Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 11
Miðvikudagur 31. janúar 1990 - DAGUR - 11
íþróttir
Sætti mig ekki við að detta úr liðinu
- Þorvaldur Örlygsson ræðir um lífið og tilveruna í atvinnumennskunni
Forsíða íþróttaútgáfu Nottingham Post í Nottingham eftir leik Forest og Millwall. Þar átti Þorvaldur injög góðan
leik og því ekki að furða að blaðamennirnir segðu „Its hot Toddi“.
„Síðan kaupir Clough Örlygs-
son frá íslandi, sem hefur enga
reynslu í 1. deildinni, og setur
hann beint í aðalliðið án þess
að láta hann leika fyrst með
varaliðinu . . . Það verður að
setja spurningarmerki við þessa
stjórnun.“ Þetta er hluti af les-
endabréfi sem birtist í íþrótta-
útgáfu blaðsins The Notting-
ham Post nýlega. Þorvaldur
Örlygsson brosti er hann las
þessa grein og sagði svo róleg-
ur: „Eg er ánægður með svona
ummæli því þau halda manni
við jörðina.“
Eins og flestum er kunnugt
kom Þorvaldur heim til Akureyr-
ar um síðustu helgi í stutt frí. Þá
var þétt setinn bekkurinn hjá
honum því fjölmiðlamenn sóttu
að honum og vildu fá viðtal við
knattspyrnumanninn knáa sem
svo sannarlega hefur slegið í gegn
með enska stórliðinu Nottingham
Forest. „Þetta er nú svo sem í
lagi hér á íslandi því blaðamenn
eru flestir vandir að viröingu
sinni. í Englandi verða rnenn
hins vegar að vera mjög varkárir
í samskiptum við fjölmiðla því
þar hafa orð manna verið rang-
snúin og mistúlkuð af óprúttn-
um blaðasnápum þannig að leitt
hefur til leiðinda og misskiln-
ings,“ sagði Þorvaldur.
Ráðlegra að standa sig
á vellinum
frekar en í blaðaviðtölum
Það hefur vakið nokkra athygli
að KA-maðurinn knái hefur ver-
ið mjög hógvær í tilsvörun við
íslenska fjölmiðlamenn og viljað
sem minnst úr eigin ágæti gera,
jafnvel þótt hann hafa staðið sig
vel inni á vellinum. Þeir sem
þekkja Þorvald vel segja að þessi
stóiska ró sem hefur einkennt
þessi viðtöl sé ekki mjög ein-
kennandi fyrir knattspyrnumann-
inn Þorvald Örlygsson. Hann sé
miklu frekar þekktur fyrir mikinn
baráttuanda og sjálfstraust. En
hvað segir Þorvaldur sjálfur unt
þetta mál.
„Ég held að ég hafi aldrei verið
þekktur fyrir að gaspra mikið við
blaðamenn. Þó ég sé kominn í
annað félag í öðru landi þá breyt-
ir það því ekki að ég tel það mun
ráðlegra að standa sig vel inni á
vellinum heldur en í viðtölum við
blaðamenn." Eftir að hafa sagt
þetta hugsaði Þorvaldur sig um í
smá tíma en hélt síðan áfrant:
„Hins vegar er það alveg rétt að
ég hef ekki verið þekktur fyrir
neina hógværð inni á vellinum og
skapið hefur stundum hlaupið
með mig í gönur. Þolinmæði hef-
ur ekki heldur verið mín sterk-
asta hlið en þetta er nú allt á
réttri leið," sagði Þorvaldur
„held ég,“ bætti hann við og
kímdi.
Ef við snúum okkur nú að liði
þínu Nottingham Forest. Hvaða
möguleika telur þú ykkur eiga á
enska meistaratitlinum?
„Við erunt um þessar mundir í
4. sæti deildarinnar þannig að
möguleikarnir eru vissulega .fyrir
hendi. Arsenal, Aston Villa,
Southampton og Forest eru öll
mjög svipuð að styrkleika en
Liverpool er tvímælalaust með
besta liðið. Hins vegar er ekki
nóg að vera með besta liðið, eins
og sást í fyrra, heldur verður
heppnin að vera með liðinu sem
hreppir meistaratignina. Við höf-
um verið á góðri siglingu að
undanförnu þannig að ef heppnin
verður nteð okkur gætum við,
eins og hvert af hinum liðunum
fimm, hreppt titilinn.“
Hvernig gengur að aðlagast
ensku þjóðfélagi?
„Það gengur alveg ágætlega.
Ég fór út með opnu hugarfari og
reyndi að vera ekki með neinar
fyrirfram ákveðnar hugmyndir
unt land og þjóð. Auðvitað er
ýmislegt sem kemur manni á
óvart. Englendingar eru yfirleitt
rólegri en við íslendingar og það
á ekki beint við mig. Þar má t.d.
nefna biðraðamenninguna sem er
á háu stigi hjá Bretum. Það má
varla stoppa í banka að líta í
kringum sig því þá er komin bið-
röð fyrir aftan mann! Eins og ég
sagði áður þá er þolinmæði e.kki
mín sterkasta hlið en þarna í
Englandi verð ég að læra hana og
hef líklega bara gott af því,“
sagði Þorvaldur og brosti.
Þýöir ekki aö láta
sparka sig niður á æfíngum
Ef við snúum okkur að atvinnu-
ntennskunni. Nú hafa sumir snú-
ið úr slíkum bolta með slæma
reynslu. Sagt að engum sé hlíft
og sumir leikmenn geri jafnvel í
því að sparka aðra leikmenn nið-
ur á æfingum til þess að tryggja
sjálfum sér sæti í liðinu. Hefur þú
orðið var við þetta hjá Forest?
„Þetta er stór hópur sent berst
urn þau 11 sæti sem laus eru
hverju sinni. Það er því mikil
keyrsla á öllum æfingum, mikið
um tæklingar og mun meira tekið
á en á æfingum hér heinta. Hins
vegar hef ég ekki orðið var við að
viljandi sé reynt að meiða aðra
leikmenn. Ef menn finna að það
er tekið á móti þeim í návígi og
ekkert gefið eftir þá vinnur mað-
ur sér virðingu."
Er undirbúningur undir leiki
öðruvísi í Englandi en hér á ís-
landi?
„Já, það er töluverður munur
og það var e.t.v. það sem kom
mér mest á óvart. Hér heinta hitt-
ast leikmenn stundum 2-3 tímum
fyrir leik, ræða málin og oft voru
töflufundir þar sern þjálfarinn fór
yfir nokkur atriði.
Hjá Forest er 16 manna hópur
boðaður daginn fyrir leik. Þessi
hópur mætir síðan á leikvanginn
tæpum klukkutíma fyrir boðaðan
leiktíma og þá hanga nöfn þeirra
sem byrja eiga inn á uppi á töflu.
Hinir geta farið upp í stúku.
Fyrir útleiki t.d. í London þá
fer 16 manna hópur í rútu til
borgarinnar daginn fyrir leik.
Síðan í klefa rétt fyrir leik þá er
tilkynnt hverjir byrja inn á og
hverjir eru 2 varamenn. Hinir
fara þá bara beint upp í stúku."
Nú hefur heyrst að lítið sé hit-
að upp fyrir leiki í Englandi. Er
þetta rétt?
„Já, og það kom mér nijög á
óvart í byrjun. Menn mæta tæp-
um klukkutíma fyrir leik og
klæða sig úr í rólegheitunum.
Suntir fara út á völl, sparka bolta
á milli sín og glápa upp í stúku til
að athuga hvort þeir þekkja ekki
einhvern meðal áhorfenda. Aðrir
láta sér nægja að teygja inn í
klefanum og koma svo út á völl
rétt áður en dómararnir flauta til
leiks.
Ég átti erfitt með mig í byrjun
en síðan venst maður þessi en ég
fer þó alltaf Vi tíma fyrir leik út á
völl til að hita upp með bolta."
Nú hefur hinum íslendingun-
um í ensku 1. deildinni, Guðna
Bergssyni hjá Tottenham og Sig-
urði Jónssyni hjá Arsenal, ekki
gengið sem best og hafa þeir átt í
erfiðleikum að tryggja sér fast
sæti í liðum sínum. Þú t'erð hins
vegar beint inn í liðið hjá Forest
eftir nokkrar æfingar án þess að
leika með varaliöinu. Hverju
veldur þetta?
„Það er nú erfitt fyrir mig að
svara þessari spurningu. 1 sam-
bandi við hina íslendingana þá
eru stórliðin Tottcnham og
Arsenal með ntjög stóran hóp af
leikmönnum þannig að það er
mjög erfitt að tryggja sér fast sæti
í liðinu. Ég hef nú fylgst með
Tottenhamliðinu og spilað á móti
þeim og það er ekki spurning að
Guðni ætti að vera fastamaður í
liðinu.
Ég hef ekki séð Arsenal leika
þannig að ég get ekki dæmt um
stöðu Sigurðar Jónssonar hjá lið-
inu. Það má hins vegar ekki
gleyma því að Lundúnaliðið er
Englandsmeistari og það eru eng-
ir aukvisar sem skipa þar hvert
sæti. Það var varla hægt að ætlast
til að Sigurði tækist að tryggja sér
fast sæti í liðinu strax á fyrsta
keppnistímabilinu, en ég hef trú
á því að ef Sigurður fær almenni-
lcgt tækifæri muni hann festa sig
þar í sessi.
Clough hefur þann orðstír að
vera óhræddur að gefa nýjum
mönnum tækifæri. Hins vegar er
skammt á milli hláturs og gráturs
í þessum bransa þannig að ég
býst alveg eins við að þaö komi
bakslag í þetta hjá mér þannig að
ég detti úr liðinu.
Á margan hátt er þó gott að ég
hef fengið að spreyta mig þetta
mikið því þá hef ég fundið að ég
get alveg staðið mig eins vel og
hinir leikmennirnir. Ef ég hefði
ekki fengið að spila strax hefði ég
sagt við sjálfan mig að það væri
eðlilegt að nýir leikmenn yrðu að
sanna sig í nokkurn tíma áður en
þeir fengju að spila með aðallið-
inu. En nú sætti ég mig ekki við
annað en að vcra í liðinu þannig
að ef ég dett út mun ég leggja
helmingi harðar að mér en ella."
Með þessum orðum kvöddum við
Þorvald Örlygsson cnda útvarps-
menn mættir að taka viðtal við
hann þannig að segja má að ekki
liafa veriö flóafriður hjá Þorvaldi
fyrir fjölmiðlamönnum þann
stutta tíma sent hann kom heim
til Akureyrar.
Alexander
ÍKA
Skagamaðurinn Alexander
Högnason hefur ákveðið að
ganga til liös við KA-menn í
1. deildinni í knattspyrnu.
Hann kemur norður í byrj-
un maí en mun þangað til
æfa undir stjórn Guðjóns
Þórðarsonar fyrir sunnan.
Alexander, sem er 21 árs
gamall, hefur leikið 24 leiki í
1. deild og skorað 3 mörk.
Hann var einn af lykilmönn-
unum í U-21 árs landsliðinu
sem stóð sig svo vel síðasta
sumar. Alexander er sterkur
varnarmaður og mun tvímæla-
laust styrkja KA-liðið.
Þorvaldur hafði varla við að tala við fjölmiðlafólk þann stutta tíma sem hann
dvaldi á Akureyri. Hér ræðir Kristján Sigurjónsson, hjá Svæðisútvarpinu,
við Þorvald.