Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 10

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 10
10 - DAGUR - Miðvikudagur 31. janúar 1990 myndasögur dags ÁRLAND BJARGVÆTTIRNIR # Telefax- faraldurinn Telefax er það nýjasta í íslenskri skrífstofutækni. Nú er ekkert fyrirtæki með fyrirtækjum nema ef það hefur telafaxtæki tíl umráða. Reyndar er það mjög skilj- anlegt því með telefaxi er hægt að koma þapþírum og skilaboðum á milli á mun fljótvirkari hátt en áður. En eins og með allt nýtt þá geta gárungarnir ekki setið á strák sínum og nú fara alls konar teikningar og skila- boð á milli fyrirtækja sem varla geta talist til fyrir- tækjanota. Inn á borð skrif- ara S&S kom t.d. um daginn orðaskrá yfir nýja og breytta merkingu vissra orða. Sum þeirra eru nú þanníg að ekki er hægt að prenta þau í sið- sömu blaði eins og Degi en önnur eiga fullt erindi til les- enda blaðsins. Þar má t.d. lesa að orðið gráfíkjur þýði „konur sem laðast að sér eldri mönnum“, stimpildýr sé annað orð yfir banka- gjaldkera, nábýli jjýði graf^ reitur, nánös sé dauður kókaínisti, uppskafningur sé hefilsstjóri, skautahlaup- ari sé maður sem hlaupi eft- ir hverju klofi, heimskauta- fari sé maður sem fari heim til sinnar konu og að lokum að auðnutittlingur sé maður sem eigi barnaláni að fagna. Og látum við nú þessari sögustund lokið. # Ég hef verið veikur að undanförnu Friðrik Páll Jónsson frétta- maður ríkisútvarpsins flytur oft pistla frá Danmörku á Rás 2 og slær þá yfirleitt á létta strengi í lok þeirra. í síðustu viku las hann brandara úr Jótlandspóstin- um en eins og venjulega eru Baunarnir að skjóta á frændur sína Svía. Maður kemur inn á veitingastað í Kaupmannahöfn og þjónn- inn spyr hann hvort hann sé Svíi. Viðkomandi svarar að bragði: „Nei, ég er Norð- maður, en ég hef verið veik- ur í i/2 mánuð.“ dagskrá fjölmiðla Sjónvarpið Miðvikudagur 31. janúar 17.50 Töfraglugginn. 18.50 Táknmálsfréttir. 18.55 Poppkorn. 19.20 Hver á að ráða? (Who's the Boss?) 19.50 Bleiki pardusinn. 20.00 Fréttir og veður. 20.35 Gestagangur. Gestur að þessu sinni er Birgir ísleifur Gunnarsson. 21.20 „Fyrr var oft í koti kátt... “ (Lycka til Berns.) Skemmtiþáttur frá veitingahúsinu Berns i Stokkhólmi. Sýnd eru brot úr skemmti- dagskrá veitingahússins frá liðnum árum. 22.20 Fangaskipið. (The Dunera Boys.) Síðari þáttur. 23.00 Ellefufréttir. 23.10 Fangaskipið frh. 00.00 Dagskrárlok. Stöð 2 Miðvikudagur 31. janúar 15.30 Úr öskunni í eldinn. (A Deadly Business.) Hörkuspennandi mynd sem byggð er á atburðum úr lífi fyrrverandi tugthúsiims, Harold Kaufman, sem fórnaði lífi sínu til þess að koma upp um skipulögð glæpa- samtök. Aðalhlutverk: Alan Arkin, Armand As- sante, Michael Learned og Jon Polito. 17.05 Santa Barbara. 17.50 Fimm félagar. (Famous Five) 18.15 Klementína. 18.40 í sviðsljósinu. 19.19 19:19. 20.30 Af bæ í borg. 21.00 Horfnir snillingar - Gunnar Gunn- arsson. Ásamt Halldóri Laxness er Gunnar Gunn- arsson talinn í fararbroddi íslenskra rit- höfunda á þessari öld. Hann fór ungur og félítill til Danmerkur og gerðist þar ást- sæll og umsvifamikill rithöfundur á danska tungu. Bók hans „Kirkjan á fjall- inu“ er talin eitt mesta afrek í íslenskri bókmenntasögu. í þættinum er rætt við nokkra aðdáendur og vini skáldsins, farið á bernskuslóðir og reynt að meta framlag þessa stórhuga skálds til íslenskra bók- mennta. 21.45 Snuddarar. (Snoops.) 22.35 Þetta er þitt líf. (This Is Your Life.) 23.00 Boston-morðinginn. (The Boston Strangler.) Magnþrungin mynd byggð á sannsögu- legum atburðum. Aðalhlutverk: Tony Curtis, Henry Fonda, George Kennedy, Mike Kellin og Murray Hamilton. Stranglega bönnuð börnum. 00.40 Dagskrárlok. Rás 1 Miðvikudagur 31. janúar 6.45 Veðurfregnir • Bæn. 7.00 Fréttir. 7.03 í morgunsárið. Randver Þorláksson. Fréttayfirlit kl. 7.30 og 8.30, fréttir kl. 8.00 og veðurfregnir kl. 8.15. Auglýsingar laust fyrir kl. 7.30, 8.00, 8.30 og 9.00. Mörður Árnason talar um daglegt mál laust fyrir kl. 8.00. 9.00 Fréttir. 9.03 Litli barnatíminn: „Áfram Fjöru- lalli“ eftir Jón Viðar Guðlaugsson. Dómhildur Sigurðardóttir les (10). 9.20 Morgunleikfimi. 9.30 Landpósturinn - Frá Norðurlandi. Umsjón: Karl E. Pálsson. 10.00 Fréttir. 10.03 Neytendapunktar. 10.10 Veðurfregnir. 10.30 Úr menningarsögunni - Heimsendir í sögu kristindómsins. 11.00 Fréttir. 11.03 Samhljómur. 11.53 Á dagskrá. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.15 Daglegt mál. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Veðurfregnir • Dánarfregnir • Aug- lýsingar. 13.00 í dagsins önn - Draugar. Umsjón: Bergljót Baldursdóttir. 13.30 Miðdegissagan: „Fjárhaldsmaður- inn“ eftir Nevil Shute. Pétur Bjarnason les þýðingu sína (11). 14.00 Fréttir. 14.03 Harmonikuþáttur. 15.00 Fréttir. 15.03 Samantekt um hernaðarbandalög á tíunda áratugnum. 15.45 Neytendapunktar. 16.00 Fréttir. 16.03 Dagbókin. 16.08 Þingfréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Barnaútvarpið. 17.00 Fréttir. 17.03 Tónlist eftir Fréderic Chopin. 18.00 Fréttir. 18.03 Að utan. 18.10 Á vettvangi. 18.30 Tónlist • Auglýsingar • Dánarfregnir. 18.45 Veðurfregnir • Auglýsingar. 19.00 Kvöldfréttir. 19.30 Auglýsingar. 19.32 Kviksjá. 20.00 Litli barnatíminn. 20.15 Nútímatónlist. 21.00 Krísuvíkursamtökin. Umsjón: Þórarinn Eyfjörð. 21.30 íslenskir einsöngvarar. 22.00 Fréttir. 22.07 Að utan. 22.15 Veðurfregnir • Orð kvöldsins Dagskrá morgundagsins. 22.30 Er gullið í sandinum geymt? Umsjón: Árni Magnússon. 23.10 Nátthrafnaþing. Málin rædd og reifuð. Umsjón: Kristján Sigurjónsson og Guðrún Frímannsdóttir. (Frá Akureyri) 24.00 Fréttir. 00.10 Samhljómur. 01.00 Veðurfregnir. Rás 2 Miðvikudagur 31. janúar 7.03 Morgunútvarpið - Úr myrkrinu, inn í ljósið. Leifur Hauksson og Jón Ársæll Þórðarson hefja daginn með hlustendum. 08.00 Morgunfréttir. - Morgunútvarpið heldur áfram. 9.03 Morgunsyrpa. Eva Ásrún Albertsdóttir og Áslaug Dóra Eyjólfsdóttir. Neytendahorn kl. 10.03 og afmæliskveðj- ur kl. 10.30. 11.03 Þarfaþing með Jóhönnu Harðardóttur og gluggað í heimsblöðin kl. 11.55. - Morgunsyrpa heldur áfram. 12.00 Fréttayfirlit • Auglýsingar. 12.20 Hádegisfréttir. 12.45 Umhverfis landið á áttatiu með Gesti Einari Jónassyni. (Frá Akur- eyri.) 14.03 Hvað er að gerast? Lísa Pálsdóttir kynnir allt það helsta sem er að gerast í menningu, félagslífi og fjöl- miðlum. 14.06 Milli mála. Árni Magnússon leikur nýju lögin. Stóra spurningin. Spurningakeppni vinnustaða kl. 15.03, stjórnandi og dóm- ari Dagur Gunnarsson. 16.03 Dagskrá. Dægurmálaútvarp. Stefán Jón Hafstein, Guðrún Gunnars- dóttir, Sigurður Þór Salvarsson, Þorsteinn J. Vilhjálmsson og Sigurður G. Tómasson. - Kaffispjall og innlit upp úr kl. 16.00. - Stórmál dagsins á sjötta tímanum. - Gæludýrainnskot Jóhönnu Harðardótt- ur. 18.03 Þjóðarsálin, þjóðfundur í beinni útsendingu, sími 91-38500. 19.00 Kvöldfréttir. 19.32 íþróttarásin. Fylgst með og sagðar fréttir af íþróttavið- burðum hér á landi og erlendis. 22.07 Lísa var það, heillin. Lísa Pálsdóttir fjallar um konur í tónlist. 00.10 í háttinn. 01.00 Næturvakt á báðum rásum til morguns. Fréttir eru sagðar kl. 7, 7.30, 8, 8.30, 9, 10, 11, 12, 12.20, 14, 15, 16, 17, 18, 19, 22 og 24. Næturútvarpið 1.00 Áfram ísland. 2.00 Fréttir. 2.05 Konungurinn. Magnús Þór Jónsson segir frá Elvis Presley og rekur sögu hans. 3.00 Á frívaktinni. 4.00 Fréttir. 4.05 Glefsur. 4.30 Veðurfregnir. 4.40 Á vettvangi. 5.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 5.01 Ljúflingslög. 6.00 Fréttir af veðri, færð og flugsam- göngum. 6.01 Á þjóðlegum nótum. Ríkisútvarpið á Akureyri Miðvikudagur 31. janúar 8.10-8.30 Svædisútvarp Norðurlands. 18.03-19.00 Svæðisútvarp Norðurlands. Hljóðbylgjan Miðvikudagur 31. janúar 17.00-19.00 Tími tækifæranna á sínum stað kl. 17.30. Þáttur fyrir þá sem þurfa að selja eða kaupa. Beinn sími er 27711. Fréttir kl. 18.00.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.