Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 4

Dagur - 31.01.1990, Blaðsíða 4
4 - DAGUR - Miðvikudagur 31. janúar 1990 ÚTGEFANDI: ÚTGÁFUFÉLAG DAGS SKRIFSTOFUR: STRANDGATA 31, PÓSTHÚLF 58, AKUREYRI, SlMI: 24222 ÁSKRIFT KR. 1000 Á MÁNUÐI LAUSASÖLUVERÐ 90 KR. GRUNNVERÐ DÁLKSENTIMETRA 660 KR. RITSTJÓRI: BRAGI V. BERGMANN (ÁBM.) FRÉTTASTJÓRI: KRISTJÁN KRISTJÁNSSON RITSTJÓRNARFULLTRÚI: EGILL H. BRAGASON BLAÐAMENN: ANDRÉS PÉTURSSON (íþróttir), KARL JÓNSSON (Sauöárkróki vs. 95-35960), INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR (Húsavík vs. 41585), JÓHANN ÓLAFUR HALLDÓRSSON, ÓSKAR ÞÓR HALLDÓRSSON, STEFÁN SÆMUNDSSON, VILBORG GUNNARSDÓTTIR, LJÓSMYNDARI: KRISTJÁN LOGASON PRÓFARKALESTUR: SVAVAR OTTESEN ÚTLITSHÖNNUN: RlKARÐUR B. JÓNASSON AUGLÝSINGASTJÓRI: FRIMANN FRlMANNSSON DREIFINGARSTJÓRI: HAFDlS FREYJA RÖGNVALDSDÓTTIR, HEIMASÍMI 25165 FRAMKVÆMDASTJÓRI: HÖRÐUR BLÖNDAL PRENTUN: DAGSPRENT HF. SÍMFAX: 96-27639 Byltingin étur bömin sín Könnun sú sem Gallup gerði um útvarpshlustun þann 12. janúar sl. hefur ekki fengið mikla umfjöllun í fjölmiðlum. Þó hafa forráðamenn Ríkisútvarpsins eðlilega vakið athygli á því að ríkisrásirnar tvær, Rás 1 og Rás 2, komu best út úr könnuninni, það er að segja sem þær útvarps- stöðvar sem mestrar hlustunar nutu þann dag sem könnunin var gerð. Það er þó fjarri lagi að halda því fram að ríkisrásirnar njóti mjög mikillar og almennrar hylli, þótt þær séu mun vinsælli en aðrar útvarpsrásir, ef marka má niðurstöður könnunarinnar. Niðurstöður þeirra kannana, sem gerðar hafa verið síðustu árin til að mæla útvarpshlustun, bera allar að sama brunni: Útvarpshlustun hefur minnkað jafnt og þétt frá þeim degi sem einokun Ríkisútvarpsins var aflétt og útvarpsrekstur gef- inn frjáls. Það er liðin tíð að 80-90% þjóðarinnar hlusti á einhvern tiltekinn útvarpsþátt, eins og stundum gerðist hér í eina tíð. í dag telst það framúrskarandi árangur ef 30-40% þátttakenda í einhverri skoðanakönnuninni segjast hlusta á vinsælasta dagskrárlið Ríkisútvarpsins, fréttirn- ar. Aðrir dagskrárliðir þess njóta minni hylli hlustenda, ef marka má kannanir. Einkastöðv- arnar standa rásum Ríkisútvarpsins síðan langt að baki. í Gallup-könnuninni mældust þær til dæmis með 0 og upp í 9% hlustun. Þessar niðurstöður hljóta að vera forráða- mönnum útvarpsstöðvanna í landinu umhugs- unarefni. Svo virðist sem hlustendum fækki eftir því sem útvarpsstöðvunum fjölgar og útsend- ingartíminn lengist. Æ fleiri virðast bregðast við aukinni samkeppni útvarpsstöðvanna með því einfaldlega að slökkva á viðtækinu sínu og njóta kyrrðarinnar. Það verður líka að segjast eins og er að síbyljan á sumum útvarpsstöðvanna er hvimleið til lengdar og metnaðarleysið mikið. Þessi nýjasta könnun á útvarpshlustun bendir eindregið til þess að almenningur sé búinn að fá sig fullsaddan á tónlistarlegri síbylju daginn út og inn. Þær rásir sem bjóða upp á mest af töluðu máli og sýna hvað mestan metnað í dagskrár- gerð koma best út. Þær niðurstöður, sem raktar hafa verið hér að framan, hljóta einnig að vera auglýsendum ærið umhugsunarefni. Minnkandi útvarpshlustun hlýtur að leiða til þess að þeir snúi sér í auknum mæli til prentmiðlanna og þá sérstaklega dag- blaðanna. Þegar fjölmiðlabyltingin svonefnda hófst var því m.a. spáð að þróunin gæti einmitt orðið sú, þ.e. að hagur dagblaðanna í samkeppni um auglýsendur ætti eftir að vaxa þegar frá liði. Sú spá er óðum að rætast. Kenningin um að bylt- ingin éti börnin sín virðist því enn í fullu gildi. BB. tannverndarvika Egill Jónsson, tannlæknir: Forvamir gegn taimskemmdum Akureyri Skipulag tannlækninga er með ýmsu móti hér á landi. Á Akur- eyri og í nágrenni hefur komist á ákveðið skipulag tannlækninga fyrir börn frá 6 til 16 ára, með samstarfi starfsfólks heilsugæslu- stöðvar og tannlækna. Ekki er neitt skipulagt eftirlit tannlækna með börnum yngri en 6 ára og er það því undir foreldrum þeirra komið að sækjast eftir þeirri þjónustu, sem börn þeirra þurfa óneitanlega á að halda. Reykjavík í Reykjavík hafa verið starfrækt- ar skipulegar skólatannlækningar um langt árabil, þar sem tann- læknastofur eru í skólunum, slíkt fyrirkomulag er á margan hátt gott þar sem auðvelt er að nálgast börnin og minna álag er fyrir for- eldra að koma þeim til tannlækn- is og síður á að vera hætta á að krakkar komi of seint til með- ferðar. Árangur til þessa Borið saman við Reykjavík þá hefur það fyrirkomulag, sem hér er viðhaft, skilað betri árangri á síðustu árum hvað varðar fækkun á tannskemmdum. Fjöldi við- gerðra tanna hér er með því lægsta sem þekkist á landinu. Þetta hefði ekki tekist nema fyrir gott samstarf foreldra, barna og skólahjúkrunarfræðinga með tannlæknum. Hafa foreldrar sýnt aukinn skilning á nauðsyn þess að börn þeirra fari reglulega til eftirlits og meðferðar. Búast má við að kostnaður þessara barna, sem nú eru að vaxa úr grasi, verði á fullorðinsárum ekki þungur í skauti hvað varðar tannlækning- ar, því lengi býr að fyrstu gerð. Þessi árangur, sem oröinn er á Egill Jónsson. heilsugæslusvæðinu, er mjög góður á landsmælikvarða en gera verður betur, bæði verða tann- læknar og foreldrar að leggja meiri áherslu á forvarnir. Ekki cr að leyna að nokkur mismunur er á því milli tannlækna hvað börn hafa margar viðgerðar tennur og ekki síður hitt að mismunur barna cr all verulegur hvað tann- hirðu og eftirlit heimafyrir varð- ar. Þetta þarf að bæta því hægt er að gera enn betur til fækkunar á tannskemmdum og stöndum við enn nokkuð að baki þeim þjóðum sem lengst hafa náð í því efni. Svíar eru meðal þeirra þjóða, sem lengst hafa náð í fyrirbyggj- andi starfi í sambandi við tann- lækningar og í nýlegri könnun, sem gerð var á því hversu vel börn bursta tennur sínar kom í ljós að sænsk börn bursta best þcirra barna sem þátt tóku í könnuninni en 10 þjóðir tóku þátt í gerð þessara rannsókna. Markmið Hvað er þá hægt að gera til að koma enn frekar í veg fyrir tann- skemmdir? Spurt er: Hvernig er hægt að draga enn frekar úr tannskemmdum? Svar: 1. Fækka millimálum. 2. Draga úr sykuráti og gosþambi. 3. Bursta betur og oftar. 4. Nota tannþráð. Afleiðing þessara þátta skilar sér fljótt í fækkun tannskemmda fyrir alla, sem á annað borð hafa tennur. Slæmar matarvenjur stuðla að tannskemmdum. Sérstaklega er slæmt, ef sykurríkrar fæðu er neytt miHi mála. Bakteríur í munni breyta sykr- inum í sýrur, sem leysa upp gler- unginn, svo holur myndast undir bakteríuskáninni. Tennurnar liggja í sýrubaði í u.þ.b. hálftíma í hvert sinn, seni sykurs er neytt. Hér að neðan eru tvær klukku- skífur. Sú fyrri sýnir reglulega matmáistíma. Morgunverður, hádegisverður, síðdegiskaffi og kvöldverður eru þcir matmáls- tímar, sem heppilegir eru. Á klukkunni sést að sá tími, seni glerungurinn er að leysast upp er takmarkaður við fjögur skipti. Á seinni klukkunni sést hvaö gerist, ef millimál bætast við reglulega mata. Hér kemur glöggt í Ijós allur sá tími, sem tennurnar eru að leysast upp. Nánast allan þann tíma sem við- komandi er vakandi og nartandi er glerungurinn að leysast upp. Ekki skiptir höfuðmáli hversu mikils er neytt, hinn minnsti biti er sem sykurfjall í „augum" þess- ara örsmáu baktcría. Höl'undiir er tannlæknir á Akureyri. HÁDEGISMATUR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.