotabúi Híbýlis hf.: Almenmim kröfuhöfum ráðlagt að afskrifa kröfur sínar Annar fundur í þrotabúi Híbýlis hf. var haldinn á Akur- eyri á föstudaginn. Brynjólfur Kjartansson hrl., bústjóri, sagöi vegna fyrirspurnar frá almennum kröfuhöfum að álit- legasti kosturinn fyrir þá væri aö afskrifa kröfur sínar, þar sem fyrirsjáanlegt væri að lítiö sem ekkert fengist upp í þær. Lýstar almennar kröfur vcgna gjaldþrotsins nema tugum millj- óna króna. Meðal stærstu kröfu- hafa í þeim flokki eru bæjarfó- getaembættið, KEA, Möl og sand- ur hf.. Páll Alfreðsson, Inn- kaupastofnun ríkisins, Blikktás hf. og Teiknistofa Hauks Har- aldssonar. Bústjóri taldi ekki ólíklegt að 10 prósent fengist greitt upp í almennar kröfur. Eiríkur Jónsson, bygginga- verkfræðingur, geröi grein fyrir stöðu framkvæmda Híbýlis er gjaldþrot varð. Hann sagði að búið hefði verið að grciða kr. 37.330.000,- vegna Hetgamagra- strætis 53, reiknað á verðlagi í október er gjaldþrotið varð. Sá hluti sem deilt var um var metinn á 28,4 milljónir. Hluti mismunarins er vegna fyrirframgreiðslu í verkið. Búið var að vinna um þriðjung þess í október. Þrotabúið á ekki kröfu á Akur- eyrarbæ vegna vangreiddra reikninga, þar sem allir reikning- ar Híbýlis á Akureyrarbæ höfðu verið að fullu greiddir fyrir gjaldþrot. Akureyrarbær hefur. eins og aðrir verkkaupar, aðgang að verktryggingum, sem eru vana- lega 10%. af samningsupphæð. Gengið var að tryggingunni vegna sundlaugatinnar í Glerár-' skóla, 3,5 milljónir króna, en ekki hcfur komið fram slík krafa vegna Hclgamagrastrætis 53. Staða mála varðandi vinnu Hí- býlis fyrir Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri er sú að af samnings- upphæðinni voru ógreiddar 1,6 milljónir króna, en eftir var að skila vcrki fyrir upphæð sem nemur liðlega fjórum milljónum. Framkvæmdadeild Innkaupa- stofnunar ríkisins gerir því kröfu í þrotabúiö vegna þessa mismun- ar o.ll atriöa. Bústjóri upplýsti að þrotabúið myndi höfða bæjarþingsmál til ógildingar veðsetningum Malar og sands hf. í Helgamagrastræti 53. Forráðamenn þrotabúsins greinir á við eigendur Barkar hf. á Akureyri vegna glugga í þetta sama hús. „Starfsmenn Híbýlis tóku gluggatia af athafnasvæöi Barkar, cn Börkur tók þá aftur. Þrotabúið varð aö fá gluggana en samkomulag var gert um að láta ákveðna fjárupphæö á bankabók og dcila um hana á sama liátt og kröfu Akurcyrarbæjar," sagði Brynjólfur. Á fundinum kom fram að Hí- býli hf. greiddi alls 1200 þúsund krónur í dagsektir vegna mánað- arseinkunnar á framkvæmdum viö fjölbýlishús aldraðra við Víðilund. Þar átti þrotabúið inni vegna verksins rúma eina milljón króna, eftir aö búið er að greiða dagsektirnar. EHB AUGLÝSING UMINNLAUSNARVERÐ VERÐTRYGGÐRA SPARISKÍRTEINA RÍKISSJÓÐS FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 100,00 1984-1. fl. 1988-1. fl.D 2 ár 01.02.90-01.08.90 01.02.90 kr. 444,31 kr. 173,19 ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. Innlausn spariskírteinaríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, janúar 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.