Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 12

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 12
Akureyri, miðvikudagur 31. janúar 1990 30300 Bjartsýni ríkir um að samningar séu að takast Góðar horfur voru í gær taldar á því að samkomulag tækist milli aðila vinnumarkaðarins í þessari samningalotu. Munar þar mest um þátt ríkisstjórnar- innar, en gert er ráð ('yrir að ríkið leggi fram 1200 til 1500 milljónir króna í þessu skyni. Hluti af framlagi ríkisins fer til niðurgreiðslna landbúnaðarafurða en einnig til að hækka frítekju- mark. Eftir fund Vinnuveitenda- sambandsins og ASÍ í gær ásamt fulltrúum ríkisstjórnarinnar ríkti mikil bjartsýni um að samningar væru að smella saman. Útgjöldum ríkissjóðs vegna þessa verður mætt með niður- skurði og lántökum frá lífeyris- sjóðum. Launahækkun yrði tvisvar á árinu, 1. febrúar og I. júní, um 1,5%, rauð strik verði 1. maí og 1. september. Laun myndu hækka um 4,5% á næsta ári. Samið yrði til 1. september 1991. EHB Matthías Bjarnason um afgreiðslu Byggða- stofnunar til Meleyrar á Hvammstanga: Ríkisstjórnin á næsta leik Byggðastofnun samþykkti að veita 140 milljóna króna lán til Meleyrar hf. á Hvammstanga til kaupa á raðsmíðaskipi Slippstöðvarinnar hf. Matthías Bjarnason, stjórnarformaður Byggðastofnunar, segir að með þessari afgreiðslu sé bolt- inn hjá ríkisstjórninni, sem verði að greiða fyrir jafnhárri lántöku til Meleyrar hjá Ríkis- ábyrgðasjóði eða annarri stofnun. „Byggðastofnun treysti sér ekki til að taka allt dæmið, það er of stórt því stofnunin þarf í mörg liorn að líta. Fiskveiðasjóður hefði átt að veita þetta lán sam- kvæmt tilgangi sínum, en hann neitaði því og ég get ekki séð annað en að Ríkisábyrgðasjóður eða stofnun eins og Landsbank- inn ætti að útvega það sem á vantar með samhliða veðrétti. Ég vil benda á að Byggðastofn- un hefur ekki annað fé en erlent lánsfé, en slíkar lántökur eru dýrar. Við verðum að gæta hófs í áhættufé, en til þess eru sjóðir og bankar að taka eitthvað á sig. Ég tel aö hér hafi verið gengið eins langt og unnt var, og vona að ríkisstjórnin finni leið til að útvega það lánsfé sem á vantar. Ákvörðun Byggðastofnunar var tekin með tilliti til atvinnumála, m.a. á Akureyri,“ segir Matthías. Sigurður Ringsted, forstjóri Slippstöðvarinnar, segir að lausn þessa máls þýði ekki að fleiri starfsmenn verði endurráðnir, því reiknað hafi verið með því að Siippstöðin kláraði þetta verkefni í vetur. „Ætli við verðum ekki 170 til 180 þegar þessu verki lýkur,“ segir hann. EHB ,Bjórdropi. “ Mynd: TLV Húsavík: SkelfQeg færð á götum bæjaríns Fært var milli Akureyrar og Húsavíkur í gær eftir að mok- að hafði verið í gegnum skafl sem var vestan í Víkurskarði. Kísiivegur var ófær, til stóð að moka veginn í gærmorgun en 55 Fjögur íbúðarhús í byggingu í Hálshreppi: Þetta fólk lætur árásir DV ekkert á sig fá“ - segir Tryggvi Stefánsson, oddviti Ovenjumikill kraftur er í hús- byggingum í Hálshreppi í S- Þingeyjarsýslu því um þessar mundir eru fjögur einbýlishús í byggingu í hreppnum. Byrjað var á byggingu þriggja þessara húsa árið 1988 og eru þau nú fokheld. „Við erum það heppin að hafa hér ungt fólk sem lætur árásir DV Umferð getur stafað hætta af snjóruðnmgum Háir snjóruðningar eru víða á umferðareyjum og annars stað- ar á Akureyri. Matthías Einarsson, lögreglu- varðstjóri á Akureyri, segir að vegna mikillar snjókomu séu ruðningar víða orðnir afar háir meðfram götum. Útsýni er tak- rnarkað af þessum sökunt, svo ekki sé meira sagt. „Það þarf að ganga betur frá þessu á sumum stöðum að mínu áliti,“ segir Matthías. EHB og annarra ekkert á sig fá og ætl- ar að þráast við að vera út í sveit. Það er nú sennilcga mjög óvenju- legt að svona mörg hús séu í byggingu í einu í ekki stærri hreppi,“ segir Tryggvi Stefáns- son, oddviti Hálshrepps um þess- ar byggingar. Áðurnefndar húsbyggingar eru á bæjunum Dæli, Steinkirkju, Hróarsstöðum og Draflastöðum en á öllum þessum jörðum er stundaður búskapur. Tryggvi segir að á síðasta ári hafi íbúum hreppsins fækkað um tvo. Þann 1. desember sl. voru íbúar 191 talsins, 110 karlar og 81 kona. „Okkur sárvantar kvenfólk,“ segir Tryggvi. því JOH hætt var við það vegna renn- ings. Fljótsheiði var ófær og tæki var sent til aðstoðar mjólkurbfl úr Bárðardal. Ófært var um Dalsmynni en snjóflóð lokaði veginum norð- an við Þverá. Annars voru helstu vegir í Þingeyjarsýslum færir í gær, en mikil hálka á öllum vegum. Mikill snjór var í Ólafsfjarðar- múla og óvíst síðdegis í gær hvort tækist að opna veginn, þó mokst- ur hæfist í gærmorgun beggja megin frá. Skelfileg færð var á götum Húsavíkurbæjar í gær er snjór meyrnaði og bílar sátu fastir á klakahryggjunt, í blautum snjó og krapaelg. Veghefill bæjarins var bilaður og lánaði Vegagerðin bænum hefil til að reyna að ráða bót á ástandinu, auk þess sem öll tiltæk tæki voru drifin út á götur bæjarins. Lá við að gangandi veg- farendur þyrftu sumstaðar að taka sundtökin. Síðdegis var lög- reglu ekki kunnugt um nein óhöpp vegna færðarinnar en margir þurftu aðstoðar við í umferðinni, ýmist frá lögreglu eða samborgurum sínum. IM Loðnuveiðar: Þórður, Súlan og í höfii Björg Súlan EA, Þórður Jónasson EA og Björg Jónsdóttir ÞH voru á leið til hcimahafna sinna í gær eftir góða veiði undanfar- ið. Hjá Loðnunefnd fengust þær upplýsingar að áhafnir Þórðar Jónassonar og Súlunnar ætluðu í stutt frí, en skipin þurfa að skipta um loðnunætur. Sömu sögu er að segja um Björgu Jónsdóttur ÞH, sem fer til Húsavíkur í dag. Súlan landaði 761 tonni á Raufarhöfn á mánudagskvöld. Þórður Jónasson landaði einnig á mánudaginn, 697 tonnum hjá SR á Siglufirði. Björg Jónsdóttir landaði í gær hjá loðnubræösl- unni á Þórshöfn, 532 tonnum. EHB

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.